Morgunblaðið - 20.03.1987, Síða 15

Morgunblaðið - 20.03.1987, Síða 15
unssonar stendur nú yfir í Nýlista- safninu, Vatnsstíg 3b. Ásýningunni veröa um tuttugu málverk unnin á síðstliðnum fjórum árum. Meginuppistaða sýningarinn- ar eru verk byggð á (slendingasög- unum. Sýningin er opin frá kl. 14-22 um helgar en 16-20 virka daga. Gallerí Grjót: Sverrir Ólafsson sýnir Sverrir Ólafsson heldur einkasýn- ingu í Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4a. Hann sýnir skúlptúra og andlits- grímur unnar í málma. Sýningin er opin alla virka daga kl 12-18 og kl. 14-18 um helgar. Sýningin stendur út mánuðinn. Kjarvalsstaðir: Tvíæringur FÍM Samsýning Félags íslenskra myndlistarmanna er nú haldin í austursal Kjan/alsstaða og stendur til 29. mars. Sýningin verður opin daglega kl. 14-22. Sú nýbreytni hefur átt sér stað á sýningarhaldi FÍM að nú verður sýnt að vorlagi í stað hinna árlegu Haust- sýninga og erætlunin að sýna annað hvert ár. Hefursýningin hlo- tið nafnið Tvíæringur FIM og mun væntanlega ganga undir þessu heiti ínáinniframtíð. Málverka- og skúlpt- úrasýning í vestursal Kjarvalsstaða stendur nú yfir málverkasýning Guðrúnar Tryggvadótturog ívesturforsaler verið að sýna skúlptúra eftir Hansínu Jensdóttur. Norræna húsið: Sjávarlandslag Nú stendur yfir i Norræna húsinu sýning sem beryfirskriftina Sjávar- landslag. Hér eru á feröinni málverk eftir tvo norska málara, Olav Strpmme og Björn Tufta og skúlptúrar eftir Sigurö Guðmundsson. Olav Strpmme (1909-78) er af þeirri kynslóð norskra listamanna sem varð fyrir áhrifum af alþjóðleg- um straumum í málaralist um 1935, einkum súrrealisma. Hann er nú viðurkenndur brautryðjandi nútíma- málaralistar þar í landi. Björn T ufta er aftur á móti af yngstu kynslóð norskra listamanna. Hann kom fyrst fram á sýningu 1979 með stóra landslagsmynd. BjörnTufta hefurað mestu haldið sig við slíkar myndir en túlkað yrkis- efnið á sinn eigin hátt. Myndir hans þykja minna á myndir Olav Stromme frá fimmta áratugnum og er fróðlegt að bera saman myndir þeirra á sýn- ingunni. SigurðurGuðmundsson hefur verið búsettur í Hollandi undanfarin ár en vakti hér fyrst athynli með SÚM-hópnum kringum 1970. Hann hefur fengist við margs konar list- form, en á þessari sýningu eru sem fyrr segir eingöngu skúlptúrar eftir hann. GalleríLangbrókTextíll: Listmunir sýndir að staðaldri Textílgalleríið Langbrók, Bók- hlöðustíg 2, sýnir vefnað, tauþrykk, myndverk, fatnað og fleiri listmuni. Opið þriðjudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11 -14. TÓNLIST Kjarvalsstaðir: Söngtónleikar Á sunnudag kl. 15 verða endur- teknir söngtónleikar Robert W. Becker og David Knowles. Robert syngur „Astir skáldsins" eftir Schumann og aríur úr óperum eftir Wagner. íslenska óperan: Tværsýningará Aidu um helgina Tværsýningarverðaá Aidu eftir Verdi hjá íslensku óperunni um helgina, föstudags- og sunnudags- MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 X 15 Aida sýnd föstudags og sunnudagskvöld Ópera Verdis, Aida, verður sýnd hjá íslensku óperunni á föstudagskvöld og sunnudagskvöld kl. 20.00. Óperan gerist í Egyptalandi í kringum 1200 f. Krist. Aida (Ólöf K. Harðardóttir) er dóttir Amonas- ros Eþíópíukonungs (Kristinn Sigmundsson) og er ambátt egypskrar prinsessu (Önnu Júlíönu Sveins- dóttur). Báðar elska þær Radames (Garðar Cortes). Hann elskar ambáttina og svíkurföðurlandiðfyrir hana og eru þau grafin saman lifandi. kvöld kl. 20. Óperan gerist í Egyptalandi í kringum 1200 f. Krist. Aida (Ólöf K. Harðardóttir) er dóttir Amonasros Eþiópíukonungs (Kristinn Sig- mundsson) og er ambátt egypskrar prinsessu (Önnu Júlíönu Sveins- dóttur). Báðar elska þær Radames (Garðar Cortes). Hannelskaram- báttina og svíkur föðurlandið fyrir hana og eru þau grafin saman lif- andi. LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur: Land mi'ns föður Nú fer sýningum á stríðsöng- leiknum sívinsæla, Landi míns föður, eftir Kjartan Ragnarsson fækkandi. Leikritið verður sýnt bæði föstudags- og sunnudagskvöld kl. 20.30. Þessarsýningarverða þær 195. og 196. í rööinni. Land míns föður er nú þegar komið í hóp allra vinsælustu verka LR frá upphafi og hafa rúmlega 38 þúsund manns sótt sýningar á verk- inu. Það er með því tViesta sem þekkst hefur í islensku leikhúsi og enn eraðsókn mikil. En ný verkefni knýja á og Land míns föður verður þvi brátt að vikja. Dagur vonar Laugardagskvöld kl. 20 veröur leikrit Birgis Sigurðssonar, Dagur vonar, á dagskrá. Leikstjóri er Stef- án Baldursson. Leikritið, sem gerist í Reykjavík á sjötta áratugnum, er nokkurs konar uppgjör milli einstaklinga og eiga átökin sér stað innan fjölskyldu þar sem væntingar einstaklinganna eru ólíkarog hagsmunirskarast. Leikmynd og búninga hannar Þórunn S. Þorgrímsdóttir, tónlist er eftir Gunnar Reynir Sveinsson og lýsingu annast Daniel Williamsson. Leikendur eru: Margrét H. Jóhanns- dóttir, ValdimarÖrn Flygenring, Sigurður Karlsson, Guðrún S. Gísla- dóttir, Sigríður Hagalín og Þröstur LeóGunnarsson. Leikskemma Leikfé- lagsins v/Meistaravelli: Þar sem djöfla- eyjan rís Þar sem djöflaeyjan rís, verður sýnt í hinni nýju Leikskemmu LR á Meistaravöllum laugardagskvöld kl. 20. Þetta fjöruga og skemmtilega leikrit Kjartans Ragnarssonarfsem gert er eftir skáldsögu Einars Kára- sonar) hefur fengið afbragðs við- tökur, enda góð skemmtun fyrir alla aldurshópa. Við minnum á veitingahúsiö á staðnum, sem opið er sýningardag- ana frá kl. 18. Borðapantanir eru í síma 14640 eða í veitingahúsinu Torfunni í síma 13303. Þjóðleikhúsið: Rympa á rusla- haugnum Bamaleikritið Rympa á rusla- haugnum eftir Herdísi Egilsdóttur verður sýnt á stóra sviðinu laugar- dag og sunnudag kl. 15. Leikstjóri er Kristbjörg Kjeld, hönnuður leikmyndar og búninga er Messíana Tómasdóttir, dansa- höfundur Lára Stefánsdóttir, Ijósa- hönnuður Björn Bergsteinn Guðmundssson, en Jóhann G. Jó- hannsson útseturtónlistina og stjórnar hljómsveit á sviðinu. Tónlist og dans setja mikinn svip á leikinn. Leikritið gerist á rusla- haug, sem er iöandi af lífi og munu rúmlega 20 ungirballettdansarar sjá til þess. Sigriður Þorvaldsdóttir leikurskemmtilega skassið Rympu, sem býr á ruslahaugnum með haus- lausa tuskukarlinum Volta. Það verður aldeilis búhnykkur fyrir hana þegartvö börn birtast á öskuhaug- unum á flótta frá heimili og skóla. Fjölskrúðugur hópur ungra leikara og dansara tekur þátt í sýningunni og eru þau flest úr Listdansskóla Þjóðleikhússins. Aurasálin Gamanleikurinn Aurasálin eftir franska skopsnillinginn Moliere verður sýndur sunnudagskvöld kl. 20 en nú eru aöeins fjórar sýningar eftir. Sveinn Einarsson þýddi og leikstýrir þessum 300 ára gaman- leik sem enn er með vinsælustu gamanleikjum allra tíma. Finnski listamaðurinn Paul Suominen hann- aði leikmynd og Helga Björnsson, tískuteiknari hjá Louis Féraud í Paris teiknaði búningana. Jón Þórarins- son samdi tónlist við verkið og var æfingastjóri tónlistar Agnes Löve. Ljósahönnuður er Ásmundur Karls- son, sýningarstjóri Jóhanna Norð- fjörð og aðstoðarmaður leikstjóra Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Bessi Bjarnason leikur burðar- hlutverkið, aurasálina Harpagon, en í öðrum hlutverkum eru Pálmi Gest- son, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Guðlaug María Bjarnadóttir, Gisli Alfreðsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Randver Þorláksson, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Jón Símon Gunnarsson, Emil Gunnar Guðmundsson, Flosi Ólafsson, Júlí- us Hjörleifsson og Hákon Waage. Uppreisn á ísafirdi Leikrit Ragnars Arnalds, Upp- reisn á ísafirði, veröur sýnt á stóra sviðinu föstudagskvöld kl. 20. Leik- stjóri er Brynja Benediktsdóttir. Þetta vinsæla leikrit Ragnars Arn- alds fjallar um Skúlamálin frægu, ergerðust fyrirrúmum hundraö árum, en við sögu koma einnig skáldaðar persónur. Róbert Árnfinnson leikur Magnús Stephensen, landshöfðingja, Rand- ver Þorláksson fer með hlutverk LárusarH. Bjarnasonar, mála- færslumanns á unga aldri, en þeir tveir voru aögangsharöastir i að- förinni gegn Skúla Thoroddsen, sýslumanni ísfirðinga, sem Kjartan Bjargmundsson leikur. Meðal ann- arra leikara eru Lilja Þórisdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Rúrik Har- aldsson, Baldvin Halldórsson, Er- lingur Gíslason, Arnar Jónsson, Björn Karlsson, Árni T ryggvason og Eyvindur Erlendsson en alls taka um fimmtíu leikarar þátt í sýning- unni. Sigurjón Jóhannsson hannaði leikmynd og búninga, Páll Ragnars- son lýsingu og Hjálmar H. Ragnars- son samditónlistina. í smásjá Þetta nýja leikrit eftir Þórunni Sig- urðardótturverðursýntá Litla sviðinu, Lindargötu 7, laugardags- kvöld, kl. 20.30. Leikritið fjallar um líf og dauða og margt þar í milli. Sögupersónurn- ar eru tvenn hjón, þar af þrír starf- andi læknar. Einn þeirra fær alþjóðlega viöurkenningu í upphafi leiks, en þegar óvænt örlög breyta lifi þeirra þurfa þau að endurmeta bæði lif sitt og starf. Leikendur eru Arnar Jónsson, Anna Kristin Arngrimsdóttir, Sigurð- ur Skúlason og Ragnheiður Stein- dórsdóttir. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs- son. Hallæristenór Gamanleikurinn Hallæristenór, eftir bandaríska leikskáldið og lög- fræöinginn Ken Ludwig, í þýðingu Flosa Olafssonar, verður sýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins laugar- dagskvöld kl. 20. Leikstjóri er Benedikt Árnason. Leikurinn gerist á hótelsvítu í Ohioríki í Bandaríkjunum fyrir um hálfri öld. ítalskur hetjutenór á að syngja hlutverk Othello á hátiðar- sýningu Clevelandóperunnar. En það gengur á ýmsu og virðist á stundum að ekkert ætli að verða úrsýningunni. í aðalhlutverkum eru Örn Árna- son, Aðalsteinn Bergdal, Tinna Gunnlaugsdóttirog ErlingurGísla- son. Brot úrýmsum þekktum óþerum eru sungin í leiknum. Æf- ingastjóri tónlistar var Agnes Löve, hönnuður leikmyndar og búninga Karl Aspelund og Ijósahönnuður Sveinn Benediktsson. Leihúsveisla Leikhúsveisla Þjóðleikhússins hefur notið mikilla vinsælda í vetur. Miði á leikhúsveislu kostar 1300 krónur og er þá innifaliö þríréttuð máltíð í Leikhúskjallaranum og leik- húsmiði á sýningu í Þjóöleikhúsinu á eftir. Leikhúsið í kirkjunni: Kaj Munk (Hallgrímskirkju sýnir Leikhúsið i kirkjunni leikritið um Kaj Munk, i leikgerð GuðrúnarÁsmundsdóttur. Leikritið fjallar um ævi og starf danska prestsins og frelsishetjunn- ar Kaj Munk, allt frá barnæsku og þar til nasistar tóku hann af lífi árið 1944. Þó slegið sé á létta strengi, er megináhersla lögð á trúarstyrk og eldmóð predikarans Kaj Munk. Að- alhlutverk er í höndum Árnars Jónssonar, sem leikur Kaj Munk á fullorðinsárum, en með hlutverk Kaj Munk sem barns fara þeir bræðurn- ir ívar og Daði Sverrissynir. Tónlist er eftir Þorkel Sigurbjörnsson og er hún leikin af Ingu Rós Ingólfsdóttur og HerðiÁskelssyni. Sýningar eru á sunnudögum kl. 16 og mánudögum kl. 20.30. Miðapantanir eru í síma 14455. Einnig er hægt að fá miða í bóka- verslun Eymundssonará verslun- artíma og í Hallgrímskirkju. FERÐALOG Frístundahópurinn Hana nú: Laugardagsgangan Vikuleg laugardagsganga Frístundahópsins Hana nú i Kópa- vogi verðurá morgun, laugardag. Lagt er af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Við göngum undir hækkandi sól. Markmið göngunnarer: Samvera, súrefni, hreyfing. Nýlagaðmola- kaffi. Allirvelkomnir. Ferðaféiag íslands: Vetrarfagnaður og skíðagönguferð i kvöld kl. 19.30 efnir Ferðafélag- ið til vetrarfagnaðar í annað sinn. Sameiginlegt boröhald hefst kl. 20 og verðurÁrni Björnsson, þjóð- háttafræðingur, veislustjóri. Hljóm- sveit leikur fyrir dansi og félags- menn sjá um skemmtiatriði. Á sunnudaginn er skíðagöngu- ferð um Leggjabrjót. Ekið verður til Þingvalla og gengið frá Brúsastöð- um vesturðxnadal, um Leggjabrjót og niöur í Brynjudal. Þessi ferð hefst kl. 10.30. Önnurferðverðurkl. 13, gönguferð um Hvalfjarðareyri, sem gengurfram í Hvalfjörð að sunnan- verðu. Útivist, ferðafélag: Þjóðleið mánaðarins og skíðagönguferð Á sunnudaginn 22. mars verða tværferðir. Kl. 10.30 erskiðagöngu- ferð frá Bláfjöllum yfir í Brennisteins- fjöll og Grindaskörð. Þarna er fjölbreytt landslag m.a. með sér- stæðum eldstöðvum t.d. Kistufelli. Kl. 13verðurgenginþjóðleið mánaðarins sem að þessu sinni er hluti gömlu Selvogsleiðarinnar. Byrj- að verður í Kaldárseli og gengið hjá Músarhelli um svokallaðar Hellur og endað í Grindaskörðum en þau eru norðuraf Lönguhlíð. Gangan er að mestu á láglendi og við allra hæfi. Rétt er að benda fólki á að koma vel búið. Brottförerfrá BSÍ, bensínsölu. Árshátíð Útivistar verður í Fóst- bræðraheimilinu taugardaginn 4. april. Sjáumst. Áhugahópurum bygg- ingu náttúrufræðihúss: Kynnisferð um Árnessýslu Á laugardaginn ferÁhugahópur um byggingu náttúrufræðihúss kynnisferð um Árnessýslu til að gefa fólki kost á að skoða þar nokkra áhugaverða staði sem stuðla að náttúrufræðslu. Þessi ferð er farin til að minna á þann þátt fyrirhugaðs náttúrufræðihúss sem snýr að kynningu og stuðning við ýmsa fræðslustarfsemi utan þess. Farið verður frá Norræna húsinu kl. 9, frá Náttúrugripasafninu Hverf- isgötu 116 (gegnt lögreglustööinni) kl. 9.15 og Árbæjarsafni kl. 9.30. Komiðverðurtil baka kl. 18. Allir eru velkomnir í þessa ferð. Frítt veröur fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd meðfullorðnum. Leiðsögumenn verða þeir Frey- steinn Sigurösson, jarðfræðingur, og Jóhann Guðjónsson, líffræðing- ur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.