Morgunblaðið - 12.04.1987, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
B r 15
Páskakaka og súkkulaðitíglar
Bergljót Ingólfsdóttir
Súkkulaðikökur
á páskum
í hugum margra eru páskar og
súkkulaði nátengd enda hafa
súkkulaðipáskaegg lengi verið
búin til hérlendis. En þeir sem
ekki gæða sér á páskaeggi gætu
ef til vill þegið að fá súkkulaði-
köku í staðinn.
Hér koma nokkrar uppskriftir
af slíku bakkelsi.
Páskakaka
4 egg
270 gr sykur
200 gr bráðið smjörlíki
240 gr hveiti
4 tsk. lyftiduft
2 dl sýrður tjómi eða súrmjólk
rifinn börkur af 2 sítrónum
3 msk. sítrónusafi
100 gr suðusúkkulaði
Egg og sykur þeytt vel saman,
kældu smjörlíkinu bætt saman
við. Hveiti með lyftidufti því næst
sett út í og settur sýrður tjómi
(eða súrmjólk), sem aðeins er
hrærður áður og síðast sítrónu-
börkur, sítrónusafi og gróft rifið
súkkulaðið. Kakan bökuð í ca. 45
mín. í einu formi (skemur ef sett
er í tvö) við 170°C.
Súkkulaðikrem
50 gr smjörlíki (eða smjör)
300 gr flórsykur
3 msk. kakó
2 tsk. vanillusykur
5 msk. sterkt, kalt kaffi
Venjulegt hrært krem.
Kremið sett á milli og yfir líka
skreytt með mandarínubátum.
Súkkulaðitíglar
3 egg
375 gr púðursykur
250 gr hveiti
V2 tsk. salt
2 tsk. lyftiduft
300 gr smjörlíki
100 gr suðusúkkulaði
2 dl brytjaðar hnetur (má sleppa)
Egg og sykur hrært vel saman,
þurrefnunum bætt út í. Súkkulaði
og smjörlíki brætt og sett saman
við ásamt brytjuðum hnetum.
Deigið sett í ofnskúffu eða í form,
30x35, og bakað neðst í ofni í
u.þ.b. 30 mín. við 170 °C. Kakan
skorin í stykki þegar hún er orðin
köld.
Súkkulaðikaka
100 gr smjörlíki
170 gr sykur
170 gr hveiti
3 egg
1 dl mjólk
4 tsk. kakó
2 tsk. vanillusykur
2 tsk. lyftiduft
Smjörlíki og sykur þeytt sam-
an, örlítið af hveiti sett út í, síðan
eggin. Þurrefnin og mjólkin sett
saman við til skiptis. Deigið sett
í eitt eða tvö form, bakað í ca.
45 mín. (eitt form) við 150°C.
Krem
50 gr smjörlíki eða smjör
150 gr flórsykur
1 lítið egg
2 msk. kakó
2 tsk. vanillusykur
Smjörlíkið brætt og hinu hrært
saman við. Kremið sett á milli
laganna og einnig yfir.
Metsölublað á hverjum degi!
Bío-vítamín
Bío-vftamfnin eru byggð á vísindaleg-
um rannsóknum. enda orðin mest seldu
vítamínin á Norðurlöndum og viðar (
Evrópu.
• Bio-Selen + Zink hefur hjálpað gigt-
veikum, styrkir hjarta og blóðrásarkerf-
ið, mjög gagnlegt fullorðnu fólkl. Verð
30 daga skammtur kr. 460, 90 daga
skammtur kr. 995.
• Bio-Chrom hefir reynst sykursjúkum
vel og þeim er hafa of litinn sykur í blóð-
inu, kemur jafnvægi á sykurinnihald
blóðsins. Eina lífræna Chrom-vítaminið
á markaðnum, verð 60 daga skammtur
kl. 1.275.
• Bío-Glandin-25, sterkasta gamma-
línolíusýran á markaðnum, hjálpar
gigtveikum og styrkir ónæmiskerfið,
verð 60 daga skammtur kl. 1.285.
• Sölustaðir: Árbmjarapótek, Holts-
apótek, Kornvörumarkaðurinn,
Mosfellsapótek, Garðabæjarapótek,
Apótek Seltjarnarnes, Ingólfsapótek.
• Bfo-Selen umboðið.
Sendum í póstkröfu út á land.
P.O.Box - 10154, 110 Reykjavfk,
Sfmi 91-76610.
Ég kýs
Sjálfstæðisflokkinn
vegna þess að forystumenn hans taka af áræði og skyn-
semi á málefnum Islendinga.
Gunnar Hauksson,
verslunarmaður
Á RÉTTRI LEIÐ ... X-D
1. Hemlar,
mikilvœgt
öryggistœki
Vissir þúað hemiar eru
mikilvægasta öryggistæki
bíisins?Það erþví hreinasta
tillitsleysi gagnvart öðru fólki í
umferðinni efekki erhugsað
um að hemlabúnaðurinn sé
ávalltí fullkomnu lagi.
2.Léleg hemlun
stóraukin
slysahœtta
Börn að leik, ungir og aldnir
vegfarendur eða fjölskyldan á
ferða-lagi í bílnum. Allt hugs-
anleg fórnarlömb umferðar-
slysa. Auðvitað vill enginn
verða valduraðslysi.
Ábyrgðinerþín. Velyfirfarið
hemlakerfi ásamt árverkni
bílstjórans erein besta tryg-
gingin gegn óhöppum í um-
ferðinni.
A H‘X
3.Hemlakerfi eru
mismunandi og
hemlavarahlutir
eru misgóðir
Diskahemlar, skálahemlar
eða aflhemlar, það ermis-
munandi hvað hentarhverri
bílategund, og þeireru mis-
góðir varahlutirnirsem bíl-
eigendum bjóðast. Verðið
segir ekki allt um gæðin. Við
hjá Stillingu ábyrgjumstað
hverbíltegundfáiþá varahluti
sem henta best. Við seljum
original hemlahluti sem
bifreiða- framleiðendurmæla
með.
4.Áralöng reynsla
kemur til góða
Með aukinni tækni hefur
hemlabúnaðurbifreiða og
annarra ökutækja orðið flókn-
ari enjafnframt öruggari. En
það kemur ekki í veg fyrir
reglulegteftirlit.
ViðhjáStillinguerumsér-
fræðingar íöllum gerðum
hemlabúnaðarog eigum
hemlavarahluti í allargerðir
bifreiða. Við aðstoðum bíl-
eigendur við kaup og eftirlit
með hemlakerfi bílsins eins
og við höfum gert síðastliðin
25 ár. Þúgeturtreystá
reynslu okkar.
5. Merkið tryggir
gœðin
Þú færð hemlavarahluti i
versluninni eða á verkstæð-
inu hjá okkurí Skeifunni 11,
en einnig á yfir300stöðum
um allt land sem versla með
varahluti eða veita verkstæð-
isþjónustu fyrir bifreiðar. Það
segir nokkuð um gæði þeirra
hemlavarahluta sem viðhjá
Stillingu bjóðum þér. Við
merkjum varahluti okkarsér-
staklega, tilaðtryggjaþér
ákveðin vörugæði. Vertu viss
um að varahluturinn sem þú
biður um sé með gæðastimpli
Stillingar, þá ertu með góðan
hlutíhöndunum.
Sérverslun með hemlahluti
OlStilling
Skeifunni 11 Símar 31340 og 82740 wm