Morgunblaðið - 19.12.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.12.1986, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1986 ............. ««*l en þœr sögðu ennfremur að Vilborg Guðjónsdóttir Stephensen kjólameistari sem leiðbeinir konunum við þjóð- búningsauminn. Konurnar voru á einu máli um að vinnan vœri mikil þetta væri mjög skemmtilegt W HJÁ HEIMILISIÐNAÐARSKÓLANUM Þjóðbúningar íslenskra kvenna hafa á þessari öld einkum verið með fernu móti, það er að segja, upphlutur, peysuföt, skautbúningurog kyrtilbúningur. Þrfr hinirfyrsttöldu eiga sérræturað meira eða minna leyti í búningum íslenskra kvenna allt afturtil 16. aldarað því er séð verður, en ekki er hægt að segja með vissu neitt um sérkenni íslenskra kvenbúninga fyrr en kemur fram á þá öld. Öðru máli gegnir um kyrtilbúninginn. Að höfuðbúnaðinum undanskildum er hann tilraun til að endurskapa nokkurskonar fornbúning er hæfa mætti konum á seinni hluta 19. aldar. Enn í dag þykir það prýði mikil að skarta íslenskum þjóðbúningi. Heimilisiðnaðarskólinn hefurgengistlyrirnámskeiðum íþjóðbúningasaumi síðan árið 1978 og tvö til þrjú námskeið verið haldin á ári hverju. Við litum fyrir skömmu inn á Laufásveginn þar sem nokkrar konur voru í óðaönn að sauma þjóðbúninga undir leiðsögn Vilborgar Guðjónsdóttur Stephensen kjólameistara. Það virðist vera meira um það að ungar konur komi og fái sér búning, enda algengt að þær sem orðnar eru eldri eigi búning," sagði Vil- borg spurð hvort þær konur sem sæktu námskeiðið væru yfirleitt á svipuðu reki. „Annars er þetta afskaplega mismun- andi og alls ekki alltaf sem konurnar eru að sauma á sig sjálfar heldur þá i mörgum til- fellum á nákomna ættingja. • í lok námskeifiisins fékk Ijósmyndari að gægjast inn með mynda- vélina. Mórgunblaðið/Bjarni IÓNA EGGERTSDÓTTIR Það gefur búningnum ákveðið gildi að sauma hann sjálf Eg yar búin að ætla mér að sauma upphlut í nokkur ár, sá svo þjóðbúninganámskeið auglýst í blaði og ákvað að drífa mig,“ sagði Jóna Eggertsdóttir, ein af þeim sem eru að sauma upphlút á námskeiðinu. „Móðir mín gaf mér balderaða borða sem ekki hafa verið notaðir og mig langaði afskaplega til að bæta úr því og eignast búning. Auk þess hefur mér alltaf fundist íslenski upphluturinn mjög fallegur og ég reikna með því að eiga eftir að nota hann við hátíðleg tækifæri." Spurð hvort henni fyndist mikil vinna fólgin í að sauma upphlut sagði hún að þetta væri nokkuð mikil og seinleg vinna. „Þessa dagana sit ég við kvöld og helgar," bætti hún við og brosti. „En það er mjög gaman að kynnast því hvernig sauma á upphlut og svo gefur það búningnum visst gildi að hafa saumað hann sjálf." Það eru rúmlega þrjú ár síðan ég fór sjálf á námskeið hjá Heimilisiðnaðarskólanum til að sauma búning á systurdóttur mína. Móðir mín vildi gefa henni upphlut og ég hafði ekki áður saumað slíkt og treysti mér ekki til að sauma fyrsta búning- inn nema undir leiðsögn. þrátt fyrir að óg sé kjólameistari er það tvennt ólikt að sauma venjulegar flíkur og svo þjóð- búning. Það er gífurleg vinna fólgin í því að sauma til dæmis upphlut, allt þarf að fara fram eftir kúnstarinnar reglum og mikil handavinna sem liggur að baki. Ég hugsa að það sé ekki óraunhæft að segja að það fari að minnsta kosti hálfsmánaðar- vinna í að koma sér upp búningi." Vilborg segir að eftirspurnin í upphluti sé mun meiri en í peysuföt og hingað til hafi fólk ekki sóst eftir að sauma sór faldbúninga eða skautbúning. „Það er mest um það að fólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.