Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 14

Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 Slökkviliðsmenn í Reykjavík: Vilja fella nýgerðan kjarasamning STARFSMENN slökkviliðsstöðv- arinnar í Reykjavík hafa skorað á aðra starfshópa í Starfsmanna- félagi Reykjavíkur að fella nýgerða kjarasamninga félags- ins við borgina, en atkvæða- greiðsla um samningana fer fram næstkomandi mánudag og þriðjudag. Segjast þeir áskilja sér allan rétt til að gera þær ráðstafanir sem þurfa þykir til að ná fram sjálfsögðum og eðli- legum kröfum um leiðréttingar, að því er fram kemur í ályktun fundar starfsmanna, sem haldinn var nú í vikunni. A slökkviliðs- stöðinni starfa tæp 80 manns, en félagar í Starfsmannafélagi Reykjavíkur eru hálft þriðja þús- und. í ályktuninni, sem samþykkt var samhljóða, segir ennfremur: „Þrátt fyrir þó nokkra lagfæringu á launa- stiga samningsins og öðrum minniháttar atriðum sjáum við okk- ur ekki annað fært en greiða atkvæði á móti þessum samningi. Astæður þessarar ákvörðunar eru fyrst og fremst þær að samkvæmt nýjum samningsréttarlögum sem tóku gildi í desember s.l. er gert ráð fyrir að um einn kjarasamning sé að ræða þar sem kröfur ein- stakra starfshópa um leiðréttingar séu teknar til afgreiðslu. Það er hins vegar skoðun okkar að þessi samningur sé eingöngu miðaður við vanda borgaryfirvalda við að halda opnum sjúkrastofnunum, en sinni á engan hátt vandamálum annarra borgarstofnanna og starfsmanna þeirra. Þar sem ekkert tillit er tek- ið til sjálfsagðra og eðlilegra krafna einstakra starfshópa varðandi leið- réttingu um röðun í launaflokka þrátt fyrir að auðvelt sé að finna samanburð bæði á hinum almenna vinnumarkaði, hjá ríkinu og hinum ýmsu sveitarfélögum. Og að hann innsigli ennfrekar en verið hefur það sjónarmið að Starfsmannafé- lagi Reykjavíkur beri áfram titilinn: „Lægst launaða félag opinberra starfsmanna í landinu“.“ FIMM GÖMSÆTIR SJAVARRÉTTIR! Nú getur þú vafið f mm gomsæt s avar- rétti MARSKA SKELJAGRATIN RÆKJUBÖKUR RÆKJURÚLLUR SJAVARRÉTTUR MORNAY OG HIN SfGILDA SJAVARRÉTTABAKA Tónleikar á ísafirði í vor, en hún hefur kennt við Tón- listarskóla Mosfellssveitar síðastlið- in fjögur ár. Á efnisskránni voru fimm verk. Fimm prelúdíur eftir ísfirska tónskáldið Hjálmar Helga Ragnarsson var fyrst á dag- skránni. Björk lék þessi fimm gjörólíku verk af tækni og áræðni og sýndi að hún býr yfir ögun og vilja til að takast á við áhugaverð verkefni. A-moll sónata Carls Ph. E. Bach hljómaði undurfagurt úr flautu Kristrúnar Helgu og var gaman að fylgjast með hvemig Sörensen lifði sig inn í flutninginn. En auðvitað var gamli kennarinn hennar mættur á hljómleikana til að fylgjast með hvemig nemandan- um hafði fleygt fram. Eftir hlé lék Björk sálmaforleikinn Slá þú hjart- ans hörpustrengi úr kantötu nr. 147 eftir Johann S. Bach af tilfinningu og innlifun. Á sama veg fór með Veiðiferðina eftir Paganini í píanó- útsetningu Liszts. Að lokum léku þær saman Rim- embranze Napoletane eftir Gio- vanni Paggj. Náðu þær góðum samleik og mátti finna birtu vorsins í Fantasíunni og í seinni kaflanum þema og tilbrigði hljómuðu kveðjur til heimafólksins sem í tónleikalok fögnuðu þessum ungu listamönnum ákaft. Léku þær aukalög áður en þær vom bókstaflega kaffærðar í blómum og fagnaðarlátum áheyr- enda. Úlfar Björk Sigurðardóttir og Kristrún Helga Bjömsdóttir héldu tónleika á ísafirði en það var liður í undirbúningi lokaprófs þeirra sem tón- listarkennarar. ísafirði. ÞAÐ var einhver Iifandi eftir- vænting og tilhiökkun sem lá í loftinu í samkomusal Gmnnskóla ísafjarðar fimmtudaginn 26. mars sl. Líkt og vorið væri kom- ið og söngur fyrstu farfuglanna fyllti loftið. Þær vom komnar heim til æskustöðvanna stöllum- ar Björk Sigurðardóttir og Kristrún Helga Bjömsdóttir til tónleikahalds, eftir skólavist í Reykjavík. Þær era nú að und- irbúa lokapróf sitt sem tónlistar- kennarar og em tónleikarnir liður í þeim undirbúningi. Björk hefur stundað nám í píanó- leik frá 6 ára aldri. Hún lauk námi frá Tónlistarskóla Ísaíjarðar 1982 og hafði þá verið síðustu 7 árin undir handleiðslu Ragnars H. Ragn- ar. Síðan stundaði hún píanó- kennslu við TÍ einn vetur, en hélt þá til Reykjavíkur þar sem hún hefur numið við Tónlistarskólann í Reykjavík og hefur aðalkennari hennar verið Halldór Haraldsson. Kristrún flutti til ísafjarðar 12 ára gömul og hafði hún þá numið hjá Jóni Sigurbjömssyni hjá Bama- lúðrasveit Reykjavíkur. Hún lærði á flautu hjá Erling Sörensen þau fjögur ár sem hún dvaldi hér. Eftir stúdentspróf í Reykjavík hóf hún aftur nám í flautuleik og var aðal- kennari hennar Bemharður Wilkin- son. Hún lýkur blásarakennaraprófi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.