Morgunblaðið - 12.04.1987, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 12.04.1987, Qupperneq 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 PASKA MALTIÐ „Þegar hann var 12 ára gamall, fóru þau upp til Jerúsalem á páska- hátíðinni, en sveinninn varð eftir er þau sneru heim á leið og vissu foreldrar hans það eigi, því að þau ætluðu að hann væri með sam- ferðafólkinu. Þau leituðu hans en fundu ekki og sneru þá aftur til Jerúsalem. Og það var ekki fyrr en eftir þrjá daga, að þau fundu hann í helgi- dóminum, þar sem hann sat mitt á meðal lærimeistaranna og gerði hvort tveggja að hlýða á þá og spyrja þá. En alla sem heyrðu til hans, furðaði á skilningi hans og andsvörum." Af sveininum unga, sem hér er sagt frá, eru svo engar sagnir næstu 15 árin. Hvort hann hefur farið um lönd og álfur og aflað sér dýpstu sanninda í musterum þeirra, eða unnið hljóður og íhugull við hefilbekkinn hjá föður sínum í Nasaret, má liggja milli hluta. Hvort heldur sem var, olli þáttaskilum í mannheimum. Jóhannes skírari hafði boðað komu hans með þeim orðum. „Ég skíri yður að vísu með vatni, en sá kemur, sem mér er máttkari, og er ég ekki verður að leysa skóþveng hans; hann mun skíra yður með heilögum anda og eldi.“ Allt gekk það eftir, sem Jóhannes sagði. Orð Jesú í samkomuhúsinu í Nasaret gengu líka eftir. „Sannlega segi ég yður, enginn spámaður er velmetinn í landi sínu.“ — En sambandið sem Jesús hafði komið á, rofnaði ekki, heldur styrktist og varð sýnilegt með orðum hans á krossinum. „Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra." Eins og forðum daga er sveinninn ungi fór með foreldrum sínum upp til Jerúsalem á páskahátíðinni fara foreldrar um þessar mundir með börnum sínum til kirkjunnar í sinni heimabyggð til þess að vera viðstödd er þau fermast, staðfesta skímarheit sitt. Það var fýrir fimmtíu ámm, að drengur úr afdal var fermdur fyrir vestan. Efni vom rýr á heimili hans, en móðirin náði þó að sauma ný föt á hann. Um langan veg var að fara til kirkju, og var farið gang- andi. Á heimleiðinni að fermingu lokinni var þeim boðin hressing á bæ, sem þau áttu leið fram hjá. Gömul kona gekk með þeim til dyra og er þau kvöddust lagði hún 5 krónur í lófa drengs. Fyrir utan fötin var þetta eina fermingargjöfín, sem hann fékk, því vænna þótti honum um þessa gjöf gömlu konunnar, eftir því sem árin liðu. Það er vandi að gefa. Þá sem nú var boðið til veislu, væri þess kostur, en þær veislur sem við höldum í dag í tilefni fermingar em með allt öðm móti og þær gjafir sem bömum em gefnar, hafa líka breyst, enda hafa kjör manna batnað mikið. Margt hefur verið rætt um þetta tilstand og sýnist sitt hveijum. Aðalatriðið er sá hugur sem fylgir gjöfinni og það að gleðjast með fermingarbaminu og fjölskyldu þess. Ýmist em haldnar kökuveislur eða matarveislur í tilefni fermingar. í tveimur síðustu þáttum hafa birst uppskriftir af tertum og smárétt- um sem henta á fermingarborðið, en nú líður að páskum, og því birtist hér fjórréttuð páskamáltíð. Að sjálfsögðu má nota þessa rétti í ferming- arveisluna. Gleðilega páska! 258 Konungur lífsins kemur hér bil sala, kveður til fylgdar börnin jaríardala, undan þeim fer hann, friSarmerkið ber hann; frelsari er hann. ^ rr.fr. Bakað eggjahlaup með grænmeti (Forréttur handa 8.) 6 stór egg, 2 tsk. turmerik (gurkemeje), 1 lítil ferna kaffirjómi (1 peli), '/8 tsk. ljós pipar, '/8 tsk. múskat, 1 tsk. salt, 500 g soðið grænmeti, t.d. blóm- kál, gulrætur, sprotakál (brokk- oli), blaðlaukur og snittubaunir, 20 grænar ólífur, nokkur salatblöð, 6—8 tómatar, væn grein steinselja. 1. Þeytið eggin vel, setjið kaffi- ijóma, turmerik, pipar, salt og múskat út í. 2. Sjóðið grænmetið, skerið í frekar litla bita, hellið á sigti og látið renna vel af grænmetinu. 3. Setjið grænmeti út í eggja- hræruna. 4. Skerið ólífumar í sneiðar og setjið út í eggjahræruna. 5. Smyijið aflangt álmót, klæð- ið það síðan að innan með bökunarpappír. Þrýstið honum vel ofan í feitina sem þið smurðuð mótið með. 6. Hellið eggjahrærunni í mótið. 7. Hitið ofninn í 160°C. Setjið álmótið ofan í skál með heitu vatni og bakið í ofninum í U/2 klst. Setjið lok eða álpappír yfir mótið meðan það er að bakast. Gott getur verið að baka þetta í steik- ingarpotti. Gætið þess að vatnið fljóti ekki yfír álmótið. Það má ekki ná lengra upp en rúmlega að miðju. 9. Þrýstið örlítið ofan á miðju álmótsins og athugið, hvort eggja- massinn er ekki alveg stífur. Ef svo er ekki, þarf að baka þetta lengur. 10. Hvolfið úr mótinu, takið bökunarpappírinn af, látið kólna á kökugrind. 11. Raðið salatblöðum á fat, skerið eggjahlaupið í þykkar sneiðar og raðið ofan á salat- blöðin. 12. Skerið tómatana í báta og leggið meðfram eggjahláupinu. 13. Leggið steinseljugreinar ofan á hlaupið. Milliréttur. (Milli forréttar og aðalréttar.) Þessi réttur er úr nýútkominni bók minni „220 gómsætir ávaxta- og berjaréttir". Appelsínukrap (Sorbet) (Handa 8) 3 dl flórsykur (150 g), 3 dl vatn, 4 appelsínur + börkur af einni, safi úr 1 sítrónu + börkur af ann- arri, 3 pelar freyðivín, 2 eggjahvítur, 4 msk. Grand Marnier-líkjör. 1. Sjóðið saman sykur og vatn, þar til það þykknar. 2. Rífið sítrónu- og appelsínu- börkinn og setjið út í. 3. Skerið hveija appelsínu í tvennt þversum. Takið kjötið úr þeim, en gætið þess að skelin haldist heil. 4. Metjið allan safa úr app- elsínukjötinu. Setjið hann út í sykurlöginn. Kælið. 5. Hellið freyðivíninu út í. Setj- ið í frysti. Hrærið öðru hveiju í þessu meðan það er að ftjósa. Þetta á ekki að harðfijósa. 6. Þeytið eggjahvíturnar og hrærið varlega saman við ísinn. 7. Setjið krapið í appelsínuskelj- amar. 8. Hellið Grand Marnier-Iíkjöri yfir með skeið. 9. Berið strax á borð. Aðalréttur. Þessi uppskrift er úr bók minni „220 ljúffengir lamba- kjötsréttir". Lambshryggrir með negul, beikoni, eplum ogtómötum (Handa 4—5) 1 hryggur, u.þ.b. 2 kg með bein- um, 1 tsk. salt, ‘A tsk. nýmalaður pipar, >/2 tsk. negull ofan á kjötið, 2 tsk. sinnep, 5 beikonsneiðar, 6 meðalstórir tómatar, 3 epli, helst súr, '/t tsk. negull til að strá yfir eplin, 100 g ijómaostur án bragðefna, 1 tsk. soðteningsduft eða 1 súput- eningur. 1. Nuddið salti, pipar og negul inn í hrygginn, smyijið hann síðan með sinnepi. 2. Hitið ofninn í 160°C. Setjið hrygginn í steikingarpottinn eða skúffuna úr ofninum og steiking- arpappír yfir. Steikið kjötið í 80 mínútur. Ausið soðinu, sem mynd- ast, öðru hveiju yfir. 3. Skerið eplin í tvennt, takið kjarnann úr þeim. Stráið negul yfir skurðflötinn á eplunum. Setj- ið síðan eplin og tómatana meðfram kjötinu 0g steikið áfram í 30 mínútur. 4. Harðsteikið beikonið á pönnu, myljið það síðan milli fíng-_ urgómanna. 5. Takið hrygginn úr steiking- arpottinum, setjið á grind. Hitið glóðarristina eða setjið ofninn á 220 °C. Látið kjötið brúnast í 10 mínútur, slökkvið á ofninum, setjið kjötið á eldfast fat, eplin og tómatana meðfram. Stráið beikoninu yfir hrygginn. Setjið kjötið í ofninn. Hafíð hurð- ina opna. Látið standa þannig í 10 mínútur. 6. Hellið soðinu í pott, fleytið ofan af því fítuna. Setjið soðten- ingsduft saman við. Hrærið ijómaost út í. Meðlæti: Soðnar kartöflur, gulrætur og grænar baunir. Gott er að bera soðið rósakál með þessu. Eftirréttur. Þessi réttur er líka úr bók minni „220 gómsætir ávaxta- og beija- réttir". Rúsínur og epli í súkkulaðiskeljum (Handa 10) 10 stórar eða 20 litlar súkkulaði- skeljar, (fást tilbúnar), 3 dl rúsínur, 1 dl romm, 2 epli, V2 pk. makrónukökur (100 g), 1 peli ijómi. 2. Setjið rúsínurnar í krukku ásamt romminu, hristið krukkuna öðru hveiju. Þetta þarf að gerast nokkrum klukkutímum fyrir notk- un. 2. Takið frá makrónukökur jafn margar og súkkulaðiskeljarnar. Myljið hinar örlítið með hnefanum og skiptið jafnt í skeljarnar. 3. Afhýðið eplin, stingið úrþeim kjamann, rífið síðan gróft á rif- jámi, setjið eplin ofan á makrónu- kökumar. Skiptið síðan rúsínun- um í kmkkunni jafnt yfír. Hellið romminu líka saman við ef eitt- hvað er eftir. Látið standa í 1—2 klst. 4. Þeytið ijómann og sprautið yfír, stingið einni makrónuköku í hveija skel. Umsjón; KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞOKKELSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.