Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987 SHERLOCK HOLMES Ný kenning um fyrirmyndina á veglegu aldarafmæli sagði Nown í samtali við AP í vik- unni, „að ýmis ummæli Holmes í sögum Conan Doyles eru keimlík orðum McLevys í sjálfsævisögu hans.“ Nown er höfundur 12 bóka um þjóðfélagsmál á 19. og 20. öld og uppgötvaði McLevy þegar hann viðaði að sér efni í nýja bók um ævi og tíma Holmes („Elementaryn My Dear Watson"). Edurminningar McLevys („The Sliding Scale of Life“) komu út í tveimur bindum og fengust í Edinborg þegar Conan Doyle var þar við nám frá 1876 og eyddi öllum peningum sínum í bóka- kaup. Árið 1878 samdi skáldsagnahöf- undurinn William Crawford Honey- man nokkrar leynilögreglusögur undir duinefninu James McGovem og þær vom lítt dulbúnar lýsingar á málum, sem McLevy rakti í endur- minningum sínum. „Ég tel óhugs- andi að Conan Doyle hafi aldrei séð þessar bækur og Bell hafi ekki vit- að um McLevy, því að Bell var skurðlæknir Edinborgarlögreglunn- ar,“ sagði Nown. McLevy fluttist til Skotlands frá héraðinu Armagh á írlandi 17 ára gamall og gekk í Edinborgarlög- regluna 1830. „Hann starfaði í lögreglunni í rúm 30 ár og yfirmenn hans vildu ekki leyfa honum að hætta,“ sagði Nown. „Hann gat dæmt af svip fólks hvort það var sekt eða saklaust og taldi það stafa af miklum ályktunarhæfileikum eins og Holmes." Bell varð mjög glaður þegar Con- an Doyle sagði að hann væri fyrir- myndin að Holmes og skrifaði lofsamlega grein um höfundinn í nýrri útgáfu „A Study in Scarlet" 1893. „Hvorki Bell né McLevy þökkuðu McLevy," sagði Nown. „Ef til vill var ástæðan sú að Conan Doyle vildi gefa Bell heiðurinn, því í þá daga hefði ekki þótt viðeigandi að sérmenntaðir menn viðurkenndu leynilögreglumann, sem starfaði í skuggahverfum Edinborgar." „Aðaleinkenni Holmes er að hann er betri en atvinnulögreglumenn, sem er lýst sem klaufum, þótt sum- ir þeirra væru í raun og veru frábærir," sagði Nown. „Árið 1842 handtók McLevy konu fyrir innbrot í brúðkaupi hennar þegar hann hafði fundið smástykki af ofnu eða pijónuðu efni á innbrotsstaðnum, borið það saman við efni í kvenfata- verzlun og dregið þá ályktun að þjófurinn væri brúður, af því að meðal þess sem var stolið voru hanzkar, skartgripir og blóma- skreytingar," sagði Nown. I endurminningum sínum líkti McLevy sér við sjónhverfingamann, sem segir að ekkert sé dularfullt Merlyn Rees fv. innanríkisráð- herra æf ir sig fyrir veizluna til heiðurs Holmes. er, einkaspæjari í Bayswater; próf. Sir Robert Christison, eiturefna- fræðingur í Edinborg; Oliver Wendell Holmes, bandarískur pró- fessor í líffærafræði, skáld og rithöfundur, sem Conan Doyle dáði; George Turnavine Budd, sem var ekki ólíkur Holmes að skapferli, og Humphrey Lloyd, trúboði á Nýja Sjálandi. Fýrirmyndirnar að útliti Holmes voru m.a. Bell sjálfur og Walter Paget, teiknari „Illustrated London News“. Vinsælustu teikningamar af Holmes em eftir bróður hans, Sidney Paget, sem notaði hann sem fyrirmynd. Nafnið Sherlock Holmes kann að hafa verið dregið af nöfn- um tveggja kunnra krikkettleikara eða nafni þekkts fiðluleikara. Síðasta kenningin um fyrirmynd- ina að Sherlock Holmes er eftir Graham Nown, enskan sagnfræð- ing, sem hefur áhuga á leynilög- reglusögum. Hann telur að fyrirmyndin hafi verið íri að nafni James McLevy, sem starfaði í Edin- borgarlögreglunni um árabil og var svo snjall að koma upp um glæpi og hafa hendur í hári glæpamanna að hann varð að hálfgerðri þjóð- sagnapersónu. „Það er einkennileg tilviljun," érfræðingar hafa lengi talið að þrett- ándinn sé fæðingar- dagur hans og þann dag fyrir einni öld, 6.janúar 1887, kom fyrsta sagan um hann fyrir almenn- ingssjónir. Þessi saga var „A Study in Scar- let“, sem Conan Doyle tókst loks að fá birta í jólaritinu „Beeton’s Christmas Annual". Það seldist upp á hálfum mánuði, en höfundarlaun- in voru aðeins 25 pund. I þessari sögu, sem fjallar um morð á Banda- ríkjamanni að nafni Enoch J. Drebber, kynnist Holmes vini sínum John H. Watson lækni. Hún hét upphaflega „Flókin ráðgáta" (A Tangled Skein) og kostaði einn shilling þegar hún kom út í bókar- formi tæpum tveimur árum síðar, sem nokkurs konar pappírskilja. Islenzkar þýðingar sögunnar eru „Hefndin“ (Winnipeg 1902) „Morð- ið í Lauriston-garðinum" (Rvk. 1915 og 1944) og „Blóðhefnd" (Rvk. 1944). Stundvíslega klukkan 9.30 e.h. 6.janúar sl. risu 180 félagar úr brezka Sherlock Holmes-félaginu úr sætum sínum í borðsal Neðri málstofunnar og skáluðu fýrir „ meistara spæjaranna." Meðal við- staddra var Jean Conan Doyle, dóttir höfundar bókanna um Sherlock Holmes, Sir Arthur Conan Doyles, sem lézt 1930, 71 árs að aldri, og eina bam hans sem enn er á lífí. Svipuð félög starfa í Banda- ríkjunum, Japan, Bahrain, Ástralíu og víðar og ætla að minnast hans á næstu mánuðum. Heiðursgesturinn í samkvæminu var Merlyn Rhees, fyrrum innanrík- isráðherra Verkamannaflokksins. Hann var valinn vegna þess að Holmes þurfti að hafa náið sam- starf við innanríkisráðuneytið, sem brezka lögreglan heyrir undir, þar á meðal Scotland Yard. Að sögn blaðsins Sunday Times hefði Holmes líklega látið sér fátt um fínnast, ef hann hefði mætt; sennilega tottað pípu sína og heldur viljað eiga rólegt kvöld í Baker- stræti með fíðlunni, eða fást við lausn ódæða tengd nafni prófessors Moriarty - erkióvinarins sem var kallaður „Napoleon glæpanna." Fyrirmyndin íri? í sambandi v.ð aldarafmælið var þeirri spurningu enn varpað fram hver hefði verið fyrirmyndin að Sherlock Holmes og ný kenning sá dagsins ljós.EP Conan Doyle sagði alltaf að hann hefði byggt söguhetju sína á Joseph Bell, pró- fessor og skurðlækni í Edinborg, sem hafði yndi af því að álykta af útliti sjúklinga sinna hvað amaði að þeim, hvaða starfi þeir gegndu og hvar þeir ættu heima. Conan Doyle var nemandi Bells og ritari hans um skeið og kynntist hæfileik- um hans af eigin raun. Eitt sinn varð Conan Doyle vitni að því að Bell dró þá ályktun að einn sjúklingur hans hefði nýlega verið undirforingi í Hálandaherdeild á Barbados í Vestur-Indíum. „Mað- urinn var kurteis,” sagði Bell, „en tók ekki ofan. Það er ekki til siðs í hernum, en ef lengra væri síðan hann fékk lausn frá herþjónustu væri hann búinn að semja sig að borgaralegum háttum. Hann er valdsmannslegur og greinilega Skoti. Hvað Barbados viðvíkur þjá- ist hann af fílasýki, sem geisar í Vestur-Indíum og er ekki brezkur sjúkdómur.“ Að minnsta kosti fimm menn aðrir hafa verið taldir koma til greina sem fyrirmynd Conan Doyles að Sherlock Holmes: Wendel Scher- MIKIL hátíðarhöld fara fram á þessu ári í til- efni af því að ein öld er liðin síðan fyrsta sagan um Sherlock Holmes, frægasta leynilögreglu- mann bókmenntanna, kom út. Hátíðarhöldin hófust á þrettándanum þegar brezkir aðdáend- ur Holmes sátu veglegt kvöldverðarboð í borðstofu þingmanna Neðri málstofunnar. Fyrsta sagan um Sherlock Holm- es, sem kom út fyrir einni öld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.