Morgunblaðið - 02.04.1987, Side 16

Morgunblaðið - 02.04.1987, Side 16
16 B MORGUNBLAÐH), VIÐSKHTI/XIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 Fjármál heimilisins Sparað skipulega til eftirlaunaáranna Ný þjónusta Verðbréfamarkaðar Iðnaðarbankans hf. m m Morgunblaðið/Júlíus LIFEYRISBREF Kaupþing hf. bryddar upp á nýjung á íslenska fjármagnsmarkaðnum, í samvinnu við Almennar Tryggingar hf. og Almennar Líftryggingar, svokölluð Lífeyrisbréf. Það er Hávöxtunarfélagið sem gefur Lífeyrisbréfín úr. Myndin er tekin frá blaðamannafundi, sem haldinn var þegar bréfín voru kynnt: (T.v.) Pétur H. Blöndal, framkvæmdastjóri Kaupþings hf., Ólafur Jón Ingólfs- son, Almennum Tryggingum hf., Ari Amalds, formaður stjómar Hávöxtunarfélagsins hf., Magnús Magnússon og Eggert Hauksson, stjómarmenn f Hávöxtunarfélaginu hf., Sigurður Þ. Guðmundsson, Almennum Líftryggingum hf. og Davíð Bjömsson, forstöðumaður verðbréfaviðskipta Kaupþings hf. Verðbréfamarkaður Iðnaðar- bankans hf. tók upp f febrúar síðastliðnum, nýja þjónustu við þá sem vilja ávaxta fjármuni í verðbréfum. í framhaldi af þessu var fyrr í þessum mánuði byijað ■ að bjóða upp á umsjón með svo- kölluðum, eftirlaunasjóði einka- aðila. Verðbréfamarkaður Iðnaðar- bankans, kaupir og selur skuldabréf og hlutabréf samkvæmt óskum eig- enda verðbréfareiknings. Verð- bréfaeignin er skráð á reikningin. Starfsmenn Verðbréfamarkaðarins sjá um að innheimta afborganir, vexti og verðbætur af skuldabréfum og fylgjast með arðgreiðslum af hlutabréfum og útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. Þá er einnig séð um að ráðstafa greiðslum af verðbréfum eftir óskum reikningshafa þannig að jafnan sé til reiðu fé á fyrirfram ákveðnum tíma. Verðbréfamarkaður Iðnaðar- bankans, sendir eigendum verð- bréfareikninga reglulega yfírlit, þar sem koma fram hreyfingar frá síðasta yfírliti og uppfærð verð- bréfaeign. Þá er einnig sent sérs- takt yfírlit út í lok ársins til að auðvelda framtal til skatts. Sérstakur bankareikningur í Iðn- aðarbanka íslands á nafni reikn- ingshafa er stofnaður og allar peningagreiðslur vegna verðbréfa- viðskipta renna um þennan reikn- ing. Eftirlaunasjóður einkaaðila Umsjón með eftirlaunasjóðum einkaaðila, er aðstoð við fólk sem vill leggja fyrir með skipulegum hætti til eftirlaunaáranna og bæta þannig við greiðslur úr opinbera lífeyriskerfínu. Verðbréfamarkað- urinn sér um að senda reglulega giróseðla eða tilkynningar um greiðslur eftir óskum hvers og eins. Greiðslumar eru ávaxtaðar í verð- bréfum og um leið er stofnaður sérstakur verðbréfareikningur á nafni eigandans. Þannig er mynd- aður sérstakur verðbréfasjóður. Eigandi eftirlaunasjóðsins er líftryggður, ef hann óskar þess, þannig að við fráfall hans, ábyrgist eftirlaunasjóðurinn auk tryggingar- innar erfingjum tiltekna fjárhæð. í meðfylgjandi tölfu er sýnd upp- söfnun mánaðarlegs spamaðar í 15 ár. Miðað er við að lagt sé til hliðar 5 þúsund krónur á mánuði. í öðrum dálki er ekki reiknað með vöxtum, en í síðasta dálki er sýnt hver upp- hæðin verður miðað við gefnar forsendur um vexti umfram verð- bólgu. Eins og sést á þessu skiptir miklu hver ávöxtunin er, en nú er hún um 9%. Á meðfylgjandi súlu- riti er sýnt hvemig höfuðstóll hækkar miðað við 9% vexti auk • '••ðtryggingar. 1', Búist við lækkun ávöxtunará verð- tryggðum bréfum KAUPENDUR og seljendur verðbréfa virðast almennt búast við því að ávöxtun verðtryggðra skuldabréfa fari lækkandi. Vegna þessa er ávöxtun slíkra bréfa lægri en ávöxtun skulda- bréfa til skemmri tíma. Á meðfylgjandi línuriti, sem birt- ist í tímaritinu Vísbendingu, sem Kaupþing hf. gefur út, má glökkt sjá þessa þróun. Halli vaxtalínu verðtryggðra bréfa er neikvæður, öfugt við línu óverðtryggðra verð- bréfa. í fréttabréfí Kaupþings í þessum mánuði er bent á að ástæða þessa sé ótvírætt verðbólguáhætta, sem fylgir óverðtryggðum eignum en ekki verðtryggðum. Ávöxtun á verðbréfamarkaði hef- ur farið lækkandi á undanfömum mánuðum. Auk fyrrgreindrar ástæðu, er skýringa að leita í au- kinni eftirspum eftir verðbréfum, og ákvörðun um að hafa 6,5% vexti af spariskírteinum ríkissjóðs hefur einnig haft áhrif til lækkunar ávöxt- unar. Meísölublaó á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.