Morgunblaðið - 27.03.1987, Side 15

Morgunblaðið - 27.03.1987, Side 15
C 15 SiguröurGuðmundsson hefur veriö búsettur í Hollandi undanfarin ár en vakti hér fyrst athygli með SÚM-hópnum kringum 1970. Hann hef ur fengist við margs konar list- form, en á þessari sýningu eru sem fyrr segir eingöngu skúlptúrar eftir hann. Gallerí LangbrókTextíll: Listmunir sýndir að staðaldri Textílgallerfið Langbrók, Bók- hlöðustíg 2, sýnirvefnað, tauþrykk, myndverk, fatnað og fleiri listmuni. Opið þriðjudaga til föstudaga kl. 12-18 og lauaardaga kl. 11-14. TÖNLIST Gerðuberg: Tónleikar á vegum Menningarmið- stöðvarinnar Á sunnudaginn kl. 15 verða tón- leikar í Gerðubergi á vegum Menningarmiðstöðvarinnar þar. Ágústa Ágústdóttir, sópransöng- kona, Gunnar Björnsson, sellóleik- ari, og Vilhelmína Ólafsdóttir, píanóleikari, flytja eftirtalin verk: Svítu fyrireinleiksselló nr. 4 í Es-dúreftirJóhann Sebastían Bach. Fimm söngva við Ijóð Mathilde Wesendonk eftir Richard Wagner og tvo söngva fyrir altrödd og lágf- iðlu (selló) eftir Jóhannes Brahms. Kristskirkja: Tónleikar á sunnu- daginn Á sunnudaginn kl. 17 verða tón- leikar í Kristkirkju. Þar verðurflutt verkiö JOB eftir norska tónskáldiö Egil Hovland. Verkið er samið árið 1973 fyrir orgel og upplestur úr JobsbókúrBiblíunni. Flytjendureru Gunnar Eyjólfsson, leikari, og Þröst- ur Eiríksson, orgelleikari. íslenska óperan: Tvær sýningar á Aidu um helgina Tvær sýningar verða á Aidu eftir Verdi hjá íslensku óperunni um helgina, föstudags- og sunnudags- kvöld kl. 20. Sýningum fer nú fækkandi. Óperan gerist í Egyptalandi í kringum 1200 f. Krist. Aida (Ólöf K. Harðardóttir) er dóttir Amonasros Eþíópíukonungs (Kristinn Sig- mundsson) og erambátt egypskrar prinsessu (Önnu Júlíönu Sveins- dóttur). Báðarelska þær Radames (Garðar Cortes). Hann elskar am- báttina og svíkur föðurlandið fyrir hana og eru þau grafin saman lif- andi. Sýnt er með íslenskum texta og hefur það mælst mjög vel fyrir. LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur: Land míns föður Nú fer sýningum á stríðsöng- leiknum sívinsæla, Landi míns föður, eftir Kjartan Ragnarsson fækkandi. Leikritið verður sýnt laug- ardagskvöld kl. 20.30. Þessi sýning veröursú 198. í röðinni. Land míns föður er nú þegar komið í hóp allra vinsælustu verka LR frá upphafi og hafa rúmlega 38 þúsund manns sótt sýningar á verk- inu. Það er með því mesta sem þekkst hefur í íslensku leikhúsi og enn er aðsókn mikil. En ný verkefni knýja á og Land míns föður verður því bráttaðvíkja. Dagurvonar Föstudags- og sunnudagskvöld kl. 20 verður leikrit Birgis Sigurðs- sonar, Dagur vonar, á dagskrá. Leikstjóri erStefán Baldursson. Leikritið, sem gerist í Reykjavík á sjötta áratugnum, er nokkurs konar uppgjör milli einstaklinga og eiga átökin sér stað innan fjölskyldu þar sem væntingar einstaklinganna eru ólíkarog hagsmunirskarast. Leikmynd og búninga hannar Þórunn S. Þorgrímsdóttir, tónlist er eftir Gunnar Reynir Sveinsson og lýsingu annast Daniel Williamsson. Leikendur eru: Margrét H. Jóhanns- MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1987 Þjóðleikhúsið: Ég dansa við þig Önnur sýning íslenska dansflokksins á danssýn- ingunni Ég dansa við þig eftir Jochen Ulrich verður sunnudagskvöld og þriðja og fjórða sýning á þriðju- dags- og miövikudags- kvöld kl. 20.30. Á myndinni sjáum við Birg- itte Heide en hún er ein þeirra dansara sem taka þátt í sýningunni. dóttir, Valdimar Örn Flygenring, Sigurður Karlsson, Guðrún S. Gísla- dóttir, Sigríður Hagalín og Þröstur LeóGunnarsson. Leikskemma Leikfé- lagsins v/Meistaravelli: Þar sem djöfla- eyjan rís Þar sem djöflaeyjan rís, verður sýnt i hinni nýju Leikskemmu LR á Meistaravöllum föstudags- og sunnudagskvöld kl. 20 en uppselt er á flestar sýningar fram til páska. Þetta fjöruga og skemmtilega leikrit Kjartans Ragnarssonar(sem gert ereftirskáldsögu Einars Kárasonar) hefur fengið afbragðs viðtökur, enda góð skemmtun fyrir alla ald- urshópa. Við minnum á veitingahúsið á staönum, sem opið er sýningardag- anafrá kl. 18. Borðapantanireru í síma 14640 eða í veitingahúsinu Torfunni ísíma 13303. Þjóðleikhúsið: Rympa á rusla- haugnum Barnaleikritið Rympa á rusla- haugnum eftir Herdísi Egilsdóttur verður sýnt á stóra sviðinu laugar- dag og sunnudag kl. 15. Leikstjóri er Kristbjörg Kjeld, hönnuðurleikmyndarog búninga er Messíana Tómasdóttir, dansa- höfundur Lára Stefánsdóttir, Ijósa- hönnuður Björn Bergsteinn Guðmundssson, en Jóhann G. Jó- hannsson útseturtónlistina og stjórnar hljómsveit á sviðinu. Tónlist og dans setja mikinn svip á leikinn. Leikritið gerist á rusla- haug, sem er iðandi af lífi og munu rúmlega 20 ungirballettdansarar sjá til þess. Sigríður Þorvaldsdóttir leikurskemmtilega skassið Rympu, sem býr á ruslahaugnum meö haus- lausa tuskukarlinum Volta. Það verður aldeilis búhnykkur fyrir hana þegar tvö börn birtast á öskuhaug- unum á flótta frá heimili og skóla. Fjölskrúðugur hópur ungra leikara og dansara tekur þátt í sýningunni og eru þau flest úr Listdansskóla Þjóðleikhússins. Aurasálin Gamanleikurinn Aurasálin eftir franska skopsnillinginn Moliere verður sýndur laugardagskvöld kl. 20 en nú eru aðeins þrjár sýningar eftir. Sveinn Einarsson þýddi og leik- stýrir þessum 300 ára gamanleik sem enn er með vinsælustu gaman- leikjum allra tíma. Finnski listamað- urinn Paul Suominen hannaði leikmynd og Helga Björnsson, tísku- teiknari hjá Louis Féraud í París teiknaði búningana. Jón Þórarins- son samdi tónlist við verkið og var æfingastjóri tónlistar Agnes Löve. Ljósahönnuður er Ásmundur Karls- son, sýningarstjóri Jóhanna Norð- fjörð og aðstoðarmaður leikstjóra Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Bessi Bjarnason leikur burðar- hlutverkið, aurasálina Harpagon, en í öðrum hlutverkum eru Pálmi Gest- son, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Guðlaug María Bjarnadóttir, Gísli Alfreðsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Randver Þorláksson, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Jón Símon Gunnarsson, Emil Gunnar Guðmundsson, Flosi Ólafsson, Júlí- us Hjörleifsson og Hákon Waage. Uppreisn á ísafirði Leikrit Ragnars Arnalds, Upp- reisn á ísafirði, verður sýnt á stóra sviðinu nk. fimmtudagskvöld kl. 20. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir. Þetta vinsæla leikrit Ragnars Arn- alds fjallar um Skúlamálin frægu, er gerðust fyrir rúmum hundrað árum, en við sögu koma einnig skáldaðar persónur. Róbert Arnfinnson leikur Magnús Stephensen, landshöfðingja, Rand- ver Þorláksson fer með hlutverk LárusarH. Bjarnasonar, mála- færslumanns á unga aldri, en þeir tveir voru aðgangsharðastir í að- förinni gegn Skúla Thoroddsen, sýslumanni ísfirðinga, sem Kjartan Bjargmundsson leikur. Meðal ann- arra leikara eru Lilja Þórisdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Rúrik Har- aldsson, Baldvin Halldórsson, Er- lingurGíslason, Arnar Jónsson, Björn Karlsson, Árni Tryggvason og Eyvindur Erlendsson en alls taka um fimmtíu leikarar þátt í sýning- unni. Sigurjón Jóhannsson hannaði leikmynd og búninga, Páll Ragnars- son lýsingu og Hjálmar H. Ragnars- son samdi tónlistina. í smásjá Þetta nýja leikrit eftir Þórunni Sig- urðardótturverðursýnt á Litla sviðinu, Lindargötu 7, laugardags- kvöld, kl. 20.30. Leikritið fjallar um líf og dauða og margt þar í milli. Sögupersónurn- ar eru tvenn hjón, þar af þrír starf- andi læknar. Einn þeirra fær alþjóðlega viðurkenningu í upphafi leiks, en þegar óvænt örlög breyta lífi þeirra þurfa þau að endurmeta bæði líf sitt og starf. Leikendur eru Arnar Jónsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir. Sigurð- ur Skúlason og Ragnheiður Stein- dórsdóttir. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs- son. Hallæristenór Gamanleikurinn Hallæristenór, eftir bandaríska leikskáldið og lög- fræðinginn Ken Ludwig, í þýðingu Flosa Olafssonar, verður sýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins föstu- dagskvöldI kl. 20. Leikstjórier BenediktÁrnason. Leikurinn gerist á hótelsvítu í Ohioríki í Bandaríkjunum fyrir um hálfri öld. ítalskur hetjutenórá að syngja hlutverk Othello á hátíðar- sýningu Clevelandóperunnar. En það gengur á ýmsu og virðist á stundum að ekkert ætli að verða úrsýningunni. í aðalhlutverkum eru Örn Árna- son, Aðalsteinn Bergdal, Tinna Gunnlaugsdóttirog ErlingurGísla- son. Brot úrýmsum þekktum óperum eru sungin í leiknum. Æf- ingastjóri tónlistarvar Agnes Löve, hönnuður leikmyndar og búninga Karl Aspelund og Ijósahönnuður Sveinn Benediktsson. Ég dansa við þig Önnur sýning á danssýningunni Ég dansa við þig eftir Jochen Ulrich verður sunnudagskvöld og þriðja og fjórða sýning á þriðjudags- og miðvikudagskvöld kl. 20.30. Sýningin samanstendur af 22 mismunandi dansatriðum við tónlist sem byggir á 46 vinsælum dægur- lögum í nýrri útsetningu. Höfundur tónlistarer Samuelina Tahija. Egill Ólafsson leikur undir á píanó, syng- ur og talar og ásamt honum syngur Jóhanna Linnet, en annar hljóð- færaleikur er fluttur af segulbandi frá upprunalegu sýningunni í Þýska- landi. Það er íslenski dansflokkurinn sem ber hitann og þungann af sýn- ingunni. Hver dansari fær að njóta sín í sérstökum atriðum auk hópat- riða. Gestadansarar eru tveir aðalkarldansararKölnaróperunnar. Nýsjálendingurinn Athol Farmer og Frakkinn PhilipTalard. Listdans- stjórinn Jochen Ulrich er bæði höfundur dansa, leikmyndar og búninga en Ásmundur Karlsson lýs- irsýninguna. Dansarar í Ég dansa við þig eru: Ásgeir Bragason, Athol Farmer, Birgitte Heide, Björgvin Friðriksson, Ellert A. Ingimundarson, Friðrik Thorarensen, Guðrún Pálsdóttir, GuðmundaJóhannesdóttir, Helena Jóhannsdóttir, Helga Benhard, Ingi- björg Pálsdóttir, Katrín Hall, Lára Listasafn Islands: Yfirlitssýning á verkum Sigurðar Sigurðssonar Nú stendur yfir yfirlitssýning á verkum Sigurðar Sigurðssonar í Listasafni Islands. Sýningin spannar alian listferil Sigurðar allt frá skólaárum og þar til á þessu ári. Á sýningunni eru alls 98 verk, olíumyndir og pastelmyndir. Myndin hér að ofan heit- ir Stúlka í bláum kjól og er frá árinu 1960. Stefánsdóttir, Ólafía Bjarnleifsdóttir, Philip Talard, Sigrún Guðmunds- dóttir, SigurðurGunnarsson, Örn Guðmundsson og Örn Valdimars- son. Leikhúsveisla Leikhúsveisla Þjóðleikhússins hefur notið mikilla vinsælda i vetur. Miði á leikhúsveislu kostar 1300 krónur og er þá innifaliö þríréttuð máltíð í Leikhúskjallaranum og leik- húsmiði á sýningu í Þjóðleikhúsinu á eftir. Leikhúsið íkirkjunni: Kaj Munk í Hallgrímskirkju sýnir Leikhúsið í kirkjunni leikritið um Kaj Munk, í leikgerð GuðrúnarÁsmundsdóttur. Leikritiö fjallar um ævi og starf danska prestsins og frelsishetjunn- ar Kaj Munk, allt frá barnæsku og þar til nasistar tóku hann af lífi árið 1944. Þó slegið sé á létta strengi, er megináhersla lögð á trúarstyrk og eldmóð predikarans Kaj Munk. Að- alhlutverk er í höndum Árnars Jónssonar, sem leikur Kaj Munk á fullorðinsárum, en með hlutverk Kaj Munk sem barns fara þeir bræðurn- ir ívarog Daði Sverrissynir. Tónlist er eftir Þorkel Sigurbjörnsson og er hún leikin af Ingu Rós Ingólfsdóttur og HerðiÁskelssyni. Sýningar eru á sunnudögum kl. 16 og mánudögum kl. 20.30. Miðapantanireru í síma 14455. Einnig er hægt að fá miða í bóka- verslun Eymundssonará verslun- artíma og í Hallgrímskirkju. Leikfélag Akureyrar: Uppeit á Kabarett um helgina Uppselt er á báðar sýningar Leik- félags Akureyrar um helgina á Kabarett í leikstjórn Bríetar Héðins- dóttur. Kabarett verður sýnt um næstu helgi á föstudag, laugardag og sunnudag.____ FERÐALÖG Frístundahópurinn Hana nú: Laugardagsgangan Vikuleg laugardagsganga Frístundahópsins Hana nú í Kópa- vogi verðurá morgun, laugardag. Lagt er af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Við göngum undir hækkandi sól. Markmiö göngunnarer: Samvera, súrefni, hreyfing. Nýlagað mola- kaffi. Allirvelkomnir. Ferðafélag íslands: Gönguferð á Fjallið Á sunnudaginn eru tvær dags- ferðir á vegum Ferðafélagsins. Sý fyrri er kl. 10.30 en það er Skíða- gönguferð frá Bláfjallasvæðinu að Kleifarvatni. Á þessari leið hallar undan fæti og er nægur snjór. Seinni ferðin er kl. 13 en það er gönguferð á Fjallið eina (223 m) um Sanfellsklofa að Vatnsskarði. Þetta er þægileg gönguleið í fjölbreyttu landslagi. Útivist, ferðafélag: Kræklingaferð í HvaHjörð Á sunnudaginn eru þrjár dags- ferðir hjá Útivist og er brottför í þær allar kl.T 0.30 frá BSÍ, bensínsölu. 1) Kræklingatinsla og stór- straumsfjöruferð í Hvalfjörð. Farið verður á góð kræklingamið í firðin- um norðanverðum. Þetta er létt ganga og fjöruskoðun við bestu aðstæður því hásjávað er í hádeg- inu. Gott er að hafa ílát með. 2) Melasveit-Melabakkar. Gengið er um sérstæða strandlengju, en þarna hefur orðið geysimikið sjávar- rof. Margir minnast þess eflaust að sýnt varfrá þessari strönd í sjón- varpsþættinum Stiklur nú í vetur. 3) Skiðaganga yfir Kjöl. Fyrir þá sem eiga gönguskíði er þetta góð ferð um heiðarland á milli Kjósar- skarðs og Hvalfjarðar. Gengið verður frá Stíflisdal að Fossá. Árs- hátíð Útivistar verður í Fóstbræðra- heimilinu laugardaginn 4. apríl. Sjáumst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.