Morgunblaðið - 11.01.1987, Síða 1

Morgunblaðið - 11.01.1987, Síða 1
 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987 Rætt við Erlend Einarsson fyrrum forstjóra SÍS Erlendur Einarsson for- stjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga lét af störfum nú um áramótin. Hann tók við starfi for- stjóra Sambandsins af Vilhjálmi Þór í ársbyijun 1955, þá aðeins 33 ára gamall og er það mál manna að hann hafi óvenju skjótt hafist til vegs og virðingar innan samvinnuhrejrfmgarinnar. í tilefni af þessum tímamótum í lífi Er- lendar Einarssonar átti blaðamaður Morgunblaðsins tal við hann nú fyrir skömmu. Skrifstofa Erlendar er nú í húsi Sam- vinnubankans í Bankastræti en þangað flutti hann sig eftir að Guðjón B. Ólafsson tók við starfi hans sem forstjóri Sambands- ins. Erlendur situr í svörtum leðurstól við veglegt eikarskrifborð sitt þegar mig ber að garði. Á veggnum bak við hann er stór og virðuleg mynd _af Þingvölium, máluð af Jóni Stefánssyni. Á veggnum andspænis er mynd eftir fomvin Erlendar, Erró. Þár er gyðjan Olympía nakin í forgrunni en bakvið hana er skipið United states og enn aftar skýjakljúfar New York borgar. Á veggnum miilum þessara tveggja er mynd eftir Lovísu Matthíasdóttur af íslenskum hestum, máluð í léttum og glöðum litum. Mér dettur í hug að kannski endurspegli myndaval Erlendar sitt hvað úr lífshlaupi hans, sem ég er kom- in til að fræðast nánar um. I þeim svifum kemur ljósmyndari Morg- unblaðsins og myndar Erlend við skrif- borðið, sem hann hefur setið að störfum við undanfarin 32 ár. Að því loknu kemur okk- ur Erlendi saman um að halda viðtalinu áfram á heimili hans að Selvogsgrunni 27. Þar byggðu Erlendur og kona hans Margr- ét Helgadóttir sér einbýlishús fyrir liðugum þijátíu árum og þar búa þau enn. Börn þeirra þijú, Edda, Einar og Helga eru öll farin að heiman. Við höldum áfram spjallinu í viðarklæddri einkaskrifstofu Erlendar, inn- an um fjöldskyldumyndir og fallega inn- bundnar bækur í hillum. „Ég er fæddur í Vík í Mýrdal 30. mars árið 1921“ segir Erlendur. „Faðir minn Ein- ar Erlendsson var verslunarmaður í Vík, móðir mín heitir Þorgerður Jónsdóttir. Ég á tvær systur, Steinunni, hjúkrunarkonu í Bandaríkjunum og Erlu sem býr á Sauðár- króki. Þær eru báðar yngri en ég. Foreldrar mínir eru bæði ættuð úr Mýrdalnum. Afi minn Erlendur Björnsson var annar lands- námsmaðurinn í Víkurþorpi, flutti með fjöldskyldu sína þangað þegar faðir minn var þriggja ára. Hann var smiður og byggði mörg af fyrstu húsunum í Vík og einnig róðrarbáta. Kona hans hét Ragnhildur Gísla- dóttir. Foreldrar móður minnar bjuggu á Höfða- brekku en fluttu til Víkur þegar plássið var að byggjast upp. Jón Brynjólfsson hét afi minn og var smiður og vegavinnuverk- stjóri. Kona hans hét Rannveig Einarsdóttir. Ég ólst upp í Vík en fór í sveit sjö ára gamall að Eystri- Sólheimum í Mýrdal og var þar næstu sumur á eftir. Mér fannst gaman að alast upp í svo nánum tengslum við náttúruna. Ég fór líka snemma á sjó með pabba. Ég fór í björg eftir fugli. Við c BLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.