Morgunblaðið - 19.12.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.12.1986, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1986 DEATH „ . SOLDIER Myndb&nd Sæbjörn Valdimarsson Death of a Soldier ☆ ☆ V2 Leikstjóri Philippe Mora. - Handrit William Nagle. Tónlist Allan Zavod. Kvikmyndataka Lois Irving. Aðalleikendur Ja- mes Coburn, Reb Brown, Maurie Fields, Max Fairchild, Belinda Davey. Ástralía 1986. Enn eru Ástralir á ferð með sterka og eftirtektarverða mynd sem gerist á tímum seinna heimsstríðs. Death of a Soldier fer byggð á sönnum atburðum sem áttu sér stað eftir að Bandaríkja- stjórn sendi 60 þúsund hermenn til Ástralíu til hjálpar þarlendum herjum sem stóðu í ströngu gagn- vart japönsku stríðsvélinni. Var þeim vel tekið í fyrstu, einkum af kvenþjóðinni, en vinsældirnar dvínuðu er í Ijós kom að í herafla Bandaríkjamanna leyndist morð- óður geðsjúklingur. Þessi ólánsmaður, (Reb Brown), náðist eftir að hafa kyrkt þriðja fórnarlamb sitt, öll voru þau ungar stúlkur. Nú var samkomulagið á milli Bandaríkjamanna og Ástrala komið á suðumark. McArthur hershöfðingi, hálfguð í augum manna sinna og fleiri, krafðist þess skilyrðislaust að Brown yrði hengdur í hæsta gálga til að friða heimamenn. Coburn var fenginn til varnar og gerði allt sem í hans valdi stóð til að losa hinn geðtrufl- aða skjólstæðing sinn undan dauðarefsingunni. Jafnvel áströlsku lögreglumennirnir komu honum til hjálpar með því að benda verjandanum á hliðstætt mál þar sem sakborningurinn var dæmdur til hælisvistar sökum geðbilunar- innar. Svo fór sem fór, Brown var fórn- að til að minnka áhyggjur her- stjórnarinnar af ólgunni í landinu. Og sambúðarvandamálin löguð- ust. En Brown var hengdur og var reyndar fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem tekinn var af lífi í seinna stríði af eigin mönnum. Þetta er enn átakanlegra því engum duldist að maðurinn var alvarlega truflaður, drap m.a. vegna þess að hann vildi eignast raddir stúlknanna! Enda var svo búið um hnútana í stríðslok að slíkur atburður gæti ekki endur- tekið sig. Death of a Soldier er í flesta staði vönduð mynd og raunveru- leg, þar sem langhæst ber skínandi góður leikur Reb Brown í hlutverki morðingjans geðbilaða frá Brooklyn. ALIEN ☆ ☆ ☆ Leikstjóri: Ridley Scott. Hand- rit: Dan O'Bannon. Tónlist: Jerry Goldsmith. Kvikmynda- taka: Derek Vanlynt, Denis Ayling. Aðalleikmyndahönnuð- ur: H.R. Giger. Aðalleikendur: Sigourney Weaver, John Hurt, Yaphet Kotto, Veronica Cart- wright, lan Holm, Harry Dean Stanton. UK/USA 1979, 118 mín. að er sjálfsagt vel til fundið að gefa út þessa ágætu hryllings-vísindaskáldsögu- mynd núna, í kjölfar vinsælda framhalds hennar, sem þykir skara framúr forvera sínum að mörgu leyti. Hvað sem því líður er Alien ein af minnisstæðari hrollvekj- um síðari ára og jafnan góður valkostur á myndbandaleigum. Myndin á að gerast í náinni framtíð. Stórt flutningageim- skip, hlaðið eftirsóttum góð- málmum, er á leið aftur til jarðar þegar áhöfnin er vakin af löng- um svefni, neyðarkall berst frá lítt kunnri plánetu í nánd við stefnu skipsins. Geimfararnir finna þar ekkert annað en löngu yfirgefið geimfar og ókennilega lífveru sem ræðst á einn þeirra. En á áframhaldandi leið skips- ins til jarðar kemur í Ijós að illvætti hefur búið um sig í manninum sem varð fyrir árás- inni. Er það hið óhugnanlegasta fyrirbrigði sem verður æ ófrýni- legra og nærist á áhöfninni uns enginn er eftir utan Sigourney Weaver sem kemur því fyrir með klækjabrögðum í mynda- lok. Alien hefur margt til síns ágætis. Efnisþráðurinn er eink- ar spennandi þar sem áhöfnin fær ekki drepið þennan illvíga farþega sem sporðrennir þeim, einum á fætur öðrum með hjálp þess hroðalegasta kjafts sem um getur í kvikmyndasögunni! Þetta skrímsli þótti sannkölluð listasmíð er myndin var frum- sýnd '79, og hefur staðist tímans tönn með láð. Að venju er tónlist Goldsmiths fjarska gott innlegg en það sem er tvímælalaust minnisstæðast er hin drungalega og ójarðneska leikmynd sem framar öðru gerir Alien svo frumlega og ólíka öðrum s/f myndum. Leikhópurinn er vel valinn, góðar „týpur“ beggja vegna Atlantshafsins. Þessi misliti hópur eykur áhrif myndarinnar. Hvort sem þið hafið séð ágætt framhald Alien eða ekki, þá stendur þessi magnaða mynd vel fyrir sínu, jafnt nú sem fyrir sjö árum síðan. MYNDBAND -VIKUNNAR- KIDS DON’T TELL Kids Don’t Tell ☆ ☆V2 Leikstjóri Sam O’Steen. Tón- list Fred Karlin. Framleiðendur Boen Christiansen, Rick Rosen- berg. Leikendur Michael Ontke- an, Jobeth Williams, Leo Rossi. Bandarfsk. Viacom 1985. 95 mín. Leikstjórinn Sam O’Steen, sá afbragðsklippari, hefur í seinni tíð snúið sér æ meir að leikstjórn vandaðra sjónvarps- kvikmynda, og mun Kids Don’t Tell sú nýjasta. Hér er fjallað um mesta taboo allra tíma; ofbeldi og kynferðisafbrot gagnvart börnum. Kvimyndagerðarmaðurinn Michale Ontkean fær það verk- efni að gera heimildarmynd um barnaofbeldi og nýtur aðstoðar sjálfræðinga, félagsráðgjafa og lögreglu. Þetta hefur slæm áhrif á hann sjálfan og fjölskyldu hans, einkum fær hið nýja verkefni á taugar eiginkonunnar. Kids Don’t Tell er gerð í heim- ildamyndarstil, við sjáum atburð- arásina einkum í gegnum kvikmyndatökuvél Ontkeans og á heimili hans. Hið viðkvæma um- fjöllunarefni fær hér sannarlega opnari og hreinskilnari umræðu en áður í kvikmynd, þó svo að manni finnist talsvert vanti uppá ■ Úr með fugli, sem stekkur upp á 15 mínútna fresti og segir kú kú. Þægilegur vinnufatnaður fyrir verkamenn Barnavagn handa bændakonum fyrir ungviði þeirra ... Tannbursti (hraðbursti), fyrir báða kjálka f einu. Can can stóllinn B

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.