Morgunblaðið - 07.12.1986, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 07.12.1986, Qupperneq 37
J MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1986 37 Samdráttur hjá Lands- l' virkjun í undirbúnings- vinnu nýrra virkjana - sagði forstjóri Landsvirkjunnar LANDSVIRKJUN á nú fimm verkhannaðar virkjanir með orkugetu, sem nemur alls um 3.300 GWli á ári og eru virkjanir þessar nánast komnar á útboðs- stig. Hinsvegar hefur dregið verulega úr áframhaldandi vinnu þar sem hin nýja orkuspá frá 1985 gerir ráð fyrir mun minni aukningu í raforkueftirspurn hins almenna markaðar á næstu árum en áður og i öðru lagi ætla samningar um nýjan orkufrekan iðnað að taka lengri tíma en von- ir stóðu til. Þetta kom m.a. frám í ræðu Halldórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar, á 25 ára afmæli Félags ráðgjafaverkfræðinga fyrir nokkru. „Af þessum ástæðum hefur nú óhjákvæmilega komið til sam- dráttar hjá Landsvirkjun í undir- búningi nýrra virkjana og það svo að um munar. Hér er þó vonandi aðeins við tímabundna erfiðleika að etja í þeirri viðleitni okkar að riýta vatnsaflið sem mest og best. í því skyni getur þróun orkufreks iðnað- ar hér á landi skipt sköpum. Einnig er hugsanlegt að flytja megi raf- orku héðan eftir sæstreng til Skotlands á það hagkvæman hátt að hún geti orðið samkeppnisfær við orku frá kola- og lqamorku- stöðvum, en sá möguleiki er nú í athugun hjá Landsvirkjun. Ekki má heldur gleyma þeim möguleik- um, sem eru fyrir hendi í því að auka raforkunotkun í almennum iðnaði hér innanlands og til hús- hitunar, beint eða með samkeyrslu við hitaveitur." Halldór sagði að orkuspáin frá 1985 skakkaði um 400 GWh á ár- inu 1990 og um 1.200 GWh árið 2000 miðað við það sem orkuspáin frá 1981 gerði ráð fyrir og er þá ekki tekið tillit til aukningar (orkuf- rekum iðnaði. „Miðað við hina nýju spá ætti ekki að þurfa að gang- setja fyrstu vél Blönduvirkjunar fyrr en 1991 og orkan frá virkjun- inni ætti að nægja til næstu aldamóta komi ekki til neinna við- bóta í orkufrekum iðnaði." Halldór sagði að íslenskir ráð- gjafar hefðu nú að mestu komið í stað þeirra erlendu að því er snert- ir verkfærðiþjónustu í þágu virlq- anaframkvæmda hér á landi. Á fyrstu starfsárum Landsvirkjunar, 1966 til 1970, var hlutdeiic íslenskra ráðgjafa í heildarkostnaði fyrirtækisins 18% og erlendra 82%. A síðustu fimm árum hefur þetta hinsvegar snúist við og er þá íslenski hlutinn orðinn 87% og sá erlendi 13%. Ráðgjafarkostnaður Landsvirkj- unar sem hlutfall af árlegri fjárfest- ingu var um 6% á ári að meðaltali á því 20 ára tímabili sem fyrirtæk- ið hefur starfað. Hæst var hlutfallið 1973, eða 18%, en þá voru störf i hámarki við undirbúning Sigöldu- virkjunar. Lægst var hlutfallið 1977, eða 2%, en þá voru fram- kvæmdir við Hvalfjarðarlínu í hámarki og fjárfesting tiltölulega mikil miðað við ráðgjafarkostnað, að sögn Halldórs. Á 20 ára tímabili hefur heildar- kostnaður Landsvirkjunar vegna aðkeyptrar verkfræðilegrar ráð- gjafar numið alls um 2.243 millj. kr. á verðlagi 1. júli 1986. Þar al eru 1.066 millj. kr. vegna íslenskra ráðgjafa og 1.177 millj. kr. vegna erlendra ráðgjafa. „Erlendis þekkist að ráðgjafar bjóði í þjónustuverk og að samið sé fyrirfram um verkþóknun. í slíkum tilvikum velur verkkaupi þann ráðgjafa, sem hann metur hæfastan tæknilega séð til að vinna verkið, en jafnframt er að sjálf- sögðu tekið tillit til kostnaðar. Að því er ég best veit, hefur þessi leið enn sem komið er ekki verið farin hér á landi í neinum mæii," sagði Halldór. „í samningum Landsvirkjunar og ráðgjafa eru engin ákvæði um há- mark vinnustundaijölda vegna einstakra verkþátta, enda oft erfitt að koma slíkum hámarksákvæðum við. Því er það að miklu leyti undir ráðgjöfunum sjálfum komið hve margar vinnustundir fara í hlutað- eigandi verk. Aðhaldið verður hér fyrst og fremst að felast í starfs- heiðri ráðgjafans og hinu almenna eftirliti verkkaupans, sem hinsveg- ar getur aldrei verið í aðstöðu til að telja hveija klukkustund," sagði Halldór. Já, Skátabúöin byrjar skíöavertíöina á glæsilegan hátt. Mikill afsláttur á glerfínum skíöavörum. Skíði, bindingar, skór og buxur. Allt toppvörur á toppveröi. Ekki missa af þessu stórkostlega tækifæri. ♦ SKATABUÐIN Snorrabraut 60 sími 12045 FLJÚGIÐ í JÓLAFRÍIÐ Flugleiðir hafa nú sett upp yfir 50 aukaflug innanlands fyrir jólin. Við gerum okkar besta til þess að koma öllum á ákvörðunar- stað áður en hátíðin gengur í garð. Vinsamlega bókið far tíman- lega, því síðustu ferðir fyrir jól fyllast fljótt. Til þess að forðast biðraðir á flugvelli bendum við farþegum okkar á að kaupa farmiða í söluskrifstofum okkar eða hjá ferðaskrifstofum. Söluskrifstofur Flugleiða eru: Lækjargötu 2 (Nýja bíó). Hótel Esju við Suðurlands- braut. Álfabakka 10 (í Mjóddinni). Farpantanir í síma 26622. FLUGLEIÐIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.