Morgunblaðið - 02.04.1987, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 02.04.1987, Qupperneq 3
V8GÍ JÍHSLA g 5TTJ0 MORGUNBLAÐIÐ, vmsHPn/joviNNULír T'TOCSGrV OIGA IUMUWIV FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 Innlánsstof nanir Hagnaður Sparisjóðs vélstjóra 5,5 milljónir króna HAGNAÐUR Sparisjóðs vél- stjóra á liðnu ári nam 5,5, milljón- um króna. Þetta er nokkuð lakari afkoma en 1985 þegar hagnaður sjóðsins var 9,8 milljónir króna. í ársskýrslu Sparisjóðs vélstjóra 1986 kemur fram að innlán jukust um 54,3% eða 241,4 milljónir króna á milli ára. Raunaukning innlána var 36,5%. Um síðustu áramót námu innlán alls 686 milljónum króna. Tromp-reikningar eru vin- sælastir, en um 35,6% innlána eru á slíkum reikningum. Um 7,6% eru eru á bundnum sparibókum, 4,4% á bundnum reikningum, 27,4% á almennum sparisjóðsbókum, 18,6% eru veltiinnlán og um 6% eru á gj aldeyrisreikningum. Útlán í lok liðins árs námu 539,5 milljónum króna og hækkuðu um 192,2 milljónir á milli ára eða um 55,3%. Miklar breytingar urðu á milli einstakra tegunda útlána, hlut- ur verðtryggðra lána minnkaði, en hlutur víxla, óverðtryggðra skulda- bréfa og yfirdráttarlána stækkaði. SPARISJOÐIR — Afkoma Sparisjóðs Vélstjóra á síðasta ári var lakari á síðasta ári en árið 1985, en þróun innlána var sjóðnum hagstæð og hækkuðu um 54,3%. Um 59% útlána sjóðsins eru til ein- staklinga, 23,8% til verslunar, 7,4% til iðnaðar, 4% til þjónustu, 2,4% til ríkissjóðs og stofnana og 2,8% eru millibankalán. í árslok var eigið fé 111,3 millj- ónir króna og hækkaði um 28,6% frá 1985. Á síðasta ári opnaði Sparisjóður vélstjóra fyrsta útibúið og_ er það til húsa að Síðumúla 1. í árslok voru 30 stöður við sparisjóðinn. Gengi Norska krónan 4,7% hærri gagnvart krónunni Dollarinn hefur lækkað um 3% frá áramótum, en pundið hækkað um 5,18% gagnvart krónunni. Norska krónan hef- ur hækkað um 4,72% á sama tíma. Síðustu viku hefur óveru- leg breyting átt sé stað á gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónunni. Yenið hefur hækkað mest und- anfarna daga, eða um 1,7% frá 25. mars síðastliðnum. Breyting á gengi annarra gjaldmiðla er óveruleg, en pundið hefur lækkað um 0,7% og dollarinn um 0,1%. Markið er 0,4% hærra en fyrir viku. Markið hefur hækkað um 3,35% frá áramótum og norska krónan um 4,7%. SDR kostar nú 1,7% meira en í ársbyrjun, sænska krónan 2,9% og danska krónan 3,9%. Sterlingspundið var í skráð á gjaldeyrismarkaði í London á 1,6025 dollara. Um hádegi fen- gust 1,819 mörk fyrir dollarann og 1,52 svissneskir frankar. Og dollarinn var skráður á 146,8 yen, 6,345 sænskar krónur og 6,8475 norskar krónur. Ein únsa af gulli kostaði 418,4 dollara. GENGIS- SKRÁNING Nr. 62-1. apríl 1987 Ein.K1.09.15 Kr. Kaup Kr. Sala Toll- gengi Dollari 38,940 39,060 38,960 St.pund 62,413 62,605 29,891 62,743 Kan.dollari 29,799 29,883 Dönsk kr. 5,6853 5,7028 5,7137 Norsk kr. 5,6892 5,7068 5,7214 Sænskkr. 6,1337 6,1526 6,1631 Fi. mark 8,7398 8,7667 8,7847 Fr.franki 6,4390 6,4589 6,4777 Belg. franki 1,0348 1,0380 1,0416 Sv.franki 25,6302 25,7092 25,8647 Holl. gyllini 18,9840 19,0425 19,1074 V-þ. mark 21,4227 21,4887 21,5725 Ít.líra 0,03007 0,03016 0,03026 Austurr. sch. 3,0481 3,0575 3,0669 Port. escudo 0,2768 0,2776 0,2791 Sp. peseti 0,3049 0,3058 0,3064 Jap.yen 0,26535 0,26617 57,477 0,26580 írsktpund 57,300 57,571 SDR (Sérst.) 49,9595 50,1138 49,9815 ECU.Evrópum. 44,4500 44,5870 44,7339 Zodiac Radiophone 900 - sá þráðlausi! Nú er hann loksins kominn! þráðlausi síminn! Hafa ekki of stuttar eða flæktar símasnúrur og framlengingarsnúrur eða þessi sífelldu hlaup í símann stundum farið í taugarnar á þér? Radiophone 900. Endingartími rafhleðslunnar er því ótakmarkaður því hægt er að hlaða auka- rafhlöðu eina sér í hleðslutækinu. Aðeins Zodiac Radiophone 900 hefur þessa mögu- leika. Nú getur þú gleymt þessu með aukasímtækin og framlengingarsnúrurnar. Hættu þessum hlaupum og svaraðu í símann eða hringdu þar sem þú ert. Láttu ekki kunningjana þína eða viðskiptavin- ina bíða. Zodiac Radiophone 900 fylgir þér Með Radiophone 900 getur þú farið óhindrað um alla íbúðina, út í bílskúr, niður í kjallara eða út á lóð - og tekið símann með. Zodiac Radiophone 900 er léttur í meðförum Það er auðvelt að forrita 10 símanúmer í skammvalsminnið og láta Radiophone 900 hringja fyrir sig. Hann man líka síðasta núm- erið sem hringt var í, svo auðvelt er að hringja aftur ef það var á tali. í talfærinu er líka upp- lýstur stafagluggi sem sýnir 10 síðustu tölur símanúmers og hvaða aðgerðir eru í gangi hverju sinni. Engir „símþjófar“ ef þú notar Zodiac Radiophone 900 Eitt af vandamálunum við ódýru, smygluðu þráðláusu símana er að aðrir svipaðir símar , geta komist inn á símalínuna og þar með hringt á þinn kostnað. Auk þess geta nágrannarnir hlerað símtölin með einföldu útvarpstæki. Þetta vandamál er ekki til í Radiophone 900. Hann hefur 999.999 lykilnúmer. Eitt þeirra átt þú. Vertu ekki ráðlaus heldur þráðlaus! með Zodiac Radiophone 900 Radiophone 900 hefur stílhreint útlit, sem fellur vel inn í nútíma umhverfi, hvort sem er á heimili eða vinnustað. Og ef þú vilt stundum hafa frið fyrir símanum - slökktu þá bara á honum. _____ZJsteLí Dugguvogi 2,104 Reykjavík, Sími (91) 687570 Zodiac Radiophone 900 er með innanhúskalli Ef þú þarft að ráðskast við einhvern meðan á samtali stendur, ýtir þú bara á einn hnapp í tal- færinu og lokar fyrir taldósina. Sá sem bíður í símanum heyrir þá ekki það sem ykkur fer á milli. Þú getur líka kallað með innanhúskalli frá talfærinu til móðurtækisins, sem hefur inn- byggðan hljóðnema. Þú getur líka flutt símtalið til annars símtækis. Og hljóðgæðin eru framsúrskarandi. Þú heyrir jafnvel í Zodiac Radiophone 900 og í venjulegu góðu símtæki. Zodiac Radiophone 900 hleðst upp sjálfvirkt f Zodiac Radiophone 900 hleðst rafhlaðan stöðugt meðan talfærið liggur í móðurtækinu. Þú getur líka fengið aukahleðslutæki með Kynningarverð 49.810.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.