Morgunblaðið - 11.01.1987, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.01.1987, Qupperneq 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987 og setjið saman við. 4. Skerið síldarflökin í bita á ská, 3 sm breiða. Setjið út í löginn. 5. Setjið lok eða disk yfir skálina og geymið í kæliskáp í 6—10 klst. 6. Berið síldina fram með rúg- brauði og smjöri. Nota má alls konar gróft brauð eða flat- brauð. Appelsínusíld 7 útvötnuð saltsíldarflök 1 dl tómatsósa 1 dós sýrður ijómi 'Atsk. engiferduft safi úr 1 stórri appelsínu 2 heilar appelsínur 1 lítil appelsína í sneiðum nokkur strá ferskur graslaukur eða 1 msk. þurrkaður 1. Hrærið saman tómatsósu, sýrðum ijóma, engiferdufti og appelsínusafa. 2. Afhýðið heilu appelsínurnar með hníf, þannig að hvíta himnan fari með. 3. Skerið síðan upp úr appelsínu- laufunum, þannig að himnan verði eftir. Setjið appelsínu- laufin í bitum út í löginn. 4. Skerið síldarflökin á ská í 3 sm bita. Setjið út í löginn. 5. Setjið salatið í skál, setjið lok eða disk yfir og geymið í kæli- skáp í 2 klst. 6. Þvoið litlu appelsínuna, skerið í sneiðar og raðið ofan á skálin. 7. Stráið graslauk yfír og berið fram. Meðlæti: Rúgbrauð og smjör eða annað gróft brauð. Síldarsalat með grænmeti og sósu 8 útvötnuð saltsíldarflök 1 stór græn paprika nokkrar greinar steinselja nokkur strá ferskur graslaukur eða 1 msk. þurrkaður 15 radísur 4 harðsoðin egg 1 dós sýrður ijómi 1 lítil dós jógúrt án bragðefna 1 msk. olíusósa (mayonnaise) 6 dropar tabaskósósa 1 tsk. sinnep 3 tsk. sykur ‘/stsk. salt örlítill nýmalaður pipar 1. Skerið síldina í 3 sm bita á ská. Setjið á disk. 2. Kljúfið paprikuna að endi- löngu, takið úr henni steina, skerið síðan í þunnar sneiðar. Setjið á síldardiskinn. 3. Klippið graslaukinn yfir það sem er á diskinum. 4. Skerið rótina og laufið af radísunum, skerið síðan í sneiðar. Geymið stærstu sneiðarnar en setjið hinar á síldardiskinn. 5. Sjóðið eggin í 10 mínútur, kælið og takið af þeim skurn- ina. Skerið síðan í sneiðar og setjið saman við það sem er á diskinum. 6. Hrærið saman sýrðum ijóma, jógúrt, olíusósu, tabaskósósu, sinnepi, sykri, salti ogpipar. 7. Setjið þunnt lag af sósunni á breiðbotna glæra skál, setjið hleming þess sem er á diskin- um yfir. 8. Klippið steinseljuna gróft, setjið hluta hennar yfir það sem er i skálinni, setjið síðan aftur sósu, síðan það sem eftir er á diskinum, svo stein- selju. 9. Setjið það sem eftir er af sósunni yfir. 10. Stráið radísusneiðum og steinselju yfir skálina. Setjið lok eða disk yfir hana og lát- ið standa í kæliskáp í 2 klst. 11. Berið fram með rúgbrauði og smjöri eða öðru grófu brauði. Heldur tókst illa upp í síðasta þætti, frá 4. janúar, en þar var myndin á hvolfi og fyrirsögn vant- aði, en þar átti að standa „Leifar af hátíðarmat". Er beðið velvirð- ingar á þessu. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Síldarlögnr (marínering) 3 dl borðedik 4 dl vatn 2 dl sykur 1 msk. síldarkrydd (fæst tilbúið) 2 stórir laukar (má sleppa) 1. Setjið edik, vatn, sykur og krydd í pott. Sjóðið við hægan hita í 7—10 mínútur. 2. Afhýðið laukinn og skerið í sneiðar. Setjið út í löginn. Lát- ið sjóða upp en takið þá strax af hellunni og látið kólna vel. 3. Skolið síldarflökin vel, látið renna vel af þeim, setjið síðan köld síldarflökin í kaldan lög- inn. 4. Setjið lok eða disk þétt ofan á síldina. Geymið í kæliskáp í minnst 1 viku. Athugið: Þetta magn er hæfi- legt fyrir 6—8 síldarflök. Tómatsíld 6 útvötnuð síldarflök */* dl matarolía 'Adl gott borðedik 2 msk. vatn ■/2lítil dós tómatmauk (35 gr) 2 msk. sykur •Atsk. nýmalaður pipar 1 vænn dillkvistur eða 2 msk. þurrkað dill 1. Skerið síldina í 3 sm bita á ská. Setjið í skál. 2. Hrærið saman matarolíu, ed- iki, vatni, tómatmauki, sykri og pipar. 3. Klippið dillið og setjið saman við sósuna. 4. Setjið síldina út í. Látið í skál, setjið disk eða lok yfir skálina og látið standa í kæliskáp í 4—6 klst. Meðlæti: Rúgbrauð og smjör eða annað gróft brauð. Sherrysíld 8—10 útvötnuð saltsíldarflök (nota má kryddsíld) 1 lítil dós tómatmauk (35 gr) 1 dl matarolía ■Adl gott vínedik U/2 dl sherry, helst sætt 1 meðalstór laukur, helst rauðlauk- ur nýmalaður pipar 1. Setjið tómatmauk, vínedik, matarolíu og sherry í skál. Þeytið með þeytara. 2. Setjið pipaf út í. 3. Afhýðið laukinn, skerið smátt Saltsíld Síldin telst til feitra fiska. Eins og við flest vitum, skiptast fiskar í tvær tegundir, feita og magra. Munurinn er sá, að í feitum fiskum er fitan í fiskholdinu og undir roðinu, en lifrin er lítil og fitusnauð. Aftur á móti er fitumikil lifur í fiskum með magurt fisk- hold. Dæmi um feita fiska er lax, silungur og lúða, en magra t.d. ýsa og þorskur. Islendingar eru mikil síldveiðiþjóð. En þrátt fyrir það erum við alls ekki miklar síldarætur. Helst borðum við saltsíld og kryddsíld, en aðeins örfáir borða ferska síld, sem er mjög ljúf- feng, soðin í krydd- og edikslegi eða mysu eða steikt í rúg- eða haframjöli. Ég vandist miklu síldaráti í æsku og borðaði hana á allan hugsanlegan máta. Ég finn lítið fyrir hinum fíngerðu beinum sem eru í síldinni og fæla marga frá því að borða hana ferska. Það má venja sig á að tyggja þau með. Síldin er feitust skömmu fyrir hrygningu, og því feitari sem hún er þeim mun ljúffengari er hún og mýkri. Margir kaupa hálftunnu eða kvartil með saltsíld, raunar eru það nú orðið oftast plastfötur, og geyma margir hana úti að vetrinum. Saltsíld þarf að flaka og roðdraga, útvatna síðan í sólarhring og leggja loks í síldarlög (maríneringu). í þeim legi þarf hún helst að liggja í eina viku, til þess að mýkjast og draga í sig kryddbragð. Þá er hún borðuð „eins og hún kem- ur fyrir“ með rúgbrauði eða kartöflum eða sett í annan lög og notuð sem salat. í þessum þætti eru fjórar tillögur af þeim eða því sem við köllum síldarsalat, auk uppskriftar af síldarlegi (maríneringu). Síld er hollur og ódýr matur, og ætti að vera oftar á borðum okkar. Styrkið og fegrið líkamann Dömur og herrar Ný 5 vikna námskeið hefjast 12. janúar. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértím- ar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eóa meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eöa þjást af vödvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufuböd — kaffi og hinir vinsælu sólaríumlampar. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. Fataframleiðsla Vegna aukinna verkefna óskum við að ráða fólk til starfa á saumastofu. Allar upplýsingar á staðnum næstu daga kl. 9.00-17.00. TIKNA hf. AUÐBREKKA 21 200 KÓPAVOGUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.