Morgunblaðið - 28.02.1987, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 28.02.1987, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 Minning: Jón Þórarinsson frá Smáragrund Fæddur 3. apríl 1903 Dáinn 12. janúar 1987 Með Jóni hvarf úr hópi nágranna f Fellabænum vinsæll og velmetinn aldurhniginn maður. Kynni mín af Jóni eru að vísu ekki löng, hófust um það leyti er ég tók við Verzlun- arfélagi Austurlands. Þá var hann þar starfsmaður og raunar nokkru lengur en mína tíð þar. Það duldist ekki lengi hve traustur og ábyggi- legur hann var, auk þess slitviljug- ur, léttur í spori og léttur í lund og glöggur á málefni og menn. Gæddur kostum góðs starfsmanns. En auk þess var hann sérlega við- mótsgóður, snyrtilegur, árrisull ætíð, áhugasamur um lífið og tilver- una og hafði ánægju af að taka menn tali og sást því oft á gangi hin síðari ár á götum þessa litla þorps. Það bar oft við hin síðari ár að ýmissa vanda þurfti að leysa, þótt laugardagur eða sunnudagur væri eða komið kvöld. Vegna létt- leika og viðmótsþýðu kom þetta -------*—j|; C11 lleSLra annarra hér og er sannarlega vert að þakka það af alhug við lokadægur og jafn- vel biðjast afsökunar á því að stundum hafi e.t.v. verið of tillits- laust neytt góðvilja hans og greiða- semi. Jón Þórarinsson fæddist í Jórvík í Hjaltastaðaþinghá. Foreldrar hans, ábúendur þar, voru hjónin Jón Þórarinn Jónsson frá Hallgeirsstöð- um í Jökulsárhlíð og Guðrún Magnúsdóttir frá Mjóanesi. í Jórvík ólst Jón upp. Hann fór í Bændaskól- ann á Hvanneyri haustið 1923 og var þar í tvo vetur og útskrifaðist vorið 1925. Sumarið þar á milli, 1924, var hann kaupmaður á Efri- Mýrum í Engihlíðarhreppi A-Húna- vatnssvsiit ~~ u:* * - „ • *jju pa Ragnhildur systir hans, gift Bjarna Frímannssyni. Jón Þórarinsson var úr hópi 6 alsystkina, en 4 þeirra náðu fullorðinsaldri, þau voru Magnús, Ragnhildur, Jón og Stein- unn. Nú eru þau öll dáin, en fóstursystur áttu þau, Ester Sveins- dóttur, sem enn er á lífi. Eftir að búfræðinámi Jóns lauk var hann áfram heima í Jórvík og tók formlega við búi þar við lát föður síns árið 1936. Haustið 1938 kvæntist Jón Sigríði Bjömsdóttur frá Hnefilsdal. Eru þau systkini mörg og víða þekkt og sá hópur tekinn að grisjast. Þau hjón Jón og Sigríður bjuggu fyrst í Jórvík. Þar fæddust þeim 3 böm, Jón Þórarinn, Guðríður Borghildur og Sigurður Óttar. En vorið 1950 fluttist fjöl- skyldan í Smáragrund á Jökuldal, í nágrenni æskuheimilis Sigríðar. Þar fæddust enn 3 böm, Bjöm Ardal (dáinn fyrir fáum árum, um þrítugt), Guðrún Áslaug og jmgstur er Rögnvaldur. Jón og Sigríður bjuggu á Smáragrund til ársins 1971 er þau seldu jörðina og fluttu í hina nýju byggð á mið-Héraði. Nokkur siðustu ár hafa þau búið í eigin íbúð á Sunnufelli 5b í Fellabæ. Margskonar félagsstörfum gegndi Jón í þeim tveim hrepps- félögum er hann átti heima í. Hann var í hreppsnefndum á báðum stöð- um, sá um sjúkrasamlagið á Jökuldal, var deildarstjóri Kaup- félags Héraðsbúa, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Þessi dæmi vitna að sjálfsögðu um traust það og vin- sældir er hann naut hvarvetna um Hérað. Glöggskyggni hans, áhugi og trúmennska hafa ekki dulist fremur fyrr á ævinni en síðar, þeir kostir hafa engum dulist er kynni höfðu af honum. Jóns er saknað hér í samfélaginu við brúna. En auðvitað verðum við að játa að betrar sfarfsörr. JSVÍ néf- ur staðið yfir 80 ár er oftast hvíldar að verða þörf. Jóni fylgir hlýhugur frá miklum fjölda samferðamanna á nýrri vegferð. Kona Jóns er mjög farin að heilsu. Þá kosti eina hafa vinir og velunnarar þeirra að biðja henni af alhug blessunar og megi hún og fjölskylda þeirra finna til þeirrar samúðar er fölskvalaus streymir frá vinahópnum. Útför Jóns Þórarinssonar fór fram frá Egilsstaðakirkju 21. jan- úar að viðstöddu fjölmenni. Jónas Pétursson Ingibjörg Jóhanns- dóttir - Minning Ég minnist Ingu sem hressilegrar konu sem átti heima á Laugavegi 101 og afgreiddi á veitingastað með stóru barborði og háum stólum. Viktor, einkasonur hennar, var hjá okkur um tíma. Skemmtilegur frændi sem bar með sér hressilegan Reykjavíkurblæ og yngri frænd- systkini litu upp til. Samt urðu kynni mín af Ingu fyrst veruleg þegar hún flutti til okkar Gríms bróður á Grenimelinn. Hún hafði lítið breytzt, sama skemmtilega viðmótið og ennþá ungleg íútliti. Hún vann enn á kaffi- húsinu, en þegar þeirri starfsemi var hætt, var hún um tíma á Hótel Sögu en síðar við hreingemingar á Landakotsspítala. Inga var okkur bræðrum mikils virði sem vinur og félagi. Hún lifði mest fyrir líðandi stund, skipulagði sjaldan morgundaginn og hafði sína hentisemi þegar því var að skipta. Inga var góður starfskraftur, vinnusöm og lagði stolt sitt í góð vinnubrögð. Hún virtist hafa ánægju af starfi sínu og hafði lae- Z P»1 aZ sjá pao jaKvæda í hvers- dagslífinu. Samt sagði hún alltaf að hún ætlaði ekki að vinna degin- um lengur en hún þyrfti og það stóð hún við. Inga var Snæfellingur að ætt og uppruna, en var samt einn mesti borgarbúinn sem ég hef þekkt. Hún sótti lítið út fyrir borgarmörkin og miðbæjarloftið virtist falla henni bezt. Sambýlið við Ingu var gott og réð þar miklu móðurleg umhyggja fyrir okkur bræðrunum og umburð- arljmdi. Eftir vinnu og á frídögum sat Inga gjaman með pijónana sína og var þá oft sezt á tal því Inga var viðræðugóð og sagði skemmti- lega frá. Inga eignaðist sína fyrstu fast- eign á þessum ámm. Keypti íbúð vi3 HverfiSírnt:: ’ sír.r.c ---0 gMllUU 11* C1 XI. Þangað flutti hún 1980 og nú vor- um við tengd sterkum böndum. Ég kvaddi Ingu einstaklega fal- legt ágústkvöld, eftir skemmtilega kvöldstund. Reykjavík var í hátíð- arbúningi þegar við ókum heim og það var sama reisnin jrfir Ingu og áður, þar sem hún gekk upp tröðina og jivarf. Ég og ijölskylda mín þökkum skemmtilegri konu samfýlgdina. Viktor og fjölskyldu hans vottum við okkar innilegustu samúð. Osló, í febrúar 1987. Ólafur Kjartansson TOYOTA EGILSSTAÐIR • EGILSSTAÐIR • EGILSSTAÐIR Víð erum á leiðimii til þín með ToyotatröUin! Um helgina verða Toyota Land Cruiser og Hi Ace 4X4 áþreifanlegir hjá Bflasölunni Ásinn, reiðubúnir til skoðunai' og reynsluaksturs. Við rennum í hlað kl. 10.00 á laugardag og dveljum í Ásnum til ld. 17.00. Á sunnudag byrjum við aftur í sólskinskapi kl. 13.00 en leggjum í hann kl. 17.00. Við vonumst til að sjá ykkur í góðu bflaskapi! TOYOTA LAND CRUISER STW. „torfærutröllið” með 100% læsingu á drifum, 4 lítra, 6 strokka dísil turbo, 5 gíra beinskiptur... Hl ACE 4X4, 8 manna með „de luxe" innrétt ingu, vökvastýri, 5 gíra beinskiptur, 2.4 lítra dísil vél ... sjón er sögu ríkari! TOYOTA TOYOTA LAND CRUISER II, beinskiptur 5 gíra, vökva- og veltistýri, 2.4 lítra bensínvél eða dísil turbo, breið dekk, driflokur...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.