Morgunblaðið - 28.02.1987, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 28.02.1987, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 feBolludagnr - sprengidagur - öskudagur Bolludagur Þegar ég var bam, var hann alltaf kallaður flengingardag- ur. Enda voru húsin höfð opin til þess að böm kæmust inn eldsnemma morguns og gætu flengt fullorðna fólkið, sem síðar um daginn gaf bömun- um eins og margar bollur og höggin urðu. Ekki tíðkast lengur að böm fari í önnur hús til að flengja, en gera það samt sem áður heima hjá sér, og á öllum bamaheimilum em bömin látin búa til bolluvendi. Sprengidagur kemur á eftir bolludegi, en það er seinasti dagur fyrir föstu sem borða má kjöt. Var þá um að gera að kýla vömbina, en í kaþólskum sið var fastan víða haldin með miklum strangleik og er enn í kaþólsk- um löndum efnt til mikilla kjötkveðjuhátíða og íburðar- mikilla sýninga. Nærri má geta hversu erfitt það hefur verið hér á íslandi að halda föstuna, þar sem við höfðum hvorki grænmeti né ávexti og kom var af skomum skammti. Þó hafa menn við s[ávarsíðuna haft físk. Oskudagur kemur eftir sprengidag. Ég minnist þess að það var mikill gleðidagur meðal bama hér áður fyrr. Setið var við að sauma öskupoka og í þá settir títupijónar sem hægt var að beygja, en þá mun erfítt að fá núna. Ég komst yfír stórt bréf af þessum gæðatítuprón- um, þegar bömin min vom lítil og geymdi þá eins og sjáaldur auga míns til þess að bömin mín gætu fengið öskupoka á hveijum öskudegi. Hér áður fyrr vom öskupokar oft fagur- lega saumaðir og skreyttir. Maðurinn minn og systir hans eiga sinn hvom öskupokann úr silki, sem dætur Markús ívarssonar í Héðni gáfu þeim í æsku, en Markús var mikill listunnandi. Á þessa öskupoka málaði Eyjólfur Eyfells fögur málverk og í hvomm poka var vísa, sem átti við myndina. Pokar þessir em hinar mestu gersemar. Ég minnist þess að hafa séð öskupoka með mál- uðu hjarta með ör í gegnum og við systkinin vönduðum mjög okkar öskupokagerð. Mér em einkum minnisstæðir hjartalaga blúndupokar, fóðr- aðir með gulu silki, en þá poka saumuðum við ár eftir ár. í öskupokana settu stúlkur ösku, en drengir smá steina. En nú em allir öskupokar tóm- ir, enda efalaust erfítt að verða sér úti um ösku. Bolluuppskriftin hér á eftir er í meginatriðum hin sama og birt- ist í þessum þætti árin 1984 og 1985. Þetta er besta og þægileg- 1 asta bolluuppskrift, sem ég kann. Ég hefí örlítið lagað hana til þann- ig að hún verði enn þægilegri. Rjómabollur. 25 stk. 200 g mjúkt smjörlíki 2 egg 2 msk sykur 2 dl kalt vatn 1 dl vel heitt vatn úr heita kranan- um 2 litlir pakkar þurrger (100 g) 400 g hveiti 1. Hrærið mjúkt smjörlíkið með sykri, setjið síðan eitt egg í senn út í og hrærið á milli. 2. Blandið saman köldu og heitu vatni. 3. Setjið hveiti og þurrger út í eggjahræruna, setjið síðan vatnið strax í án þess að hræra á milli. Hrærið allt saman þar til deigið verður mjúkt og glansandi. 4. Setjið bökunarpappír á 1—2 bökunarplötur'. Setjið deigið með tveimur teskeiðum á plöt- umar. Athugið að bollumar stækka mikið. 5. Leggið plastfílmu eða hreina diskaþurrku yfír bollumar og látið þær lyfta sér á eldhús- borðinu í 20 mínútur. Ekki við of mikinn hita. 6. Hitið bakaraofninn i 220°C. blástursofn : 200°C. Takið stykkið eða plastfilmuna af bollunum og setjið þær í miðjan bakaraofninn. Bakið í 12—15 mínútur. 7. Setjið þeyttan ijóma og sultu inn í bollumar. Bræðið hjúp eða suðusúkulaði og smyijið yfír, eða notið kakó, flórsykur og vatn. Súkkulaði er best að bræða á eldföstum diski í 80°C heitum bakaraofni, smyija því síðan með sleikju yfír. Vatnsdeigsbollur. 30 stk. 75 g smjörlíki 75 g hveiti V2 peli vatn 3 egg 1 tsk salt 2 tsk sykur 1. Bræðið smjörlíkið, setjið síðan allt hveitið út í. Hrærið saman. Setjið síðan allt vatnið í einu. Hrærið þar til þetta er laust frá botninum. 2. Setjið deigið í skál, stráið salti og sykri yfír og látið kólna. 3. Setjið deigið í hrærivélarskál. Hrærið eitt egg í senn út í og hrærið vel á milli. Hrærið síðan smástund eftir að síðasta egg- ið er komið í. 4. Setjið bökunarpappír á tvær bökunarplötur. Setjið deigið með tveimur teskeiðum á plöt- umar. Hafíð langt á milli. Þetta stækkar mikið. 5. Hitið bakaraofninn í 200°C, blástursofn í 180°C. Setjið plötuna í miðjan ofninn og bakið í 20 mínútur, jafnvel lengur. Opnið ekki ofninn fyrstu 10 mínútumar. 6. Kælið bollumar örlítið, skerið í sundur. Setjið síðan suðu- súkkulaði eða hjúpsúkkulaði ofan á. Sjá aðferð við ijóma- boilur hér á undan. 7. Setjið sultu og þeyttan ijóma inn í bollumar. Sprengidagsbaunir. 1 kg saltkjöt 250 g gular hálfbaunir 2 stórar, þykkar sneiðar beikon 1 meðalstór gulrót 2 lítrar vatn 2 meðalstórar rófur 1. Leggið baunimar í bleyti í kalt vatn í 12 klst. Hellið vatn- inu af þeim. Setjið u.þ.b. V2 lítra af vatni út í baunimar og sjóðið við hægan hita í V2 klst. Fleytið froðuna ofan af. 2. Setjið IV2 lítr af vatni í pott, setjið kjötið í og látið sjóða við hægan hita í 60 mínútur. At- hugið saltmagnið í soðinu. Ef það er hæfilega salt er hægt að setja baunimar út í, en ef það er of salt er best að setja hluta af því út í baunimar, en sjóða kjötið áfram í því sem eftir er af soðinu. 3. Skerið beikonið í smábita og setjið út í baunapottinn. Skerið gulrótina í sneiðar, afhýðið rófumar og skerið í bita. Setj- ið rófubitana og gulrótarsneið- amar út í baunapottinn, þegar baunimar hafa soðið í 1 klst. Sjóðið áfram í 20 mínútur. 4. Blandið soði í baunimar eftir því sem þarf. Ef soðið er mjög salt, er betra að setja soð- kraftsduft og vatn í stað saltkjötssoðsins. 5. Takið kjötið örlítið í sundur, hellið síðan baununum með því sem í þeim er ásamt kjötinu í skál, eða berið fram í pottinum. Öskudagsbrauð. 16 stk. 2 egg V2 dl sykur 50 g smjörlíki l3/< dl mjólk 500 g hveiti 1 tsk salt 2 msk þurrger V2 tsk kardimommudropar V2 dl rabarþarasulta 1 epli sykurvatn og skrautsykur 1. Þeytið eggin með sykrinum. 2. Bræðið smjörlíki, hellið síðan heitu út í kalda mjólkina. Hellið þessu saman við eggja- hræmna ásamt kard- imommudropum. 3. Setjið hveiti, salt og þurrger út í og hrærið saman. Óþarfí er að hræra lengi. 4. Leggið stykki yfír skálina og látið lyfta sér á volgum stað í 20—30 mínútur. 5. Sláið deigið niður, hnoðið örlítið með hveiti. Fletjið síðan út í feming, 60x24 sm. 6. Skerið síðan í aflanga búta 15x6 sm. 7. Setjið sultu á annan enda deig- bútanna, smyijið örlítið um en þó ekki út á brúnir. 8. Afhýðið eplið, rífið síðan gróft á rifíámi, skiptið síðan eplinu jafnt ofan á sultuna. 9. Leggið þann enda deigsins, sem engin sulta er á, yfír hinn, þrýstið saman á brún- um. Þrýstið síðan öðmm endanum saman, eins og þið væmð að loka öskupoka. 10. Leggið „öskupokana" á bök- unarpappír á bökunarplötu. Látið lyfta sér í 15—20 mínútur. 11. Hitið bakaraofninn í 210°C, blástursofn í 190°C. Setjið plötuna í miðjan ofninn og bakið í 15 mínútur. 12. Kælið „öskupokana", smjntjið síðan með sykurvatni og strá- ið skrautsykri yfír. «r Góðan daginn!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.