Morgunblaðið - 02.04.1987, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 02.04.1987, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIPITAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 B 9 Sjávarútvegur Borgarsjóður á að byija sölu hlutabréfa í Granda hf. á þessu ári - segir Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Granda og er bjartsýnn á rekstur fyrirtækisins á þessu ári Morgunblaðið/Bjami GRANDI — Tap á rekstrinum segir ekki alla söguna. Brynjólfur bendir á að mikilvægt sé að átta sig á því hvemig tekst að varðveita eigið fé fyrirtækisins. í ársbyrjun nam ejgið fé 451 milljónum króna, sem jafngildir 528,6 milljónum króna í árslok, miðað við verðlagsbreytingar. í efnahagsreikningi 31. desember 1986 er eigið fé 521,5 milljónir króna. Þannig að 7,1 milljón króna vantaði upp á að eigið fé héldi verð- gildi sínu. „Við erum mjög bjartsýn á þetta ár. Ytri skilyrði eru hagstæð þó auðvitað sé þróun gjaldmiðla áhyggjuefni. Að mínu viti eru þær ákvarðanir sem núverandi ríkisstjórn hefur tekið um aukið frelsi í viðskiptum, mikilsverðar. Við stefnum í rétta átt, frelsið á eftir að verða okkur farsælt og það gildir jafnt um sjávarútveg sem aðrar atvinnugreinar,“ segir Brynjólfur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Granda hf. í viðtali við Morgunblaðið um afkomu fyrirtækisins á liðnu ári, starf hans og fleira er tengist sjávarút- vegi. Brynjólfur telur að borgar- sjóður eigi að byija sölu á hlutabréfum í Granda á þessu ári. Brynjólfur segist vera sannfærð- ur um að ákvörðunin um að sameina Bæjarútgerð Reykjavíkur og ís- björnin hefi verið rétt. „Davíð Oddsson borgarstjóri, hafði pólitískt hugrekki til þess að hafa frum- kvæði í þessu máli. Það var unnið vel að sameiningunni frá upphafi. Mjög hæfír menn, Ólafur Nílsson, endurskoðandi, Jón G. Tómasson, borgarritari og Benedikt Blöndal, hæstaréttarlögmaður voru fengnir í undirbúninginn. Þeir unnu mjög gott starf. Ólafur í því er snéri að fjármálum, og Jón og Benedikt í sambandi við lögfræðileg atriði." Báðir aðilar, borgin og eigendur Isbjamarins, komu sér saman um að kalla til sérfróða menn, verk- fræðinga, skipaverkfræðing og .aðra til að meta eignir fyrirtækj- anna og gera rekstrarlíkan að nýju fyrirtæki. „Eftir á að hyggja er ég sann- færður um að það hafí hjálpað báðum aðilum að gera upp hug sinn, hversu vel var staðið að málum. Að sjálfsögðu voru erfíðleikar margvíslegir fyrir báða aðila. En það var ljóst að rekstur Bæjarút- gerðarinnar annars vegar og ís- bjarnarins hins vegar, var mjög þungur og menn gerður sér grein fyrir því að það var margt sem hægt var að samnýta og reyndar nauðsynlegt," segir Brynjólfur, og bætir við að ekki sé hægt að sam- eina fyrirtæki nema að fullur hugur fylgi máli: „Auðvitað komu þær stundir þegar efasemdir vöknuðu, en á endanum var fyrir hendi sá vilji sem þurfti." Af hálfu borgarsjóðs var tilgang- urinn með stofnun Granda tvíþætt- ur. í fyrsta lagi að gera það sem hægt væri til að koma í veg fyrir að útgerð frá Reykjavík drægist meira saman, en orðið var. Og í annan stað, að borgarsjóður, og þar með útsvarsgreiðendur í Reykjavík, þyrftu ekki að leggja fram fjármuni í rekstur útgerðarinnar. Hvernig hefur tekist til? „Það er ef til vill of snemmt að dæma og ég legg áherslu á það. En báðir eignaraðilar eru ekki í neinum vafa um að ák- vörðunin var rétt,“ segir Brynjólfur. Síðastliðið ár var fyrsta heila starfsár Granda og samkvæmt rekstrarreikningi nam hagnaður af reglulegri starfsemi 1,4 milljónir króna. Hins vegar var endanlegt tap 14,7 milljónir króna, þar sem tap varð á dótturfyrirtæki Granda, Síldar og fiskimjölsverksmiðjunni hf., upp á 10,6 milljónir króna og 5,5 milljónir króna tap af sölu eigna. Brynjólfur segir að hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað hafi numið 143,8 milljúnum króna. Fjár- magnskostnaður nam 15,8 milljón- um og afskriftir 126,6 milljónum króna. Tap á rekstrinum segir þó ekki alla söguna. Brynjólfur bendir á að mikilvægt sé að átta sig á því hvern- ig tekst að varðveita eigið fé fyrir- tækisins. í ársbyijun nam eigið fé 451 milljónum króna, sem jafngild- ir 528,6 milljónum króna í árslokj miðað við verðlagsbreytingar. I efnahagsreikningi 31. desember 1986 er eigið fé 521,5 milljónir króna. Þannig að 7,1 milljón króna vantaði upp á að eigið fé héldi verð- gildi sínu. Ytri skilyrði hagstæð Ytri skilyrði fyrir Granda voru hagstæð á síðasta ári, og Brynjólfur segir að fjármagnskostnaður hafí verið óvenju lítill: „Gífurlegar sveifl- ur geta orðið í rekstri fyrirtækja sem eru háð erlendu lánsfé vegna breytinga á gjaldeyrismörkuðum. Fyrri hluta síðasta árs var fjár- magnkostnaður mikill og þungur. Bæði vorum við að vinna okkur út úr skammtímaskuldum og þurftum að greiða háa dráttarvexti. Þá var þróun erlendra gjaldmiðla óhag- stæð. Seinni hluti ársins var okkur hagstæðari, — vextir fóru lækkandi og við breyttum skuldakörfu okkar. Þannig breytti Grandi afurðalánum úr SDR í dollara, en um 90% af tekjum eru í dollurum. Við höfum því dregið úr gengisóvissu." A liðnu ári var útgerðin rekin með 35 milljón króna halla, en fisk- vinnslan með 36,5 milljón króna hagnaði. Brynjólfur segir að skipin hafí skilað mismikið upp í fjár- magnskostnað: „Grandi er ekki rekinn eins og tvö fyrirtæki, eitt sem er útgerðarfyrirtæki og annað sem er fiskvinnslufyrirtæki. Þó út- gerð sé gerð upp sérstaklega og fískvinnsla sérstaklega, þá verður alltaf að hafa í huga að heildarnið- urstaðan skiptir mestu. Arferði getur verið mismunandi í útgerð og vinnslu. Það er því að vissu leyti styrkur Granda að hafa mikil yfir- ráð á báðum þessum sviðum." Aðeins einn togari, Snorri Sturlu- son, af sjö sem Grandi gerði út var rekinn með hagnaði. Þetta er í fyrsta skipti sem Snorri skilar hagn- aði frá því að hann kom til landsins árið 1973. Ástæða þessa er fyrst og fremst tíðar siglingar Snorra. Fyrir skömmu varð verðfall á karfa í Bremerhaven, en þangað hefur Snorri siglt og Brynjólfur var spurður um þetta: „í Bremerhaven gerast hlutimir eins og á markaði. Framboð verður um tíma of mikið, það er markaður. Ég held að það hafí orðið of mikill gauragangur í kringum þetta. Það var í sjálfu sér ágætt að taka á málinu og það gerði LÍU með því að setja sjálft reglur. Það var ekki kallað eftir reglugerðum eða lögum eins og sumir hefðu kannski óskað eftir í „Eftir á að hyggja er ég sann- færður um að það hafi hjálpað báðum aðilum að gera upp hug sinn, hversu vel var staðið að málum,“ segir Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Granda hf. Hann er sannfærður um ákvörðunin um að sameina Bæjarútgerð Reykjavíkur og Isbjörnin árið 1985 hafi verið rétt. Rekstur Granda fyrsta heild starfsár fyrirtækisins gekk mun betur en margir höfðu spáð. Hagnaður var af reglulegri starfsemi fyrirtækis- ins. Fiskvinnslan skilaði rúm- lega 36 milljón króna hagnaði, en tap varð á útgerðinni. í fyrsta skipti frá því að Snorri Sturluson, togari Granda, kom til landsins árið 1973, var hann rekinn með hagnaði. Tap varð á öðrum skiptum fyrirtækisins. Á liðnu ári vann Brynjólfur ásamt starfsmönnum Granda að fjárhagslegri endurskipu- lagningu fyrirtækisins og er henni lokið. Auk þess þurfti að grípa til róttækra ráðstafana í stjórnun og skipulagningu fyr- irtækisins, og Brynjólfur segist ekki óska neinum stjórnenda að ganga í gegnum slíkt. þessari atvinnugrein. Markaðurinn hefur verið að jafna sig síðan og framboðið er hæfilegt." Brynjólfur segir að eðlilega hafi komið upp dálítil gremja: „Allt síðasta ár voru það ákveðin skip sem héldu þessum markaði gang- andi. Á undanfömum árum hefur tekist að hækka verðið á karfa frá 90 fpennig á pundið í 1,25 mörk. Mönnum sámar auðvitað þegar sá tími kemur að allir ætla að nýta sér hátt verð og við förum aftur í 90 fpenningana og megum byija upp á nýtt. En þetta er opinn mark- aður og við verðum að taka þessu." En hefur gámaútflutningur ekki áhrif á vinnslugetu frystihúsanna hér á landi? Er ekki sú hætta fyrir hendi að með tíamnum dragi hann úr henni? „Þessi hætta getur verið fyrir hendi," svarar Brynjólfur: „Við íslendingar erum eins og aðrar þjóðir að nálgast markaði annarra landa og þjóðfélög eru miklu opn- ari. Erlendir markaðir standa okkur opnir og þannig á það að vera., Hitt er rétt að vinnslugetan hér á íslandi er ef til vill vanýtt, því það eru erfiðleikar á því að manna hús- in. Ég bið menn einnig oft að velta því fyrir sér hversu mikill virðisauki gæti orðið eftir í landinu ef sá físk- ur sem fluttur er út í gámum væri unninn hér heima. Menn mega ekki missa sjónar á þessum þætti. Með tímanum skapast jafnvægi, og við vinnum fisk hér heima og seljum á ferskfiskmörkuðum. En það þarf að gæta hófs." Fjárhag-sleg endur- skipulagning Þegar Grandi hf. var stofnaður yfirtók borgarsjóður 210 milljónir króna skuldir og ísbjömin 70 millj- ónir. Þetta var eiginfjárframlag eigendanna, eftir að sambærilegt eignamat á báðum fyrirtækjunum hafði farið fram. Ifyrsta verkefni Brynjólfs sem framkvæmdastjóra hins nýstofnaða fyrirtækis var fjár- hagsleg endurskipulagning: „Það var verkefni mitt og starfsmanna hér, á síðasta ári, að vinna að fjár- hagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins. „Þegar teknar voru yfir 280 milljónir króna langtíma skuldir opnaðist möguleiki á því breyta skammtímaskuldum í lang- tímaskuldir. Skammtímaskuldir voru mjög miklar hjá báðum fyrir- tælq'unum, BÚR og ísbirninum. Samningar við lánadrottna voru gerðir og viðskiptabanki okkar, Landsbankinn, var okkur innan handar með að útvega langtímalán og við fórum á erlendan markað og fengum lán til lengri tíma.“ Brynjólfur segir að fjárhagslegri endurskipulagningu sé nú lokið. Veltufjárhlutfallið breyttist veru- lega og hækkaði úr 0,6 í 0,8 á milli ára. Þetta hlutfall er þó enn lágt: „Að sjálfsögðu væri æskilegra að veltufjárhlutfallið væri hærra. Ég efast um, að þó erlendis og þá sérstaklega í Bandaríkjunum sé lágmarkið 2, að við sjáum svo hátt hlutfall hjá íslenskum fyrirtækjum á næstu árum. Það eru örugglega ekki mörg hérlend fyrirtæki sem eru með svo hátt hlutfall. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Það hef- ur ekki verið jafnvægi á peninga- markaði, hér hefur ríkt verðbólga og eigið fé fyrirtækjanna hefur rýrnað. Þau hafa verið rekin meira eða minna á lánsfé. Þess vegna er ekki við því að búast að veltufjár- hlutfallið verði eins hátt hér á landi og erlendis fyrr eðlilegt ástand og jafnvægi heftir ríkt í áratug eða svo.“ Veltuf/árhlu tfall er notað sem mælikvarði á mögvleika fyrirtækis til að standa í skilum með skuldir er greiða þarf innan t.d. 12 mán- aða. Því hærra sem hlutfallið er því betra. Sársaukafullur tími Auk fjárhagslegrar enduskipu- lagningar varð að breyta um í stjómun og skipulagi fyrirtækisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.