Morgunblaðið - 07.04.1987, Page 13
/ÍÞRÓTTIR ÞRWJUDAGUR 7. APRÍL 1987
B 13
„Procon/ten“ öryggiskerfíð, víramir strekkja á beltunum og kippa stýrinu
fram við það, að vélin þrýstist aftur, ef til áreksturs kemur.
no.3
fram um leið. Þá helst fólk í fram-
sætunum fastar og hættan á < '
hljóta meiðsli af stýrinu stórminnk-
ar (sjá skýringarmynd).
Enn má nefna það öryggisatriði,
sem snertir aðra vegfarendur, þ.e.
gangandi og hjólandi. Allar linur
bílsins eru aflíðandi og hvergi skaga
neitt út, sem eykur á meiðsli þeirra,
sem slysast til að verða fyrir bílnum.
Samræmd straumlína
Hönnuðir Audi hafa lagt metnað
sinn í, að ná loftmótstöðunni niður.
Það er skiljanlegt, þegar haft er í
huga, að bíllinn er þýskur og þar
í landi er ekið greiðar en í öðrum
löndum um átóbana langa og
breiða, án hraðatakmarkana. Þeim
hefur tekist að koma loftmótstöðu-
stuðlinum niður í 0,29 og gerist
víst óvíða lægra. Af þeim sökum
er bíllinn með þessu loftkleyfa lagi,
sem svo algengt er orðið og gerir
marga annars ólíka bíla nánast eins
í útliti. Það er svo smekksatriði
hvort mönnum líkar sú þróun betur
eða verr.
Hrekklaus
Audi 80 hleypur ekki útundan sér
í akstri. Hann heldur stefnu óað-
finnanlega og stýrið er nákvæmt.
Full seint að vinda ofan af sér í
Að einu leyti er þó hægt að finna
að þessum bíl. Það er framfjöðrun-
in. Hún slær sundur ef ekki er
gætt varúðar t.d. þegar ekið er yfir
hraðahindranir Reykjavíkurgatna.
Þá er bíllinn full harður í kröppum
holum, en vel þýður að öðru leyti.
Viljugur
Audi 80 er viljugur til farar, þó
enginn vargur. Viðbragð er þokka-
legt og afl nóg til að bæta í á
ferðinni. Fimmti gírinn er sparnað-
argír og dugar best í kringum
80—100 km hraða. Mesta hraða
nær bíllinn í fjórða gír.
90 hestafla vélin er langstæð og
veltir sér og hristir sig þegar ekið
er í fyrsta gír. Óþægilegt. Tveggja
hólfa blöndungur skammtar bensín-
blönduna, slíkt fer óðum að virka
gamaldags nú á tímum beinnar inn-
spýtingar og tölvustýringar. Það
er reyndar það eina, sem með
nokkrum rétti má kalla gamaldags
í þessum bíl.
Hljóðlátur
Varla heyrist í vélinni í hægagangi
og lítið á ferðinni. Hún er skemmti-
lega þýðgeng. Vindhljóð er í
lágmarki og veghljóð líka. Audi 80
skákar ekki þeim bestu á þessu
sviði, en er vel yfir meðallagi.
kröppustu beygjum. Yfir- eða undir-
stýring er ekki greinanleg í venju-
legum akstri og grip drifhjólanna
(að framan eins og fyrr) er af-
bragðsgott.
Hemlarnir virka eins vel og hugsast
getur án ABS. Bíllinn heldur beinni
stefnu hvort sem er á möl eða
malbiki og er undur fljótur að stöðv-
ast.
.
Helsti búnaður
X = Innifalið í verði
0 = Aukabúnaður
Rafdrifnir útispeglar X
Rafdrifnar læsingar X
Útvarp og segulband X
Rafdrifnar rúður 0
Aflstýri X
„Procon/ten“ öryggiskerfi 0
ABS hemlar * 0
Loftkælikerfi 0
Breið dekk 0
Sólhlífar í afturglugga 0
Sóllúga 0
Hitastokkur afturí 0
Slökkvitæki 0
Hlífðarlistar á hliðum X
Fullvaxnir hjólkoppar X
Fullvaxið varadekk 0
Valkostir (sérpantaðir);
Audi 80 Diesel 54 hö
Audi 80 1,6 75 hö
Audi 80 Turbo-Diesel 80 hö
Audi 80 quattro 90 hö
Audi 801.8E 112 hö
Audi 80 quattro 112 hö
* 112 hestafla bílarnir.
BíHúrabíll
Hann kallar á bíltúr, langan eða
stuttan, það skiptir ekki máli. Þægi-
legur og plássbetri en útlitið gefur
til kynna og sérlega auðveldur í að
komast og úr að fara (hurðirnar
opnast nær 90 gráður). Egill Skalla-
grímsson tók hest og reið til veislu
þriggja ára gamall. Ekki ség ég að
þessi vagn sé á færi barna á þeim
aldri, en hann er það hrekklaus og
ljúfur í akstri, að kalla má hann
hreinasta lamb að leika sér við.
nýtt rými, en skert nokkuð ef vara-
dekkið er fullvaxið. Smámuna-
geymslur eru góðar.
Niöurstöður
Hinn nýi Audi 80 er vel heppnaður
bíll og ber þar sérstaklega að nefna
öryggisbúnað allan. í útliti er hann
fremur lítt afgerandi, en hefur þó
sinn svip, laglegur. Einkar aðgengi-
legur bíll og auðveldur meðferðar,
hefur góða akstureiginleika á öllum
gerðum vega. Hæfir vel sem alhliða
fjölsky klubíll.
Helstu kostir
Öryggisbúnaður, sparneytni, akst-
urseiginleikar.
Helstu gallar
Stýri skyggir á mælaborð, fjöðrun
hörð í smáholum.
Álaseiðin björguðu
veiðidegi
eflirminnilega
Þetta eru að vísu ekki boltamir sem frá er sagt í sögunni, en fagrir fulltrúar
bræðra sinna og systra. Þessir komu inn á Tiel and red nr. 14 í Litla-Amarvatni
á Arnarvatnsheiði. . .
Nú skal sagt frá sérkennilegum
veiðidegi veiðimanns nokkurs
í Elliðaánum rétt fyrir miðjan júlí
í fyrra. Þetta sumar rigndi afar lítið
sem menn muna
VEIÐI ' vafalaust. Þennan
dag gerði þó slag-
Guömunóur veður og yarð áin
Guðjónsson ansl forarlituð er a
skrifar. daginn leið. Það var
allmikill lax í ánni
og talsvert af honum í bullandi
göngu. Samt var ekki góð taka eins
og einkennt hefur Elliðaárnar í vax-
andi mæli síðustu árin. Þórarinn
tannlæknir var þarna t.d. og var
ekki sérlega ánægður með sína 4
og var það þó helmingurinn af því
sem upp úr ánni kom af laxi þetta
síðdegi. „Af laxi“ er tekið fram, því
það kom ansi hreint skemmtileg
silungsveiði úr ánni þennan dag og
telst það til tíðinda. Það var nokkuð
sérlega skemmtilegt við þessa um-
ræddu veiði og skal vikið að því.
Eftir að hafa dregið Efri-Móhyl
og Teljarastreng, rennt þar og misst
tvo laxa á fyrsta klukkutímanum,
fór efri áin að kalla, enda dreif að
§ölda áhorfenda í þeirri trú að veiði-
menn hlytu að vera að moka honum
upp í rigningunni. Það hefði gjarnan
mátt vera satt. Viðkoma á Hraun-
inu gaf engan lax, en áin fór
dökknandi með hverri mínútunni.
Nú stóð til að líta á Fljótið, en þar
var einhver byijaður að flengja,
þannig að það lá beinast við að
skoða Höfuðhyl, eða Gjávaðshyl
eins og mun vera réttnefni. Hann
var ekki árennilegur, enda skóf ána
yfir stíflugarðinn í rokinu og hvergi
var súkkulaðiliturinn meiri en hér.
Það hafði lítið veiðst svona ofar-
lega. Skyldi hann ekki vera kominn?
Veiði frá vesturlandinu eins og
flestir standa að þessu í Gjávaðshyl
var erfið sökum rokstrengs beint í
nefið. Það varð því úr að veiðimað-
ur fikraði sig meðfram girðingunni
út á stíflugarðinn, hálfgerð glæfra-
ferð, en þó fær ungum og fisléttum,
enda óþarflega langt að krækja
fyrir brúna þarna fyrir neðan. Ef
menn ættu veiðileyfi lengur en hálf-
an dag í senn væri það e.t.v. engin
frágangssök. Jæja, út á garðinn fór
hann, stiklaði yfir laxastigann og
niður á bakkann að austanverðu.
Hér var rokið í bakið og hægrara
um vik að kasta, raunar ekkert mál
eins og staðan var. Svo dökk var
áin, að veiðimaður valdi sér gríðar-
stóra Mieky Finn-túbu á Wadding-
ton-þríkrækju. Efst í strengnum sá
hann allt í einu skvettu, kastaði og
hann var á um leið. Fiskurinn tog-
aði sterklega og strikaði fram og
aftur. Þó fannst veiðimanni að þessi
lax væri líklega ekki stór, 3—4
pund. En þetta var ekki lax, heldur
urriði, dökkur og feitur. 3 pund.
Afram var haldið og niður á breiðu
kom högg og svo önnur hörkutaka.
Þessi fiskur var bæði stærri og
sterkari, 4 punda og enn urriði.
Veiðimaður varð aftur var, en náði
ekki fleirum. Þctta var þegar orðið
ansi gott og ógleymanlegt.
Nú eru þessir fiskar til þarna,
en veiðast sjaldan. Hvað olli því að
þeir ruddust þama út úr fylgsnum
sínum og æddu í flugu veiðimanns,
þetta líka ferlíki í flugulíki? Svarið
fékkst er veiðimanni þótti fullreynt
þarna í Gjávaðshylnum og var að
stikla yfír mannvirkin á leiðinni
yfir á hinn bakkann. Stirðnaði vin-
urinn er hann sá þá, tugum saman:
Alaganga. Þeir skriðu upp steininn,
gulgrænir, syntu ekki eins og venju-
legir fiskar, skriðu upp úr við
fyrirstöðuna. Sumir styggðust og
spyrntu sér aftur út í, aðrir leituðu
skjóls, enn aðrar skriðu ótrauðir
áfram. Það var ekki fyrr en nokkru
seinna að veiðimaður áttaði sig á
samhenginu. Viss litur í álunum var
eigi ósvipaður og guli liturinn í
Micky Finn. Og í súkkulaðivatninu
var erfítt að sjá muninn, sérstak-
lega þar sem túban og álaseiðin
voru áþekk að stærð. Þegar urrið-
arnir vom ristir, þurfti ekki lengur
vitnanna við, út úr belgjunum ultu
álaseiðin . ..
Það er leikur einn að aka
NISSAN SUNIMY
BÍLL ÁRSINS 1987
SU INGVAR HELGASON HF.