Tíminn - 01.10.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.10.1965, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 1. október 1965 TÍMINN ! 1 MORDID I HOLLINNI GEORGES SIMENON í höfuðfötin sín og sveipa um sig fötunum. Fólk á Pont Saint-Micha el hallaði sér aftur þegar það gekk eins og einhver ýtti á það. — Úti fyrir. Það er bezt hann taki einhvern með sér til að spyrj- ast fyrir í nágrenninu. Þér gætuð kannski farið og kynnt yður að- stæður í skrifstofunum í Rue Ram- buteau og La Villette. — Þér haldið að hótunarbréf- in séu ekta. — Að minnsta kosti þegar Fum al á í hlut. Ef við förum ekki að óskum hans ætlar hann að gera mikið fjaðrafok meðal vina sinna í röðum stjórnmálamanna. — Hvað vill hann? — Ég hef ekki hugmynd um það. Það var hverju orði sannara. Hvað vildi hann eiginlega þessi heildsalaslátrari? Hvað .á á bak við heimsókn hans? — Ætlið þér heim um hádegið? Það var komið fram yfir há- degið. Alla síðustu viku hafði Maigret snætt hádegisverð í Place Daup- hine apnan hvern dag, ekki vegna starfsanna, heldur vegna þess að kona hans átti tíma hjá tann- lækni,num..klukkan hál£ tólf. Og honum léíáiiist að borðg einn. Lucas fór með honum. Eins og venjulega voru nokkrir lögreglu- menn við barinn og mennirnir tveir fóru inn í bakherbergið, þar sem var gamalsdags kolaofn og höfuðsmanninum þótti alltaf ánægja að horfa á. — Hvertnig litist yður á kjöt- snúða með baunum? Stakk þjónn- inn upp á. — Sama fyrir mig. Skömmu síðar var rétturinn fram borinn og Maigret sagði aft- ur, hálfvegis við sjálfan sig: — Ég skil ekki . . . Það er ekki óvenjulegt að geð- sjúklingar eða hálfbrjálæðingar tækju sig til og skrifuðu sams konar bréf og Fumal hafði feng- ið. Stundum standa þeir jafnvel við hótanir sínar. Þeir eru auð- mjúkir menn og nær því alltaf hafa þeir velt vöngum yfir sorg- um sínum í langan tíma og ekki þorað að láta þetta koma fram. Maður á borð við Fumal hlaut að hafa beitt hundruð manna órétti. Hroki hans hafði óefað sært aðra. Það sem Maigret skildi ekki var hvers eðli koma hans var, og ágeng og frekjuleg framkoma mannsins. Hafði Maigret sjálfur byrjað þetta? Hafði verið rangt af hon um að sýna nokkur merki hinnar djúpstæðu gremju sem rekja mátti til bernskudaga þeirra í Saint- Fiacre? — Hefur Scotland Yard hringt til yðar, höfuðsmaður. — Ekki enn. Það kemur að því. Þeir höfðu lokið forréttinum og var komið með kjötsnúðana — Frú Maigret hefði ekki getað búið til ljúffengari sósu — og andartaki síðar kom eigandinn til að tilkynna, að beðið væri um Maigret í símann. Aðeins starfs- fólkið á Quai vissi, hvar hann var að finna um þetta leyti. — Já. Halló? . . . Janin?. Hvað vill hún? . . . Segið henni að bíða smástund . Tja, við skulum segja stundarfjórðung . . Já . . . í biðsalnum, það er bezt . . . Þegar hann settist aftur sagði hann við Lucas. — Einkaritari hans vill hafa tal af mér. Hún er komin á Stöð ina. — Vissi hún að yfirmaður henn ar ætlaði til yðar? Maigret yppti öxlum og tók til matar sins- Hann fékk sér hvorki ost né ábætisrétt, aðeins kaffisopa sem hann hvolfdi í sig sjóðandi heitum, jafnframt því sem hann tróð í pípu sína. — Flýtið yður ekki. Gerið það sem ég bað yður um að og látið mig vita. Hann var sannfærður um að hann væri líka að fá kvef. Þegar hann gekk inn undir ganginn hreif vindurinn af honum hatt- in, en lögreglumaðurinn sem var á verði náði honum á síðustu stundu. — Þökk fyrir, drengur minn. Þegar hann kom upp, leit hann forvitnislega inn um glerrúðuna á biðsalnum og sá unga konu, um , það bil þrjátíu ára, ljóshærða með | reglulega andlitsdrætti, hún sat j með hendur í kjöltu sér um hand- töskuna, beið bara og sýndi eng- in merki óþolinmæði. — Eruð það þér sem vilduð tala við mig? — Maigret höfuðsmaður? — Komið þessa leið . . . Gjörið svo vel að og fáið yður sæti . . . Hann fór úr frakkanum og tók af sér hattinn og settist síðan við borðið og leit um leið athugandi á hana. Hún beið ekki eftir að hann legði spurningar fyrir hana, heldur hóf hún þegar máls. Rödd in var blátt áfram og fékk von bráðar blæ trúnaðartóns: — Ég heiti Louise Bourges og ég er einkaritari Herra F>un- als. — Síðan hvenær. — Síðustu þrjú ár. — Mér skilst að þér búið í Boulevard de Courcelles, í húsi yfirmanns yðar? — Já, að nokkru leyti. Ég hef mína eigin litlu fbúð á Quai Volt- aire. — Já . . . — Herra Fumal hlýtur að hafa komð að máli við yður í dag. — Sagði hann yður frá því? — Nei. Ég heyrði hann hringja til innanríkisráðherrans. — Voruð þér hjá okkur? — Annars hefði ég ekki vitað það. Ég ligg ekki á hleri. — Er það vegna komu hans til míns, að þér viljið tala við mig? Hún kinkaði kolli, gaf sér góð- an tíma og valdi orð sín af kost- gæfni. — Herra Fumal veit ekki, að ég er hér. — Hvar er hann þessa stund- ina? — í stóru veitingahúsi á Vinstri bakkanum þar sem hann borðar hádegisverð ásamt nokkr- um gestum. Hann snæðir með við skiptavinum sínum nær daglega. Maigret gerði hvorugt að hjálpa henni né gera henni örðugra fyr- ir. Ef satt skal segja var hann að furða sig á því eftir því sem hann horfði lengur á hana, hvers vegna hana skorti allan sjarma, þrátt fyr ir góðan vöxt og snoturt andlit. — Ég vil ekki tefja yður um of, höfuðsmaður. Ég veit ekki ná- kvæmlega hvað herra Fumal hefur sagt yður. Ég get ímyndað mér hann hafi komið með nokkur bréf til yðar. — Þér hafið lesið þau? — Það fyrsta og að minnsta 'i t kosti annað Fvrs»r H þess það var ég ■cii h-hh og annað vegna þe,- h nr. -kf 'i það eftir á borðinu hja sé> — Hvernig vitið bér að bau voru fleiri en tvö9 — Vegna þess að öll bret ril hans fara um hendur mínar og ég þekkti aftur stafagerðina og gulleitu umslögin, — Hefur herra Fumai rætt mál- ið við yður? — Nei. Hún hikaði aftur, þótt fast augnaráð Maigrets virtist engan veginn koma henni úr jafnvægi. — Mér fannst þér ættuð að vita, að hann skrifaði þau sjálfur. Hún var eilítið rjóðari í vöng- um núna og virtist létt að hafa loks komizt að kjarna málsins. — HvA'a ástæður hafið þér til að álíta það? — f fyrsta lagi, vegna þess að ég kom einu sinni að honum, þeg ar hann var að skrifa. Ég ber aldrei að dyrum áður en ég geng inn í skrifstofu hans. Það er hann sem hefur ákveðið það svo. Hann hélt að ég hefði farið út. Ég hafði gleymt einhverju. Ég fór aftur inn og sá hann vera að skrifa þessi bréf. — Hvenær var þetta? — í fyrradag. — Brá honum þegar þér kom- uð? — Hann flýtti sér að fela örk- ina með því að setja blað ofan á hana. í gær var ég að furða mig á hvar hann hefði fengið pappírinn og umslögin. Við höfum ekkert af þessari tegund í íúsinu, né í Rue Rambuteau né í hinum skrifstof- unum. Eins og þér hafið veitt at- hygli var betta ódýr pappír, sem X.n\^S’ etu\^u0íö\.^ Só\° n ,,-vt suWe& „\ast etvo Y,e'\iV.t V í\ý\°u atvp.3- et tg ser° a , Yvús&Ö&n . e\tú °& FRAMLEIÐANDl: 80L0HU8G0GN HF. HRINGBRAUT121 SIMl:21832

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.