Morgunblaðið - 11.01.1987, Page 18

Morgunblaðið - 11.01.1987, Page 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987 Ættfræðinámskeið Lærið að gera ættarskrár og fræðis um eigin ætt. Sveigjanlegir kennslutímar. Upplýsingar og innritun alla daga og kvöld í síma 27101. Ættfræfllþjónustan LÆKNASTOFA Hef opnað læknastofu í Læknastöðinni Álf- heimum 74, sími 686311. Sigurflur Thorlacius Sérgrein: Heila- og taugasjúkdómar. -Desktop Publishing- Kynnum þessa viku PageMaker útgáfu- og umbrotsforritið sem getur lækkað útgafukostnað þinn um allt að 50%. PageMaker hefur, á stuttum tíma, sparað ýmsum fyrirtækjum fjármagn sem samsvaraði stofnkostnaði þeirra á PageMaker forritinu, Macintosh tölvunni og LaserWriter prentaranum. PageMaker hentar öllum sem koma nálægt útgáfustarfsemi hvort sem það eru fyrirtæki auglýsingastofur, útgefendur eða blaðafulltrúar. Hagkvæmni PageMaker liggur í því hve einfalt og fljótvirkt það er, það styttir útgáfutímann og lækkar útgáfukostnaðinn. Ymsar auglýsingastofur erlendis byggja starfsemi sína á Macintosh, LaserWriter og PageMaker. Má þar fremsta telja Ted Bates í Helsingborg í Svíþjóð. SKIPHOLTI SÍMI 29800 Sovétríkin: Andófsmaður í hungurverkfall Ottawa, Kanada, Reuter. SOVÉSKUR vísindamaður hefur hafið hungurverkfali vegna þess að stjórnvöld hafa neitað fjöl- skyldu hans um leyfi til að flytja til ísrael. Alexander Ioffe, sem er stærð- fræðingur að mennt og býr í Moskvu, hringdi í gær í kanadískan þingmann og sagði honum frá ákvörðun sinni. Kvaðst hann gera þetta til að þrýsta á stjómvöld sem hafa neitað syni hans, tengdadóttur og bami þeirra um fararleyfi til Israel. Ioffe kvaðst hafa gefíð upp alla von um að honum yrði leyft að flytjast úr landi en sagðist vona að ættmennum sínum yrði veitt fararleyfi. Árið 1976 sótti Alexander Ioffe fyrst um leyfi til að flytjast til ísra- el. Sökum þessa vom laun hans lækkuð auk þess sem eiginkonu hans var vikið úr starfi. Ioffe gekkst á sínum tíma fyrir stærðfræðifyrir- lestrum sem ætlaðir vom sovéskum andófsmönnum. Stjórnvöld létu stöðva þessa starfsemi og Ioffe var settur í stofufangelsi. Embættis- menn tjáðu honum þá að honum yrði aldrei leyft að fara úr landi. Landssljórnin skiptir sér af fréttaflutningi - segja frétta- menn Græn- lenska útvarpsins Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. FRÉTTAMENN á Grænlenska útvarpinu hafa í sameiningu rit- að grein í grænlenska blaðið Grönlandsposten, þar sem þeir mótmæla því sem þeir nefna „fieiri og fleiri dæmi um tilraun- ir landsstjórnarinnar til að hafa áhrif á fréttafiutning". Útvarpsfréttamennimir nefna nokkur dæmi þess, að landsstjórnin hafi krafist þess, að fréttatilkynn- ingar frá henni væm lesnar óstyttar og óunnar í fréttum. Hvar endar þetta? spytja frétta- mennirnir í greininni. Verður það hlutskipti okkar að lesa fréttir „uppáklæddar í úníform“, eftir að handritin hafa hlotið blessun lands- stjórnarinnar? Okkar fræga útsala hefst á morgun. Kápur, jakkar, dragtir, buxur, pils, blússur, peysur, sloppar, náttfatnaður. ,1 sio L IvrnpijTi Laugavegi 26, sími 13300 — Glæsibæ, s. 31300.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.