Morgunblaðið - 07.04.1987, Síða 12
12 B
/IÞROTTIR ÞRJÐJUDAGUR 7 APRÍL 1987
Reynsluakstur / Audiso, 1 ss
GERT ÚT Á SKYNSEMINA
Þaö er misjafnt hvað bílaframleiðendur gera út á.
Sumir egna fyrir hégómagirnd manna og hlaða
bílana álitlegu dóti, sem í raun og veru gagnast
harla lítið. Aðrir leggja snörur sínar fyrir þá „karl-
mannlegu“, þ.e. þessa sem ekkert sjá annað en
glannalegt útlit og hestaflatölur. Enn eru þeir, sem
leggja uppi á grunninu, þar sem grunnt er í buddun-
um. Audi tilheyrir í rauninni engum þessara flokka,
hann verður að teljast til eins hópsins enn, sem
vissulega er stór og ekki síst í Þýskalandí. Það eru
þeir sem höfða fyrst og fremst til skynsemi kaup-
endanna, þ.e. bílarnir eru laglegir, hagkvæmir og
allt kapp á það lagt, að þeir séu sem traustastir.
Þessir bílar eiga að falla í geð kaupendum, sem eru
kröfuharðir, en vilja ekki kaupa annað en það sem
að gagni kemur.
Morgunblaðið/Bjarni
Hinn nýi Audi 80, þaulhugsaður þýskur gæðingur. Mjúkar og loftkleyfar línur
samkvæmt tíðarandanum.
í öryggisbúri
Audi 80 kom fyrst fram árið
1972, síðan breyttur 1978 og
fyrir um hálfu ári síðan kom nýj-
asta gerðin og hafði hennar verið
beðið með nokkurri
óþreyju um tíma.
Búið var að end-
umýja stóru bílana,
Audi 100 og Audi
200 og þess var að
vænta, að sá litli
yrði ekki síður nýstárlegur í sinni
breyttu mynd. Það kom líka á dag-
inn, að svo var. Aðeins vélin og
kramið á beinan skyldleika að rekja
til gamla bílsins og þó ekki án breyt-
inga. Allt annað er nýhönnun og
þess vegna á nýi bíllinn fátt sameig-
inlegt með þeim gamla, annað en
nafnið og stærðarflokkinn.
Öryggisbúr
Þegar hinn nýi Audi 80 kom fram,
var óðara farið að verðlauna hann.
Það sem öðru fremur greindi hann
frá keppinautunum við úthlutun
þessara verðlauna og viðurkenn-
inga (t.d. hlaut hann viðurkenningu
þýskra bílagagnrýnenda, Gullna
stýrið) var öryggisbúnaðurinn.
Hann er margþættur, en helstu
hutar hans eru bygging bílsins,
nákvæmar stillingar hjóla og hemla,
stillingar á beltum og, síðast en
ekki síst, svokallaður „Procon/ten“
búnaður.
BÍLAR
Þórhallur
Jósepsson
skrífar
Boddýið er hannað sem öryggisbúr
utan um farþegana og er óvenju
rammbyggt. Gert er ráð fyrir að
það þoli mun öflugri högg en kröf-
ur segja til um að það þurfi að
þola. Hurðir eru þannig gerðar, að
þær eiga að vera opnanlegar eftir
kröftugan árekstur beint framan
á. Sterkir bitar eru einnig í þeim
til varnar við hliðarhögg.
Klæðningin er öll miðuð við að
meiða ekki, ef maður er á annað
borð á fleygiferð að rekast utan í
hana.
Hjólabúnaðurinn þarf vissulega að
vera réttvísandi til að bíllinn haldi
réttri stefnu, hvað sem á dynur.
Því er mikilvægt að til hans sé
vandað og í Audi 80 var mikið kapp
lagt á, að hafa þar allt sem örugg-
ast.
Hemlarnir eru nákvæmir og að aft-
an er breytilgt átak, eftir því hve
mikið bíllinn er hlaðinn. Að sjálf-
Beltin eru með stillanlegri hæð yfir
öxlina (framsæti) og eru fimm stilling-
ar.
Staðreyndir
Lengd mm 4.393
Breiddmm 1.695
Hæðmm 1.397
Eiginþyngdkg 1.020
Mestaþyngdkg 1.480
Farangursrými ltr. 4.401
Veghæð mm 120
Beygjuradíus m 5,15
Vél 4 strokka bensínvél,
blöndungur, handv. innsog
Slagrúmmál smS 1.781
Afl hö/snún. mín 90/5200
Togkr. Nm/snún. mín. 150/3300
Þjöppunarhlutfall 10:1
Drif Framdrif, 4,111:1
Gírkassi 5 gíra alsamhæfður
Hlutföll: 1. 3.545:1
5. 0,638:1
Stýri Tannstöng, hjálparafl
EyðsIaltr./lOO km
90km/klst. 5,1
120km/klst 6,7
Bæjarakstur 9,3
Tankurltr. 68
Viðbr. 0-100 km/klst., sek. 11,5
Hámarkshraði km/klst 180
Hemlar Diskar framan,
skálar aftan, hjálparafl
Dekk 175/70 HR 14
Verð kr.: 820.000
Umboð á íslandi:
Hekla hf.
sögðu er tvöfalt hemlakerfi og eru
samtengd annað afturhjólið og
framhjól. Við það var miðað, að
bíllinn héldi stefnu við hemlun, þótt
annað kerfið virkaði ekki. ABS er
aukabúnaður sem fæst í öflugri
gerðirnar.
Oryggisbeltin er hægt að stilla á
hæðina og er fimmskipt stillingin.
Þá er eftir sá búnaður, sem mesta
athygli hefur vakið, en það er víra-
virki nokkuð, sem kallast „Procon/
ten“. Það nafn er stytting orðanna
„Programmed contraction/tensi-
on“. Vírum úr ryðfríu stáli er komið
þannig fyrir, að við árekstur framan
á bílinn strekkja þeir á beltunum
.við framsætin og draga stýrishjólið
NOKKRIR PUNKTAR
Reynsluakstur við allar aðstæður,
á möl, á malbiki, þurm og blautu,
í hálku og krapi, bæjarakstur og
langferð.
Vél og kram
Bensínvél, langsum, tveggja hólfa
blöndungur, handvirkt innsog. Afl-
nóg vél og þýðgeng.
Gírkassinn er fimm gíra og hlut-
föll mjög góð, skiptir góður og ratar
óaðfinnanlega í gírana.
Kúplingin er vökvaknúin og létt.
Drif er að framan og sýnir enga
veikleika.
Undirvagn
Stýri er af tannstangargerð, hjálp-
arafl, vindur fullseint ofan af í
kröppustu beygjum, mjög stiiðugt
þótf djúp hjólför séu í veginum.
Fjöðrun er sjálfstæð á hveiju hjóli,
mjúk við flestar aðstæður, en hörð
í kröppum holum. Slær sundur að
framan í uppsveiflu. Bíllinn er mjög
rásfastur og skekkir sig ekki í hol-
um.
Öryggisbúnaður
Boddýbygging veitir hámarks-
vernd við árekstur og/eða veltu.
Galvanhúðað boddý og sumir hlutar
zinkhúðaðir, hindrar ryð og tær-
ingu. Belti í framsætum með stillan-
legri hæð yfir öxl, klæðning öll
mjúk og eftirgefanleg.
Hemlar góðir, hjálparafl. Diskar
að framan, skálar aftan. Hand-
bremsa er mjög góð.
Útsýni er gott, útispeglar rafstýrð-
ir.
Ljósabúnaður er góður, aðalljós
endurbætt frá eldri gerð, inniljós
er eitt.
Boddy er slétt og hefur hvergi
hvassa hluta sem aukið geta á
meiðsli, ef ekið er á vegfaranda.
Stjómtækl
Mælaborð er skýrt, en fyrir há-
vaxna er efsti hluti þess í hvarfi á
bak við stýrishjólið.
Rofar eru vel staðsettir og einkar
auðveldir í notkun.
Fótstig eru með hæfilegu millibili
og létt ástigs.
Þægindi
Rými er gott, nema til loftsins aft-
ur í, þar er það í knappasta lagi.
Sæti eru allgóð, bök framsæta
halda þó ekki nægilega vel við mjó-
hrygginn til að teljast góð til
langferða.
Hljóðeinangrun er góð, nema frá
miðstöðvarmótor, hann er óþægi-
lega hávær þegar mikið blæs.
Miðstöðin er með fjórum hraðastig-
um og frá því fyrsta og niður að
stoppi er stiglaus stilling, hitar vel
og blástursop eru miirg og beina
loftinu nánast hvert sem vill.
Farangursgeymslan er fullklædd
og opnast niður að stuðara, vel