Morgunblaðið - 02.04.1987, Side 6

Morgunblaðið - 02.04.1987, Side 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIPn/AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 ísland — Ameríka Beinar siglingar milli Njarðvíkur og Norfolk með M.v. RAINBOW HOPE . Flytjum stykkja-, palla- og gámavöru, frystivöru og frystigáma. Umboösmenn oklcar eru Cunnar Cuöjonsson sf HafnarstræO 5 PO 80x290 121 Revkiavik simi 29200 Telex 2014 Mendan Ship Agency. inc 201 E City HaB Ave. Smte 501 Norfolk Va 23510 USA Simi 18041-625-5612 Tetex 710-881-1256 Áætlun: Lestunardagar Njarðvík— Norfolk — 10. apríl 21. apríl - 1. maí 11. maí - 21. maí (jfc Rainbow ™ Navigationjnc. 1™—a Þijú íslensk fyrir- tæki íBella Center ÁRLEGA norræna húsgagnasýn- ingin (Scandinavian Furniture Fair), verður haldin dagana 6. til 10. maí næstkomandi í Bella Center í Kaupmannahöfn. Að þessu sinni taka þijú íslensk fyr- irtæki þátt í henni. I nýjasta fréttabréfi Landssam- bands iðnaðarmanna, Iðnaðurinn kemur fram að á síðasta ári hafi aðeins eitt íslenskt fyrirtæki, AXIS hf. verið á sýningunni. Að þessu sinni verða þrjú fyrirtæki þátttak- endur, eins og áður segir og þau eru: AXIS hf., Kristján Siggeirsson hf., og GP-húsgögn hf. Útflutningsráð Islands hefur haft umsjón með skipulagningu og und- irbúningi sýningarinnar fyrir íslensku fyrirtækin. Ráðið verður með sérstakan kynningarbás á sýn- ingunni, þar sem kynnt verða útflutningsfyrirtæki og framleiðslu- vörur þeirra. Vörusýningar Sefur þú áhyggjulaus? Vátryggingamál fyrirtækja eru margbrotin og flókin. Oft svo flókin að enginn hefur heildarsýn yfir þau. Þess vegna valda þau líka áhyggjum. Ef þu vilt losa fyrirtæki þitt við þessar áhyggjur í eitt skipti fyrir öll, er ein leið öðrum betri: Atvinnurekstrartrygging Sjóvá. Atvinnurekstrartrygging Sjóvá kemur í stað margra flókinna vátrygginga. Henni fylgja einir skilmálar, eitt vátryggingar- skírteini og eitt heildar iðgjald. Hafðu samband við Sjóvá og láttu áhyggjurnar ekki lengur halda fyrir þér vöku. Sjóvá. Tryggingarfélag í einu og öllu. Sjóvátryggingarfélag íslands hf., Suðurlandsbraut 4, sími (91 )-82500. Landssamband iðnaðarmanna skipuleggur hópferðir LANDSSAMBAND iðnaðar- manna hefur á undanförnum árum staðið fyrir kynnisferðum á erlendar vöru- og tæknisýning- ar. Sambandið mun skipuleggja hópferðir á nokkrar sýningar á þessu ári ef þátttakan verður næg. Farið verður til Vestur-Þýska- lands í lok maí á tvær húsgagna- og tréiðnaðarsýningar. Þetta eru sýningar INTERZUM i Köln (22.-26. maí) og LIGNA í Hannover (27. maí til 2. júní). Á fyrri sýning- unni eru sýnd efni, „fittings" og fleira, en á þeirri síðari vélar. Dagana 8. til 12. september næstkomandi verður sýningin Handværk og Industri ’87 haldin í Heming á Jótlandi. Þetta er blönd- uð iðnaðarsýning. Byggingariðnaðarsýningin BAU í Munchen verður 20.-26. janúar á næsta ári. Sýningin er þekkt og haldin á þriggja ára fresti. Nokkrar sýningar í málm- og skipaiðnaði verða á þessu ári: Fish- ing ’87 (9.-11. apríl) í Glasgow, Nor-Shipping ’87 (2.-5. júní) í Osló, Intemational Fishing Equipment Exhibition (10.-13. september) í Halifax, Kormarine ’87 (22.-26. september) í Suður-Kóreu. Hægt er að fá nánari upplýsingar um þessar vörusýningar á skrif- stofu Landssambandsins. Nýtt Erloftið þungt? RYK, fijóduft, sót, tóbaksreykur og fleira óheilnæmt veldur mörg- um óþægindum. Biotech loft- hreinsi- og jónatækin hreinsa loftið með því að sía það í gegn- um sérstakar rafhlaðnar plast- segulsíur. Það er fyrirtækið Eldfrost sem er með umboð fyrir Biotech á ís- landi og samkvæmt upplýsingum þeirra draga tækin til sín smæstu agnir og lykt af tóbaksreyk, mat og öðm hverfur, auk þess sem asmavaldandi agnir em síaðar úr loftinu. Á skrifstofum og heimilum er lítið af neikvæðum og mikið af já- kvæðum rafhlöðnum ögnum. Stefán K. Guðnason, framkvæmda- stjóri Eldfrosts sagði að þegar jafnvægið milli þessara rafhlöðnu agna raskast þá raskist einnig jafn- vægi manna. Biotech sér um að halda stöðurafmagni í jafnvægi. Stefán benti á að þreytueinkenni (slen) minnki og þar með aukist afköst og einbeiting. Biotech-tækin em til í ýmsum útgáfum. Eldfrost er til húsa að Borgartúni 27 í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.