Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 2
2 G MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 DULIN AFBROT Hvað hefurðu á samviskunni? FLESTUM hættir til þess aö flokka menn í tvo flokka, þá sem brjóta af sér lögum samkvæmt og svo hina löghlýðnu. MáliA er þó ekki svo einfalt, því hinir löghlýönu hafa einnig oft eitthvaö á samviskunni, eins og fram hefur komiö þegar kannanir hafa veriö geröar á duldu brotatölunni, þ.e. af brotum sem hvergi hafa komiö fram. Það er norski afbrota- fræðingurinn Nils Christie sem hefur velt þessum málum fyrir sér og gert kannanir á fyrirbærinu. Hann segir að refsiverðu athæfi megi líkja við pýramída, í efsta laginu eru fangar eða þeir sem dæmd- ir hafa verið til að dvelja á stofnunum, í næstefsta laginu eru þeir sem dæmdir eru til viðurlaga án frelsiskerðingar, t.d. dæmdir til að greiða sektir. í þriðja laginu eru þeir sem hafa framið refsivert athæfi en ekki komist upp um þá og brot- ið því kært en ekki upplýst, og á botninum eru öll refsiverð athæfi sem hvorki eru kærð né upplýst, þ.e. hin duldu brot. Dulin afbrot í Noregi Athuganir hafa verið gerðar á tíðni duldra brota í Noregi, og hafa kannanir verið gerðar hjá þeim sem láta skrá sig til herþjónustu. Svarshlutfall hef- ur verið mjög hátt, og hefur komið í Ijós að menn hafa ýmis- legt á samviskunni, flestir fremja einhver afbrot á ungl- ingsárum, fæst mjög alvarleg. Það virðist þó fara talsvert eftir búsetu manna hvort og hve mikið þeir brjóta af sér, þétt- býlisbúar hafa fleiri brot á samviskunni, en þeir sem búa í dreifbýlinu, enda aðstæður ólíkar á þessum stöðum. Við samanburð á skráðum brotum Það virðistþó fara talsvert eftir búsetu manna hvort og hve mikið þeir brjóta afsór, þéttbýiisbúar hafa fleiribrotá samviskunni, en þeir sem búa í dreifbýlinu, enda aðstæður ólíkar á þessum stöðum. og duldum hefur komið í Ijós að lítill munur er á nokkrum flokkum afbrota hvað þetta snertir, búðarþjófnaður, inn- brot og þjófnaður úr farartækj- um eru jafn algeng meðal skráðra og duldra brota en fíkniefnabrot, umferðarlaga- brot, brugg, og ofbeldi innan fjölskyldunnar svo sem nauðg- anir eru algengari dulin en skráð. Ekki er hægt að finna neina sérstaka þætti sem eru sameiginlegir með þeim sem brjóta af sér án þess að upp um þá komist, en ef litið er á þá sem eru á lista yfir skráð afbrot eru ákveðin sameinkenni oftast til staöar hjá brotamönn- unum. í fyrsta lagi eru þeir ungir er brotið er framið, í öðru lagi eru þeir langoftast karlmenn sem búa í þéttbýli. Oft tilheyra þeir lágstétt eða ætt sem nýtur ekki mikillar virðingar, og eru í „skólatapliðinu" , þ.e. hafa hætt í skóla án þess að Ijúka lokaprófum, og oft hefur náms- árangurinn verið lélegur. í flestum tilfellum fremja þeir svokölluð gamaldagsbrot, þ.e. innbrot, þjófnað eða ofbeldis- verk en eicki hvítflibbabrot, en það eru þau brot nefnd sem eru oft meira einkennandi fyrir nútímasamfélag. Hvítflibba- brotum er það sameiginlegt að verknaðurinn er oft lítt sýnileg- ur, beinist frekar að hópum en einstaklingum, og refsingar við þeim eru oftast sekt eða skil- orð. Hvítflibbabrot- gamaldagsbrot Hvítflibbabrotamenn hafa oft mun betri aðstæður en aðrir brotamenn, oft er erfitt að henda reiður á afbrot þeirra þar sem erfitt er að fá upplýsingar um brotið, andstætt því sem við á um hin svokölluðu gamal- dagsbrot. Löggjöfin er einnig oft óljós og götótt hvað snertir viðurlög við hvítflibbabrotun- um, sem dæmi má nefna t.d. nútímaglæpi svo sem efna- hagsbrot, skjalafals, skattsvik og tölvuglæpi. Afbrotafræðing- ar hafa bent á að þeir hópar sem geta lagt slíkt fyrir sig komi ekki úr lægri stéttum þjóðfé- lagsins, heldur hafi þeir yfir ákveðinni menntun að ráða sem gera brotin möguleg og eru yfirleitt vel stæðir fjár- hagslega. Christie gerði könnun á Forsíðumyndin af Brynju sem er utan á mars tölublaði ítalska Vogue. Myndin ertekin af Ijósmyndaran- um Hiro Iítalska Vogue tímaritinu, mars tölublaði, prýðir íslensk stúlka forsíðu þess, Brynja Sverrisdóttir. Hún á reyndar töluvert margar myndir í blaðinu þar sem hún sýnir fatnað mismunandi tískuhönnuða. Brynja hefur unnið erlendis síðastliðin þrjú ár við fyrirsætustörf og eins og sjá má hefur henni vegnað vel á því að komast á forsíðu eins þekktasta tískutímarits heims. Fyrir skömmu kynnti Georgio Armani nýja línu ífatnaði í Mílanó þar sem Brynja var ein aðal fyrirsætan. Þess má einnig geta að hún hefur að undanförnu unnið fyrir þekkta tískukónga svo sem Feraud, Ferre og Yves Saint Laurent. Brynja er á faraldsfæti, býr í París en vinnur mikið á Ítalíu, í Þyskalandi og hefur einnig dvalið töluvert í Japan. Hér eru nokkrar myndanna úr ítalska Vogue.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.