Morgunblaðið - 02.04.1987, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, VTDSKDPTI/AIVINNULír FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987
B 13
Flug
Harðnandi samkeppni
FARGJALDASTRÍÐ flugfé-
laga á N-Atlantshafsflugleið-
inni á sýnilega enn eftir að
harðna í sumar. Nú síðast hafa
British Airways og British
Caledonian tilkynnt að þau
muni bjóða í sumar verulegan
afslátt af svokölluðum „stand-
by“-fargjöldum á flugleiðum
þessara félaga milli Bretlands
og Bandaríkjanna.
London-New York fargjaldið
mun lækka niður í 179 sterlings-
pund eða í liðlega 11 þúsund
krónur og er það tæplega 5.600
krónum lægra heldur en lægsta
almenna fargjaldið á þessari leið.
Þessi fargjöld eiga enn eftir að
hljóta samþykki bandarískra loft-
ferðayfirvalda og eru fyrst og
fremst ætluð þeim farþegum sem
koma á síðustu stundu, vilja ekki
vera bundir af ákveðnum sérstök-
um dagsetningum um heimferð
og geta þar af leiðandi nýtt sér
sæti sem ella væru auð.
Samkeppni — Bresku flugfélögin ætla nú að hella sér út í
fargjaldastríðið á Norður-Atlantshafsflugleiðinni.
Murdoch
kaupir
Harper
andRow
FJÖLMIÐLAKÓNGURINN Ru-
pert Murdoch skýrði frá því sl.
mánudag að hann hefði sam-
þykkt að kaupa bandaríska
útgáfufyrirtækið Harper and
Row Publishers Inc. og yfirbauð
þar með tvö fyrri tilboð í hluta-
bréf fyrirtækisins. Murdoch
bauð 65 dollara á einingu eða
300 milljónir dollara samtals.
Forráðamenn Harper and Row,
sem er eitt elsta og virtasta bóka-
forlag Bandaríkjanna með 170 ár
að baki, hafa lýst yfir ánægju sinni
með samkomulagið og munu mæla
með því við hluthafa að ganga að
þessu tilboði. Murdoch hefur af
sinni hálfu kallað Harper and Row
„ eitt hinum miklu útgáfufyrirtækj-
um veraldarinnar".
Fyrirtæki
Linotype
seltheima-
mönnum
LINOTYPE, v-þýska prenttækni-
fyrirtækið, sem margir innan
prentiðnaðarins hér á landi
þekkja til, mun von bráðar skipta
um eigendur. Það er Commerz-
bank í V-Þýskalandi sem kaupir
fyrirtækið af bandaríska fyrir-
tækinu Allied Signal en bankinn
mun síðar hafa í hyggju að bjóða
út hlutabréf í fyrirtækinu á
lilutabréfamarkaði heima fyrir.
Engar upplýsingar um kaupverð
eða skilmála hafa verið birtar enn
sem komið er. Lynotype er annar
stærsti framleiðandi mjög tækni-
lega fullkominna setningartækja og
skylds búnaðar fyrir prentiðnaðinn.
Fyrirtækið er með alls um 2.100
starfsmenn innan sinna vébanda.
Það jók veltu sína um 15% á síðasta
ári í alls um 274 milljónir dollara.
Þrátt fyrir nafnið er Linotype
v-þýskt fyriirtæki og á rætur sínar
að rekja til uppfinningar fyrstu Li-
notype-vélarinnar fyrir 101 ári
síðan. Um 23% af veltu fyrirtækis-
ins eru upprunnin í V-Þýskalandi
en fyrirtækið á einnig dótturfyrir-
tæki í Bretlandi, Bandaríkjunum
og Kanada.
Forráðamenn Commerzbank
segja að orðstír Linotype sem há-
tæknifyrirtækis og jafn og stöðugur
vöxtur þess yfír langt tímabil geri
það að mjög álitlegum kosti fyrir
þá sem stunda hlutabréfakaup.
VANTAR ÞIG
FJARMAGN
IIL FJÁRFESFINGAR í ATVINNITIÆKJUM?
Sé svo, bendum við á góða leið til lausnar - >
fj ármögnunarleigu (leasing).
Meðal kosta fjármögnunarleigu Glitnls M. eru:
• 100% fjármögnun til nokkurra ára.
• Viðstaðgreiðumseljandatækiðogkemur
staðgreiðsluafsláttur þér til góða í lægri leigu.
• Engin útborgun við afhendingu tækis.
• Þægilegar mánaðarlegar leigugreiðslur. ,
• Óskertir lánamöguleikar hj á þínum
viðskiptabanka.
• Eitt símtal til okkar og á 48 klukkustundum
getur þú leyst fjármögnunarvanda þinn.
Glitnir M. Nýtt og öflugt fyrirtæki á íslenskum
fj ármagnsmarkaði.