Morgunblaðið - 19.12.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.12.1986, Blaðsíða 7
B 7 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1986 hæðnislegt, að einmitt um það leyti sem rökstuddar fregnir berast af þeim heilsusamlegu eiginleik- um, sem tárin búa yfir, eru nútíma konur að reyna að venja sig af því að tárast. Hvort sem við konur erum nú að fikra okkur varlega upp metorðastigann í starfi eða erum bara að reyna að öðlast nokkurn veginn fulla jafnréttisstöðu í sam- skiptum okkar við karlmann, þá höfum við að undanförnu alla vega lagt heilmikið upp úr því, að fá fyr- ir alla muni ekki á okkur neinn grátkonu-stimpil. Með tárvot augun að vopni Eru tárin í raun og veru eins konar herkænskubragð okkar kvenna? Eins og sannast hefur um svo margar aðrar þjóðsögur þá reynist við nánari athugun líka vera örlítill sannleikskjarni að baki þjóð- sögunnar um konur, sem gjarnan beita tárvotum augum sem vopni. Þegar við vorum enn hjálparvana reifabörn, urðu tárin til að færa okkur fæðu, hlýju, huggun og umönnun á allar lundir. Enda þótt litlum drengjum sé raunar ennþá innrætt, að þeir eigi yfirleitt ekki að skæla og tárast, þá líðst stúlk- um það jafnan óátaliö að brynna músum og bresta í grát þegar svo ber undir, alveg fram á fullorðins- ár. Allnokkrar konur virðast því í ýmsu halda alla ævi fast í ákveðna þætti í atferli litlu stúlkunnar og nota þá meðal annars ótrauðar tárvot augu til þess að ná fram markmiðum sínum og ásetningi. En samt er víst velflestum konum nú á dögum svipað farið og einni vinkonu minni, sem kemst þannig að orði: „Mér finnst eiginlega, að allt það, sem ég hef um langan aldur verið að berjast við að byggja upp, geti hæglega skolast burt og eyðilagst með tárum." En jafnvel þótt litið sé á tár sem vissa aðferð til þess að verða sér úti um hlýhug annarra og sam- úð.. . nú, hvað er þá svo hræði- legt við að það að hafa þörf fyrir samúð? Dr. Luise Eichenbaum, sem er ein af stofnendum Endur- hæfingarstofnunar kvenna í New York, hefur þetta að segja um við- horf sín til þessa: „Ég held, að orðalagið „að beita bragðvísi" sé oft á tíðum notað á villandi hátt og allt of ótæpilega við að lýsa ákveðnum þáttum í mannlegu at- ferli, og þá alveg sérstaklega tárfellingu. Sú sem grætur er ein- faldlega að láta í Ijós þörf fyrir eitthvað ákveðið, og kann þetta jafnvel að vera eina leiðin, sem viðkomandi þekkir til þess að láta slíka innri þörf í Ijós." Tárin eiga sér sinn stað og sína stund Einn er sá staður, þar sem tár — og þá sama hvers eðlis eru — þykja óviðurkvæmileg og næsta óhugsandi, en það er á vinnustað. Að nokkru leyti er þó ósveigjan- leiki þessarar bannhelgi undir því kominn, hvers konar vinnu er verið að leysa af hendi. Tár þykja ekki eins óþolandi og fráleitt framferði í þeim starfsgreinum, þar sem konur eru í miklum meirihluta eins og t.d. í ýmsum þjónustugreinum og í skemmtanaiðju. Öðru máli gegnir aftur á móti á þeim starfs- sviðum, þar sem karlmenn eru í meirihluta eins og í bankastarf- semi, við lögfræðistörf, í bókhaldi og við endurskoðunarstörf. Flestar konur mundu frekar kjósa að deyja heldur en að bresta í grát frammi fyrir vinnuveitanda sínum. í örfáum tilvikum getur þó slíkt tárvott til- finningagos haft alveg óvænt og hagstæð áhrif. Klara var í starfi hjá manni nokkrum, sem var stöð- ugt að koma með aðfinnslur við vinnubrögð hennar og sá sjaldan ástæðu til að fara lofsamíegum orðum um neitt, sem hún innti af hendi. Loks kom svo að því þegar hann gekk of langt í harla tilefnis- lausri gagnrýni sinni, að hún brast í grát frammi fyrir honum. „Ég skammaðist mín alveg óskaplega, en samt tókst mér að segja honum á milli ekkasoganna, af hverju ég væri að gráta. Mértil mikillarfurðu varð honum reglulega bilt við að sjá mig fara að háskæla. Ég held, að það hafi einkum verið út af því, að ég er venjulega ansi hörð í horn að taka og kippi mér yfir- leitt ekki upp við smámuni, að honum varð svo mikið um að sjá mig allt í einu fella tár. Hann skammaðist sín greinilega fyrir hvað hann hafði komið leiðinlega fram við mig.“ Ákall um hjálp Klara er óvenjuleg að því leyti, að hún getur vel látið reiði sína í Ijós, þótt hún sé að gráta. Eitt af því allra versta, sem fyrir mann getur komið, er að finna hvernig sú niðurbælda reiði, sem ólgar hið innra, kaffærist í táraflóði og ves- öld, án þess að komast til skila. Margar konur gefast upp á að vera sjálfum sér samkvæmar, þeg- ar þær reiðast illa, og láta þess í stað tárin flæða niður kinnarnar. Dr. Luise Eichenbaum álítur, að þetta stafi af því að tár séu yfir- leitt álítin eðlilegri og meir viðeig- andi útrás fyrir mjög ákafar tilfinningar og mikla geðshrær- ingu, þegar konur eiga í hlut, heldur en ótvíræð reiðiköst. Lausnin á þessu, segir hún, er örugglega ekki sú að halda aftur af tárunum, heldur að gefa líka reiðinni lausan tauminn í gegnum tárin eins og Klara gerði, að koma þannig til skila því, sem manni ligg- ur á hjarta. Að margar konur skuli vera því svo frábitnar að láta það henda sig að bresta í grát, á að nokkru leyti rætur sínar að rekja til þess, hvaða stakkaskiptum útlitið tekur, meðan grátið er. Hvernig stendur annars á því, að þegar leikkonan Meryl Streep tárast á hvíta tjald- inu, þá virðast tárin Ifða svona huggulega niður slétt og áferðar- fallegt andlitið, en þegar ég fer að gráta, lítur andlitið á mér út eins og ósoðinn blóðmörskeppur? Dr. Yvonne Livingston-Booth, er starfar sem sérfræðingur í taugasjúkdómum og sálfræði við Rannsóknarstofnun fyrir sjúkdóma af völdum streitu í Kent, Englandi, segir að fólk, sem þrúgað er af mikilli streitu, ráði oft á tíðum ekki yfir neinum öðrum andsvörum og viðbrögðum en tárum. „Þegar svo er komið hjá þessu fólki, að það getur ekki lengur hlegið, brosað eða fundið neina minnstu ánægju og gleði í nokkrum hlut, þá eru tárin hið einasta sem það á eftir. Þegar þannig er orðið ástatt, ættu menn endiiega að leita sér hjálp- ar." Sjálf segist dr. Livingston-Booth vera alltof grátgjörn, jafnvel af lítil- fjörlegasta tilefni. „Ég fer til dæmis alltaf að gráta, þegar ég heyri Ave Maria og samt vildi ég óska þess að ég kæmist hjá því að tárfella. Hressileg gönguferð eða innilegur hlátur er svo miklu meir uppfrísk- andi fyrir geðheilsuna." Kemur körlum í klípu Það kemur karlmönnum oftast í opna skjöldu, þegar kona fer að gráta í þeirra viðurvist; þeir verða vandræðalegir og vita ekki al- mennilega, hvernig þeir eiga að bregðast við. Sumir hverjir virðast þó skilja, að það sem flestar okkar þarfnast við slíkar aðstæður, er öxl hans til að halla sé að og ef til vill fáeinir blíðlegir kossar. í stað slíkrar hjálparstarfsemi, eru karl- menn miklu líklegri til að fara að stara á okkur með vaxendi hryllingi í svipnum og taka svo að stama, „Guð minn góður, vertu nú ekki að gráta." Dr. Luise Eichenbaum álítur, að við slíkar kringumstæður sé vand- inn, sem blasir við karlmanninum þessi: „Tár konunnar bera honum boð — og það sennilega með réttu — sem fela í sér einlæga hjálpar- beiðni, og kann þá karlmanninum að finnast, að hann sé ekki sem best fær um að sinna hinni grát- andi konu. Hann veit, að það er verið að æskja einhvers af honum, en hann er ekki viss í sinni sök, hvað það raunverulega er, sem konan er að biðja hann um. Én svo getur líka verið, að tár konunnar komi róti á hans eigin tilfinningar og valdi honum geðshræringu — veki upp viðkvæmari tilfinningar, sem hann að öllu jöfnu hefur al- gjörlega á valdi sínu." Gráta karlmenn ef til vill oftar en þeir vilja vera láta? Það virðist enginn hafa unnið að neinum meiriháttar rannsóknum á þeim þáttum í atferli karlmanna enn sem komið er, en þær lauslegu athug- anir, sem ég hef sjálf gert í þessum efnum, benda hins vegar til þess að það sé mörgum karlmönnum ákaflega erfitt að láta það eftir sér að bresta í grát, nema þá við alveg sérstakar aðstæður eins og við dauða einhvers mjög nákomins ættingja. Margt virðist benda til þess, að ekkjumenn, sem ekki létu það eftir sér að veita sorg sinni útrás, eigi fremur á hættu að fá kransæðastíflu og blóðtappa. Karlmönnum sárast aö tárast Þar sem það þykir enn þann dag í dag harla fátíður atburður, að karlmaður gráti í viðurvist kvenna, verða flestar okkar djúpt snortnar, ef við verðum vitni aö slíku atviki. Að verða vitni að því, að karlmaður felli tár á almannafæri, þykir nægi- iega óvenjulegur atburður til að kalla fram sérstök ummæli þar að lútandi. Þannig varð Bob Hawke, þáverandi forsætisráðherra Ástr- alíu, fréttamatur í blöðum um allan heim, þegar hann brast í grát á blaðamannafundi, sem hann hélt vegna ásakana í hans garð um, að hann væri í slagtogi með sam- tökum atvinnuglæpamanna. Eigin- kona hans kom í því tilefni fram í sjónvarpi til þess að útskýra, að forsætisráðherrann hafi verið mið- ur sín, vegna þess að dóttir þeirra hjóna hefði fengið á sig kæru fyrir eiturlyfjaneyslu. Dr. Barrie Grieff bendir á, að yfirleitt sé það þann- ig, að karlmönnum sem starfi á vissum sviðum eins og t.d. í íþrótt- um eða í skemmtanaiðnaðinum líðist það fremur en öðrum körlum að bresta í grát á almannafæri. Við erum orðin því vön að sjá leik- ara fara að snökta, þegar þeir veita viðtöku verðlaunum og viðurkenn- ingu fyrir frábær leiklistarafrek. En samt var það svo, að Kim Hughes, fyrirliði ástralska krikketliðsins, var á sínum tíma rekinn, af því að hann hafði farið að skæla opin- berlega, þegar lið hans tapaði landsleik gegn Vestur-lndíum. Enda þótt að þannig geti raunar staðið á, að heppilegra sé fyrir fólk að halda aftur af tárunum, þá ættu flestir þó að geta látið það eftir sér að fella mun oftar tár en þeir gera þegar þeim er þannig innanbrjósts. Láttu það eftir þér að gráta ærlega fremur en að grípa til róandi lyfja eins og valíums, drekka sterkt áfengi eða teygja siy eftir konfektöskjunni. Og ef þú hefur það á tilfinningunni, að neðri vörin sé farin að titra ískyggilega, þótt þú kysir heldur að hún héldi sér í skefjum, þá er alls enginn skaði skeður, þótt þú leyfir tárun- um að fá útrás — og segir jafnframt það sem þér kann að búa í brjósti. B. Harvey Innt eftir því hvernig það at- vikaðist að hún fór að kenna á þessum námskeiðum segist hún hafa fengið mikinn áhuga fyrir þjóðbúningasaum eftir að hún hafi verið á námskeiðinu og hafa svo tekið við af fullorð- inni konu Elínu Jónsdóttur sem þá var að hætta. - Er það dýrt að koma sér upp fallegum þjóðbúningi? „Það er óhætt að segja það. Kostnaðurinn við að fá sér upp- hlut fer hátt í þrjátíu þúsund ef viðkomandi á það silfur eða gull sem til þarf. Ef svo er ekki, er kostnaðurinn miklu meiri. Hinsvegar sýnist mér sem góð- ir kjólar séu víða á svipuðu verði, svo miðað við endingu og notkunarmöguleika stendur þjóðbúningurinn vel fyrir sínu." GRG Hempuklæddar konur með hatta ofan á krókföldum. Málverk frá 1685 af Gísla biskupi Þorlákssyni og þremur konum hans. .... •’ ;M Baðstofulff. Ein konan upphlutsklædd, tvær á peysufötum. Teikning eftir Sigurð Guðmundsson málara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.