Morgunblaðið - 07.04.1987, Side 6
6 B
JQJfttfjgftttÞiaMfr /ÍÞRÓTTIR þrwjudagur z apríl m7
BADMINTON / MEISTARAMÓTIÐ
Hörkuleikur
- sagði Þórdís Edwald, þrefaldur
íslandsmeistari íbadminton.
„Þetta var hörkuleikur, sérs-
taklega síðari lotan og ég verð
nú að viðurkenna að ég var
aðeins farin að efast um sigur-
inn í henni. Hélt að þetta yrði
kannski endurtekið efni frá því
í fyrra þegar að ég byrjaði að
vinna fyrri lotuna en tapaði svo
rækiiega í þeirri síðari,11 sagði
Þórdís Edwald, TBR, sem
keppti nú annað skiptið við
Elísabetu Þórðardóttir, TBR og
endurheimti frá henni Islands-
meistaratitilinn í einliðaleik
kvenna eftir spennandi keppni,
með 11-0,11-7.
Vilborg
Einarsdóttir
skritar.
Þetta er í þriðja sinn sem Þórdís
er íslandsmeistari í einliðaleik
kvenna, hún sigraði Kristínu Magn-
úsdóttur 1983 og 1985. Hún hefur
átt við ýmis minni-
háttar meiðsl að
stríða í vetur og
kvaðst fegin því að
geta aðeins tekið
lífínu rólega með titilinn í höfn. Það
verður þó ekki lengi, því nú hefjast
æfingar hjá liðinu sem heldur á
heimsmeistaramótið í Kína í maí
nk., en liðið skipa auk Þórdísar,
þeir Þorsteinn Páll Hængsson,
Broddi Kristjánsson og Guðmundur
Adólfsson.
Þetta var lang-
þráður sigur
- sagði Þorsteinn Páll Hængsson,
þrefaldur íslandsmeistari
„ÞETTA er vissulega lang-
þráður sigur og ég er mjög
ánægður með að hafa loks
þennan bikar,“ sagði Þorsteinn
Páll Hængsson, sem lék á
mótinu sinn þriðja úrslitaleik
og varð íslandsmeistari í ein-
liðaleik karla í fyrsta sinn, eftir
harða keppni við Brodda Kristj-
ánsson, sem fór 3-15,15-6,
15-5.
eir Þorsteinn og Broddi, sem
báðir eru í TBR mættust nú í
þriðja sinn í úrslitaleik, en þeir tveir
keppa einnig saman í tvfliðaleik.
„Við æfum nú saman líka, þannig
að það er ekkert nýtt fyrir okkur
að mætast á vellinum. Svo þekkjum
við vel inn á leiktæknina hjá hvor
öðrum og kemur því fátt á óvart.
En það er alltaf erfitt að spila á
móti Brodda og þessi keppni var
ekkert frábrugðin, tölumar segja
ekki allt. Hann gefst aldrei upp,
gerir lítið af mistökum og er með
mikið keppnisskap. En ætli ég reyni
ekki að halda bikarnum eitthvað
áfram úr því hann er einu sinni
kominn í mínar heldur," sagði Þor-
steinn Páll. Hann hefur æft
badminton í 15 ár, byrjaði 8 ára
gamall.
^ m mmm m • -M > „ Morgunblaðið/
Þrefaldir Isalndsmeisfarar
Ánægðir þrefaldir íslandsmeistarar t badminton. Þórdís Edwald og Þorsteinn
Páll Hængsson.
Þórdísog
Þorsteinn
unnu
þrefalt
MEISTARAMÓTIÐ í badmin-
ton var haldið í Laugardals-
höll um helgina og urði
liðsmenn TBR sigursælir, en
keppt var f meistaraflokki og
A-flokki í einliðaleik, tvíliða-
leik og tvenndarleik, auk þess
sem keppt var í flokki öðlinga
og í æðsta flokki.
Sigurvegarar mótsins urði án
efa þau Þórdís Edwald og
Þorsteinn Páll Hængsson, bæði úr
TBR, sem urðu þrefaldir íslands-
■■■i meistarar hvort um
Vilborg sig, í einliðaleik,
Einarsdóttir tvíliðaleik og
skrifar. tvenndarleik, en þar
kepptu þau saman.
Þau Þórdís og Þorsteinn Páll skipa,
auk Brodda Kristjánssonar og Guð-
mundar Adólfssonar lið íslands sem
mun keppa á heimsmeistaramótinu
í badminton í maí nk. í Kína.
Þeir Broddi Kristjánsson og Þor-
steinn Páll Hængsson hafa lengi
eldað grátt silfur saman. Tvívegis
áður hafa þeir leikið til úrsilita á
meistaramótinu og þá vann Broddi
í bæði skiptin. Þorsteinn liafði betur
að þessu sinni og er sigurinn honum
ábyggilega kærkominn.
■ Úrslit/B15
KNATTSPYRNA / VESTUR—ÞÝSKALAND
Ásgeir lék f rábærlega vel
Ásgeir Sigurvinsson, fyrirliði Stuttgart fékk einn í einkunn hjá hinu virta knatt-
spymublaði Kicker og þýðir það að hann lék í heimsklassa.
Bayern heldur sínu striki
Ásgeir átti stórleik með Stuttgart gegn Dortmund
BAYERN Munchen hélt upp-
teknum hætti um helgina og
vann stórsigur á Kaiserslaut-
ern, 3:0, í vestur-þýsku
Bundesligunni í knattspyrn-
unni og hefur örugga forystu.
Fátt getur komið í veg fyrir að
liðið verði meistari annað árið
í röð. íslendingaliðin, Stuttgart
og Uerdingen, unnu bæði um
helgina. Ásgeir Sigurvinsson
átti stórleik með Stuttgartt og
fær 1 í einkunn í flestum blað-
anna.
Leikur Bayem lofar góðu fyrir
leikinn gegn Real Madrid í
Evrópukeppninni á morgun, mið-
vikudag. Sigurinn var öruggur á
heimavelli þeirra.
Frá Gamla kempan Di-
Jóhannilnga eter Höness skoraði
Gunnarssyni sitt ioo. mark í
/ Þýskalandi Bundesligunni á
ferlinum er hann gerði fyrsta mark
Bayem. Lars Lunde bætti öðru
markinu við fýrir leikhlé og Hans
Dörfner bætti því þriðja við í seinni
hálfleik. Kaiserslautem fékk víta-
spymu á síðustu mínútu leiksins
sem Pfaff varði.
Hamorgarar eru þeir einu sem
hugsanlega geta veitt Bayem
keppni um meistaratitilinn. Þeir
unnu Leverkusen, 1:0. Alex Jusufí
skoraði sigurmarkið á 55. mínútu
eftir fyrirgjöf frá Okomski, sem var
besti leikmaður vallarins.
Asgelrgóður
Stuttgart með Ásgeir Sigurvinsson
í aðalhlutverki skaust í þriðja sæti
með því að vinna sannfærandi sigur
á Dortmund, 3:0. Jiirgen Klinsmann
skoraði fýrst á 6. mínútu. Allgöwer
bætti öðru við í byrjun seinni hálf-
leiks og svo var Klinsmann aftur á
ferðinni 5 mínútum síðar. Ásgeir
og Klinsmann fengu 1 i einkunn í
blöðunum sem þýðir leikur í heims-
klassa.
Bayem Uerdingen vann Dusseldorf,
4:1. Eftir að vera einu marki undir
tóku Funkel-bræðumir sig til og
skoruðu þijú mörk í fyrri hálfleik.
Kunzt kom inná sem varamaður í
MARSEILLE hefur komið sér
fyrir í efsta sæti frönsku 1.
deildarinnar, eftir auðveldan
sigur á Sochaux. Þetta ertólfti
leikur Marseille í röð án taps.
Bordeaux, helsti keppinautur
Marseille, gerði jafntefli við
PSG f París. Forskot Marseille
er aðeins eitt stig, en um
næstu helgi fær liðið tækifæri
til að auka þennan mun, því
þá sækir það Bordeaux heim.
oulouse og Auxerre, sem em
einna líklegust til að hreppa
seinni hálfleik og skoraði’ fjórða
markið. Lárus Guðmundsson lék
allan leikinn og stóð sig ágætlega.
Atli lék ekki með og virðist ekki í
náðinni þessa dagana.
Önnur úrslit voru þau að Frankfurt
vann Galdbach óvænt, 4:0. Köln
sigraði Homburg, 3:1 og hefur liðið
ekki tapað leik síðan Tony Schum-
acher var rekinn. Allofs, Woodcock
og Lehnhoff gerðu mörkin. Bochum
og Werder Bremen gerðu jafntefli,
1:1 og Blau Waiss Berlin og Schalke
gerðu markalaust jafntefli.
þriðja sætið í deildinni og þar með
Evrópusæti, unnu bæði sína leiki.
Mónakó virðist hafa
Frá Bernharöi gott tak á nágrönn-
Valssyni um sínum frá Nice
iFrakklandi þessa dagana. Á
miðvikudag sigraði
Mónakó Nice í bikamum 2:0 og svo
aftur 1:0 í deildinni á laugardag.
Þar með er möguleikinn á Evrópu-
sæti enn fyrir hendi þó veikur sé.
■ Úrslit/B14
■ Staðan/B14
FRAKKLAND
Marseille
með forskot