Tíminn - 01.10.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.10.1965, Blaðsíða 5
FÖSTUDÍiVGUR 1. október 1965 Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastióri: Krist.ián Benediktsson Ritstiórar Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson Jón Helgason 02 Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur t PJddu húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7 Af greiðslusími 12323 Auglýsingaslmi 19523 Aðrar sknfstofur sími 18300. Askriftargjald kr 90.00 á mán tnnanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.t Hróplegasta misréttið Mennt er máttur. Það er gamalt spakmæli, en gildi þr s hefur þó aldrei veriS eins nýtt og mikið sem á þ iiii árum, er nú eru að líða, og það gildi mun æ vaxa mc.j árum. Mennt er máttur þjóðfélagsins og ekki síður máttur hvers einstaklings. Undir menntum tækni og visinda eru almenn lífskjör og framþróun komin, og menntun er öðru fremur gæfugjafi í lífi hvers einstaks þjóðfélagsborgara, Það er hlutverk þjóðfélagsins að veita æskunni aðstöðu til mennta, og misræmi í því eftir byggðum landsins er hróplegasta misrétti og hættuleg- asta óréttlæti, sem þjóðfélagið getur beitt þegna sína. Á síðustu árum hefur þetta misrétti stóraukizt bæði fyrir tilverknað og fyrirhyggjuleysi stjórnarvalda og meirihluta þeirra á Alþingi. í fjölmennum og blómleg- um byggðum landsins verður myndarlegt og menntafúst æskufólk að hverfa hundruðum saman frá dyrum yfir- fullra héraðsskóla, af því að svikizt hefur verið um að byggja nýja héraðsskóla í samræmi við fólksfjölgunina. þetta fólk á ekki annars kost en hætta við skólavist í vet ur eða reyna ef til vill að sækja langan veg í gagm fræðaskóla einhvers kaupstaðar með margföldum kostn- aði og fjarri heimili sínu. Þess vegna er t.d. Gagnfræða- skóli Akureyrar yfirfullur í haust af fólki úr fjarlægum byggðum. Fleiri eru hinir, sem heima sitja, og oft vérða þetta úrslit um það, hvortgenginn e rskólavegur eða ekki. Hve miklu tapar þjóðin á þessu? Hve mi’klu tapar ein- staklingurinn? Þeirri spurningu er ósvarað, en það tap er meira en þjóðin þolir. Talandi tákn um óhæfu og sinnuleysi Alþingis og ríkisstjórnar 1 skólamálum síðustu ár, má nú sjá við elzta héraðsskóla landsins, Laugar í S-Þingeyjarsýslu. Á 40 ára afmæli skólans á þessu ári hverfa bónleiðir frá dyrum hans jafn margir æskumenn og þar komast að í vetur. Afmælis skólans minnist menntamálastjórn lands ins með þeim hætti að stöðva eftir bráðabirgðalögum við- bótarbyggingu við skólann, sem Alþingi hafði þó veitt fé til á árinu. Nú eru heimamenn að reyna að byrja á verkinu á haustdögum með því að lána ríkinu fé. Á sama tíma og þetta gerist fella stjórnarflokkarnir þing eftir þing tillögur Frasóknarmanna um nýja héraðs- skóla. Misréttið er æðsta boðorð núverandi ríkisstjórn- ar í menntamálum þjóðarinnar. Hættulegasta vanræksla Ungir Sjálfstæðismenn tíunda sem árangur „rann- sóknar“ í menntamálum þjóðarinnar þá uggvænlegu stað reynd, að aðeins 10% hvers árgangs æskufólks ljúki nú stúdentsprófi ,á móts við 25% hjá nágrannaþjóðum. Þetta er kunnur sannleikur en í honum felst þungur áfellisdómur um menntamálastjórn landsins síðustu sex árin. Þetta er vísitala hættulegustu vanrækslunnar, sem nú á sér stað í þjóðfélaginu, vanrækslunnar við að menntd æskufólk. Þrátt fyrir vitneskjuna um hina geysi- fjölmennu árganga, sem eru að koma upp úr gagnfræða- skólunum þessi missiri, hefur stjórnin vanrækt í sjö ár að byggja nýja menntaskóla. Efling Háskólans hefur verið vanrækt með sama hætti. Það er því uggvænleg staðreynd, er blasir við þessa dag ana ,er framhaldsskólar þjóðarinnar taka til starfa. Þar eru rituð á veggi dómsorð um hróplegasta misréttið og hættulegustu vanræksluna, sem nú á sér stað á íslandi. TIMJNN 5 Grimond ákveðinn gegn íhaldinu Frjálslyndi flokkurinn krefst róttækni í brezkum stjórnmálum ÞÓTT Frjálslyndi flokkurinn hafi um langt skeið haft lítið þingfylgi, hefur oft verið rætt um hann á síðari árum sem áhrifamesta stjórnmálaflokk Bretlands. Einkum á þetta þó við tímabilið síðan Jo Grim- ond varð formaður hans á þingi. Grimond hefur á marg an hátt markað flokknum nýja róttæka stefnu og gert hann þannig að andlegum forustu- flokki, líkt og hann var á öld- inni, sem leið, og fyrstu tveim- ur áratugum þessarar aldar. Grimond hefur skilgreint flokk inn sem vinstri flokk, þótt hann væri fráhverfur þjóðnýtingu, enda er hún engin sérstök vinstri stefna samkvæmt upp- haflegri skilgreiningu þess orðs. Grimond hefur haldið þvi fram, að enskt þjóðfélag væri þrátt fyrir allar breytingar síð ari tíma enn of ihaldssamt og í of litlu samrænri við hinn nýja heim. Skólarnir væru ihaldssamir, atvinnurekendur og verkalýðsfélög héldu fast i ýmsar úreltar venjur, og þann ig mætti lengi telja. Hin sanna vinstri stefna væri fólgin i því að breyta þessu og fylgjast með þróuninni í heiminum, því að Iannars hlyti Bretland að drag-_ ast aftur úr og væri þegar far- ið að gera það. Þá yrði BreD land að viðurkenna í verki þá staðreynd, að það væri ekki lengur heimsveldi og yrði að haga sér samkvæmt því. Af Þeim ástæðum hefur Frjáls lyndi flokkurinn verið fylgj- andi aðild að Efnahagsbanda- lagi Evrópu, mótfallinn sér- stökum kjarnorkuvopnavígbún aði og viljað leggja niður her stöðvar Breta utan Evrópu. Þótt Frjálslyndi flokkurinn hafi haft lítið bolmagn á þingi til að koma fram stefnu sinni, hafa áhrif hans verið mikil samt. Ungt fólk, einkum menntafólk, hefur fylgt sér í vaxandi mæli undir merki hans á síðari árum. Fylgi hans hef- ur vaxið meðal miðstéttarinn- ar, en það, sem mest hefur haldið honum niðri, er kosn- ingafyrirkomulagið, sem rúmar illa, nema tvo stóra flokka. Auk ið fylgi flokksins hefur hins vegar haft þau áhrif á stóru 'lokkana. Verkamannaflokk- inn og íhaldsflokkinn, að þeir hafa tekið upp ýmis mál Frjáls lynda flokksins og dregið úr ýmsum kreddum sínum, í þeirri von að geta þannig náð ,í fylgismenn hans. Af þessum ástæðum hefur hann stundum verið nefndur í seinni tíð áhrifamesti flokkur Bretlands. AF FRAMANGREINDUM ástæðum er jafnan fylgzt af mikilli athygli í Bretlandi með hinum árlegu flokksþingum Frjálslynda flokksins. Menn eiga þar miklu fremur von á einhverju nýju en hjá hinum flokkunum. Alveg sérstök at- hygli beindist að nýloknu árs- þingi flokksins, sem haldið var í seinustu viku. Ástæðan var f sú, að hinir tíu þingmenn Íflokksins geta haft það mjög i hendi sér, hvort ríkisstjórn GRIMOND M ýrr> r? •» -•». Verkamannáflökksiris heldur velli til næsta vors eða ekki. Þá hafði verið nokkurt umtal um, að gerður yrði formlegur samningur milli Frjálslynda flokksins og Verkamannaflokks ins, sem fæli það m. a. í sér, að einhver breyting yrði gerð á kosningafyrirkomulaginu til hagsbóta fyrir Frjálslynda flokkinn. Grimond hafði ympr- að á þessu á síðastl vori, en þó ekki borið fram neinar form legar tillögur. Þá hafði gengið orðrómur um, að nokkur átök væru í þingflokki Frjálslynda flokksins um afstöðuna til rík isstjórnar Verkamannaflokks- ins. Flokksþingið markaði alveg ákveðna afstöðu til þessara mála og kom hún einna bezt fram í lokaræðu Grimond á Þinginu. Afstöðu flokksins má einna bezt marka á fyrirsögn enska íhaldsblaðsins Sunday Telegraph: Frjálslyndir stefna til vinstri. f ræðu sinni deildi Grimond hart á íhaldsflokkinn og sagði Breta ekki æs’kja íhaldsstefnu. Hann sagði jafn- framt, að Frjálslyndir vildu ekki láta vinstri mönnum mis heppnast í Bretlandi. Frjáls- lyndir í Bretlandi hefðu það út á stjóm Wilsons að setja, að hún hefði verið of íhalds- söm fram að þessu og lítið gert til að framfylgja hinni róttæku stefnu sinni. Frjálslyndir myndu eftirleiðis sem hingað til styðja stjórnina til allra góðra mála, en þeir myndu hins vegar snúast gegn sér- kreddum, eins og þjóðnýtingu stáliðnaðarins. Hann sagði enga samninga vera milli Frjálslynda flokksins og Verka mannaflokksins og ekki einu sinni verið bornar fram form legar tillögur um það. Hins vegar gaf Grimond ótvírætt í skyn, að Wilson yrði fyrr en síðar að velja á milli sjónar- miða Frjálslynda flokksins og þeirra liðsmanna sinna, er stæðu lengst til vinstri. Ef Wilson léti þá síðarnefndu ráða stefnu sinni, myndi Verkamannaflokkurinn ekki verða fær um að hafa þá for- ustu, sem Bretland krefðist. Wilson yrði Því að losa sig undan áhrifum þeirra. Grimond deildi á ýmis atriði í stefnu ríkisstjómar Verka- mannafiokksins, m. a. að hún virtist ætla að hafa áfram mikinn brezkan herstyrk í Asíu. Þá taldi hann viðhorf hennar til Evrópu vera óljóst og alla stefnu hennar í þeim málum mjög reikandi. EFTIR ÞETTA flokksþing Frjálslynda flokksins þykir ekki líklegt, að Frjálslyndi flokkurinn muni fella stjórn Verkamannaflokksins, nema hún tefli þannig, að hann verði tilneyddur til þess, t. d. ef hún reynir að koma fram þjóðnýtingu stáliðnaðar ins -Heldur Þykir það ólíklegt, þótt Wilson hafi talað nokkuð borginmannlega á flokksþingi Verkamannaflokksins, sem hef ur staðið yfir undanfarna daga. Athygli vakti það, að hann minntist aðeins lauslega á þjóðnýtingu stáliðnaðarins. Það þykir og sýnt eftir þetta þing Frjálslynda flokksins, að ekki muni koma til neinna beinna samninga milli hans og Verkamannaflokksins að sinni. En dyrunum hefur ekki verið lokað. Eftir þetta flokksþing stendur Frjálslyndi flokkurinn en örugglegar á grandvelli frjálslyndrar vinstri stefnu en áður. Það mun hafa áhrif á viðhorf beggja stóru flokk anna. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.