Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1987 - Nýlegar rannsóknir sýna að ungir Vestur- ís- lendingar hafa mun minna kólesterólmagn í blóðinu en jafnaldrar þeirra á Héraði. Þó eru kransæðasjúkdómar tíðari þar en hér á landi. » »esturfarir Islendinga lögðu upp í hendur okkar náttúru- ^M lega tilraun þar sem ein- stakt tækifæri býðst til þess að rannsaka áhrif aldalangrar búsetu í ólíku umhverfi á erfðafræðilega sambærilega hópa. Vestur-í slenska þjóðarbrotið hefur varð- veitt sérkenni sín óvenju vel. Enn er víða aðfinna íVesturheimi fjölda óblandaðra afkomenda vesturfara. Orsaka sjúkdóma er að leita í erfð- um, eða umhverfi og lífsháttum. Ef algengi sjúkdóms og áhættu- þátta reynist ólíkt hjá Vestur- Islendingum og íslendingum má ætla að orsakanna sé að leita í umhverfi og lífsháttum." Það er Dr. Jóhann Axelsson for- stöðumaður rannsóknarstofu Háskólans sem hefur fengist til að skýra frá niðurstöðum nýlegra samanburðarrannsókna sem hann hefur unnið að ásamt samstarfs- mönnum sínum. Rannsóknirnar voru gerðar á Héraðsbúum og Vestur-íslendingum í Vatnabyggð- um Kanada. Og Jóhann heldur áfram. „Um áhættuþætti sjúkdóma meðal Vestur-íslendinga var svo til ekk- ert vitað, en rausnarlegur styrkur úr Minningarsjóði Aðalsteins Kristjánssonar gerði okkur hins- vegar mögulegt að hefja slíkar rannsóknir í Islendingabyggðum Manitoba norður af Winnipeg sl. vor. Þá styrkti Vísindasjóður þess- ar rannsóknir í fyrsta sinn á sl. ári.“ - Var ekkert erfitt að hafa upp á hreinræktuðum íslendingum? „Dr. Jens Pálsson forstöðumað- ur Mannfræðístofnunar Háskóla íslands hefur áður gert umfangs- miklar mannfræðirannsóknir á vestur-íslenskum börnum og ungl- ingum og lagt þannig grundvöll að þessari rannsóknarferð. Með að- stoð skólayfirvalda og ættfræð- inga og annarra fróðra og áhugasamra heimamanna náðum við sambandi við alla einstaklinga af íslenskum ættum á aldrinum 7-30 ára sem áttu heimili á svæð- Við mælingar á Vestur-íslendingunum. inu, en íslendingar vestra eru mjög fróðir um uppruna sinn. Þátttaka í rannsókninni var mjög góð, 95% alíslenskra skólabarna og 90% þeirra sem voru íslensk að 3/4 hlutum mættu til rannsóknar. Þá voru einnig gerðar mælingar á helmingi þeirra skólabarna sem voru hálfíslensk og réði tilviljun vali þeirra. Úr aldurshópnum 19-30 ára var eingöngu rannsakað alís- lenskt fólk og nam þátttaka þeirra 70%. Alls voru rannsakaðir 265 einstaklingar í Gimli, Riverton og Arborg, og hófst urvinnsla gagna þegar heim var komið á rannsókn- arstofu í lífeðlisfræði og greining blóðsýna fór fram á rannsóknar- stöð Hjartaverndar." - Hefur verið gerð grein fyrir þessum rannsóknum einhvern- staðar opinberlega? „Ekki að heitið geti, þó var sögu þeirra og framkvæmd gerð nokkur Björn Hjálmarsson læknanemi stingur munnstykki upp í einn Vestur- íslendinginn til að mæla súrefnisupptöku hans. „EKKERT HJÓNABAND ER SVO FULLKOMIÐ AÐ ÞAÐ GETIEKKIBA TNAГ þau það ekki óalgengt að fólk tal- aði um að þetta væri það besta sem hefi hent það. „Það er undantekning ef fólki mislíkar hjónahelgin. Það hefur þá hugsanlega ekki verið tilbúið að takast á við sín mál og kannski búið sér til lygnan sjó, ekki tekið á viðkvæmum málum og forðast það sem kynni að leiða til vand- ræða. Hér er hinsvegar lögð áhersla á að tala og tjá sig um hin ýmsu mál.“ — Funduð þið mun á ykkur eft- ir að þið voruð þátttakendur? „Við kynntumst eiginlega upp á nýtt. Þetta er eins og að skynja nýja vídd í tilverunni og hjónaband- inu. Eftir tíu til fimmtán ára hjónaband heldur maður að ekkert geti komið manni á óvart, en það er mesti misskilningur. Við lærðum að rækta samband okkar ennþá betur og þrátt fyrir að við höfum alltaf verið opin hvort gagnvart öðru þá varð einnig breyting þar á.“ Séra örn Bárður segir að þetta hafi einnig komið sér aö góðum notum í preststarfinu hvað varðar skilning á mikilvægi tilfinninga í lífi fólks. Hann kveðst leggja sig fram við að hlusta fremur en að gefa ráð og telur að „Marriage Enco- unter“ hafi breytt viðhorfum sínum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.