Morgunblaðið - 11.01.1987, Síða 16

Morgunblaðið - 11.01.1987, Síða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987 Flugleiðir: Helgartilboð næstu viknr Morgunblaðið/JG Frá athöfninni, sem var í safnaðarheimili Vinaminni. Þórir Ólafsson i ræðustól og útskriftarnemendur til hliðar við hann. 30 nemar brautskráðir frá Fiölbrautaskóla Akraness FLUGLEIÐIR bjóða á næstu vik- um sértilboð í helgarferðum. Tilboðið gildir frá 7. janúar til 10. febrúar. Hér er um að ræða helgarferðir til Reykjavíkur frá 21 áfangastað Flugleiða, Flugfélags Norðurlands og Flugfélags Austurlands hf., víðsvegar á landinu. Einnig eru boðnar helgarferðir frá Reykjavík til sex áfangastaða. Sem dæmi um verð á helgarferð til Reykjavíkur má nefna að frá Akureyri kostar slík ferð kr. 5.033, frá ísafirði kr. 4.819, frá Egilsstöð- um kr. 6.117, frá Vestmannaeyjum kr. 3.900, frá Þórshöfn kr. 6.676 og frá Grímsey kr. 6.085. Þessi verð eru pr. mann og miðað við að gist sé í tveggja manna herbergjum. Innifalið í verðinu er flug báðar leiðir, gisting í 2 nætur og morgun- verður. Aukanótt kostar kr. 900. Þau hótel sem boðið er uppá í Reykjavík eru Hótel Esja, Hótel Loftleiðir, Hótel Borg, Hótel Óð- insvé og Hótel Saga. Sem dæmi um verð á helgarferð- um frá Reykjavík má nefna að til Akureyrar kostar ferðin kr. 5.133, sé gist á Hótel KEA. Til Egilsstaða kr. 5.367, til Hornaíjarðar kostar ferðin kr. 4.856, til Húsavíkur kr. 4.663, til ísafjarðar kr. 4.819 og til Vestmannaeyja kr. 3.900. Böm innan 12 ára aldurs, fá ókeypis gist- ingu með fullorðnum, en greiða sitt venjulega flugfargjald. Við ofan- greind verð bætist flugvallargjald sem er 36 krónur. „Það nýtur síaukinna vinsælda hjá landsbyggðarfólki að bregða sér til höfuðborgarinnar og njóta þess sem þar er boðið uppá í verslunar- og skemmtanalífinu. Sama má segja um borgarbúa, þeir fara nú í síauknum mæli út á land, burt frá ys og þys til að njóta hvíldar og skemmtunar á góðum hótelum víðsvegar á landsbyggðinni, og hitta ættingja og vini,“ segir í frétt frá Flugleiðum. FJÖLBRAUTASKÓLINN á Akranesi brautskráði 30 nem- endur á haustönn skólans, en skólaslit fóru fram laugardaginn 20. desember sl. Stúdentsprófi luku 17 nemendur, 11 nemendur brautskráðust af tæknisviði, þar af 7 nemendur er luku prófum frá verknámsdeildum skólans. Þrir nemendur luku verslunar- prófi og prófi málmiðna. Ólína Gunnlaugsdóttir sem lauk stúd- entsprófi hafði áður lokið þremur námsbrautum við skól- ann. Bestum árangri á stúdents- prófi að þessu sinni náði Vigdís Kristjánsdóttir stúdent á félags- fræðibraut. í ræðu Þóris Ólafssonar skóla- meistara við skólaslitin kom fram að liðlega 600 nemendur hófu nám við skólann í haust í dagskóla og öldungardeild. Alls störfuðu 43 kennarar við skólann á haustönn. Aðsókn utanbæjarnemenda að skól- anum var mikil í haust sem undanfarin ár og voru 3 umsóknir um hvert pláss sem skólinn hefur á heimavistum. í haust voru tekin í notkun 8 ný herbergi á heimavist skólans við Vogabraut og önnur 8 eru væntan- leg nú í janúar. í haust hófst við Fjölbrautaskól- ann á Akranesi kennsla í rafeinda- virkjun og um áramót tekur enn ein ný verknámsbraut til starfa, en þá hefst kennsla í fatasaumi. Þá var í upphafi haustannar hafin kennsla í bóklegum hluta sjúkra- liðanáms í kvöldskóla og hefur aðsókn að því námi verið góð. Sveitarfélög á Vesturlandi hafa nú undirritað samning um sameig- inlegan rekstur almenns framhalds- skóla sem bera mun nafnið Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi. Er stefnt að því að ljúka undirbúningi á hinni nýju skóla- stofnun í janúar 1997. Við skólaslitin söng skólakór Fjölbrautaskólans á Akranesi undir stjórn Jensínu Waage. Nemendur af tónlistarbraut léku á hljóðfæri og flutt var dagskrá tengd jólum sem unnin hafði verið af kennurum skólans en flutt af nemendum. Skólaslitarathöfnin fór fram í hinu nýju og glæsilega safnaðar- heimili Vinaminni á Akranesi. - JG Sendi ástvinum mínum og vinum um land allt alúÖarþakkir fyrir alla þá vinsemd, er mér var auösýnd á 90 ára afmœli mínu þann 4. janúar sl. meÖ heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum. GuÖ blessi ykkur öll. Ingimar Finnbjörnsson, Hnifsdal. ARGUS/SÍA IÐNLÁNASJÓÐUR veitir útflutnings- ábyrgð en í henni felst: • Að taka að sér að tryggja lán sem bankar eða aðrar lánastofnanir veita innlendum framleiðendum vöru eða þjónustu til fjármögnunar á útflutn- ingslánum sem veitt eru eða útveguð erlendum kaupendum. • Að tryggja kröfur íslenskra útflytjenda á hendur erlendum kaupendum enda hafi þær orðið til vegna útflutnings á íslenskum vörum eða þjónustu. Útflutningsábyrgð IÐNLÁNASJÓÐS tek- ur til viðskiptaáhættu og stjórnmála- áhættu og tryggir útflytjandann að 80% ef greiðslufall verður á kröfu hans af þess- um ástæðum. Útflutningsábyrgð IÐNLÁNASJÓÐS er framseljanleg til banka eða annarra lána- stofnana. Með þeim hætti getur útflytj- andi aukið lánstraust sitt í viðskiptabanka sínum. Fyrir útflutningsábyrgð er greidd þóknun, mismunandi eftir aðstæðum, frá 0,4% — 1,5% af heildarfjárhæð hverrar vörusend- ingar eða andvirði þjónustugreiðslu. Með þessari nýju þjónustu, sem eykur öryggi í útflutningsviðskiptum, vill Iðn- lánasjóður leggja sitt af mörkum til að örva og efla íslenskan útflutning. Skrifið eða hringið eftir upplýsinga- bæklingi og umsóknareyðublöðum. FÆRÐU EKKI GREITT FYRIR VÖRURNAR EÐA ÞJÓNUSTUNA SEM ÞÚ ERT AÐ FLYTJA ÚT? NÝ ÞJÓNIJSTA VIÐ (SLENSKA ClTELYTJENDLR Iðnlánasjóður hefur opnað TRYGGINGADEILD ÚTFLUTNINGSLÁNA. Nýja deild sem býður íslenskum útflytjendum áður óþekkta þjónustu — ÚTFLUTNINGSABYRGÐ. Þeir sem flytja út vörur eða þjónustu geta keypt ábyrgð á kröfu sem þeir eiga á erlenda viðskiptamenn. Með útflutningsábyrgðinni dregur þú úr eigin áhættu og tryggir þig fyrir skakkaföllum í rekstrinum vegna vanskila. IÐNLANASJOÐUR IÐNAÐARBANKINN Lækjargötu 12 5. hæð Reykjavík sími 20580.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.