Tíminn - 01.10.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.10.1965, Blaðsíða 9
FÖSTOBAGUR 1. október 1965 tImimm „KIRKJUGARÐURINN í SKEIDARÁRÞORPI" OG SKÁLDIN í CHICAGO Hjónin, sem stjórna leikflutningi ()KirkjugarSsins‘' í Lindarbæ, Ruth Brinkman og Franz Schafranek. — Tímamynd-GE. Kunnara er en frá þurfi að segja, að frá hendi bandarískra rithöfunda eignuðust heims bókmenntimar marga skáld- söguna og leikritið upp úr fyrsta fjórðungi þessarar ald- ar, og nægir að nefna t.d. sagnaskáldin Sinclair Lew- is, Sherwood Anderson, Faulkn er, Hemingway, Steinbeck og leikskáldin Eugene 0‘Neill, Maxwell Anderson (bróður Sherwoods), Arthur Miller, Tennessee Williams og Albee. En hitt er ókunnara erlendis, að á áratugnum áður en sagna- og leikskáldin bandarísku fóru svo mörg og svo mjög Edgar Lee Masters samtímis að láta að sér kveða, varð talsverð endurfæðing í ijóðagerðinni þar í landi, þeg- ar þau skutust eins og stjörn- ur í ljóðahimininn með stuttu millibili. Edwin Arlington Rob inson, Edna Millay, Robert Frost, (T.S. Eliot og Ezra Pound brutu sér að vísu frem- ur braut erlendis), Carl Sand- burg, Vachel Lindsay og Edg- ar Lee Masters, svo nöfn nokk- urra hinna helztu séu nefnd, en öll hafa þau þegar tryggt sér sæti í bókmenntasögunni. Það er eftirtektarvert, að mörg skáldanna á þessu frjósama tímabili kynntust og uxu úr grasi á sömu slóðum, í Miðnorðurríkjunum, og nán- ar tiltekið var Chicago þeirra samastaður á meðan þeir voru að brjótast úr hýði sem skáld, og af ijóðskáldunum ofantöldu voru hinir síðastnefndu hinir fremstu í þeim hópi, Carl Sand burg, Vachel Lindsay og Edg- ar Lee Masters. Sandburg, sem var sambland af sænskum sveitamanni og fósturbami stórborgarinnar, bæði hann og Lindsay lögðu land undir fót, í bókstaflegum skilningi, til að syngja á gítar kvæðin sín fyrir alþýðu fólks úti um hið víða land, hann gerði Chicago ódauðlega í kvæði sínu sam- nefndu og ávarpar hana á þessa leið: They tell me you are wicked, and I believe them, for I have seen your painted women under the gas lamps luring the farm boys. And they tell me you are crooked, and I answer: Yes, it is true I have seen the gunman kill and go free to kill again. And they tell me you are brutal, and my reply is: On the faces of women and children I have seen the marks of wanton hunger. And having answered so I tum more to those who sneer at this city, and give them back the sneer and say to them: Come and show me another city with lifted head sing- ing so proud to be alive and coarse and strong and cunning. Laughing the stormy, husky, brawling laughter of youth, half-naked, sweat- ing, proud to be Hog- butcher, Toolmaker, Stack er of Wheat, Player witt Railroads, and Freight- handler to the Nation. Chicago-kvæðabók Sand- burgs kom út 1916 og hafa fá- ar ljóðabækur vakið slíka at- hygli bæði hneykslun og aðdá- un, en hún og sú er kom út árið á undan, „Spoon River Anthology" eftir Edgar Lee Masters, lögfræðing, sem hafði verið að berja ljóðformið til hlýðni við sig síðan fyrir alda- mót, en ekki haft erindi sem erfiði. Báðar voru bækur þess- ar í óbundnu Ijóðformi og að því leyti í anda annars skálds frá öldinni, sem leið, Walt Whitman. Leikatriði úr „KirkjugarSinum' Dorothy Miller. Edgar Lee Master fæddist 1869, og þegar á æskuárum fór hann að yrkja, hélt því stöð- ugt áfram og 24 ára gamall hafði hann lokið við minnst fjögur hundruð kvæði, en tveim árum síðar útskrifaðist hann lögfr., sem hann varð að ævi- starfi, auk ritstarfanna, sem urðu feikimikil að vöxtum, ljóðabækur, skáldsögur og ævi- sögur skiptu tugum, en fyrsta ljóðabókin kom út 1898. Eng- in bóka hans vakti verulega athygli fyrr en „Spoon River Anthology" kom út 1915, eða fyrir réttum fimmtíu árum. Áð ur orti hann í hefðbundnu formi. En það var ritstjóri tímarits í St. Louis, William Marion Reedy, sem gaf honum það ráð að velja sér samtíma- fólk að yrkisefni, eins og hann kynntist því í lögfræðiskrifstof- unni og í réttarsalnum. Um þær mundir mun Masters hafa borizt í hendur forngríska ljóðasafnið fræga, Gríska anto- logían, sem hann mun hafa val ið sér að fyrirmynd, er hon- um hugkvæmdist að yrkja þess ar frægu grafskriftir, leggja stutt kvæði í munn framlið- inna í kirkjugarðinum í Skeið- arárþorpi (Spoon River), þar sem persónurnar segja hug sinn allan, hið sanna um lífs- reynslu sína, sem stakk í stúf við hin hræsnisfullu hefð- bundnu eftirmæli sem hann áleit einkenni smáborgaranna og broddborgaralegs hugsunar háttar. Fyrst birtust kvæði þessi á prenti vikulega í tíma- riti Reedys ritstjóra í St. Lou- is, og vöktu þau þegar feikna- athygli og mæltust misjafnlega fyrir, gramdist mörgum hin eldsnarpa ádeila þeirra og þótti mörgum sem höfundur inn beindi skeytum að vissum persónum. Alls urðu þessar ein stæðu grafskriftir 214 talsins, sem birtust í bókinni „Spoon River Anthology," er gerði höf undinn heimsfrægan á skömm- um tíma, þótti gefa fágætlega dramatíska og raunsanna mynd af lífi fólks í amerísk- um smábæ í Miðnorðurríkjun- um á fp-stu árum aldarinnar. Enda fór svo, að þessi kvæði höfðu gífurleg áhrif á skáld- bræður Masters, sem voru að fóta sig á rithöfundarbrautinni á þessum árum, ekki sízt sög- urnar, sem áttu eftir að afla þeim frægðar, Sherwood Ander son og Sinclair Lewis, því bæk ur þeirra, „Winesburg, Ohio“ eftir Anderson og „Main Street" og „Babbit“ eftir Lew- is, leyna ekki skyldleikanum við „kirkjugarðinn í Skeiðar- árþorpi,1 eins og Magnús skáld Asgeirsson hefur nefnt þenn- an fræga kvæðabálk, er hann hefur þýtt nokkur kvæði úr og hér fara á eftir fáein sýnis- horn af í þýðingu hans. Níu árum eftir að þessi áhrifamikla bók kom út, gaf Masters út annað safn í fram- haldi, „New Spoon River,“ sem ekki þótti auka miklu við snilld hans. Og á sama hátt stóðu allar bækurnar, er hann sendi frá sér eftir þetta, að baki þessum sérstæða kvæða- bálki, hvort heldur voru kvæði, skáldsögur eða ævisögur. (Hann samdi m.a. ævisögur um skáldin Walt Whitman, Mark Twain og vin sinn og sam- herja, Vachel Lindsay, sem stytti sér aldur rösklega fimm- tugur). En „Kirkjugarðurinn í Skeiðarárþorpi“ nægir ein til að halda nafni höf. á lofti í bandarískum bókmenntum og raunar í heimsbókmenntunum, en hann lézt fyrir fimmtán ár- um 81 árs að aldri. Nú er hingað kominn flokk- ur leikara úr landi skáldsins til að kynna úrval úr þessu fágæta skáldverki, þar sem fimmtíu grafskriftir, játningar hinna framliðnu, eru sungnar við amerísk þjóðlög, og fá leik húsgestir í Lindarbæ að njóta þeirrar listar næstu kvöld. Fara hér á eftir nokkrar grafskriftanna í þýðingu Magn úsar Ásgeirssonar skálds, en fleiri eru í kvæðasafni hans, og ber hvert kvæði nafn þeirr- ar persónu, sem það er lagt í munn. — G. B. Elsa Wertman. Ég kom frá Þýzkalandi, bænda- barn, bláeyg, sælleg, ánægð, sterk. Og fyrsta vistin var hjá Tomas Greene. Einn sumardag, er hún fór heiman að, kom hann í eldhúsið að baki mér og greip um mig og gaf mér koss á hálsinn. Og ég leit við. Svo virtist hvor- ugt vita það, sem gerðist.---- Og oft og sárt ég grét af geig og beyg og grét og grét, er brot mitt fór að sjást. Einn dag kvaðst frúin vita um allt mitt ástand, en ekki vilja hreyfa neitt við mér og ætla að taka barnið, barn- laus sjálf. (Þá hafði hann gefið henni jörð í staðinn.) Hún leyndist heima, kom þeim orðrómi út, að ætti hún bráðum sjálf á fjölgun von. Og barnið fæddist, allt gekk vel — þau voru mér svo góð. Gus Wertman kvæntist mér og tíminn leið. En — á pólitízkum fundum hélt fólkið að ég gréti af frábærri mælsku Hamiltons Greenes. — Það var ekki svo. Framhald á bls. 13 talið frá vinstri: John Gittings, Ruth Brinkman, Maurice Warner og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.