Morgunblaðið - 11.01.1987, Síða 14
14 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR ií. JANÚAR 1987
A DROITINSMCI
Umsjón:
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Ásdís Emilsdóttir
Séra Svavar A. Jónsson
Fermingarmál
í brennidepli
Á fostunni í fyrra skrifuðum
við dálítið um ferminguna hér á
síðunni. Nú ætlum við að taka
þau skrif upp aftur. Mikið starf
er sífellt unnið í söfnuðunum við
fermingarundirbúning og umræða
er alltaf á döfinni. En brýn nauð-
syn er á að skerpa þá umræðu
og komast að sameiginlegum nið-
urstöðum um ýmis atriði ferming-
arinnar svo sem það hvernig
kirkja okkar lítur á ferminguna
og hveijar eru þær lágmarkskröf-
ur, sem við viljum að settar séu
fram í fermingarfræðslunni. Þær
niðurstöður verða þó ekki eilífar
heldur hljóta þær sífellt að breyt-
ast eins og annað lifandi starf í
lifandi kirkju.
Fermingarstarfanefndin
Undanfarin 20 ár hafa ferm-
ingarmál verið nokkrum sinnum
í brennjdepli í umræðu kirkjunnar.
★ Árið 1965 gerði Presta-
stefna íslands samþykkt
um markmið og undirbún-
ing fermingarinnar.
★ Árið 1972 fjallaði Kirkju-
þing um þá samþykkt og
breytti henni lítillega.
★ Árið 1980 sendi Kirkju-
fræðslunefnd greinargerð til
Kirkjuþings, þar sem m.a.
er fjallað um ferminguna.
★ Árið 1984 samþykkti
Kirkjuþing að beina því til
biskups og Kirkjuráðs að
gangast fýrir umfjöllun um
fermingu og undirbúning
hennar og yrðu framan-
greind gögn höfð til grund-
vallar.
Fermingarstarfanefnd hefur
leitazt við að vinna að sameigin-
legri stefnu í fermingarstörfum
og miðla hugmyndum, sem efla
hau störf. í bví skvni hefur hún
staðið fyrir ráðstefnum og fund-
um með prestum og safnaðarfólki
til þess að heyra álit þess og kynna
því þau gögn, sem nefndinni er
ætlað að hafa til viðmiðunar.
Nefndin hefur svo haldið til
haga þeim skoðunum, sem fram
komu, til að miðla þeim í umræð-
unni. Þannig er ætlunin að með
umhugsun og umræðu fáist sam-
ræming í stærstu dráttum í
fermingarstörfum kirkju okkar en
framtak og hugmyndaauðgi ein-
staklinganna, sem annast ferm-
ingarstörfin, fái að njóta sín. Um
þetta er skrifað í Greinargerð
Kirkjufræðslunefndar til Kirkju-
þings 1980:
Hvernig gerast breytingar?
„Það virðist alltítt að bein fyrir-
mæli að ofan komi ekki fram
verulegum og varanlegum breyt-
ingum í máli sem þessu, nema
jarðvegurinn sé undir það búinn
og tíminn kominn. Slík fýrirmæli
sem eiga að fela í sér gjörbreyt-
ingu á vinnuaðferðum og jafnvel
Umræðuefni
um ferminguna
Fermingarstarfanefndin hefur
haldið fundi og ráðstefnur á höf-
uðborgarsvæðinu og á Vestfjörð-
um, í Skálholti og á Löngumýri í
Skagafirði. Það gafst afar vel að
fara út um land til ráðstefnuhalds
í stað þess að boða til ráðstefnu
í Reykjavík eða Skálholti og
vænta þess að fá þangað fólk úr
öðrum landshlutum. Þau, sem
sóttu ráðstefnumar, sögðust
mörg hafa haft mikla gleði og
gagn af því kirkjusamfélagi, sem
gafst þar, og umræðunni, sem fór
fram. Á ráðstefnunum vom flutt
stutt erindi og um þau rætt hvert
um sig í almennum umræðum og
hópum. Þessi atriði vom rædd:
★ Guðfræði fermingarinnar
★ Samband fermingamndirbún-
ings og heimila
★ Samband fermingamndirbún-
ings og skólans
afstöðu þeirra sem talað er til,
hafna gjaman uppi á hillu og
hafa takmörkuð áhrif í þá vem
sem þeim var ætlað. Breytingar
virðast hinsvegar spretta eðlilega
fram, þegar þær em í samhljóm
við allar aðstæður á vinnustað og
fela ekki í sér hótun eða ögmn
við þá sem þar vinna. Því fleiri
starfsmenn sem eiga aðild að
hugmyndinni um væntanlega
breytingu, þeim mun virkari verð-
ur hún og áreynslulausari."
Fermingarstarfanefndin starf-
ar í tengslum við Kirkjufræðslu-
nefnd, sem fjallar um fræðslumál
kirkjunnar í heild, Æskulýðs-
nefndina, en æskulýðsfulltrúi
kirkjunnar er formaður Ferming-
arstarfanefndar, og í tengslum við
þá nefnd, sem fjallar um fjöl-
skyldumáí.
Á hveijum vetri hitta prestamir ný fermingarböm og vor hvert
em haldnar fermingarhátíðir í kirkju og á heimilunum. En við
efumst um margt í sambandi við ferminguna. Er rétt að láta
börnin vinna heit? Fermast þau af þrýstingi frá fjölskyldunni?
Fermast þau vegna gjafanna? Eiga þau að læra sálma utan
bókar eða er betra að leggja áherzluna á skemmtilegt samfélag
í fermingartímunum? Og hvað er fermingin sjálf eiginlega? Við
hyggjumst taka okkur tíma á næstu vikum til að leita svara við
þessum spurningum.
Amerískar kirkjur og alþjóðleg
kvennasamtök andmæla klámi
★ Kennsluhættir og kennarar
við fermingarstörfin
★ Þáttur söngsins í helgihaldi
fermingarinnar
Norðmaðurinn Dag Lökke, sem
starfað hefur við fermingarstörf
í norsku kirkjunni, var á þremur
fundanna og skýrði frá fermingar-
málum í Noregi. Þá er rétt að
geta þess að Æskulýðsstarf þjóð-
kirkjunnar hefur jafnan gengizt
fyrir námskeiðum og fundum til
kennslu og uppörvunar fyrir ferm-
ingarfræðara og fermingarböm.
Þetta starf hefur verið afar mikil-
vægt.
Það er nú ætlunin að kynna
ykkur, kæru lesendur, sitthvað
úr umræðu ráðstefnanna við og
við á næstu vikum. Við vonum
að þið íhugið málin og hafið dálít-
ið gaman og gagn af því.
Þing lúterskra kirkna í
Ameríku, sem kom saman í nóv-
emberlok, hvatti lúterskar kirkjur
til að sameinast öðrum hópum,
trúarhópum og félagasamtökum,
í fordæmingu á klámi. Klám fer
sívaxandi, segir í yfirlýsingunni,
og það spillir siðgæðisheilsu þjóð-
arinnar. Ennfremur segir að
lúterskt fólk hafi of lengi þagað
við útbreiðslu klámsins eins og
kristið fólk yfírleitt. Kristið fólk
lítur á kynlíf sem dýrmæta gjöf,
sem gefin er til blessunar. Þess
vegna hlýtur það að líta á klám
sem aðför að kynlífi. Kynferðisof-
beldi verður æ algengara í
myndefni kvikmyndahúsa og á
myndböndum, sem skoðuð eru í
heimahúsum. Rannsóknir sýna að
afleiðingar þessa geta orðið
nauðganir og kynferðisofbeldi
gegn konum, körlum og börnum.
Sérstaklega var rætt um klám-
efni, sem ætlað er börnum.
Hópurinn ræddi um möguleika
þess að koma upp miðstöð lút-
erskra kirkna, þar sem safnað
væri upplýsingum um vamir gegn
klámi. Þar fengist t.d. mat á sjón-
varpsdagskrám, myndböndum,
vikuritum og dægurlagatextum.
Að yfirlýsingunni standa hinar
þijár lútersku kirkjur, sem sam-
einast nú á þessu ári, en það eru
Lúterska kirkjan í Ameríku,
Ameríska lúterska kirkjan og
Samband evangelísku lútersku
kirknanna en auk þeirra Lúterska
Missouri-synódan og Lettlenzka
lúterska kirkja ní Ameríku. Ætl-
unin er að hver kirkja dreifi
yfirlýsingunni til safnaða sinna
og presta.
Alþjóðasamband háskóla-
kvenna, IFUW, sendi félögum
sínum þá hvatningu frá 70. þingi
sínu sl. haust að þau vinni gegn
klámfengnu efni, sem ætlað er
bömum. í skilaboðunum segir að
slíku efni sé dreift í stórum stíl í
fjölmörgum löndum og milli landa
út um allan heim.
Við höfum þagað allt of lengi um skaðsemi klámsins, segja samtök lúterskra kirkna í Ameríku.
Og alþjóðasamtök háskólakvenna fullyrða að klámfengnu efni, sem gert er fyrir börn, sé dreift í stór
um stfl.
Rýmingarsala á vönduðum og góðumkuldaskóm
Panzl — Puffins
30—50% afsláttur
Oswald — Ara
Einnig ýmsar gerðir frá
o.fl. gerðir
50
Hælaskór úr leðri kr. 990,- áður kr. 2.124,-
Götuskór frá Puffins kr. 1.495,- áður kr. 2.495,-
—SKÚRINN
VELTUSUNDI 1
21212