Morgunblaðið - 19.12.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.12.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1986 B 15 Skólakórar Garðabæjar halda tónleika þriðja í jólum Skólakórar Garðabæjar halda tónleika í Háteigskirkju laugardaginn 27 desember. Stjórnandi er Guðfinna D. Olafsdóttir. Bústofn, Smiðjuvegi 6, Kópavogi: Jóhanna Wathne sýnir Um þessar mundir sýnir Jóhanna Wathne málverk sín í Bústofni, Kópavogi. Sýningin er opin á opnun- artíma verslunarinnar. þegar komið í hóp allra vinsælustu leikrita LR frá upphafi. Jólasýningin á Veginum til Mekka verður sunnudaginn 28. desember kl. 20:30. Sýning LR á Veginum til Mekka er mjög falleg og sterk; til- finningaátök eru þar mikil, trúmá- laumræða í brennidepli - frelsi og sjálfstæðisþörf einstaklingsins kruf- in til mergjar: Viðeigandi jólasýning. Vegurinn til Mekka hefur fengið góðar undirtektir og Sigríður Hag- alín einróma lof fyrir hrífandi túlkun sína á listkonunni Helen. En leikhúsunnendureiga einnig góðs að vænta eftir áramót. Leik- félag Reykjavíkurverður90 ára 11. janúar 1987 og verður ýmislegt gert í tilefni afmælisins. Meðal ann- ars verður á afmælisdeginum frumsýnt í Iðnó nýtt íslenskt leikrit eftir Birgi Sigurðsson, Dagurvonar. Leikstjóri erStefári Baldursson. leik- mynd og búninga hannar Þórunn S. Þorgrímsdóttir, tónlist ereftir Gunnar ReynirSveinsson, Leikend- ureru: Margrét H. Jóhannsdóttir, ValdimarÖrn Flygenring, Sigurður Karlsson, Guðrún S. Gísladóttir, Sigríður Hagalín og Þröstur Leó Gunnarsson. Síðar í janúar verður svo frum- sýnt í nýrri leikskemmu LR í vesturbænum i Reykjavík leikgerð Kjartans Ragnarssonar á braggalífs- skáldsögum Einars Kárasonar. Heitir leikritið Þar sem djöflaeyjan ris. Kjartan er jafnframt leikstjóri. FERÐALÖG Kópavogur: Hana nú Vikuleg laugardagsganga frístundahópsins Hana nú í Kópa- vogi verður á morgun, laugardag . Lagt verður af stað kl. 10.00 frá Digranesvegi 12. Sameinum heitt molakaffi, góðan félagsskap og svolítil jólainnkaup. Allir velkomnir. Verið hlýlega búin. Markmið göngunnar: Samvera, súr- efni hreyfing. Ferðafélag íslands: Vetrarsólstöðuferð áEsju A sunnudaginn kl 10:30 efnir Ferðafélagið til vetrarsólstöðuferðar á Esju - Kerhólakamb. Sólstöðuferð- irá Esju um sumarsólhvörf og vetrarsólhvörf eru fastur liður á ferðaáætlun F.l’. Hækkun frá sjávar- máli er rúmlega 800 m, svo að við minnum þátttakendur á að hafa það í huga, þegar búist er til ferðar. Næsta dagsferð verður sunnu- daginn 28. desember kl. 13.00, en þá er gengið á Húsfelliö norður af Helgafelli austan Hafnafjarðar. Útivist, ferðafélag: Skiðaganga og gönguferð um vetr- arsólstöður Á sunnudaginn býður Útivist upp á tvæ gönguferði um vetrarsólstöður og hefjast þær báðar kl. 11.00 frá' BSÍ, bensínsölu. Annarsvegar er um að ræða skíðagöngu á útilegumannaslóðir í Engidal og Marardal. Þetta erauð- veld skíðaganga og hentar vel byrjendum sem öðrum. Hinsvegar er gönguferð á Seljafjall og um Lækjarbotna. Allir eru velkomnir í ferðina og frítt er fyrir börn með fullorðnum. Sjáumst. Listver, Seltjarnarnesi: Sýning Guðmundar Kristinssonar hefur verið framlengd vegna mikillar aðsóknar til sunnudagsins 21. des- ember. Á sýningunni eru um 50 verk unnin á síðustu fimm árum, olíuverk, vatnslitamyndirog pastel- myndir. Sýningin er opin kl. 15-20. Gallerí Kirkjumunir: Afmælissýning Gallerí Kirkjumunir, Kirkjustræti 10, á 20 ára afmæli um þessar mundir. i því tilefni er þar efnt til sýningar á kirkjulegum hlutum og einnig listmunum frá Asíulöndum fjær. Opið er á verslunartíma. Sýn- ingin mun standa fram yfir jól. Alþýðubankinn Blönduósi: Þorlákur Kristinsson sýnir Þorlákur Kristinsson (Tolli) er með sölusýningu á verkum sínum í útibúi Alþýðubankans, Húnabraut 13, Blönduósi. Sýningin stendur í nokkr- ar vikur og er opin á sama tíma og bankinn. Djúpið, Reykjavík: Vondar myndir frá liðnu sumri Ámánudaginn l.desemberopn- aði ívar Brynjólfsson Ijósmyndasýn- ingu í Djúpinu Hafnarstræti 15. Sýningin kallast „Vondar myndir frá liðnu sumri" og er hún opin daglega á opnunartíma Hornsins. Henni lýk- ur23.desember. LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur: Jólasýningar Jólasýningar Leikfélagsins eru á stríðsöngleiknum sívinsæla Landi mins föður eftir Kjartan Ragnarsson og Veginum til Mekka eftir S-Afríska höfundinn Athol Fugard. Jólasýningin á Landi mins föður er laugrdaginn 27. desember kl. 20:30. Þetta er 167. sýningin á þessum söngleik og er stykkiö nú Sýningin „Vondar myndir frá liðnu sumri” er Ijósmynda- sýning f Djúpinu, Hafnarstræti 15. Það er ívar Brynjólfsson sem stendur fyrir þessari sýningu en henni lýkur 23. des- ember. JOLAGJAFIR SEM PRÝÐA HEIMILIÐ ASPIRANT bókahillL LACK þríhyrnt borð EMI MUNIÐ KAFFIHORNIÐ Við bjóðum foreldrunum kaffi og börnunum djús. 2.190 krónur 1.390 krónur 1.290 krónur Opið: I dag kl. 10-20 Laugardag kl. 10-22 Mánudag kl. 10-18:30 Þorláksmessu kl. 10-23 Aðfangadag kl. 9-12 Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 108 Reykjavík. Sími 686650

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.