Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 6

Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 Kúlan, La Geode, freistaði fyrst inngöngu blaðamanns á ferð í París í haust. Leiðin liggur upp rúllustiga í mjúk sæti, sem taka að hallast aftur á bak um 30 gráður. Og allt í einu er maður í miðju Surtseyjargosi og flýgur yfir Al- mannagjá. Myndin allt um kring. Þetta er ein af fáum kvikmyndum, „Einu sinni varð jörðin til“, sem gerðar hafa verið fyrir þessa nýju yfirþyrmandi tækni. Á tjaldi með 1000 fermetra yfirborði uppi yfir og allt um kring, stærsta kvik- myndatjaldi í heimi, er jörðin í sköpun. Söguleg jarðfræði á Knoss- os á Krít, Santorino í Grikklandi, Ölpunum, San Franscisco sprung- unni, á íslandi og víðar ber sköpun jarðar svo glögg, nálæg vitni að hver maður skilur og skynjar tilurð þessa hnattar okkar. Sjónarhorn gestsins er 180 gráður og hljóð- áhrifín, sem hafa 12.000 watta styrkleika og sex rása stereó geta náð hámákvæmni í tilheyrandi hljóðum, jafnvel frá fjarlægustu stjömum í kvikmyndinni um geim- inn og sigra mannsins þar úti. Og þrívíddar mynd með lasertækni ger- ir alla myndina svo undur skýra. Maður er með í miðju æfintýrinu. Vísinda- og iðnaðarsafnið í Villette er þegar að verða eitt stærsta og besta vísinda og tæknisafn verald- ar. Reiknað með að þangað komi um 6 milljón innlendir og erlendir gestir á ári hverju. Þama hafa hátískulegar byggingar risið þar sem í áratugi voru sláturhús og vörugeymslur í norðaustur útjaðri Parísarborgar. Þegar þær miklu byggingar höfðu gengt sínu hlut- verki frá miðri síðustu öld og gengið sér til húðar í nútímasamfélagi, opnuðust möguleikar á að nýta 55 hektara svæði innan borgarmark- anna og snertispöl frá bestu samgönguleiðum, tveimur neðan- jarðarbrautum, hringbrautinni breiðu kring um borgina og jafnvel bátahöfn á hinu gamla skurðakerfi borgarinnar. Tækifærið var gripið. Og á skömmum tíma er syfjulega 560 manna þorpið frá miðri 18. öld orðið að djarflegri nútíma miðstöð vísinda og lista. Þegar eru þar komnir gríðarstórir sýningarsalir og upplýsingasafn í nýrri byggingu. Um leið og haldið verður áfram með safnabyggingamar, hefjast bráðlega á sama stað byggingar- framkvæmdir fyrir Tónlistarskóla Parísarborgar með tilheyrandi hljómleikasölum. En popptónleika- salur fyrir 6000 manns er þegar í útjaðri svæðisins, svo og margvís- legir sýningasalir í uppgerðri sláturhúsabyggingu. La Villette varð upphaflega til á krossgötum, þar sem verslunarleiðir frá austur og norður Evrópu mætt- ust utan Parísar. Smám saman voru þar reist stór vöruhús fyrir vaming frá Evrópulöndum og nýlendum Frakka, sem komu landleiðina og um skurðina og ámar. Bátahöfnin í Villette, sem Napoleon lét byggja snemma á 19. öld, varð vatnsforða- búr fyrir borgina og dró þangað útivistarfólk, ekki síður að vetrinum þegar skautasvell var á skurðunum en meðan árbakkar vom grænir. Og í kring risu upp dansstaðir og kaffihús. Gríðarmikil sláturhús tóku svo við um miðja síðustu öld og var ekki lokað fyrr en 1974, þegar að- stæður við slátmn nautgripa höfðu breyst. Þar sem landið var í ríkis- eign var farið að velta því fyrir sér hvemig staðurinn og sláturhúsin yrðu best nýtt til almannaheilla. Á árinu 1977 bað Valéry Gisgard dÉstaing Frakklandsforseti arki- tektinn Roger Tailibert um tillögu um hvemig mætti endumýja til VÍSINDASAFNIÐ í e nýtingar ýmsar byggingar á staðn- um, einkum stóra kjötmarkaðinn. Hann lagði til að þama yrði aðsetur vísinda-, tækni- og iðnaðarsafns. Nú komu vísindamennimir til sög- unnar og Lévy skýrslan undir fomstu Maurice Levy, prófessors við Parísarháskóla og formanns geimrannsókna Frakka, mótaði hugmyndafræði og ramma þessa framtíðarvísindasafns. Að aflokinni samkepni var Adreien Fainsilber valinn til að teikna safnið. En og morgundagsins. Um leið yrði sjónum beint að tveimur lykilmálum nútímans: áhrifum vísinda og iðnað- ar á félagslega lífshætti og skil- greiningu áhrifa vísinda á lífið á jörðinni. Þetta viðhorf og aðferðir við að túlka viðfangsefnin með nýj- ustu tækni miða, ásamt því að það er miklu stærra en nokkurt annað vísindasafn í heiminum, að því að gera það að váindasafni 21. aldar- innar. Gesturinn finnur fljótt fyrir þessu. Hér er gert ráð fyrir því að ýmiskonar tækni, áhrif rytma, ljóss, hreyfingar í mannslíkamanum, í dýraríkinu o. fl. koma fram í leik. En þar fyrir utan styrkir franska menntamálaráðuneytið undirbúnar hópferðir 8-16 ára bama úr skólum. Virka daginn sem blaðamaður dvaldi í þessu váindasafni sátu þar um allt á gólfum nemendur að skrifa hjá sér efni fyrir skólavinnu sína. En um helgar ber meira á fjöl- skyldum. Fastar sýningar og tímabundnar Sjálfu sýningarsvæðinu er eigin- lega skipt í tvennt. Annars vegar stöðugar sýningar, sem eru á þrem- ur hæðum og má fella undir 4 aðalþætti: frá jörðu til alheimsins, æfintýri lífsins, efnið og starf mannsins og tjáskipti og önnur samskjpti. Sýningin nær yfir sögu jarðar, geiminn og höfin með öllum þeim tólum og tækjum sem maður- inn hefur upp fundið til geimferða og köfunar í hafdjúpin. Gestimir geta t.d. valið á milli geimferða og kynnst nýjasta franska kafbátnum á hafsbotni eða þá einhverri eld- flauginni, svo eitthvað sé nefnt. í næstu deild er gesturinn farinn að skoða manninn í umhverfi sínu og nokkru seinna, í forsetatíð Fran- coise Mitterands, mótuðust hug- myndir um að umlykja það útigarði með Tónlistarmiðstöð kring um Tónlistarskólann. En það er önnur saga. Ævintýrasafn Það er hreint æfintýri að koma í þetta nýja vísindasafn, þar sem allt er sett fram með nýstárlegum hætti og með nútíma tækni. í raun engin leið að lýsa því í fáum orðum. Hugmyndin að dýpka vísindalegan skilning samfélagsins og leggja áherslu á hlutverk vísinda í heimi, sem sífellt er að verða flóknari. Skipuleggjendur fengu það vega- nesti að skapa vísindalegt safn fyrir upprennandi kynslóð dagsins í dag hann snerti og taki þátt í því sem um er fjallað svo hann fái af því persónulega reynslu. Ekki bara með að horfa. Alls staðar eru tölvur og leiktæki til að prófa og spyija. Ætlast til þess að safnið sé staður þar sem er gaman að læra. Mjög gaman að koma í sérstakar deildir, sem ætlaðar eru bömum, önnur fyrir 3-6 ára og hin fyrir 6-12 ára. Deildimar geta bömin skoðað með foreldrum sínum eða það sem betra er ein, því fóstrur eru til eftirlits. Állt er útbúið með það í huga að bömin geti sjálf þreif- að sig áfram og fundið fyrir lögmálunum sem gilda og móta lífið á jörðinni. Þeim er ætlað að snerta og prófa. Til dæmis eru í yngri deildinni 12 myndbandaskjáir felld- ir inn í gólfið til að líkja eftir vatni í ýmsu formi, í ám, lækjum og sjó. Eldri deildin hefur 13 sýningar- svæði og tvær vinnustofur, þar sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.