Morgunblaðið - 19.12.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.12.1986, Blaðsíða 6
STRIK 6 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1986 * * * Hreinn appelsínusafi (10%). Náttúruleg bragó-og litarefni. Stórgott og slær í gegn. xr Þegar táradaggir glitraH Grátur veldur róti á sálarlífinu, því þegar flóðgáttirnar opnast, missa menn að nokkru eðlilega sjálfsstjórn. En tárin búa annars líka yfir vissum lækningamætti, bæði gagnvart sál og líkama. Ilangan tíma er kærastinn eða eiginmaðurinn búinn að koma reglulega illa fram við sína útvöldu, en núna hefur hann á hinn bóginn gert nokkuð, sem með öllu er ófyrirgef- anlegt. Á meðan hún bíður eftir heimkomu hans, æðir hún í æstu skapi fram og aftur um gólfið og æfir um leið af kappi öll þau kjarn- yrði, sem hún ætlar sér að skella á hann, þegar hann birtist. Bræðin beinlínis sýður í henni; en þegar svo fundum þeirra ber saman, tek- ur rödd hennar skyndilega að skjálfa og allt í einu brjótast tárin fram og flæða niður kinnarnar. Refsiengillinn hefur þar með breyst í lítið barn. Vinnuveitandinn kallar þig fyrir sig inn á skrifstofuna og lætur dynja á þór hvassyrta og einkar særandi gagnrýni varðandi vinnu- brögð þín. Eftir því sem líður á reiðilesturinn finnst þér, að þú þurfir á að halda allri þeirri sjálfs- stjórn, sem þú býrð yfir, til þess að aftra því að neðri vörin fari að titra, og það er rétt með naumind- um, að þér tekst að komast út úr skrifstofunni og inn á salerniö, áður en allar stíflur gefa eftir og táraflóðið rennur fram í stríöum straumum. Allteftir aðstæðum Það eru þess háttar aðstæður, sem gera það að verkum að marg- ir kjósa heldur að halda aftur af tárunum. Tár eru óróavekjandi af því að sjálfsstjórnin dvínar, þegar þau taka að renna. f fáein andartök virðist vatnsflóðið úr augum okkar brjótast fram, án þess að við fáum nokkrum vörnum við komið, og þvi fylgja undarleg soghljóö frá munni og hvinur í nefgöngum. Svo ekki sé minnst á þá fáránlegu kippi, sem ósjálfrátt fara um andlitsvöðv- ana. Úr því að mennirnir eru einustu spendýrin, sem fella tár af geðs- hræringu, þá liggur nærri að álykta að þau hafi vissan tilgang, sem standi á einhvern hátt í sambandi við eðlislæga sjálfsbjargarviðleitni mannsins. Vísindalegar rannsókn- ir, sem nýlega hafa verið gerðar á þessu sviði, þykja hafa leitt í Ijós, hver þessi tilgangur kunni að vera. Hafa menn komist að raun um, að táraflóðið — líkt og sviti, þvag og það loft, sem við öndum frá okkur — hjálpi til við að losa lík- amann við ýmis eiturefni. Stað- reyndin er sú, að ef menn reyna sífellt að halda aftur af tárunum, þá kann sú viðleitni að ýta verulega undir ýmsa líkamlega kvilla, allt frá graftarbólum og upp í ósköp venju- legt kvef. Dr. William Frey við Minnesota- háskóla hefur unnið að rannsókn- um á efnasamsetningu tára og hefur komist að raun um, að „til- finningatár" eru að efnasamsetn- ingu frábrugðin t.d. „laukskuröar- tárum". Hann álítur, að í „tilfinninga-tárunum" kunni líka að vera efnið endorphin, en það er kvalastillandi efni, sem mannslík- aminn framleiðir, þegar mikið er reynt á vöðvana. Ymislegt í rann- sóknarniðurstöðum þeim, sem Frey hefur lagt fram, bendir til þess, að tárin eigi sinn þátt í að hreinsa úr líkamanum skaðvænleg aukaefni, sem myndast þegar menn verða fyrir mikilli streitu. Það var bók eftir dr. Margaret Crepe- au, dósent í hjúkrunarfræði við Marquette-háskólann í Kanada, sem verulega ýtti undir dr. Frey að setja fram kenningu sína um líffræöilegt hlutverk táranna. Dr. Margaret Crepeau hafði komist að þeirri niðurstöðu, að visst sam- band væri á milli streitukenndra kvilla eins og magasárs og ristil- bólgu annars vegar og grátgirni og viðhorfa manna til gráts hins vegar. Heilbrigt fólk, sem þátt tók í þessum athugunum dr. Margaret Crepeaus, haföi yfirleitt jákvæð viðhorf til gráts, en sjúkir þátttak- endur litu oftar en hitt á tár og gráthviður sem niðurlægjandi við- brögð og óþarfa tilfinningasemi. Til heilsubótar „Ég komst að raun um,“ segir dr. M. Crepeau í bók, „að heil- brigðir karlmenn og heilbrigðar konur úthelltu fleiri tárum og líka oftar og við margvíslegri aðstæður heldur en karlar og konur, sem þjáðust af magasári eða ristil- bólgu." Margaret Crepeau og fleiri vísindamenn á sviði læknisfræði hafa eindregið hvatt lækna til að leyfa sjúklingum sínum að finna oftar fyrir þeim læknandi áhrifum sem það getur haft að úthella tár- um, í stað þess að grípa alltaf til þess ráðs að gefa sjúklingum ró- andi lyf. Sú staðreynd, að konur skuli yfirleitt eiga mun auðveldara með að fella tár, bresta í grát og láta á annan hátt í Ijós geðshræringar sínar heldur en flestir karlmenn, kynni einnig að vera viss skýring á því, að hár blóðþrýstingur og hjartasjúkdómar eru ekki nándar nærri eins tíðir kvillar hjá konum eins og hjá körlum. í Bretlandi voru næstum 64.000 karlmenn lagðir inn á sjúkrahús til meðferðar við hjartaáfalli á árinu 1982, en konur voru aftur á móti 34.000. Dr. William Frey fór þess á leit við þá karla og þær konur, sem voru til meðferðar hjá honum sem sjúklingar, að halda sérstakar „grát-dagbækur“ í einn mánuð. Við athugun á færslum dagbóka- höfunda kom í Ijós, að konur grétu og tárfelldu fimm sinnum oftar en karlmenn. Meirihluti þess fólks, sem lét sig hafa það að úthella tárum, sagði að sér liði miklu betur eftir að hafa grátið. Það er óneitanlega dálítið kald- ÞJÓÐBÚNINGURINN STENDUR FYRIR SÍNU við og núna hefur verslunin ís- lenskur heimilisiðnaður það sem þarf í slíka búninga." - Er það algengara í ein- hverjum landshluta öðrum fremur að konur vilji eignist þjóðbúning? „Ég hef saumað búninga fyrir fólk hvaðanæva af landinu og ekki síst fyrir íslenskar konur búsettar erlendis. Mór finnst ekki algengara á einum stað frekar en öðrum að konur vilji eignast þjóðbúning, en mór er sagt að allar konur á Bolung- arvík verði bókstaflega aö eiga þjóðbúning. Eftirspurn í að láta sauma á sig er nokkur og ég hef yfirleitt nóg að gera í því að sauma búninga." GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR Skemmtilegt-en mikilvinna Pg er að sauma á dóttur mína sem er búsett erlendis," sagði Guðrún Árnadóttir, þegar hún var innt eftir því hvort hún væri íauma búning á sig. „Hér á árum áður átti ég minn eigin búning en svo gaf ég móð- ur minni hann, því þegar á daginn kom notaði ég upphlutinn ekki nema nokkrum sinnum. Dóttir mín mun eflaust koma til meö að nota sinn búning, þv( í Svíþjóð þar serrt hún er búsett eru þjóð- búningar notaðir viö mörg tækifæri. Þetta er annars mikil vinna og í upphafi gerði ég mér alls ekki grein fyrir því hve mikinn tíma þetta tæki. Þó er þetta mjög skemmtilegt,“ sagði hún að endingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.