Morgunblaðið - 28.02.1987, Side 21

Morgunblaðið - 28.02.1987, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 AO 21 Leiklistarkemisla er mikils virði Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýnir „Hólpin“ eftir Edward Bond Morgunblaðið/Ámi Sœberg Frá æfingu á „Hólpin," hjá Menntaskólanum í Hamrahlíð. Gunnar Hansson (situr við borð), formaður Listafélagsins, fer með aðal- hlutverkið í sýningunni. Morgunblaðið/Júifus Asgerður Búadóttir við verk sin í Listasafni Alþýðusambands íslands. > ■ Asgerður Búadóttir sýnir í Listasafni ASÍ Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýnir í kvöld leikritið „Hólpin,“ eftir enska leikritaskáldið Edward Bond. Þýðinguna gerði Úlfur Hjöhvar og leikstjóri er Ingunn Ásdisar- dóttir. Leikritið hefur verið talsvert umdeilt og var á sínum tíma bann- að í Englandi. Það var aðeins sýnt í lokuðum klúbbum eftir upphaflega frumsýningu þess í London 1965. Verkið dregur upp dökka mynd af nútíma þjóðfélagi og þeirri firringu og örvæntingu sem iðnaðarsám- félag hefur skapað meðal fólks. Leikritið var flutt af Leikfélagi Reykjavíkur árið 1971 undir nafn- inu „Hjálp." Gunnar Hansson, sem fer með eitt aðalhlutverkið í Hólpin, er jafn- framt formaður Listafélags Menntaskólans við Hamrahlíð. Að- spurður hvers vegna þetta verk hafi verið valið til sýninga, sagði hann: „Okkur fínnst það höfða til þess ákveðna hóps sem við höfum, fólks á okkar aldri. Fyrir utan það á þetta verk erindi til nútímasam- félags. í því er meðal annars komið inn á oftteldi, sem er mjög stór þáttur í lífí okkar í dag. Það má líka segja að komið sé inn á hversu stóran þátt sjónvarpið á í samskipt- um fólks, til dæmis innan fjölskyl- dunnar. í leikritinu er það sjónvarpið sem sameinar flölskyld- una.“ Nú ert þú formaður Listafélags- ins. Er það rétta nafnið á leikfélag- inu. „Nei, Listafélagið er stjóm sem . nær yfír myndlistar—, tónlistar- og leikfélag skólans. Við reynum að hafa tónleika sem oftast og í vetur hefur verið sett upp ein myndlistar- sýning. Við stóðum að Smithereens- tónleikunum um daginn, ásamt Gramminu. Það er með þvi stærsta sem við höfum gert hingað til.“ Er leiklist að einhveiju leiti á námsskrá hjá ykkur? „Já, það er boðið upp á þrjá áfanga í vali. í þeirri kennslu er mest farið í spuna og leikræna tján- ingu. Það er ekki fyrr en á þriðja námskeiðinu sem byijað er að fara aðeins í texta.. Það sem vantar í leiklistarkennsluna hér er fram- haldsáfanga sem felur í sér upp- setningu upp leikriti. Við höfum reynt að fá það í gegn, en það hef- ur ekki tekist." En hvers virði er leiklist í menntaskóla? „Hún er ákaflega mikils virði. Fyrst og fremst er þetta mjög gef- andi fyrir þá sem taka þátt í uppfærslunni. Maður lærir og þroskast mikið af þessari vinnu. Auðvitað er þetta sérstaklega gam- an þegar maður hefur leikrit sem manni fínnst hafa einhvem tilgang. Þá þroskar þessi vinna mann tilfínn- ingalega og fær mann til að hugsa um stöðu sína og sjálfan sig,“ sagði Gunnar að lokum. Eins og áður segir er það Ingunn Ásdísardóttir sem leikstýrir „Hólp- in,“ lýsingu annast Vilhjálmur Hjálmarsson. Leikmynd og búninga hannaði Hlín Gunnarsdóttir, en leik- hljóð eru í höndum Hilmars Arnar Hilmarssonar og Orra Jónssonar. í dag opnar Ásgerður Búadóttir einkasýningu i Listasafni ASÍ. Á sýningunni eru 10 verk sem hún hefur ofið á síðustu tveimur árum og hefur aðeins eitt þeirra verið sýnt hér á landi áður. Siðasta einkasýning Ásgerðar var á Kjarvalsstöðum haustið 1984, en 1981 hélt Listasafn ASÍ yfirlitssýningu á verkum hennar frá upphafi og gaf nokkru síðar út litskyggnubók með 36 mynd- um úr því yfirliti. Af ferli Ágerðar á síðustu árum er helst að nefna, að hún var valin á sýninguna Nutida Nordisk Konst í H“asselby, Stokkhólmi, 1982 og á sama ári valdi dómnefnd Dag- blaðsins og Vísis hana „myndlistar- mann ársins." Á árunum 1982—84 voru verk hennar á tveimur sýning- um Scandinavia Today, Scandina- vian Modem Design og The Scandinavian Touch, sem var far- andsýning um fínn stórborgir Bandaríkjanna. Árið 1983—84 var hún valin ein þriggja listamanna héðan á farand- sýninguna borealis á veguml Blokkflautukvartettinn UT RE MI heldur tónleika í Norræna húsinu kl. 15 í dag. Kvartettinn leikur bæði barok og renaissance tónlist. UT RE MI kvartettinn er skipað- ur ijórum þýskum konum, Ulrike Volkhardt, Siri Rovatkay-Sohns, Eva Praetorius og Birgitte Braun. Þær stofnuðu kvartettinn fyrir 2 Norrænu listamiðstöðvarinnar í Sveaborg, og sama ár naut hún starfslauna Reykjavíkurborgar til listamanns. Árið 1984 var haldin sýning á verkum hennar í Nikolaj í boði Kaupmannahafnarborgar, og nú hefur hún verið valin einn þeirra íslensku listamanna sem taka munu þátt í norrænni list— og menningar- kynningu í Japan í lok þessa árs. „Þetta er rétti tíminn fyrir mig til að sýna verk frá þessu tveggja ára tímabili," sagði Ásgerður í sam- tali við Morgunblaðið, „vegna þess að ég hef verið valin í hóp sex lista- manna til að fara með verk á sýningu í Japan í haust. Sú sýning er af svipuðum toga og Scandina- via Today. Þegar þessari sýningu lýkur þarf ég að senda nokkur af þessum verkum af stað.og svo sé ég þau kannski ekki meir. Sú vefn- aðartegund sem ég hef verið með í ákveðinn tíma er kölluð „tenn- ing.“ Þessi tegund var notuð hér áður fyrr, í brekán til dæmis. En ég breyti henni þó, hugsa þetta allt upp á nýtt.“ árum og hafa spilað víða, m.a. far- ið í tónleikaferð til Ástralíu. Eins og kom fram í Morgunblaðinu fyrir skömmu kom kvartettinn hingað til lands til að sækja 10 renaissance blokkflautur sem smíðaðar voru hér á landi af hljóðfærasmiðnum Adrian Brown. Þetta eru einu tónleikamir sem UT RE MI heldur hér á landi að þessu sinni. Norræna húsið: Blokkflautu- tónleikar í dag Myndlistarmenn framtiðarinnar IBM á Islandi stendur fyrir mynd- listarsýningu á Kjarvalsstöðum „Myndlistarmenn framtíðar- innar“ er heiti á myndlistarsýn- ingu sem IBM á íslandi stendur fyrir. Sýningin opnar í dag og eru allir myndlistarmennirnir, sem þar sýna, 35 ára og yngri. Hugmyndin að sýningunni vaknaði í tengslum við 20 ára afmæli IBM á íslandi sem er á þessu ári. Forráðamenn fyrirtæk- isins vildu með einhveijum hætti leggja áherslu á unga fólkið, framtíðina, og ýta undir áhuga á hugverki og menningu. IBM mót- ið í skák, sem nú stendur yfír í Reykjavík er haldið í þessum anda og myndlistarsýningin er seinni atburðurinn sem fyrirtækið gengst fyrir á þessum tímamót- um. Sérstök sýningamefnd hefur valið þau verk sem sýnd eru. hana skipa Gunnar M Hansson, for- stjóri, sem er formaður nefndar- innar, Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri, Daði Guð- björnsson, myndlistarmaður, Einar Hákonarson, listráðunautur og Halldór B. Runólfsson, list- fræðingur. Auglýst var eftir þátttöku í sýningunni og bárust alls um 300 verk frá 70—80 listamönnum. Nefndin hefur valið eitt verð- launaverk og fær höfundur þess 100.000 krónur í verðlaun. Sýningamefnd IBM á íslandi, Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri, Einar Hákonarson, listráðu- nautur, Gunnar M Hansson, forstjóri, Daði Guðbjörnsson, myndlistarmaður, Úlfar Þormóðsson, sem er ráðgjafi nefndarinnar í sölu verkanna, og Halldór B Runólfsson, listfræðingur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.