Morgunblaðið - 11.01.1987, Síða 28

Morgunblaðið - 11.01.1987, Síða 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987 4 „ fatrb ekki nóq C'Vitam'm " H TM Reg. U.S. Pat. Off.—all ríghts reserved 01986 Los Angeles Times Syndicate Þetta tilheyrir gráa fiðr- ingnum, vina. Ég var búinn að segja þér að venja hundinn á að koma með inniskóna og biöðin — annað ekki. HÖGNI HREKKVISI ,dA SBM IAUMAST í ÍSSKÁPINN VEKPUP HELPUP BETUR SKELLUWUP. " Launakjör alþingismanna Bréfritari er ekki öldungis viss um að hugsjónaeldurinn logi jafngl- att i brjóstum þingmanna og hann gerði á dögum Jóns forseta. Sumir töldu laun þingmanna og ráðherra hafa verið hækkuð nokkuð mikið með ákvörðun kjaradóms sl. haust. Var hækkunin ein hjá hinum hæstlaunuðu meiri en nemur heilum lágmarkslaunum. Ráðherralaun urðu sjöfold og áttföld lágmarks- laun. Flokkur mannsins mótmælti þessu í fréttatilkynningu, sem birt var í Morgunblaðinu. Lagði flokkur- inn til að laun alþingismanna yrðu hin sömu og lágmarkslaunin og hækkuðu þannig, að lifa mætti af þeim mannsæmandi lífi með 8 stunda vinnudegi. Önnur og betri tillaga mun hafa verið sett fram af Jónasi Péturs- syni, fv. alþm. Hún var á þá lund að þingmenn hefðu ekki sjálfír bein laun en ríkið greiddi hins vegar að fullu þeim, sem leystu starf þing- manns af hendi meðan hann sæti ívar Magnússon skrifar í Velvak- anda þ. 2.12. ’86 eftirfarandi um kynvillinga: „Við sem teljum okkur eðlileg og stöndum vörð um fjöl- skylduna sem grundvöll þjóðfélags- ins verðum að veija okkur gegn þessum hópum sem eru því miður á meðal okkar," o.s.frv. Þetta fínnst mér einum of djúpt í árinni tekið. I biblíuni, í Jesaja 56, stendur þetta um kynvillinga: „Svo segir Drott- inn: Varðveitið réttinn og gjörið það, sem rétt er, því að hjálpræði mitt er í nánd og réttlæti mitt birt- ist bráðlega. Sæll er sá maður, sem gjörir þetta, og það mannsbam, sem heldur fast við það; sá sem gætir þess að vanhelga ekki hvíldardag- inn, og varðveitir hönd sína frá því að gjöra nokkuð illt. Og eigi má heiðinginn, er gengið hefir Drottni á hönd, segja: Drottinn mun skilja mig frá lýð sínum! og eigi má kyn- villingurinn segja: Eg er visið tré! Því að svo segir Drottinn: Kynvill- ingunum, sem halda hvíldardaga mína og kjósa það, sem mér vel líkar, og halda fast við sáttmála á Alþingi. Það ætti ekki að þurfa að vera lengur en 4 mánuði ár minn, þeim vil ég gefa minningar- mark og nafn í húsi mínu og á múrveggjum mínum, sem er betra en synir og dætur; eilíft nafn vil ég gefa þeim, það er aldrei mun afmáð verða." Já, dæmið ekki, til þess að þér verðið ekki dæmdir. S.R. Haralds hvert, því að of mörg lög og flókin eru aðeins til óþurftar í svo litlu landi sem íslandi. Það var að mig minnir einn af forvígismönnum Framsóknar, sem barðist fyrir því, að þingstarf teld- ist fullt starf. Þetta var miður heppileg ráðstöfun. Þegar alþingis- menn hafa há laun og hærri eftir- laun en aðrir þegnar auk margskonar hlunninda, keppa menn ekki lengur að því að komast á þing hugsjónanna vegna, heldur peninganna vegna, fríðinda og met- orðanna — eins og nú er komið á daginn. M.G. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 17 og 18, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. „Dæmið ekki... Víkverji skrifar Flestir eru líklega orðnir þreyttir á umræðum um það á hvaða tíma sólarhrings sýndar eru fréttir í sjónvarpsstöðvunum okkar tveim- ur. Þessar deilur komust á sérkenni- legt stig, þegar forráðamenn ríkisfréttanna skömmuðu stjórn- málamenn fyrir að virða álit meiri- hluta hlustenda, sem vildi hafa fréttimar klukkan 20. Voru það þó ríkisfréttamennirnir sjálfír, ef rétt er munað, sem kynntu þá ákvörðun sigri hrósandi, að almenningur skyldi fá að ráða tímasetningu fréttanna. Með aukinni samkeppni í sjón- varpsfréttum hefur það færst í vöxt hjá ríkissjónvarpinu, að ekki séu aðeins sagðar fréttir í venjulegum skilningi heldur einnig kynntar skoðanir. Það hefur lengi tíðkast, að ríkissjónvarpsmenn lýsi skoðun- um sínum á erlendum atburðum í svokölluðum fréttaskýringum. Fyrir nokkmm vikum tóku ríkissjón- varpsmenn upp á því að gefa fréttum einkunnir með góðlátlegu brosi eða innantómum setningum eins og þessum: „Þá vitum við það“ og fleiru í þeim dúr. Og nú hafa þeir tekið til við að flytja innlendar fréttaskýringar. XXX * Idagblöðum er yfírleitt skýr mun- ur gerður á því efni, þar sem skoðanir ritstjórnar eru látnar í ljós, og hinu, sem kallast fréttir eða greinar. Er auðvelt fyrir lesendur að átta sig á þessum mun eftir framsetningu og staðsetningu í blaðinu. í sjónvarpi eða útvarpi er ekki eins auðvelt og í blaði að draga þennan mun. Þegar fréttamenn sjálfir lesa fréttir og flytja jafnframt fréttaskýringar í sama fréttatíman- um, er oft ógjörningur fyrir hinn almenna hlustanda eða áhorfanda að átta sig til fulls á því, hvort verið sé að flytja honum staðreynd- ir eðá draga ályktanir af staðreynd- um. Menn hlusta hins vegar á útvarpsfréttir og horfa á sjónvarps- fréttir í leit að staðreyndum en ekki til þess að heyra skoðanir fréttamannanna. Fréttaskýringar eru sérstaklega vandmeðfarið sjónvarpsefni; ekki aðeins vegna þess hvaða efnistök- um er beitt heldur einnig vegna hins, hve leiðigjarnar þær verða, ef ekki er staðið vel að framleiðsl- unni. Víkveija leiðist að minnsta kosti langur lestur á bak við gaml- ar fréttamyndir, sem klipptar eru saman eða sýndar þindarlaust. XXX Iumræðuþætti hjá Bylgjunni fyrir nokkru hreyfði Kjartan Gunn- arsson, formaður útvarpsréttar- nefndar, því, hvort ástæða væri fyrir ríkisvaldið að reka fréttastofu eins og það gerir með því að halda úti fréttastofum ríkishljóðvarpsins og ríkissjónvarpsins. Á suma hluti lítum við sem svo sjálfsagða, að við hættum að velta eðli þeirra fyrir okkur. Þegar við bijótum þá til mergjar, sjáum við fljótt, að skyn- samlegra væri að standa öðru vísi að verki. Yrði það niðurstaða athug- unar á því, hvort ríkið eigi að standa fyrir fréttaölfun og fréttamiðlun? Þetta er viðfangsefni, sem svokall- aðir fjölmiðlafræðingar ættu að geta sagt okkur eitthvað um, með og á móti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.