Morgunblaðið - 07.04.1987, Page 5
/ÍÞRÓTTÍR ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987
B 5
einum af fjórum riðlum í forkeppn-
inni. Núna erum við búnir að leika
fimm leiki og höfum unnið þá alla
með talsvert miklum mun. Meðal-
talsskorið hjá okkur eru 96 stig og
við höfum fengið á okkur 32 stig
að meðaltali þannig að yfirburðir
okkar eru miklir.
Það fer víst ekki fram hjá neinum
að körfubolti er það sem lífið snýst
um hjá Óskari. í herberginu hans
er allt þakið minjagripum úr körfu-
boltanum, bikarar, verðlaunapen-
ingar og fleira sem fylgir þátttöku
í íþróttum. Á einni hillunni er
skemmtileg stytta af „Magic“ Jo-
hnson hjá Los Angeles Lakers, en
hann er uppáhalds körfuboltamaður
Óskars og á veggnum hjá honum
hangir körfuboltaspjald sem er mik-
ið notað.
Hann keypti það í Bandaríkjunum
fyrir nokkrum árum og á því stend-
ur, „The Waist Basket" og skorar
hann margar körfur með pappírsr-
usli. Ruslið fer hátt í loft upp, niður
í gegn um körfuna og í ruslafötuna.
Draumurinn hjá Óskari er að koma
heim til íslands og leika í körfubolt-
anum. „Ég stefni að því að koma
heim í skóla eftir að ég klára níunda
bekkinn hér. Það ætti að geta orðið
á næsta ári og þá ætla ég að leika
með einhveiju liði heima. Ætli það
verði ekki helst Valur eða ÍR. Ég
/ er Valsari en þegar ég var í æfinga-
búðum í Seljaskóla í fyrrasumar
kynntist ég strákum úr IR og líkaði
vel við þá þannig að það getur vel
verið að ég fari í ÍR.
Æðsti draumurinn er auðvitað að
komast til Bandaríkjanna í körfu-
boltann. Ég fylgist vel með
NBA-deildinni. Kunningjar mínir á
Islandi taka upp úr Stöð 2 og senda
mér leikina."
- Ætlar þú þá bara að millilenda
á íslandi á leið þinni til Banda-
ríkjanna?
„Ég veit það nú ekki. Ef ég kæm-
ist einhvem tíma í íslenska landslið-
ið þá væri það meira en nóg fyrir
mig."
JÚDÓ
Bjami í
áttunda sæti
BJARNI Friðriksson keppti á
opna þýska meistaramótinu í
júdó um helgina, en það er eins
konar undankeppni fyrir
heimsmeistaramótið í júdó
sem verður haldið á sama stað
í haust. Mótið fór fram í Essen
í Þýskalandi og voru 530 kepp-
endur frá 35 þjóðum. Bjarni
keppti íflokki -95 kg ásamt 38
öðrum og komst hann í átta
manna úrslit, en hafnaði þar í
áttunda sæti.
Fyrsta viðureign hans var við
Svisslendinginn Peneyure og
hlaut Bjarni fullnaðarsigur, ippon.
Því næst keppti hann við Rúmenann
Olpei og sigraði hann á dómsúr-
skurði, en í þeirri viðureign tognaði
Bjarni á hné og átti í verulegum
erfiðleikum það sem eftir var
keppninnar vegna þeirra meiðsla.
Kom það berlega fram í viðureign
hans við Þjóðvetjann Miiller, en þar
vann Bjarni á ippon, þrátt fyrir
meiðslin. Hann tapaði hins vegar
fyrir Bandaríkjamanninum Berland
og mátti, að sögn þjálfara hans,
Gísla Þorsteinssonar, rekja tapið til
meiðslanna.
Gísli kvað þá Bjarna nokkuð án-
ægða með úrslitin og sagðist vona
að meiðslin yrðu ekki langvarandi,
þó útséð væri með að Bjarni tæki
þátt í opna breska mótinu um næstu
helgi, en þangað fer þó fimm manna
keppnishópur frá Islandi. Bjarni
stefnir hins vegar á að taka þátt í
Evrópumótinu sem verður í París í
Morgunblaðiö/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Tólf mörk samtals
Þeir Páll Ólafsson og Sigurður Sveinsson skoruðu sex mörk hvor fyrir lið sín
i bundesligunni um helgina og stóðu sig vel.
EVROPUKEPPNIN
Gummersbach
fékk skell
Kristján stóð sig manna best
hálfleik var 11:5 og áttu Kristján
og félagar aldrei möguleika. Allir
léku undir getu. Kautschikas sem
er 35 ára gamall sovéskur landsliðs-
maður gerði sér lítið fyrir og skoraði
13 mörk af línunni.
Schwabing olli einnig vonbrigðum
með því að ná aðeins jafntefli gegn
svissnesku bikarmeisturunum,
Zurich, 20:20 á heimavelli. Sviss-
lendingar eiga því alla möguleika á
að leika til úrslita um Evrópubikar-
inn og kemur það mörgum á óvart.
GUMMERSBACH fékk slæma
útreið í fyrri leik sínum í undan-
úrslitum IHF-keppninnar gegn
sovéska liðinu, Kaunas, á úti-
velli á laugardaginn. Kaunas
sigraði með 10 marka mun,
22:12. Kristján Arason var
skásti leikmaður Gummers-
bach og gerði 5 mörk.
Róðurinn verður erfiður hjá
Gummersbach í seinni leiknum
sem fram fer í Köln um næstu
helgi. Liðið hefur aldrei tapað svo
stórt í Evrópukeppni
fyrr og vilja leik- -
menn örugglega
gleyma þessum leik
sem fyrst. Staðan í
Frá
Jóhannilnga
Gunnarssyni
i Þýskalandi
HANDKNATTLEIKUR / ÞYSKALAND
Essen vantar
enn ertt stig |
Páll og Sigurður gerðu sex mörk hvor
ESSEN tókst ekki að tryggja
sér meistaratitilinn í hand-
knattleik um þessa helgi. Liðið
tapaði fyrir Hofweier á útivelli,
19:18. Páll Ólafsson var mark-
hæstur hjá Dusseldorf er þeir
unnu Schutterwaid, 21:18. Sig-
urður Sveinsson gerði sex
mörk fyrir Lemgo og var
markahæstur að vanda er liðið
tapaði fyrir Göppingen á úti-
velli, 23:22.
Leikmenn Essen urðu að bíða
með að fagna sigri í deildinni
er þeir töpuðu naumlega fyrir Hof-
weier á útivelli. Essen hefur oft átt
í vandræðum með
Frá Hofweier og tapaði
Jóhannilnga þar með öðrum leik
Gunnarssyni sfnum í vetur. Alfreð
i Þyskalandi ,
gerði 3 mork og
lan Rush skoraði
en Liverpool tapaði
IAN Rush hafði skorað í 144 leikjum með Liverpool, enginn þeirra
hafði tapast og þegar Rush skoraði fyrir Liverpool gegn Arsenal í
úrslitaleik deildabikarkeppninnar á Wembley á sunnudaginn, héldu
margir að enn einn sigurinn væri í höfn. Svo fór þó ekki, Charlie
Nicholas náði að jafna fyrir Arsenal og skora sigurmarkið skömmu
fyrir leikslok.
„Ég hef beðið eftir þessu tækifæri í rúm fjögur ár, en biðin var vel
þess virði,“ sagði Nicholas eftir leikinn. Glæsilega var staðið að marki
Liverpool, sem Rush skoraði um miðjan fyrri hálfleik, en Nicholas
jafnaði skömmu síðar eftir þunga sókn. Þegar sex mínútur voru til
leiksloka tryggði hann Arsenal sigurinn og bikarinn, sem keppt var
um í fyrsta skipti.
„Liverpool hefur átt mikilli velgengni að fagna í mörg undanfarin ár
og borið höfuð og herðar yfir önnur lið. Því vorum við afskrifaðir
fyrir leikinn, en það var of snemmt," sagði George Graham, fram-
kvæmdastjóri Arsenal, sem hefur náð mjög góðum árangri á sínu
fyrsta ári með liðið. Arsenal var lengi vel í fyrsta sæti í deildinni,
en hefur dregist aftur úr Everton og Liverpool síðustu vikur. Sigurinn
í deildabikarnum var því enn sætari fyrir vikið.
náði sér ekki á strik frekar en aðr-
ir leikmenn Essen. Liðinu vantar
nú aðeins eitt stig úr síðustu 3 leikj-
unum til að tryggja sér titilinn
annað árið í röð.
Páll Ólafsson var í aðalhlutverki
hjá Dusseldorf er þeir unnu Schutt-
erwald örugglega, 21:18. Staðan j
hálfleik var 11:8 fyrir Dusseldorf.
Páll var bestur og skoraði sex mörk.
Sigurður Sveinsson var markahæst-
ur að vanda hjá Lemgo er þeir
máttu þola tap gegn Göppingen,
23:22. Staðan í hálfleik var 11:11.
Sigurður gerði 6 mörk þar af 3 úr
vítaköstum.
Kiel og Grosswallstadt gerðu jafn-
tefli, 21:21, í Kiel eftir að heima-
menn höfðu haft yfir í leikhléi, 9:8;
Loks sigraði Dortmund Hammeln á
útivelli, 18:17.
Mmt
FOLK
■ EINAR Bollason þjálfar ÍR-
inga í körfubolta áfram næsta
keppnistímabil. Einar hefur ávallt
náð góðum árangri sem þjálfari og
undir hans stjórn sigraði ÍR í 1.
deild og byrjar í úrvalsdeildinni
næsta haust. Reyndar er talið mjög
líklegt að níu lið leiki tvöfalda um-
ferð í úrvalsdeildinni næsta tímabil,
en tillaga þess efnis verður lögð
fram á ársþingi KKÍ í vor.
■ BLAKLID KA, Þróttar
Reykjavík og Þróttar Neskaups-
stað hafa öll áhuga á að ráða
kínverska þjálfara fyrir næsta
keppnistímabil. Félögin hafa beðið
kínverska sendiráðið í Reykjavík
um aðstoð, en ekki er ólíklegt að
Kínveijinn, sem þjálfaði Víking í
vetur, verði á Neskaupsstað næsta
tímabil.
■ UM síðustu helgi lauk dómar-
anámsskeiði á vegum Knattspyrn-
uráðs Reykjavíkur. Tæplega
þijátíu dómaraefni tilkynntu þátt-
töku, en svo fór að aðeins sjö mættu
og tóku próf. Einn kom frá KR og
sex frá Árvakri, sem leikur í 4.
deild. Ái-vakursmenn hafa ekki
safnað digrum sjóðum og þar sem
dómurum fylgja aukin útgjöld fóru
þeir að dæmi stóru félaganna og
fengu fyrirtæki til að taka þátt í
kostnaðinum. Gaui í Spörtu brá
skjótt við og gaf þeim flautur, svo
þeir gætu byijað að dæma.
Æ TOM Cleiste er fyrsti Græn-
lendingurinn, sem æfir með
íslensku 1. deildarliði í knattspyrnu.
Hann spilaði á Grænlandi, en kom
til íslands til að kynnast fiskvinnslu
og starfar í Granda hf. Tom iætur
það samt ekki aftra sér frá boltan-
um og æfir manna best hjá Val.
■ PETER Beardsley er ánægð-
ur hjá Newcastle þó illa gangi og
segist ekki fara til annars liðs, nema
Newcastle vilji annað. Spurningin
er hins vegar hvort félagið hafi efni
á að halda Beardsley. Víst er að
Liverpool þarf leikmann í stað
Kenny Dalglish, og þá er Bears-
dley oftast nefndur.
■ JOHN Fashanu er ákveðinn í
að fara frá Winibledon að loknu
þessu keppnistímabili. Fashanu hef-
ur verið einn besti leikmaður
nýliðanna, en vill nú leika með betra
liði og kemur Arsenal sterklega til
greina.
■ CHARLIE Nicholas var hetja
Arsenalum helgina, en framtíð
hans hjá félaginu er óviss. Nicholas
hefur nú verið í fjögur ár hjá Arse-
nal og ekki staðið sig eins og vonast
var til. Samningurinn rennur út í
maí og kæmi fáum á óvart, þó Nic-
holas færi aftur til Celtic í Skotl-
andi, þar sem hann lék í þijú ár
og var feykivinsæll.
Einar verður áfram með ÍR-inga.