Morgunblaðið - 12.04.1987, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 12.04.1987, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 Íb JÖ Nýr varphænsnastofn gjörbreytir eggjaframleiðslunni: - segir Þorsteinn Sigmundsson, alifuglabóndi í Elliðahvammi Morgunblaðið/Einar Falur Þorsteinn í Elliðahvammi tínir egg i bakka í hænsnahúsinu, ánægð- ur með hvað hænurnar verpa vel. NÝR varphænsnastofn, sem flutt- ur var til landsins frá Noregi fyrir 1 ‘/2 ári, hefur gjörbreytt eggjaframleiðslunni. Þorsteinn Sigmundsson eggjabóndi i Elliða- hvammi við Elliðavatn segir að á búi sinu fáist 100 tonn af eggjum út úr nýja stofninum í ár, en út úr gamla stofninum hefði hann ekki fengið nema 60 tonn, en kostnaðurinn nánast sá sami. Þorsteinn sagði að Jón M. Guð- mundsson, alifuglabóndi á Reykjum í Mosfellssveit, hefði flutt inn þenn- an nýja varpstofn frá Noregi fyrir hálfu öðru ári. Helmingurinn hefði farið til ísunga á Hvanneyri, sem þá var í byggingu, en hinn helming- urinn í útungunarstöð Jóns og Guðmundar sonar hans á Reykjum. „Mjög vel tókst til með þennan innflutning,“ sagði Þorsteinn. Hann sagðist hafa fengið verpandi hænur af þessum stofni í byijun janúar. Litsteinar eru skemmtilega litaðir kalksteinar til skreytinga jafnt fyrir heimili sem fyrirtæki. Á myndunum má sjá blóma- og kertaskreytingar, sem gefa góða hugmynd um notkun steinanna. NÝIR LITIR viKun|/órur K' 'ár PÖRHILDUR/SlA Fleiri hefðu fengið hænur á þeim tíma og hefði þetta verið fyrsti stóri hópurinn af nýja stofninum sem komst í framleiðslu. „Við erum núna búnir að vera með þessa fugla í þrjá mánuði og hefur árangurinn verið mjög góður," sagði Þorsteinn. „Fuglarnir eru heilsuhraustir og geðgóðir, verpa mjög vel og skila frá sér góðum eggjum." Þorsteinn sagðist vera með 7.200 hænur af nýja stofninum og fengi úr þeim 6.500 egg dag eftir dag án þess að nokkurt lát væri á og væri varpprósentan 90%. Þetta væri betri árangur en hann hefði nokkrun tímann þekkt í sínum rekstri. Bjóst hann við að meðal- varpprósentan gæti farið niður undir 80% á ársgrundvelli, en gat þess til samanburðar að meðalvarp- prósentan hjá fuglum af gamla stofninum hefði verið 55%. Hann sagði að þetta hefði gífurlegan sparnað í för með sér. Fóðumýting- in væri nú 2,2 kg fóðurs á móti 1 kg af eggjum, en var áður 3,5 kg af fóðri og þaðan af meira á móti hveiju eggjakílói. Bjóst Þorsteinn við að fá 100 tonn af eggjum á þessu ári, en hefði fengið 60 tonn út úr gamla stofninum en fóður- kostnaður og annar kostnaður nánst sá sami. „Við getum boðið neytendum betri og ódýrari vöru og komist sjálfir út úr þeim þrengingum sem við erum komnir í vegna offram- leiðslu og útsölu á eggjum í fyrra,“ sagði Þorsteinn, aðspurður um áhrif nýja varpstofnsins. Hann sagði að algengt útsöluverð á eggjum væri nú um 150 krónur kflóið og væri það nánast það sama og fyrir hálfu öðru ári. Þá sparaðist mikill gjald- eyrir í minni fóðumotkun. Eggjamarkaðurinn er nú nokk- um veginn í jafnvægi, að sögn Þorsteins, en flestir eggjabændur í sámm eftir erfiðleika síðasta árs. Hann sagði að til væru nokkrar birgðir af eggjum í landinu og gengi sumum bændum illa að selja fram- leiðsluna, en páskamir framundan, þannig að útlitið væri gott. Nýr varpstofn, útflutningur eggja (til vamarliðsins) og aukin notkun á íslenskum fóðurblöndum, sem bæði væru betri og ódýrari en innflutt fóður, hjálpaði eggjabændum en flestir væru þó enn að velta á und- an sér skuldum sem söfnuðust upp á síðasta ári. Gamli varphænsnastofninn er orðinn úrkynjaður, að sögn Þor- steins. Fuglamir eru heilsulitlir og með litla eiginleika til varps. Hann sagði að því hefði verið brýn þörf á innflutningi nýs stofns og fram- förum í útunguriarmálum. Varphænumir í Elliðahvammi em frá útungunarstöðinni ísunga á Hvanneyri. Isungi er samvinnufélag bænda sem hópur manna tók sig saman um að byggja upp og naut til þess aðstoðar Hvanneyrarskóla, sem fær þar kennsluaðstöðu í ali- fuglarækt. Þorsteinn Sigmundsson er í stjóm félagsins. Hann sagði að nú væm flest allir alifuglabænd- ur famir að kaupa unga frá Hvanneyri, þó sumri versluðu lfka við aðrar útungunarstöðvar eða framleiddu sjálfír unga. Hann sagði að viðbrögð bænda væm svo góð að fyrirtækið annaði ekki eftir- spuminni. Þorsteinn hefur rekið alifugla- búið í Elliðahvammi ásamt fjöl- skyldu sinni í 23 ár. Auk eggjaframleiðslunnar er hann með kjúklingaframleiðslu, þar sem hann framleiðir núna eingöngu fugla til útflutnings til Noregs og á Kefla- víkurflugvöll, og uppeldi á varp- hænum fyrir aðra eggjabændur. Fæ 100 tonn af eggj- nm á árí í stað 60 tonna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.