Morgunblaðið - 11.01.1987, Qupperneq 21
val af bréfunum til Holmes, vinum
hans til nokkurrar skelfíngar, því
að sumir bréfritarar telja sig hafa
séð til ferða prófessor Moriartys.
Fyrsta bréfíð til Holmes var sent
1890 og var frá tóbakssala í Fíla-
delfíu, sem bað um eintak af ítar-
legri ritgerð Holmes um tóbaks-
ösku.
Víðtæk hátíðarhöld
Kvöldverðarboðið í brezka þing-
inu markaði upphaf víðtækra
hátíðarhalda til minningar um
Sherlock Holmes víða um heim á
aldarafmæli fyrstu sögunnar. Á
fimmtudaginn mættu 200 félagar
úr „“götudrengjaliðinu í Baker-
stræti" í kvöldverðarboð í New
York og hans verður minnzt með
ýmsu öðru móti í Bandaríkjunum,
m.a. með kappreiðum til heiðurs
Silfur-Blesa, sem hann bjargaði úr
ræningjahöndum og gerði þar með
kleift að vinna Wessex-bikarinn.
Mikið verður um dýrðir í Ástr-
alíu, þar sem 60 manna Sherlock
Holmes-félag í Adelaide hefur
komizt að þeirri niðurstöðu að
brezka stjómin hafi sent hann
þangað um sama leuti og sagt var
að hann hefði látið lífið við Reichen-
bach- foss. Þar er í ráði að efna til
kvöldverðar og færa upp leikrit eft-
ir sögunni „A Study in Scarlet."
Jafnvel Japanir ætla að heiðra
Holmes,því að af einhveijum ástæð-
um hafa þeir komizt að því að
Baker-stræti sé hluti af menningar-
arfí þeirra. Aðdáun þeirra á Holmes*
hófst um aldamótin, þótt félag
Sherlockvina væri ekki stofnað fýrr
en 1977, og félagið mun minnast
afmælisins í febrúar. Stofnandinn,
dr. Tsukasa Kobayashi, hefur skrif-
að: „Nú á dögum lesa nokkrir
Japanir Sherlock Holmes vafalaust
til að kynnast menningararfleifð
sinni. En við teljum að flestir leiti
að þeim ómetanlegu eiginleikum -
sanngimi, skynsemi og heilbrigðri
dómgreind - sem nú em að hverfa
í Japan."
Mikilvægasti atburðurinn á ald-
araftnælinu fer þó fram í Evrópu
þegar homsteinn verður lagður að
nýju Sherlock Holmes-safni í bæn-
um Meiringen neðst við Reichen-
bach-foss. Atburðimir við fossinn
hafa verið sviðsettir nokkmm sinn-
um á sannfærandi hátt með aðstoð
svissneskra leiðsögumanna, sem
hafa hreinlega horfíð fram af brún-
inni, og ef til vill verður það
endurtekið þegar menn úr brezka
Sherlock Holmes-félaginu fara
þangað í maí.
Brezka Sherlock Holmes-félagið
var stofnað í framhaldi af sýningu,
sem var haldin í tengslum við Bret-
landshátíðina 1951. Stofnendurnir
vom 18, en nú em félagsmenn um
800 og frá um 20 löndum, þar af
200 frá Bandaríkjunum.
William Michell skipstjóri, ritari
félagsins, kveðst hafa verið heillað-
ur af sögum Conan Doyles síðan á
unga aldri og alltaf haft þær með
sér á sjóferðum sínum „Hann er
enn ótrúlega vinsæll," sagði hann
í vikunni. „Viktoríutíminn fór ekki
varhluta af glæpum og óhamingju,
en þá var heimurinn yfírleitt í föst-
um skorðum og fólk vill að það sé
minnt á það.“
Michell segir að Holmes hafi ver-
ið fremur þungorður í garð stjóm-
málamanna og kvaðst ekki viss um
að hann hefði kunnað vel við sig í~
kvöldverðarboðinu í Neðri málstof-
unni. „Stjómmálamenn vora ótta-
legir ratar í þá daga, og eru það
raunar enn. Þeir skildu ræður eftir
á glámbekk og týndu mikilvægum
skjölum."
Heiðursgesturinn, Merlyn Rees
fv. innanríkisráðherra, viðurkenndi
að hann hefði undirbúið sig vel og
lesið sögur um Sherlock Holmes
fyrir boðið. Hann kvaðst ekkert
undrandi á því þótt aðdáendur
Holmes skiptu milljónum og sagði:
„Það er margt líkt með Viktoríutím-
anum og okkar dögum. Þá þurfti
að kljást við áfengisvandamál og
glæpaöldu og jafnvel Holmes neytti
eiturlyfja. Allir stjómmálamenn á
þessum tíma sögðu að þeir mundu
leysa öll vandamál í einu vetfangi.
Stundum hvarflar að mér að stjóm-
málamenn séu bölvaðir bjánar."
GH |
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987
Slierlock Holmes í nokkrum dulargervum: Basil Rathbone, Peter Cushing, Christopher Plummer og Jeremy Brett.
Sherlock Holmes
við list sína þegar hann hafí út-
skýrt hana. „Tuttugu og fímm áram
síðar komst Holmes líkt að orði
þegar hann líkti sér við töframann,
sem fær enga viðurkenningu þegar
hann hefur útskýrt brellur sínar,“
sagði Nown.
Fær enn bréf
Conan Doyle skrifaði fjórar
skáldsögur og 56 smásögur um
Sherlock Holmes og engin sögu-
hetja hans varð eins lífseig, þótt
hann héldi aldrei upp á hann. Hann
varð að lokum svo þreyttur á Holm-
es að hann lét hann falla í Reichen-
bach-foss í Sviss ásamt prófessor
Moriarty 1893. Lesendunum varð
Holmes svo mikill harmdauði að við
þjóðarsorg lá í Bretlandi og að lok-
um fékk tímaritið „Colliers" í New
York Conan Doyle til að hann Hol-
mes aftur til lífsins 1903 gegn
ríflegri greiðslu. Conan Doyle hélt
áfram að skrifa um Holmes til árs-
ins 1927, þremur áram áður en
hann lézt, en setti hann þá á eftirla-
un og sendi hann til Suður-Eng-
lands.
Jane Conan Doyle, sem var 17
ára þegar faðir hennar lézt, telur
skiljanlegt að faðir hennar hafi
fengið leið á Holmes. Til hans
streymdu bréf, þar sem hann var
beðinn um að útvega eiginhandar-
áritun Holmes og afhenda honum
jafnvel hjónabandstilboð bréfritara.
Stundum kom fyrir að hann var
ávarpaður „ Sir Sherlock Holmes"
eða „hr. Holmes og honum leiddist
það.
„Ég las mikið af bókum," sagði
Jane nýlega í viðtali. „Ég var feng-
in til að laga til í bókaherbergi föður
mins. Við vorum mikið saman og
samband okkar var mjög náið. Ég
veit að þótt Holmes væri ekki sú
söguhetja hans, sem var honum
kærast, þótti honum mjög vænt um
hann, því að þeir vora báðir gædd-
ir ágætri kímnigáfu."
Enn þann dag í dag fær Holmes
um 40 bréf í hverri viku, eða um
2,000 á ári. Bréfín era send í íbúð-
ina í Baker-stræti 221B, sem aldrei
var til, og era frá fólki sem biður
hann um að leysa flókin sakamál.
Bréfin eru hins vegar afhent í aðal-
stöðvum sparisjóðs (Abbey National
Building Society), enda er langt
síðan frú Hudson fór á eftirlaun.
Holmes hefur sérstakan einkarit-
ara, Susan Brown, sem hefur gegnt
því starfí í íjögur ár og er á launum
hjá sparisjóðnum. Hún hefur svip-
aða kímnigáfu og Holmes og svarar
öllum bréfunum samvizkusamlega.
Svar hennar, sem sumum kann að
fínnast undarlegt, er eitthvað á
þessa leið: „Hr. Holmes þakkar fyr-
ir bréfíð. Sem stendur er hann á
Auknar vinsældir
Vinsældir Sherlock Holmes auk-
ast stöðugt að sögn brezka rithöf-
undarins Allen Eyles, sem nýlega
gaf út bókina „Sherlock Holmes:
aldarminning". „Margir hafa ný-
lega gengið í Sherlock Holmes
félagið. Nýjar bækur, nýjar kvik-
myndir og framhaldsmyndaflokkur
í sjónvarpi hafa orðið mörgum
hvatning til að ganga í félagið,"
sagði hann í samtali.
Sögurnar um Holmes hafa verið
gefnar út í 150 milljónum eintaka
á 50 tungumálum og að minnsta
kosti 200 kvikmyndir og sjónvarps-
myndir hafa verið gerðar eftir þeim
(sjónvarpsþættir um Holmes hafa
verið gerðir í 18 löndum, þar á
meðal Sovétríkjunum).
Granada-sjónvarpsfýrirtækið í
Bretlandi dreifði 20 eins klukku-
tíma þáttum eftir sögunum um
Holmes í fyrra. Að minnsta kosti
nokkrir þeirra vora sýndir í íslenzka
ríkissjónvarpinu og alls hafa 8-10
milljónir manna séð þá. Þættirnir
urðu svo vinsælir að Granada
eftirlaunum og dvelst í Sussex, þar
sem hann stundar býflugnarækt."
Holmes við þráhyggju. Einum aðdá-
andanum taldist svo til þegar hann
hafði flett í gegnum allar sögumar
að hann hefði brosað 103 sinnum,
hlegið hjartanlega 65 sinnum, sagt
brandara 68 sinnum og hlegið með
sjálfum sér 31 sinni.
Margir aðrir höfundar en Nown
hafa ritað um ævi Holmes og störf
og við liggur að um nýja fræði-
grein sé að ræða. I einni síðustu
bókinni, sem fjallar um „A Study
in Scarlett", kveðst Simon Good-
enough hafa verið svo heppinn að
fínna löngu horfíð koffort Watson
læknis með dagbók hans, minnis-
blöðum og fleiri gögnum. Bókin
fjallar um niðurstöður athugana
hans og hann birtir þar ýmis skjöl
um morðið í Lauriston-garði, sem
honum fínnst Watson segja alltof
lauslega frá samkvæmt endursögn
Conan Doyles.
Goodenough birtir dagbók Wat-
sons ásamt athugasemdum, sem
Holmes skrifaði á spássíu, ljósrit
af samtímafrásögnum blaða, afrit
af mikilvægum símskeytum, ljós-
myndir af þeim sem komu við sögu,
myndir af kápum rita Holmes um
þá aðferð að nota gifs til að rekja
fótspor og um muninn á 140 tób-
akstegundum. Hann telur sig hafa
ieyst gamla þrætu fræðimanna með
því að sýna fram á að Watson hafí
særzt bæði á öxl og fæti og það
hafi gerzt 1881. Hann vísar því á
bug að Holmes hafi aldrei sótt tón-
leika á föstudegi á því ári, þar sem
hann hafí alltaf farið á laugardags-
tónleika, því að fram komi í skjölum
hans að hann hafí einu sinni farið
á opinbera æfíngu fyrir hátíðartón-
leika á föstudegi.
Ungur höfundur, Lancelyn
Green, tók sér það bessaleyfí fyrir
nokkram mánuðum að gefa út úr-
Prófessor Moriarty.
Dauði Sherlock Holmes.
hyggst gera sex í viðbót og auk
þess tveggja klukkutíma kvikmynd.
Af þeim leikuram, sem hafa far-
ið með hlutverk Holmes, má nefna
William Gillette, Basil Rathbone,
Peter Cushing, Christopher Plumm-
er og Jeremy Brett. Plummer lék
Holmes í kvikmynd um hann og
fjöldamorð „Jóns risti" (Jack the
Ripper) í ríkissjónvarpinu um
síðustu helgi. (Nýjasta kenningin
um Jón risti kemur fram á næsta
ári í bók eftir kanadískan höfúnd,
Donald Bell, sem telur m.a. rithand-
arsýnishom sýna að hann hafí verið
skozkættaður læknir, Thomas Neill
Cream).
Stundum jaðrar áhugi manna á
Silfur-Blesi: minnzt með kappreiðum.