Morgunblaðið - 28.02.1987, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.02.1987, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 29 Háskólinn XVI: Raunvísmdastofnun og líffræðistofnun eftirÞórð Kristinsson Rannsóknir raunvísindadeildar fara fram í Raunvísindastofnun og Líffræðistofnun. Verkefnin sem við er fengist eru margvísleg, ýmist grunnrannsóknir, hagnýt þróunar- verkefni eða þjónusturannsóknir, enda þótt ekki séu ávallt greinileg skil þar á milli. Við stofnanimar starfa fastir kennarar raunvísinda- deildar, auk rannsóknamanna og sérfræðinga sem yfirleitt eru ráðnir til að sinna sérstökum verkefnum. Raunvísindastofnun hóf starf- semi sína í nýbyggingu við Dunhaga árið 1966 og sameinaðist Eðlisfræðistofnun henni þá, en hún var stofnuð 1958. Við samrunann var starfsemi Eðlisfræðistofnunar skipt í tvær rannsóknastofur, eðlis- fræðistofu og jarðeðlisfræðistofu, en auk þess voru á Raunvísinda- stofnun efnafræði, stærðfræði og tölfræði. 1968 breyttist heiti jarð- eðlisfræðistofu í jarðfræðastofu og 1982 var henni skipt í tvær stofur, jarðfræðistofu og jarðeðlisfræði- stofu. Á Raunvísindastofnun eru nú sex rannsóknastofur, svo sem um gat í síðasta pistli; efnafræði- stofa, eðlisfræðistofa og jarðeðlis- fræðistofa hafa bækistöð í húsi Raunvísindastofnunar, jarðfræði- stofa er í Jarðfræðahúsi, reikni- fræðistofa er í gömlu Loftskeyta- stöðinni og stærðfræðistofa í húsi verkfræðideildar, VR-2. En varla er hægt að segja að þær hafí allar sérstakt húsnæði, heldur er nær að þær séu staðsettar þar sem kennar- amir hafa aðstöðu. Þá hafa kennarar í matvælafræði og einn kennari í efnafræði aðstöðu til rann- sókna við stofnanir utan háskólans, á Hafrannsóknastofnun, Rann- sóknastofnun fískiðnaðarins og Rannsóknastofnun landbúnaðarins. í skrá yfír rannsóknir við háskól- ann 1985—86 em talin yfír 130 rannsóknaverkefni sem unnið er að á hinum ýmsu stofum Raunvísinda- stofnunar. Hér verða þau ekki talin, heldur reynt — í þessum pistli og hinum næsta — að gefa örlitla hug- mynd um starfsemi hverrar stofu fyrir sig, en mjög er þó stiklað á stóm. Mörg verkefnin era langtíma- verkefni, unnin í samvinnu við aðrar stofnanir og aðilja, bæði hér heima og erlendis. Forgangsverkefni á eðlisfræði- stofu um þessar mundir em rann- sóknir í þéttefnisfræði, þ.e. á eiginleikum fastra efna með áherslu á mælingar á eiginleikum þeirra við mjög lágan hita, nálægt alkuli (+273C). Er fýrirhugað að beina þessum rannsóknum einkum að innra eðli málma; kanna áhrif hita, rafsviðs, segulsviðs og geislunar á rafeindir, segulvirkni og hljóðeindir. Hönnuð hefur verið tölvustýrð vél sem sker málma með rafneistum og er hún notuð til að útbúa málm- sýni til rannsóknanna. Þá er unnið að verkefnum á sviði orkumála. Rannsakað er hvort unnt sé hér- „í skrá yfir rannsóknir við háskólann 1985—86 eru talin yfir 130 rann- sóknaverkefni sem unnið er að á hinum ýmsu stofum Raunvís- indastofnunar. “ lendis að framleiða á hagkvæman hátt eldsneyti sem unnið væri með hjálp rafmagns, e.t.v. að hluta úr mó eða sorpi; en þannig mætti framleiða vetni, ammoníak eða metanól sem eldsneyti fyrir vélar. Af öðmm verkefnum má t.d. nefna rannsóknir á kólnun nifteinda- stjama, lqamasamsetningu geim- geisla, niðurbroti kísiljáms, sögu stjamvísinda og heimsmyndar frá öndverðu fram yfír daga Newtons og nýtingu vindvarma til húshitunar með vatnshemli; en vatnshemill hefur þá kosti fram yfír rafal að aflið breytist með þriðja veldi af snúningshraða og því er sjálfkrafa samstilling vindafls og hemlunar- afls(varma). Samhliða rannsóknum á stofunni er rekið rafeindaverkstæði þar sem unnið hefur verið að þróun nýrra mælinema og rafeindatækja sem þeim fylgja. Dæmið um slík þróun- arverkefni em segulmælingatæki, íssjá til að kortleggja þykkt jökla, rafeindavogir og tölvukerfí fyrir frystihús og sjálfvirk mælingatæki með skráningu og loks nýir nemar og örtölvustýrð rafeindatæki til mælinga á geislavirkum efnum. Sérstök fyrirtæki hafa nú verið stofnuð til að fylgja hinum tveimur síðastnefndu verkefnum eftir. Reynslan í örtölvutækni sem safn- ast hefur við Raunvísindastofnun hefur mjög eflt ýmis rannsókna- verkefni, t.d. á stofunum í eðlis-, efna- og jarðeðlisfræði. Á efnafræðistofu er fengist við rannsóknir á fjóram meginsviðum efnafræðinnar, lífefnafræði, líf- rænni efnafræði, ólífrænni efna- fí-æði og eðlisefnafræði. Verkefnin em t.d. rannsóknir á fítuefnum í hjarta, heila og maga, sem beinast að orsökum kransæðasjúkdóma; athugun leiða til að einangra íjöl- mettaðar fítusýmr úr lýsi í þeim tilgangi að fínna hentuga aðferð til að framleiða verðmætar fítusýmr úr lýsi til lyfjagerðar; gmndvaílar- rannsóknir á samsetningu og virkni blæðingarensíma sem fínnast í slöngueitri, til að afla dýpri skiln- ings á virkni ensíma (lífhvata); kannaðar aðferðir til að einangra og hreinsa verðmæt efni úr hráefni frá matvælaiðnaði; rannsóknir sem beinast að efnasmíði, þ.e. tilbún- ingi, ýmissa lífrænna og ólífrænna efna; athugun á því hvort unnt sé að vinna nýtanlega kísl, þ.e. efna- samband kísils og súrefnis, sem fellur út í jarðsjó í Svartsengi — en efni þetta hefur margvíslegt notagildi í iðnaði; þá er í eðlisefna- fræði m.a. fengist við rannsóknir sem em liður í þróun og skilningi á „Laser“-geislatækni. Rannsóknir á jarðeðlisfræðistofu beinast að eðlisfræði hinnar föstu jarðar og jökla, auk þess sem sér- stök háloftadeild er á stofunni. Verkefnin sem fengist er við hafa mjög ráðist af land- og jarðfræði- legri sérstöðu íslands, enda aðstæð- ur til rannsókna á ýmsum eðlisþáttum landreks og eldvirkni óvíða betri en hér á landi. Á landinu em u.þ.b. 40 jarðskjálftamælistöðv- ar sem Raunvísindastofnun hefur umsjón með. Mæligögnin em notuð við rannsóknir á jarðskorpuhreyf- ingum, eðli og upptökum jaið- skjálfta og gerð jarðskorpunnar á íslandi og einnig til að fylgjast með hræringum m.t.t. eldgosa- og jarð- skjálftahættu; en í sumum tilvikum gefa skjálftamælingamar vísbend- ingar um hreyfíngar bergkviku í jarðskorpunni sem geta verið tengdar eldsumbrotum. Þá er unnið að fræðilegri úttekt á ýmsum eðlis- og efnaeiginleikum jarðhitans við Grímsvötn og orsökum Skeiðarár- hlaupa. Hvað varðar beina hagnýt-" ingu jarðhita hefur m.a. verið rannsakað tvífasa streymi vatns og gufu í bergi og niðurstöður notaðar í ráðgjafarstarfí vegna jarðgufu- virkjana, t.d. á Nesjavöllum og einnig erlendis. íssjáin, sem áður var nefnd, er notuð við eitt af stærri einstökum verkefnum Raunvísindastofnunar undanfarin ár, rannsóknir á íslenskum jöklum; með íssjánni er þykkt jökuls mæld út frá ferðatíma rafsegulbylgja nið- ur í gegnum ísinn. Af niðurstöðum mælinganna em dregin kort af jök- ulþykktinni á hveijum stað og hæð botnsins yfír sjávarmáli, auk þess sem ýmiss fróðleikur er fenginn um landmótun, jarðfræði og jöklafræði. Rannsóknir þessar gera einnig kleift að afmarka hve stór hluti jökla veitir vatni til hinna ýmsu fallvatna, en sú þekking skiptir máli við mat á vatnsmagni sem fellur til virkjana og veitir vitneskju um legu eldstöðva og vatnslóna undir jökli og rennslisleiðir jökul- hlaupa — og kemur því einnig að notum við almannavamir og vega- gerð. Segulsviðsmælingar fara fram í segulmælingastöð hálofta- deildar stofunnar í Leirvogi í Mosfellssveit, en þær hafa einkum verið hagnýttar við ákvörðun mis- vísunar á kortum og einnig af erlendum rannsóknastofnunum í háloftafræðum. Höfundur er prófstjóri við HÁ- skóln íslands. A afmælisarinu 1986, var sett nytt met i solu Skoda á íslandi. í framhaldi af því náöum viö bestu samningum um verö til þessa. Nú bjóöum viö ár- gerö '87 á ótrúlegu verði: Aöeins kr.145.000.- Kíktu viö um helgina og þú sannfærist um aö þetta eru bestu bílakaupin í dag. OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL.13-17 - JOFUR HF NYBYLAVEGI2 KÓPAVOGI SÍMI 42600 I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.