Morgunblaðið - 07.04.1987, Side 7
ptofgwtMamp /IÞROTTIR ÞRŒXIUDAGUR 7. APRÍL 1987
B 7
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Everton með
pálmann
í höndunum
Clive Allen skoraði þrjú gegn Norwich
„ÞAÐ er undir okkur sjálfum
komið, hvort við höldum fyrsta
sætinu í lokin — meistaratitill-
inn er í okkar höndum," sagði
Howard Kendall, framkvæmda-
stjóri Everton, eftir sigurleikinn
gegn Chelsea í London. Ever-
ton náði Liverpool að stigum í
1. deild, en er með betra
markahlutfall og á auk þess
leik til góða. Af átta leikjum,
sem liðið á eftir, eru fimm á
heimavelli, en margir telja að
úrslitaleikurinn verði 25. apríl,
þegar Liverpoolliðin leika á
Anfield.
Alan Harper hefur átt erfitt
með að komast í lið Everton,
„en ég get ekki án hans verið,“
sagði Kendall. Harper skoraði sig-
urmarkið með
FráBob þrumuskoti af rúm-
Hennessy lega 25 metra færi
iEnglandi 12 mínútum fyrir
leikslok. Fimm
mínútum fyrr hafði Kerry Dixon
jafnað fyrir Chelsea, en Dave Wat-
son skoraði fyrsta markið um
miðjan fyrri hálfleik.
Allen með þrennu
Clive Allen, sem hafði ekki skorað
í síðustu fjórum leikjum, skoraði
þrennu á 12 mínútum, og jafnaði
þar með markamet Jimmy Greaves
hjá Spurs frá tímabilinu 1962-1963
í bikar og deild. „Eiginkonan verður
ekki ánægð, því ég á 12 bolta
heima, sem ég hef fengið fyrir að
skora þrennu, og það er varla pláss
fyrir fleiri,“ sagði Allen. Ken
Brown, framkvæmdastjóri Nor-
wich, sagði að Allen vissi allt um,.
hvemig ætti að skora mörk. „Hann
átti Qögur skot að marki og skor-
aði þijú!“ David Pleat sagðist ekki
hafa séð betri skorara. „Hann hefur
hvorki kraft á við Rush né skalla
sem Harford, hann verður aldrei
eins og Di Stefano, en hann nægir.“
Mikil barátta var í leik Charlton og
Watford. Heimamenn komust í 3:1,
en Watford náði að jafna. Jim Mel-
rose skoraði sigurmark Charlton,
sem heldur enn í vonina um að forð-
ast fall. Colin Walsh, Steve Gritt
og Mark Stuart skoruðu einnig fyr-
ir Charlton, en Mark Falco, Steve
Sims og Luther Blissett svöruðu
fyrir Watford.
Tommy Caton kom Oxford yfir
gegn Manchester United, en Nicky
Wood og Peter Davenport skoruðu
fljótlega fyrir heimamenn. Mike
Duxbury skoraði sjálfsmark og allt
stefndi í jafntefli, en Bryan Robson
tryggði United sigurinn á síðustu
Everton á toppinn
Símamynd/AP
Dave Watson skallar her að marki Chelsea á laugardaginn. Vamarmenn Chelsea eru Colin Pates, fyrirliði númer 4, og
Joe McLaughlin. Everton er nú í efsta sæti og hefur auk þess leikið einum leik færra en Liverpool.
mínútu.
Tuttugu og þijú þúsund áhorfendur
sáu Newcastle vinna Leicester 2:0.
Kenny Wharton og Paul Goddard
skoruðu á upphafsmínútunum.
Aston Villa og Manchester City,
Luton og Wimbledon og Notting-
ham Forest og Coventry gerðu
markalaust jafntefli.
Cettlc vann Rangers
Tæplega 61 þúsund áhorfendur
voru á Parkhead, heimavelli Celtic,
þegar liðið vann Rangers 3:1 —
fyrsti sigur heimamanna í „derby-
leik“ liðanna í vetur. Brian McClair
skoraði úr tveimur vítaspymum í
fyrri hálfleik, Ally McCoist minnk-
aði muninn skömmu eftir hlé, en
Owen Archdeacon skoraði þriðja
mark Celtic.
ÍTALÍA
Maradona sækir að marki Empoli, en leiknum lauk með markalausu jafntefli.
Símamynd/Reuter
Ovenju lítið skorað
FÁ mörk voru skoruð í ítölsku
1. deildinni um helgina. Þrr
leikir enduðu með markalausu
jafntefli ng Inter Milan skaust
í annað sætið — er fjórum stig-
um á eftir Napoli.
Napoli varð að sætta sig við
markalaust jafntefli gegn
Empoli. Maradona og félagar sóttu
stíft, en vöm Empoli var þétt fyrir.
Giuseppe Bergomi skoraði fyrir Int-
er í 1:0 sigri gegn Como. Roma og
Fiorentina gerðu 1:1 jafntefli. Ram-
on Angel Diaz skoraði á 6. mínútu,
en Boniek jafnaði úr vítaspymu á
75. mínútu. Juventus gerði marka-
laust jafntefli við Atalanta, sem er
í næst neðsta sæti, en er enn í 4.
sæti, þar sem Milan tapaði fyrir
Avellino.
■ Úrsllt/B14
SPÁNN
Sex lið í úrslit
REAL Madrid, Barcelona,
Espanol, Sporting Gijon, Real
Zaragoza og Real Mallorca
komust í úrslitakeppnina og
leika um meistaratitilinn í
knattspyrnu á Spáni.
Espanol hélt jöfnu gegn Real
Madrid og er ósigrað á heima-
velli í vetur. Barcelona vann At-
letico Madrid 4:0 og þar með missti
Atletico af úrslitakeppninni og átt-
atíu milljón króna ágóðavon.
BELGÍA
Archibald, Carrasco, Caldere og
Lineker skoruðu.
Athletic Bilbao og toppliðin tvö
hafa ávallt leikið í 1. deild, en Bilbao
tapaði 2:1 fyrir Las Palmas og er
í hópi sex neðstu liða, sem leika
um að halda sætinu í 1. deild, en
þijú falla.
Miðjuliðin sex leika einnig inn-
byrðiskeppni, en þar er ekkert í
veði nema röðin.
■ Úrslit/B14
■ Staðan/B14
Tvö efst og jöfn
TOPPLIÐIN íbelgísku knatt-
spyrnunni, Anderlecht og
Mechelen, skildu jöfn um helg-
ina, hvoru liði tókst að skora
eitt mark og að sögn Arnórs
Guðjohnsen voru leikmenn
Anderiecht óheppnir að vinna
ekki leikinn.
Við vomm betri aðilinn í þessum
leik, sérstaklega í fyrri hálf-
leik, og hefðum átt að vera 2:0 yfír
í leikhléi. Mechelen jafnaði um miðj-
an síðari hálfleik eftir aukaspymu.
Boltinn lenti í vamarmanni okkar
og breytti um stefnu þannig að
markmaðurinn misti af honum i
netið,“ sagði Amór eftir leikinn.
„Verkauteren skoraði eina mark
okkar snemma í fyrri hálfleik en
ég fékk gott færi strax í upphafi.
Ég komst einn inn fyrir en hitti
boltann illa og skotið var það laust
að markmaðurinn náði að veija.
Spennan helst í deildinni við þetta
jafntefli því liðin eru jöfn að stigum
þegar átta umferðir eru eftir. Við
eigum erfiðan leik úti gegn Ware-
gem um næstu helgi og við verðum
að gæta okkar að tapa ekki stigum
þar.
Ég stóð mig þokkalega, en ég held
ég hafi oft leikið betur,“ sagði
Amór Guðjohnsen.
Ragnar Margeirsson lék ekki með
liði sínu í 2. deildinni þar sem hann
e. meiddur og Guðmundur Torfason
var ekki í liði Beveren.
■ Úrslit/B14
■ Staðan/B14