Morgunblaðið - 07.04.1987, Síða 2
2 B
JBoreunbluiiib /ÍÞRÓTTtR ÞRWJUDAGUR 7. APRÍL 1987
KÖRFUBOLTI / ÚRSLITAKEPPNI ÚRVALSDEILDARINNAR
Fjórði
meistara-
titillinn
áfjórum
árum
NJARÐVÍKINGAR eru íslands-
meistarar í körf ubolta fjórða
árið í röð og kemur það ekki á
óvart. Liðið hefur leikið frábær-
lega í vetur, hvergi er veikur
hlekkur og titillinn er þeirra
með sanni. Á laugardaginn
sigruðu þeir Valsmenn öðru
sinni í úrslitum og virtist sigur-
inn aldrei í hættu. Öruggir
mættu þeirtil leiks, stjórnuðu
ferðinni og léku eins og þeir
sem valdið hafa.
Njarðvíkingar hafa nær ein-
göngu notað átta leikmenn í
vetur, sem leika allir fyrir einn og
einn fyrir alla. Liðsheildin er sterk,
samvinnan til fyrir-
myndar. A laugar-
daginn kom Hreiðar
þeim á sporið, skor-
aði fyrstu fjögur
stigin, og síðan skoraði Valur þrjár
þriggja stiga körfur í röð. Varnar-
leikurinn var ákveðinn, sóknimar
gengu upp og Valsmenn sátu eftir.
Mestur var munurinn fjórtán stig í
fyrri hálfleik, en Valsmenn enduðu
hálfleikinn vel og byijuðu þann
seinni eins, náðu að minnka muninn
í þijú stig. Nær komust þeir ekki
og Njarðvíkingar tóku aftur völdin
í sínar hendur. Þegar rúmar tvær
mínútur voru til leiksloka gáfu
meistaramir aðeins eftir og Vals-
menn gengu á lagið. Staðan breytt-
ist úr 74:61 í 74:69, en þá fékk
Torfí Magnússon sína fímmtu villu,
sem var mjög vafasamur dómur,
og Njarðvíkingar gerðu út um leik-
inn.
Valsmenn voru seinir í gang og
hafa oft leikið betur, en þeir áttu
hreinlega ekkert í Njarðvíkinga að
þessu sinni. Leifur var sterkur í
fráköstunum, en hittnin almennt
var ekki góð.
Ekki er ástæða til að nefna einn
öðrum fremur hjá meisturunum.
Liðið vinnur vel saman og árangur-
inn er eftir því.
Jón Otti Ólafsson og Sigurður V.
Halldórsson voru alltof smámunas-
amir í dómum sínum, sem bitnaði
frekar á Valsmönnum.
Steinþór
Guóbjartsson
skrifar
Morgunblaðið/Einar Falur
Barningur við körfuna
Ámi Lárusson reynir hér skot í leiknum gegn Val en Tómas Holton er til varnar og ekki vantar tilþrifín.
Sagt eftir leikinn
Valur Ingimundarson, UMFN
Mér líður mjög vel. Þessi
árangur er afrakstur öflugs
unglingastarfs og ég sé ekki að á
velgengninni verði breyting næstu
árin. Við lékum ágætlega í þessum
leik lengst af, en vorum kærulausir
í lokin. Við ætluðum að verja titil-
inn, það tókst, og nú setjum við
stefnuna á sigur í bikarúrslitunum
á föstudaginn. við höfum aldrei
orðið bikarmeistarar og finnst
mörgum kominn tími til.
Jon West, þjálfari Vals
Við byijuðum illa og það kann
ekki góðri lukku að stýra gegn
sterku liði eins og Njarðvík. Við
vorum nálægt titlinum og það er
alltaf erfitt að þurfa að sætta sig
við tap, en Njarðvíkingar hafa verið
bestir í allan vetur. En við lærum
af reynslunni og mætum tvíefldir
til bikarúrslitaleiksins.
ísak Tómasson, fyririiðí UMFN
Hjá okkur kom ekki til greina
annað en sigur. Við byijuðum
vel, sem gerði eftirleikinn auðveld-
an, en Islandsmeistaratitillinn er
fyrst og fremst sigur liðsheildarinn-
ar. Nú er fyrri hálfleik lokið, en sá
seinni er eftir, þar sem bikarúrslitin
eru, og þar ætlum við okkur einnig
sigur.
Torfi Magnússon, fyririiði Vals
Betra liði vann. Við töldum okk-
ur eiga sigurmöguleika fyrir
leikinn, en sóknin gekk ekki upp
og því fór sem fór. Þetta var ekki
okkar dagur, en við fáum annað
tækifæri á föstudaginn og tökum
þá í bikamum.
Valur-UMFN
70-81
Sþróttahús Seljaskóla, 4. apríl 1987.
Annar leikur (úrslitum úrslitakeppni
úrvalsdeildarinnar.
0:2, 2:2, 3:7, 3:16, 10:23, 16:27,
20:27, 22:29, 22:35, 26:42, 28:45,
36:45, 42:45, 45:48, 45:54, 52:63,
54:67, 58:72, 69:74, 69:81, 70:81.
Stig Vals: Tómas Holton 16, Leifur
tíústafsson 13, Torfi Majjnússon 11,
Sturla Örlygsson 11, Einar Ólafsson
9, Páll Amar 6, Bjöm Zoega 4.
Stig UMFN: Valur Ingimundarson
24, Helgi Rafnsson 15, Teitur Örl-
ygsson 11, Hreiðar Hreiðarsson 8,
ísak Tómasson 8, Jóhannes Krist-
bjömsson 8, Kristinn Einarsson 5,
Ami Lárusson 2.
SPURT ER / Hverjir verða bikarmeistarar í handknattleik?
Björn
Jónsson
Ég veðja á Stjörnuna í
karlaflokknum, þeir eiga
skilið að vinna bikarinn.
Ætli leikurinn fari ekki
25-22. Framstúlkurnar
verða líklega bikarmeistar-
ar, spái þeim sigri með 19
mörkumgegn 17.
Guðmundur
Guðmunds.
Stjömumenn verða bikar-
meistarar ef þeir spila jafn
skynsamlega á móti Fram
og þeir gerðu á móti okk-
ur. Þeir búa líka yfír meiri
leikreynslu. í kvennadeild-
inni spái ég að Framstúlk-
urnar verði bikarmeistarar.
Geir
Sveinsson
Framstúlkurnar tel ég
besta kvennaliðið á Norð-
urlöndum nú og spái þeim
bikarmeistaratitlinum. En
ég held að Stjamar sigri í
karlaflokki, hef á tilfínn-
ingunni að þeir séu með
sterkara og reyndara lið.
Friðrik
Þorbjörnss.
Ég veðja á Stjömuna í
karlaflokki, 24-20. Þeir
hafa verið jafnari í keppni
í vetur, en em þó að mínu
mati enn betri og hefðu átt
að keppa um Islandsmeist-
aratitilinn. Framstúlkurnar
vinna með 21-17.
Þorgils Ó.
Matthísen
Stjaman sigrar líklega
25-23. Þeir eru sterkara lið
og eiga skilið uppreisn æm
eftir keppnistímabilið. Þó
má ekki vanmeta Framm-
arana. Mér er óljúft að spá
Framstúlkunum sigri, en
þær vinna líklega 20-18.
Friðjón G.
Jónsson
í kvennaflokki verður það
sterkara liðið, Fram. Svo
hef ég trú á að Stjarnan
vinni bikarinn í karlaflokki,
held að þeir séu bara sterk-
ara lið en Fram. en ég þori
engu að spá um tölur í
þessum leikjum.