Morgunblaðið - 28.02.1987, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 28.02.1987, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 53 Vinnumarkaður 3 Lög og réttur 3 Valgrein 3 — iðnaðarstefna — fiskveiðistefna Verkefni 9 30 3.4. Námsbrautí sjávarútvegsfræði Háskólanefnd Akureyrar leggur til að tekið verði upp þriggja ára nám í sjávarútvegsfræði við há- skóla á Akureyri. Tillagan um sjávarútvegsfræði byggir á þremur meginforsendum: a) Með tilkomu námsbrauta í mat- vælafræði, iðnrekstrarfræði og rekstrarhagfræði veitir stofnun- in þegar kennslu í greinum sem samsvara um 60% af greinum sjávarútvegsfræðinnar eins og hún er fram sett hér. b) Okkar mikilvægustu atvinnu- greinar, sjávarútvegur og fisk- vinnsla þarfnast kunnáttufólks og aukinnar þekkingar. c) Eyjafjarðarsvæðið er eitt af mik- ilvægustu útgerðar- og físk- vinnslusvæðum landsins. Sjávarútvegur á ísiandi stendur nú frammi fyrir þeim vanda að bætt afkoma fæst ekki með aukinni sókn í hefðbundna fískistofna. Sókn er nú takmörkuð í alla helstu físki- stofna og er útlit fyrir að svo muni áfram verða. Til þess að bæta af- komu útgerðar og fískvinnslufyrir- tækja er því ekki lengur hægt að auka sóknina í von um aukinn afla heldur verður að grípa til annarra ráða ef ætlunin er að auka verð- mæti sjávaraflans. Þau ráð, sem nú eru kunn og ljóst er að íslendingar verða að til- einka sér í auknum mæli, má taka saman í eftirfarandi atriði: 1. Að auka verðmæti sjávarafla. a) betri nýting afla (slóg, bein, skrapfískur) b) aukin úrvinnsla fískafurða c) framleiðsla nýrra afurða d) vinnsla og notkun lífefna e) auknar gæðakröfur í allri meðferð sjávarafla 2. Að auka sjávarafla a) fískeldi b) nýting fleiri tegunda 3. Þjónusta og rekstur a) aukin framleiðsla á rekstrar- vörum fyrir sjávarútveg og vinnslu. b) aukin sérhæfing vinnslu- stöðva. Ýmsar fískveiðiþjóðir standa okkur nú framar varðandi mörg ofantalinna atriða. Ljóst er að auk skorts á fjármagni háir takmörkuð þekking okkur verulega hvað varð- ar nýsköpun og þróunarvinnu í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Það er því deginum ljósara að hér á landi verður að auka verulega menntun starfsfólks í sjávarútvegi og fískvinnslu. í þeim tillögum að sjávarútvegsfræði sem hér eru sett- ar fram er gert ráð fyrir að námið sé mjög almenns eðlis og opni möguleika til sérhæfingar á ýmsum sviðum að því loknu. Gert er ráð fyrir að sjávarútvegsfræðingar hafí að loknu náminu nokkuð víðtæka menntun en ekki að sama skapi sérhæfða. Námið á einkum að gera þeim kleift að öðlast yfírsýn og getu til að greina vandamál. Sjávar- útvegsfræðingurinn á með hinni breiðu menntun sinni að skilja í hveiju úrlausnir vandamála felast og geta leitað með afmörkuð efni til réttra sérfræðinga s.s. fískifræð- inga, líffræðinga, efnafræðinga, kerfisfræðinga o.s.frv. Auk almennra inntökuskilyrða er lagt til að krafíst verði töluverðr- ar starfsreynslu. Við sjávarútvegs- skólann í Tromsö í Noregi er krafíst 18 mánaða starfsreynslu í útgerð- ar- og/eða fískvinnslufyrirtæki, þar af skal vera 9 mánaða samfelld starfsreynsla. Nefndin telur rétt að við endanlega mótun námsbrautar- innar verði leitast við að byggja á reynslu háskólans í Tromsö þar sem um er að ræða nám sem um margt svipar til þeirra tillagna sem hér eru settar fram. Einnig ætti að leit- ast við að skipuleggja námið þannig að möguleikar gefist á framhalds- menntun t.d. í Tromsö. Á sama hátt og í rekstrarhag- fræði er hér lagt til að fjöldi fyrir- lestra verði takmarkaður við u.þ.b. 10 í viku hverri og að leitast verði við að þjálfa nemendur í sjálfstæð- um vinnubrögðum. Hér er gerð tillaga að greinum og vægi þeirra án frekari innihaldslýsingar. Á lokaönn er gert ráð fyrir að nemendur velji sér ákveðið svið og vinni lokaverkefni í tengslum við valfagið. Sjávarútvegsfræði l.ár Einingar Skipulag/stjómun sjávarútvegs 1 Stærðfræði 6 Tölfræði 2 Tölvunotkun 3 Efnafræði 3 Frumulíffræði 3 Auðlindalíffræði 12 — haffræði 3 — sjávarvistfræði 3 — sjávarlíffræði 3 — fiskafræði 3 IR R IR M M 2. ár Fiskifræði Veiðarfærafræði Veiðitækni Skipatæknifræði Matvælafræði Fiskvinnsla Fiskeldi Rekstrarhagfræði Þjóðhagfræði Rekstrartækni — skipulagstækni 3 30 3 6 6 M M 3 3 R 3 R 6 IR — áætlanagerð — verkefnalýsing — gæðastýring Framleiðsla 3 IR Verksmiðjuskipul. 2 I Bókhald 3 IR Fiskihagfræði 2 R Markaðsfræði 4 IR Lög og réttur 1 IR Valgrein 5 — útgerð — fiskvinnslatækni — fískv. matvælafr. M — rekstur/markaðsmál IR Verkefni 10 30 Skýringar: I: Samnýting með iðnrekstrarfræði. R: Samnýting með rekstrarhag- fræði. M: Samnýting með matvælafræði. 4. Áætlun um nemenda- fjölda 4.1 .Matvælafræði Aðsókn að matvælafræði við Háskóla Islands hefur verið iítil undanfarin ár og mun minni en áætlað var við stofnun námsbraut- arinnar. Nýinnritanir voru 9 árið 1985 og 14 árið 1986. Sú skoðun er þó ríkjandi að með stofnun nýrr- ar brautar sem leggur áherslu á hagnýtara nám en boðið er upp á í H.I. megi tryggja nægjanlega aðsókn til að reka eina bekkjar- deild. Hér er gert ráð fyrir að 20 nemendur innritist árlega í mat- vælafræði og að kennsla hefjist haustið 1988. 4.2.Iðnrekstrarfræði í Tækniskóla íslands sækja ár- lega um 80 manns um innritun á fyrsta ár í iðnrekstrarfræði en ein- ungis eru teknir inn um 30 nemendur. Það er því um mikla umframeftirspum eftir þessu námi að ræða og er lfklegt að stofnun námsbrautar á Akureyri leiði til aukinnar sóknar norðlenskra í nám- ið þar sem það fellur mjög vel að fomámi sem veitt er í Verkmennta- skólanum á Akureyri. Hér er því gert ráð fyrir mikilli aðsókn í iðn- rekstrarfræði, en háskólanefnd Akureyrar tekur undir tillögur menntamálaráðuneytis um að ein- ungis verði teknir inn 30 nemendur í upphafí. Það er því gert ráð fyrir einni bekkjardeild á hvoru ári og að kennsla hefj'ist haustið 1987. 4.3 .Rekstrarhag-fræði Nýinnritun í Viðskiptadeild Há- skóla íslands var 293 nemendur árið 1985 og 266 nemendur árið 1986. Hér er gert ráð fyrir að um 10% þessa Qölda sækist eftir námi í rekstrarhagfræði við háskóla á Akureyri eða u.þ.b. 30 manns, auk þess er gert ráð fyrir að aðrir 30 sem ekki hafa áhuga á viðskipta- fræði í H.í. múni sækja um inn- göngu í rekstrarhagfræði. Gert er ráð fyrir að námið hefjist haustið 1988 í tveimur bekkjardeildum. 4.4.Sjávarútvegsf ræði í sjávarútvegsfræði er gert ráð fyrir að kennt verði í einni bekkjar- deild eins og í iðnrekstrarfræði en ekki er reiknað með að eftirspumin eftir þessu námi verði eins mikil. Um 10 íslendingar sækja árlega um sjávarútvegsfræði í Tromsö. Hér er reiknað með að um 80% þeirra muni sækjast eftir slíku námi hér auk þess sem a.m.k. annar eins fyöldi bætist við. Hér er gert ráð fyrir 20 nemendum á fyrsta ári og að kennsla hefjist hausið 1988. 4.5.Nemendafjöldi einstök ár Við mat á nemendafjölda hvert ár em notaðar ofannefndar forsend- ur um nýinnritanir og upphaf kennslu auk þess sem gert er ráð fyrir að að meðaltali hverfi 19% nemenda frá námi á ári hveiju. Það er því reiknað með að þriggja ára námsbraut útskrifi um 55% þeirra sem innrituðust á 1. ár. Tafla 4.1.Nemendafjöldi í ein- stökum greinum l.ár 2.ár 3.ár Samt. Matvælafræði 20 16 13 49 Iðnrekstrarfræði 30 24 54 Rekstrarhagfrasði 60 48 40 148 Sjávarútvegsfræði 20 16 13 49 SamtaLs 130 104 66 300 Tafla 4.2.Nemendafjöldi á ári 87/8888/8989/9090/91 Matvælafræði 20 36 49 Iðnrekstrarfræði 30 54 54 54 Rekstrarhagfræði 60 108 148 Sjávarútvegsfræði 20 36 49 Samtals 30 154 234 300 Ef miðað er við að í hverri bekkj- ardeild séu ekki fleiri en 30 nemendur myndi skv. þessari áætl- un verða 1 bekkjardeild skólaárið 1987/88, 6 deildir 1988/89, 10 deildir 1989/90 og 14 deildir 1990/91. 5. Starfslið Á §órða starfsári skólans, þegar starfsemin er komin á það stig sem ofanrituð áætlun gerir ráð fyrir er reiknað mcð eftirfarandi starfs- mannaQölda. rektor 4 deildarstjórar 15 aðrir kennarar 2 starfsmenn skrifstofu námsráðgjafí starfsmaður bókasafns húsvörður ræstingafólk (tvö ársverk) Samtals 27 starfsmenn í þessari áætlun er lagt til grund- vallar að kennslustundir séu ein- ungis 12 á viku hjá hverri bekkjardeild. Samtals erþví um 168 fyrirlestra á viku að ræða. Gert er ráð fyrir að deildarstjórar skili 50% kennslu og eru því 10 fyrirlestrar á viku metnir sem fullt starf hjá kennara. Hafa ber í huga að um. getur verið að ræða mun fleiri ein- staklinga sem kenna við skólann en samanlagt er deildarstjórn, vinna fastráðinna kennara og vinna stundakennara metin til 19 árs- verka. 6. Stofnkostnaðar- áætlun Bæjarstjórn Akureyrar hefur fyr- ir sitt leyti boðið afnot af kennslu- húsnæði að Þingvallastræti 21 þar sem Verkmenntaskólinn er nú til húsa. Verkmenntaskólinn er að flytja starfsemi sína úr húsinu í áföngum. Nú þegar munu vera lausar til afnota fyrir háskóla tvær kennslustofur og næsta vetur mun losna afgreiðslu- og skrifstofuað- staða auk fleiri kennslustofa. Á næstu 4—6 árum mun VMA að öll- um líkindum ljúka við flutninga sína úr húsinu. Verði þróun nemenda- Qölda eitthvað nálægt þeirri áætlun sem hér hefur verið sett fram virð- ast aukin umsvif fyrirhugaðs háskóla falla mjög vel að flutn- ingsáformum Verkmenntaskólans. Hús VMA við Þingvallastræti er samtals 2.217 fm og mun húsrýmið því vera um 7,4 fm á hvem nem- anda við 300 manna skóla. Til samanburðar má geta þess að hús- næðið sem Háskóli íslands hefur til umráða samsvarar um 7 fm á hvem nemanda. Þær áætlanir sem hér hafa verið gerðar um nemendafjölda benda til að húsnæðið við Þingvallastræti henti tiltölulega vel fyrir væntan- legan háskóla. Þá er ljóst að án mikillar fyrirhafnar má endurbæta húsnæðið þannig að viðunandi vinnuaðstaða fáist fyrir nemendur og kennara svo og rými fyrir kaffi- stofu, bókasafn o.fl. Hér er gert ráð fyrir að ríkissjóð- ur leggi sinn hluta hússins fram líkt og Akureyrarbær. Fyrir háskóla á Akureyri er því ekki reiknað með neinum verulegum stofnkostnaði vegna húsnæðis, en að einhveijum tíma liðnum munu væntanlega verða gerðar verulegar endurbætur á húsnæðinu og jafnvel byggt við það, en viðbyggingarmöguleikar em fyrir hendi. Við mat á stofnkostnaði er hér ekki tekið tillit til síðari endurbóta á húsnæði, en einungis metinn sá kostnaður sem nauðsynlegur er tal- . inn til að hefja kennslu á fyrmefnd- um fjórum námsbrautum. Sjá næstu síðu Heildsöluútsala á skóm Lægra verð en á verksmiðjuútsölu. Gríptu tækifærið og keyptu skó á heildsöluverði með afslætti. Leðurfatnaður í fjölbreyttu úrvali. Fallegir og vandaðir drengja- og stúlknaleð- urjakkar, plls og buxur á frábæru kynningarverði. Lítið við og skoðið úrvalið. (Varist ítalskar eftirlíkingar). Greiðslukjör (~ Opið í dag til kl. 16. SÍÐUMÚLA 23, SÍMI 84131
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.