Morgunblaðið - 02.04.1987, Side 1
Stríð
íHull
Pétur Bjömsson hjá Isberg í
Hull stendur í ströngum. Með
breyttri tækni og hagræðingu
við löndun fisks af Islandsmið-
um hefur hann treyst sér til að
lækka löndunargjöld, _sem getur
sparað útgerðinni á íslandi um
6-7 milljónir á ári. Um leið hef-
ur hann troðið ýmsum hags-
munaaðilum um tær.
Hátækni 2
Saravinnuf erðir 2
Fólk á uppleið 7
Koma Kanar? 12
Lánstraust 12
Auglýsingar 14
Verðbréf 16
Tölvupistill 18
Félag með
hlutverk
Eimskip er áð tileinka sér ýmsa
nýjustu strauma stjórnunarfræð-
anna. Samhliða því að breytingar
voru gerðar á stjómskipulagi fé-
lagsins, hefur stefnumarkandi
áætlunargerð hafí innreið sína og
félagið skilgreint hlutverk sitt og
höfuðmarkmið. Forstjórinn segir
félagið því hafa ástundað inn-
hverfa íhugun.
JlfofgpntMiifrtfe
VIÐSHPn AIVINNULIF
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987
BLAÐ
Hlutabréf
Gengi hlutabréfa
íFlugleiðum og
Eimskip margfald-
ast á rúmu ári
Lánskjaravísitalan hækkaði um 18%
en hlutabréf í Flugleiðum um 418%
GENGI hlutabréfa í Flugleiðum hf. hefur hækkað um 413%
frá ársbyrjun 1986 og hlutabréf í Eimskiptafélagi íslands hf.
hafa hækkað um 126% hjá Hlutabréfamarkaðinum. A sama
tíma hefur lánskjaravísitalan hækkað um liðlega 18%. Gengi
bréfa í Iðnaðarbanka íslands hf. er 14% hærra en í janúar
1986 og hlutabréf í Verzlunarbanka íslands eru 15% dýrari.
Þessar upplýsingar komu fram
á aðalfundi Hlutabréfamarkaðar-
ins hf., sem haldinn var síðdegis
í gær. Hlutabréfamarkaðurinn
skráir nú kaup- og sölugengi
hlutabréfa í sex íslenskum félög-
um. í því felst að fyrirtækið er
tilbúið að kaupa hlutabréf á aug-
lýstu kaupgengi.en selur aftur á
auglýstu sölugengi. Félögin sex
eru: Flugleiðir hf., hf. Eimskipafé-
lag íslands, Iðnaðarbanki íslands
hf., Verzlunarbanki íslands hf.,
Hampiðjan hf. og Almennar
Tryggingar hf. Skráning á hluta-
bréfum í Hampiðjunni og Almenn-
um Tryggingum hófst síðastliðið
haust. I útreikningunum hér að
framan er miðað við skráð gengi
hlutabréfanna hjá Hlutabréfa-
markaðnum á hveijum tíma.
Skráning bréfa í þeim fjórum fé-
lögum sem hér um ræðir hófst í
október 1985.
Uppsafnaður hagriaður
Ástæður mikillar verðhækkun-
ar á bréfum í Eimskip og Flugleið-
um geta verið margvíslegar.
Hlutabréfamarkaðurinn byrjaði
skráningu hlutabréfum í Eimskip
um svipað leyti og ríkissjóður seldi
hlut sinn í félaginu. Verð á hluta-
bréfum sem hlutfall af heildar
eigin fé var mun lægra en í hinum
félögunum. Þá má einnig benda
á að Eimskip hefur ekki gætt
þess að gefa út jöfnunarhlutabréf
á uppsafnaðan hagnað. Á aðal-
fundi félagsins, í síðustu viku var
upplýst að sá sem keypti hlut í
fyrirtækinu þegar það var stofnað
árið 1914, ætti nú miðað við breyt-
ingu á framfærsluvísitölu, sömu
verðmæti í félaginu og þá. Iðnað-
arbankinn og Verzlunarbankinn
hafa hins vegar gætt þess að hlut-
hafar fái að njóta uppsafnaðs
hagnaðar og nýtt sér möguleika
á útgáfu jöfnunarhlutabréfa til
hins ýt,rasta.
Um mitt síðasta ár lækkuðu
hlutabréf í bönkunum tveimur í
verði. Iðnaðarbankinn ákvað að
auka hlutafé um 150 milljónir
króna og selja bréfin á nafnverði.
Þegar forkaupsrétti hluthafa lauk
hækkuðu bréfín aftur í verði hjá
Hlutabréfamarkaðnum. Verzlun-
arbankinn jók hlutafé sitt um 100
milljónir á árinu 1985. Á aðal-
fundi bankans vorið 1986 kom í
Ijós að afkoma hans árið 1984
hafði ekki verið eins góð og áður
var talið. Þá var nokkur hluti
hlutafjáraukningarinnar frá
óseldur. Ætla má að þetta hafi
haft áhrif til lækkunar á verði
hlutabréfa í bankanum.
Eigið fé Flugleiða í árslok 1983
var neikvætt um 134 milljónir
króna. Hlutafé félagsins var 34
milljónir króna. Ári síðar hafði
tekist að bæta eigin fjárstöðuna,
þannig að hún var jákvæð. Á
tveimur síðustu árum hefur svo
tekist að snúa blaðinu algjörlega
við og var eigið fé jákvætt um
800 milljónir króna um síðustu
áramót. Auk þessa hefur hlutafé
verið mjög lágt þó það hafi verið
þrefaldað með útgáfu jöfnunar-
hlutabréfa tvö ár í röð. Þá er
einnig tiltölulega lítið af bréfum
sem eru til sölu, og lítið framboð
hefur áhrif á verð bréfanna.
HLUTABREFAMARKAÐURINN;
FLUGLEIÐIR
FLUGLEIÐABRÉFIN
HÆKKA OG HÆKKA
Meðaltal tímabilsins 31.10 - 31.12 1985 er sett á 100.
Lóðrétti kvarðinn á efra línuritinu ertvöfaldurmiðað við það neðra.
LMSKJARA VÍSITALAN
101
100
\VERSLUNARBANKINN
t
IÐNAÐARBANKINN
j LÁNSKJARA VÍSITALAN
3 S 3 5 3 3 í 5 3 3 5 3 5 3 io 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 ^ ^ iT
3^'£<o<£<?><O<ír(S,‘ír«,<S’!$><írqa0DQ3q3q?Q0<?>CDqD<ír<írqD<t3qj<£qi<t50Dqí
-v v v <v <V <V <V V V <o' <o' <o' <o' N' A' <b’ <b' o>' o>' q>' <S' v v <v <V •v "v' <V <V <V V
<V <o' «3 \' <o' v> «3* \* <o' <33’ 03' <q' \’ V <b' <o' q>' «3' <o' q>’ V q>' 'v' <o' <33' <\; <0' <v <o'
<í q <5 v << § <1; ij' n' o ^ <v <q <v •< <v >C <v 0 <v <5 <V <3 ^ <ð v <v <V <V
100
Morgunblaðið/ GÓII
Grandi
Hlutabréfasalan verði
hafin á þessu ári
segir Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Granda hf.
BRYNJÓLFUR Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Granda hf. segir
að borgarsjóður eigi að byija
sölu á hlutabréfum í Granda á
þessu ári.
Þetta kemur fram í viðtali við
Brynjólf um Granda hf, en liðið ár
var fýrsta heila starfsár fyrirtækis-
ins. Brynjólfur minnir á að það
skilyrði hafí verið sett þegar borgar-
stjórn samþykkti sameiningu BÚR
og ísbjamarins að hlutur borgarinn-
ar yrði seldur. Það sé ekki
markmiðið að borgin eigi stóran
hlut í Granda.
I viðtalinu kemur einnig fram að
útgerð Granda hafi verið rekin með
35 milljón króna halla, en físk-
vinnslan með 36,5 milljón króna
hagnaði. Brynjólfur segir að skipin
hafí skilað mismikið upp í fjár-
magnskostnað: „Grandi er ekki
rekinn eins og tvö fyrirtæki, eitt
sem er útgerðarfyrirtæki og annað
sem er fiskvinnslufyrirtæki.
Aðeins einn togari, Snorri Sturlu-
son, af sjö sem Grandi gerði út var
rekinn með hagnaði. Þetta er í
fýrsta skipti sem Snorri skilar hagn-
aði frá því að hann kom til landsins
árið 1973. Ástæða þessa er fyrst
og fremst tíðar siglingar Snorra.
Sjá viðtal við Brynjólf Bjarna-
son, B9-11