Morgunblaðið - 28.02.1987, Side 67

Morgunblaðið - 28.02.1987, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 67 VELVAKANDI SVARAR { SÍMA ,691100 KL. 13-14 I FRÁ MÁNUDEGI ■TIL FÖSTUDAGS Gleymið ekki Austurberginu Ég bý við Austurberg, nálægt fjölbrautaskólanum og í flestu er þjónusta að komast í gott horf hér, en einu vil ég þó ýja að. Þar sem umferð hér er mjög mikil er það með ólíkindum að hér skuli vanta gangstéttir í mörg ár, svo fólk er bókstaflega úti í um- ferðinni. Hvar er nú umhyggjan fyrir bömunum? Reyndar er búið að gera ráð fyrir gangstétt að hluta, framan við skólann, en þar er mold og möl og pollar í rigningu, þar getur því enginn gengið. Og það sem verra er, þá nota nemend- ur þetta sem bflastæði. Á hveiju stendur eiginlega? Eða er beðið eft- ir slysi þama? A.m.k. gengur þetta ekki lengur. Þann 16. febrúar sl. vorum við vinimir að njóta veiga á Café Hressó í Austurstræti. Okkur þótti þjónustan þar prýðisgóð og engan veginn hægt að setja út á hana. Þama tókum við eftir fjórum mönnum, er okkur sýndust vera undir áhrifum áfengis. Komu þeir með látum að borði okkar og öskmðu einhver móðgunaryrði að einum okkar. Við létum aftur á móti eins og við sæjum þá ekki og biðum eftir því að þjónustufólk- ið myndi vísa þeim á brott vegna óláta. Okkur brá því heldur betur í brún þegar þeir vom ekki leiddir út heldur til sætis. Það sem knýr okkur til þessara bréfaskrifta er hins vegar hegðun afgreiðslufólksins gagnvart tveim s.k. utangarðsmönnum (pönkur- um). Þeim var neitað um afgreiðslu einungis vegna útlits. Við stóðum upp og spurðum hver væri ástæðan í fyrrasumar varð ég einnig undr- andi jrfir því að ekki skyldi vera gróðursett eitthvað af tijám á þess- um langa auða kafla í Austurberg- inu. Svo er það stígurinn sem borgin lét ryðja, sá liggur upp að Austur- bergi 28. Allir tala um þennan andstyggilega stíg. Ofan í þennan stíg var drifín gróf möl, sem eyði- leggur alla skó, þ.a.l er gengið beggja megin við og grasbalinn verður eitt flakandi sár. Þetta verð- ur að malbika, eins og gangstéttina. Ég vona að þessi orð nái til réttra aðila. Borgin okkar er að verða falleg borg. Gleymið ekki Austur- berginu og öryggi þess. Vonast eftir svari við þessum umleitunum. Unnur Marinós fyrir því að þeim var meinuð af- greiðsla. Afgreiðslufólkið tjáði okkur þá að þessir tveir utangaiðs- menn væm undir áhrifum áfengis og með yfírgang. Okkur þótti þó ekki bera meira á þeim en öðmm á staðnum, nema hvað varðar klæðaburð. Okkur þykir aftur- haldssemi og fordómar íslendinga í garð þessara pilta mjög mikil og óþörf. Við vitum þó ekki hvort þessir tveir umræddu utangarðsmenn höfðu áður verið með læti, en eins og þeir komu fyrir í þetta skipti, rólegir og yfirvegaðir, segjum við að batnandi mönnum sé best að lifa. Tveir MH-ingar P.S. Okkur þykir leitt að þurfa að nota orðið utangarðsmenn en þetta er eina orðið sem þjóðfélag okkar þekkir. SdfOML STRÁKARNIR á myndinni, Guð- mundur Einar Halldórsson 7 ára og Einar Örn Ólafsson, sem báð- ir eiga heima á Selfossi, héldu hlutaveltu þann 18. janúar á Lambhaga 22 Selfossi. Afrakst- urinn varð 515 krónur sem þeir félagar afhentu heimili þroska- heftra á Selfossi á Lambhaga 48. SigJóns. Hlýnaði um hjarta- ræturnar Ágæti Velvakandi, Mig langar til þess að láta þessa góðu stráka, Guðmund Einar og Einar Öm, vita hvað mér hlýnaði um hjartarætumar þegar ég las um að þeir hefðu haldið hlutaveltu og gefið allan ágóðann til heimilis þroskaheftra á Selfossi. Það var svo fallegt að muna eftir þeim. Ég veit að þessir sjö ára drengir verða gæfumenn. Þeir eiga heima á Selfossi. Kona í Reykjavík Utangarðsmönnum neitað um afgreiðslu Þessir hringdu . . . * ^ rfc®*v Fyrirspurn til Barna- verndunar- ráðs Sigurður hringdi: Á hvaða lögum grundvallast starfsemi Bamavemdunarráðs ís- lands? Undir hvaða ráðuneyti heyrir starfsemi Bamavemdunar- ráðs? Af hveiju ekki tryggingar- mál? Bjarni hringdi: Undanfama daga hafa menn deilt um það hvort að sekta beri bflstjóra fyrir að nota ekki örygg- isbelti. Af hveiju er þetta ekki gert að tryggingarmáli? Þeir sem ekki nota öryggisbelti yrðu dýrari áhættuhópur og þyrftu því að borga hærri ábyrgðartryggingu. Það væri gaman að fá að vita hvort þetta hafí einhvem tfmann komið til tals meðal þingmanna. Hreinsið óþverrann úr sjónvarpinu 7279-0340 hringdi: Af hveiju hefur engin stofnað til félagsskapar sem hefur það að markmiði að hreinsa þennann óþverra út úr sjónvarpinu sem þar er verið að sýna og þvinga upp á fólk.Ég er svo hissa að fólk skuli láta bjóða sér þetta. Ég vil að heimilin njóti friðhelgi f þessum efíium. Sjónvarpið á að vera sið- legt. Það er skrípaleikur að vera með kvikmyndaeftirlit á kvik- myndum í kvikmyndahúsum en Ieyfa svo allt í sjónvarpinu. Hver eru mannréttíndi leigubílstjóra? Launþegi á leigubifreið hringdi: í frétt á baksíðu Morgunblaðs- ins er sagt að verðlagsráð hafí hafnað 18% hækkun á núgildandi töxtum leigubifreiða meðal ann- ars vegna þess „að það taldi að leigubflar væru of margir og að þessi þjónusta væri rekin á óhag- kvæman hátt“. Hvað leggur verðlagsráð sér til gmndvallar þessum fullyrðingum? Einnig vil ég spyija formann Frama hvaða mannréttindi launþegar á leigubfl- um hafa. Eru þeir f lífeyris- og sjúkrasjóð? Hver er vinnuskylda þeirra? Upplýsingar um Banda- ríkjamenn Erla hringdi: Um sfðustu helgi spurði kona hvar hægt væri að fá upplýsingar um Bandarfkjamenn sem voru hér á stríðsárunum. Ég myndi benda henni á að lesa nýjasta heftið af Nýju lífí. Þar er fjallað um þetta. Fann þrjú armbönd Jóhanna hringdi: Ég fann þijú breið armbönd, líklega úr silfrí, fyrir utan BÚnað- arbankann í Mosfellssveit sl. mánudag. Ef einhver kannast við þau er hann beðinn um að hafa samband í sfma 666633. Týndi gnllpeningi Helga hríngdi: Ég týndi gullpeningi rétt hjá Bleika Pardusinum við Suður- landsbraut. Aftan á honum stendur „4. gráða - tvíslá" og framan á „Fylkir-Armann". Finnandi vinsamlegast hringi í síma 73495 og 73858. L liiúiiujiimii ö n I IHIDII Sj . 3 1 iHií^ Arkitektaþjónustan sf. vekur^li athygli viðskiptavina á að teiknistofan er flutt í Hellu- sund 3, 101 Reykjavík (áður húsi Verslunarskóla íslands). Nýtt símanúmer er 622899. Til sölu er þessi glæsilega bifreið, sem er af gerðinni Subaru 1800 station, afmæliseintak, árgerð '86, ekinn 9000 km. Mikill auka- búnaður er í bifreiðinni.. Uppl. í síma 52244 og í vinnutíma f síma 54060. Ertu að byggja? Ertu að breyta? Filmukrossviður Stigar úr furu eða beyki, sérhannaðir fyrirþínar ^ aðstæður AJ0Ö Greni furu og panellá t og veggi íoft Parket Lofta- plötur hvrtarogspón- lagðar, 120x20 sm HÚSTRÉ Ármúla 38, sími 681818 Laugarásbíó Evrópufrumsýning Eftirlýstur, lífs eða liðinn Splunkuný og æsispennandi kvikmynd. Rutger Hauer leikur mannaveiðara er eltist við hryðju- verkamenn nútímans. Starf sem hann er einstaklega hæfur í, en er jafnframt starf sem hann hatar. Geysilega hröð og vel leikin kvikmynd sem sýnir hrottalegar starfsaðferðir hryðjuverka- manna og þeirra er reyna að uppræta þá. AAalhlutverk: Rutger Hauer (Hitcher, Flesh & Blood), Gene Simmons og Robert Guillaume. Lelkstjórl: Gary Sherman. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. BðnnuA börnum innan 16 ára.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.