Morgunblaðið - 11.01.1987, Page 8

Morgunblaðið - 11.01.1987, Page 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987 Fylkir FUS - ísafirði Almennur félagsfundur verður haldinn að Hafnarstræti 14, 2. hæð miðvikudaginn 14. janúar kl. 20.30. Allir félagar eru hvattir til að mæta á fyrsta rabbfund ársins. Kaffiveitingar. Fylkir FUS. Akranes — bæjarmálef ni Fundur um bæjarmálefni veröur haldinn I Sjálfstæðishúsinu við Heið- argerði mánudaginn 12. janúar kl. 21.00. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins mæta á fundinn. Mætum öll. Sjálfstæðisfélögin Akranesi. Kópavogur — þorrablót Hið árlega þorrablót sjálfstæðisfélaganna i Kópavogi verður haldið laugardaginn 24. janúar 1987. Sú nýbreytni verður á að nú verður blótað í skíöaskálanum í Hveradölum. Mæting er kl. 17.30 til 18.30 i Sjálfstæðishúsinu Hamraborg 1 og farið þaðan með rútum kl. 18.30 stundvfslega. Miðasala á þorrablótiö verður laugardaginn 17. janúar í Sjálfstæöis- húsinu Hamraborg 1 milli kl. 14.00 og 16.00. Sjálfstæöisfólk í Kópavogi! Nú er kominn tími til að sjá þig og þú okkur. Formenn sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi. HFIMDALI.UK F ■ U S Skólanefnd Heimdallar Fundur verður haldinn i skólanefnd Heimdallar i neðri deild Valhall- ar, Háaleitisbraut 1, kl. 20.00 þriðjudaginn 13. janúar. Dagskrá: 1. Nýr skóli 2. Önnur útgáfa 3. Kosningastarf í skólanum 4. Dagskráin í vetur 5. Annað Mikilvægt er að tengiliöir Heimdallar i framhaldsskólunum mæti. Nýir félagar eru hvattir til að mæta. Skólanefnd Fleimdallar. Fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna á Akureyri Aðalfundur Fulltrúaráðs sjálfstæðisfólaganna á Akureyri verður hald- inn í Kaupangi við Mýrarveg sunnudaginn 11. janúar nk. kl. 16.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál. Gestir fundarins verða Halldór Blöndal, Björn Dagbjartsson og Tóm- as Ingi Olrich. Stjórnin. Blaöburöarfólk óskast! ÚTHVERFI KÓPAVOGUR Hvassaleiti GRAFARVOGUR Krosshamar VESTURBÆR Aragata o.fl. Kársnesbraut 57-139 og Hafnarbraut AUSTURBÆR Ingólfsstræti Drápuhlíðfrá 1-24 Slökkvilið Grindavíkur sameinað Brunavörnum Suðurnesja? Grindavík Á bæjarstjórnárfundi í Grindavík á fimmtudag varpaði Bjarni Andrésson, oddviti fram- sóknarmanna í bæjarstjórninni, fram þeirri hugmynd að hugsan- leg lausn á þeim vandamálum sem bæjaryfirvöld standa frammi fyrir, vegna uppsagna slökkviliðsmannanna, sé að Grindavíkurbær taki upp sam- starf við Brunavarnir Suður- nesja. Bjarni var þungorður í garð slökkviiiðsmanna vegna yfirlýsinga sem þeir hafa látið fara frá sér um þetta mál og þá sérstaklega niður- lagsins í uppsagnarbréfinu, þar sem gefið er í skyn að bæjarstjórn Grindavíkur hugsi ekki um velferð Grindvíkinga. Það kom fram í máli Bjarna að kostnaður við Slökkvilið Grindavíkur væri 1.100 krónur á hvern íbúa bæjarins á meðan áætl- aður kostnaður Brunavama Suður- nesja væri um 700 krónur á hvern íbúa á Suðurnesjum. Taldi hann þennan mun alltof mikinn og nú væri beðið eftir bréfi frá Bmnavöm- um Suðurnesja til að hægt verði að skoða þessi mál ofan í kjölinn áður en ákvörðun verður tekin. Fulltrúar minnihlutans lýstu sig andvíga þeirri hugmynd að leggja niður Slökkviliðið í Grindavík og taka upp samstarf við BS. Kom fram í ræðu Hinriks Bergssonar, fulltrúa Alþýðubandalagsins, að slökkviliðsmenn hefðu lýst sig reiðubúna að vinna við nýju slökkvi- stöðina í sjálfboðavinnu, meðal annars að leggja miðstöðvarkerfi í húsið og væri það vel boðið. Slökkvjliðsmenn segja, að ekki sé leyfilegt, samkvæmt lögnm, að leggja slökkviliðið niður, eða að fækka í því. Því verði það auka- reikningur sem Grindavíkurbær verði að greiða, ef tekið verði upp samstarf við Bmnavamir Suður- nesja. Kr.Ben. Blaðbera vantar Blaðbera vantarí Inn- bæ og Víðilund. Upplýsingarísíma 23905. Hafnarstræti 85. Akureyri AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA HF Sonny Terry/Brownie McGhee, Lowell Fulson Sveit og sál __________Blús Árni Matthíasson í þarsíðasta blúsdálki sagði ég frá Ace hljómplötufyrirtækinu og nefndi þar þrjár plötur. Tvær þeirra ætla ég að fjalla aðeins um nú. Plötur með þeim Sonny Terry/Brownie McGhee og Lowell Fulson. Sonny Terry Brownie McGhee Ég hef áður sagt frá þessu frægasta „pari“ blúsins og sam- vinnu þeirra félaga sem stóð með litlum hléum frá 1942 þar til Sonny lést í mars 1986. Reyndar er plata sú sem ég ætla að fjalla um, Old Town Blu- es Volume 1, einskonar safnplata í flokki sem taka á fyrir tónlist sem tekin var upp á vegum merk- isins Old Town Music, þannig að Sonny og Brownie eiga ekki nema um þijá fjórðu af plötunni. Lög þeirra em í flestu dæmigerð fyrir Sonny og Brownie, dæmigerður sveitablús sem byggist upp á munnhörpuleik Sonnys og söng kassagítarrythma Brownies. Lag- ið Chicken Hop stendur þó eilítið sér, þar eð þar em þeir félagar að leika undir hjá Billy Bland, sem síðar sneri baki við blúsnum og fór í það sem gaf meiri pening, poppið. Þriðjung af plötunni eiga síðan Little Willie, fjögur lög, og Larry Dale, eitt. Little Willie er undir greinilegum áhrifum frá Guitar Slim, hann spilar rokkaðan blús með mergjuðu gítarspili. Því mið- ur em þessi fjögur lög það eina sem vitað er að hann hafi tekið upp og engin vitneskja er til um hann sem byggja megi á. Hann hefði að ósekju mátt spila inn á fleiri plötur. Larry Dale var aftur á móti viðurkenndur undirleikari sem starfaði í hljóðverum. Lag hans I’m Letting My Doorbell Ring, er góður afslappaður farsi. Lowell Fulson í blúsvakningu sjöunda áratug- arins urðu þeir útundan sem ekki var hægt að flokka sem hreina blúsara eða hreina soulsöngvara (einhvernveginn lítur sá/söngvari ekki vel út á prenti). Meðal þerra sem þóttu spila of soullegan blús vom þeir Bobby „Blue“ Bland og Lowell Fulson. (Þess má geta hér að áhöld em um hvemig rita á nafn Lowells, Fulson eða Fulsom eins og gert er á plötunni, en hann sagði sjálfur einhverju sinni að hann kysi að rita það Fulson, og verður því haldið hér.) Lowell Fulson hefur lagt sitt af mörkum til blússögunnar og hann hefur náð sínum virðingarsess á seinni ámm, orðinn einn af hinum „stóm“, enda em menn (vonandi) ekki eins þröngsýnir og áður var. Lowell Fulson byijaði snemma að spila blús og til em upptökur með honum þar sem hann leikur órafmagnaðan Missisippi Delta blús með bróður sínum. Hann komst á samning hjá Chess bræðrunum 1954, en ekki kom mikið út úr því. Honum var hald- ið niðri, ef svo má segja, með því að aðeins voru gefin út með hon- um tvö til fjögur lög á ári. Það var gert til að tryggja að hann hindraði ekki frama annarra Chess hljómlistarmanna, sem bræðurnir kusu að hampa meira. Frá þessum ámm er eitt hans frægasta lag, Reconsider Babe (reyndar það fyrsta sem hann tók upp hjá Chess), sem T-Bone Walk- er, meðal annarra, hafa tekið upp. Lowell sýnir það á téðri Ace- plötu sem ég hef undir höndum, Blue Days, Black Nights, að hann getur blúsað af krafti. Nægir þar að nefna lögin Tramp, Back Door Key, Feel So Good og lagið fræga Everyday I Have the Blues, sem B.B. King notar gjarnan til að hita upp liðið á tónleikum í útsetn- ingu Lowells. Ekki má síðan gleyma laginu Black Nights, þó sumum blúsáhugamönnum finnist e.t.v. of mikið af homablæstri í því. Það heyrist og vel á plötunni að Lowell er hörku gítarleikari. Reyndar var (og er) hann gjarnan nefndur í sömu andrá og B.B. King þegar gítarleikur er annars vegar. Lowell Fulson Sonny Brownie

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.