Morgunblaðið - 28.02.1987, Page 24

Morgunblaðið - 28.02.1987, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. PEBRÚAR 1987 að ákveða það sjálf við hveija þau skipta. Því var slegið upp yfir þvera for- síðu Þjóðviljans miðvikudaginn 11. febrúar sl. með þriggja dálka mynd af Igor N. Krasavin, sendiherra Sovétríkjanna á íslandi, að kannski yrði íslenska kjötfjallið selt til Sov- étríkjanna. Var látið að því liggja, að ef til vill mætti selja 2.000 til 3.000 tonn af dilkakjöti til Sov- étríkjanna. Frá því var sagt í Morgunblaðinu í janúar 1984, að þá hefði nýlega verið hér á ferð rússneskur dýralæknir til að skoða sláturhús og kynna sér dýrasjúk- dómvamir. Kom þá fram, að hingað til hefði sala á íslensku dilkakjöti til Sovétríkjanna strandað á því, að riðuveiki hefur sótt á íslensku sauð- kindina. Vafalaust leggja einhveijir hart að Steingrími Hermannssyni að fá Sovétmenn til að hefja kjöt- innflutning héðan. Afstaða framsóknar- manna Litið er á för Steingríms Hermannssonar til Moskvu að nokkru leyti sem þakklætisvott til íslendinga fyrir að halda leiðtogafundinn. Hér sést Steingrimur heilsa Ronald Reagan, Bandaríkjaf orseta, á Keflavikurflugveili. f KOSNINGASKAPI TIL KREMLVERJA eftirBjörn Bjarnason Önnur opinber heimsókn forsætisráðherra íslands til Sovétríkj- anna stendur nú fyrir dyrum. Annað kvöld lendir Steingrímur Hermannsson og fylgdarlið hans á flugvellinum í Moskvu. Á mánu- dag og fram á þriðjudag dvelst hann siðan i sovésku höfuðborginni. Hann hittir Nikolai Ryzhkov, forsætisráðherra, og væntanlega einn- ig Mikhail Gorbachev, aðalritara. Ekkert hefur verið gefið upp um umræðuefni. Auðvelt er að geta sér til um þau: viðskipti íslands og Sovétríkjanna; stefna Gorbachevs í innanlandsmálum og samskipti austurs og vesturs. Geir Hallgrímsson var fyrsti íslenski forsætisráðherrann, sem fór í opinbera heimsókn til Sov- étríkjanna. Var það haustið 1977, rúmum tveimur árum eftir að Hels- inki-lokasamþykktin var undirrituð. Á þeim árum var slökun ofarlega á dagskrá í samskiptum austurs og vesturs. Sovétmenn höfðu ekki ráð- ist inn í Afganistan og frelsisþrá Pólveija hafði ekki verið barin niður með hervaldi. Ég var í fylgdarliði Geirs sem skrifstofustjóri í forsætis- ráðuneytinu. Ferðalagið verður öllum ógleymanlegt, sem þar áttu hlut að máli. Eftir viðræður við Alexei Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkjanna, í Kreml var lagt land undir fót. Við fórum alla leið suður til Armeníu. Dvöldumst þar í góðu yfirlæti í höfuðborginni Yerevan og héldum síðan til Tiblisi í Gnísíu og ferðinni lauk í Kiev í Úkraínu. Tveimur árum áður en Geir fór í Rússlandsferðina var fyrsta opin- bera heimsókn utanríkisráðherra íslands þangað, en það var Einar Ágústsson, sem ruddi þá braut. Hefur íslenskur utanríkisráðherra ekki síðan farið til Sovétríkjanna. Pétur Thorsteinsson sendiherra var fylgdarmaður Geirs og Einars á sínum tíma og verður hann einnig í för með Steingrími Hermannssyni nú. Sérstakur fylgdarmaður Geirs Hallgrímssonar af hálfu Sovét- stjómarinnar var Alexander Ishkov, þáverandi sjávarútvegsráðherra. Hann var skjólstæðingur Brezhnevs og í þeim hópi valdamanna af gamla skólanum, sem lengst sat og brúaði bilið milli Stalíns og samtímans. Ishkov hætti í ónáð, sakaður um spillingu, svo sem ólögmæta sölu á kavíar. Ishkov var geðfelldur maður í viðkynningu og lék jafnan á atls oddi, tók lagið ef því var að skipta. För Geirs Hallgrímssonar til Sov- étríkjanna bar að með öðrum hætti en ferðalag Steingríms Hermanns- sonar nú. Þetta var á þeim árum, þegar Sovétmenn unnu markvisst að því að gera samninga við vest- ræn ríki um margvísleg mál, svo sem tækni- og vísindasamvinnu og reglulega samráðsfundi háttsettra embættismanna í utanríkisráðu- neytum landanna. Þá höfðu þeir einnig áhuga á því eins og nú að geta á grundvelli einhvers konar samkomulags hlutast til um örygg- ismál landanna í Norður-Evrópu, en það landfræðilega hugtak nota sovésk yfirvöld oftast, þegar þau ræða um kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndunum. Eins og kunnugt er ályktaði Alþingi íslend- inga á þann veg vorið 1985, að könnuð verði samstaða og grund- völlur fyrir samningum um kjam- orkuvopnalaust svæði í Norður- Evrópu. Er Norður-Evrópa skýrð á. þann veg í skýrslu Matthíasar Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, frá vorinu 1986, að átt sé við lönd í norðanverðri álfunni frá Úralfjöll- um til austurstrandar Grænlands, jafnt hlutlaus ríki sem aðildarlönd Atlantshafsbandalagsins og Var- sjárbandalagsins. Áður en Geir Hallgrímsson hélt til Sovétríkjanna var ítarlega rætt um það við sovéska sendiherrann í Reykjavík, sem þá var Georgi Fara- fonov, hvort gefín skyldi út sameig- inleg tilkynning að loknum viðræðum Geirs í Moskvu og hvort skrifa ætti undir einhveija samn- inga þar. Sovétmenn litu þannig á, að til lítils væri að hitta erlenda ráðamenn án þess að gefa út skrif- lega tilkynningu með þeim og helst skrifa undir einhveija samninga. Niðurstaðan varð sú, að sameigin- lega tilkynningin var stutt og almennt orðuð. Ekki var skrifað undir samninga. Helst má ráða það af ummælum Steingríms Hermannssonar um för hans nú, að líta beri á hana sem þakklætisvott af hálfu Sovétmanna fyrir það, hvemig íslendingar stóðu að leiðtogafundinum á liðnu hausti. Á hinn bóginn vona ýmsir, að for- sætisráðherra geti bundið enda á óvissu um einhveija þætti viðskipt- anna við Sovétríkin í för sinni. Eftir að Sovétmenn ákváðu í nóvember síðastliðnum að kaupa af okkur saltsíld fyrir 66-84% hærra verð en af Kanadamönnum og 38% hærra verð en meðaltal af mörgum tilboð- um Norðmanna, eru engin veruleg vandkvæði á ferðinni í viðskiptum landanna. Að minnsta kosti eru engin þess eðlis að nauðsynlegt sé fyrir forsætisráðherra að koma þar við sögu. Ekki er líklegt, að forsæt- isráðherra úr Framsóknarflokknum muni impra á því við Sovétmenn, að aflétt verði ríkiseinokun á inn- flutningi á olíu til íslands og íslensku olíufélögunum verði leyft Ég hef annars staðar fært rök fyrir þeirri skoðun minni, að Sovét- menn líti á viðskiptin við ísland með pólitíska hagsmuni sína að leið- arljósi. 1946 og 1953, þegar grundvöllurinn var lagður að þeim viðskiptum, sem enn eru stunduð milli þjóðanna, töldu Sovétmenn sig hafa pólitískan ávinning af því að hefja viðskipti við íslendinga. Síðan 1953 hafa verslunarviðskiptin verið „lögmæt" leið Sovétmanna, ef svo má segja, til að hafa áhrif á gang mála á íslandi. Þeir fslendingar, sem trúa á þá hugmyndafræði, sem í orði kveðnu að minnsta kosti ræð- ur sovéskri utanríkisstefnu, hafa lýst viðskiptunum við Sovétríkin sem „líftaug“ og þau séu til mót- vægis við ýmsa og óvænta ásókn frá auðvaldsríkjunum. í viðræðum við íslenska stjómmálamenn og embættismenn hika sovéskir erind- rekar ekki við að blanda saman viðskiptum og stjórnmálum telji þeir það samrýmast hagsmunum sínum. Framsóknarmenn og málgagn þeirra Tíminn hafa jafnan brugðist illa við, þegar rætt er um breyting- ar á viðskiptunum við Sovétmenn. Einkum hafa þeir snúist hart til vamar óbreyttu ástandi, ef rætt er um að afnema ríkiseinokunina á innflutningi á olíu. Auk þess hefur Tíminn þá sérstöðu meðal íslenskra íjölmiðla að birta áróðursgreinar frá starfsmönnum sovéska sendiráðsins eins og um mikilvægt framlag til málefnalegra umræðna sé að ræða. Samband íslenskra samvinnufé- laga (SÍS) hefur mikil viðskipta- tengsl við Sovétríkin og hefur afstöðu SÍS verið lýst þannig af Olgu Viktorovnu Cherstvovu, sem ritaði bókina ísland og vandamál utanríkisstefnu þess, er var gefín út í Moskvu 1983: „Fulltrúar íslensku þjóðarinnar og fjölmargra atvinnufyrirtækja á Islandi sjá í verslun við Sovétríkin tryggingu fyrir vel heppnaðri þróun sjálfstæðs og þjóðlegs atvinnulífs. Hin miklu verslunar og iðnaðarsamtök ís- lands, Samband íslenskra sam- vinnufélaga (SÍS), styðja frekari þróun verslunar milli Sovétríkjanna Frá síðasta fundi forsætisráðherra íslands og Sovétrikjanna. Geir Hallgrimsson og Alexei Kosygin ræðast viö í Kreml.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.