Morgunblaðið - 12.04.1987, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
B 17
Kannski hafa ekki margir enst
til að horfa til enda á „Við viljum"
kynningu stjómmálaflokkanna tíu
í sjónvarpinu tvö síðkvöld í röð.
Hætt við að öll þessi andlit, sem
buna út úr sér góðum og gegnum
viljayfírlýsingum, fari að renna
saman þótt faglega séu sett á
svið. Gefast ekki einu sinni kaff-
iuppáheliingar- eða klósettpásur.
Ekkert svigrúm ti! að festa í huga
og minni það sem fram er borið
áður en nýtt tekur við. En manns-
hugurinn er býsna klógt tæki, fer
sínar eigin leiðir. Fyrr en varir
er hann kominn með mann út á
hliðarspor. Farinn að velta fyrir
sér hópáhrifum þess sem rennur
þama á skerminum Hvar ætli
þessi nýi miðill komi þar inn í?
Það verður dulítið skondið á
okkar skynditímum með alit sitt
kapp á að segja alla hluti fyrstur,
að fyrir 90 áram setti klókur karl,
Le Bon að nafni, fyrirfram fram
kenningu um möguleika sjónvarps
til slíkra múgáhrifa. Löngu áður
en fór að bóla á tækninni sem
gerði fjarskipti og sjónvarp að
veraleika. Hann gerði því skóna
að í framtíðinni þyrftu ekki allir
að vera saman komnir á einum
stað til að múgsefjun læsti klónum
í sálimar. Því, eins og hann sagði,
„þúsundir einstaklinga, sinn á
hveijum staðnum, munu á gefnu
augnabliki, undir áhrifum af ein-
hverri öflugri geðshræringu, geta
tekið á sig öll einkenni hópsálar-
innar." Óneitanlega er svona karl
tilbreyting á tímum hráhugsuð-
anna.
Hvaða klóki karl var nú þetta?
Gustave Le Bon skrifaði á sínum
tíma um lífræði, læknisfræði,
mannfræði, veðurfræði, eðlis-
fræði, en upphefð hans kom
skyndilega með lítilli bók upp á
32 blaðsíður, sem út kom 1895
og nefndist einmitt „La psycho-
logie des foule" eða „Múgsálar-
fræðin". Þessi heims kunni
hugsuður hafði raunar farið fram-
hjá þessum skrifara þar til franski
dálkahöfundurinn Jean-Francois
Revel vakti athygli á frábæram
kenningum hans af eitthvað svip-
uðu tilefni. Bók Le Bons flaug
semsagt um heiminn, lesin af
menntamönnum og stjómmála-
spekúlöntum. Hann varð nokkurs
konar Machiavelli hópeflisins og
leiðarljós óheillavænlegustu múg-
möndlara 20. aldarinnar, þeirra
félaga Hitlers og Mússolínis.
Varla verður ógæfuverkum þeirra
þó skellt á Le Bon. Það væri álíka
ósanngjamt eins og að kenna
Pasteur um illvirki bakteríanna.
En haft er fyrir satt að bæði de
Gaulles og Lenin hafi líka lesið
verk Le Bons vendilega. Eftir stríð
var ljóminn af kenningum Le
Bons þó orðinn æði daufur.
En Le Bons einbeitti sér sem-
sagt að sálfræðilegum áhrifum
innan hópsins, sem blasir raunar
við þótt erfiðara reynist að henda
reiður á þeim. Þúsundir einstakl-
inga geta nefnilega komið saman
á einum stað án þess að gæti
múgsefjunar. Á hinn bóginn geta
tuttugu þáttakendur setið á fundi,
þar sem tilfínningahiti, ofsi, trú-
girni, duttlungar og óþol verða
skyndilega öllum skynsemisrök-
um yfírsterkari. Þetta hefur
stundum mátt sjá upp á síðkastið
í fjöldaaðgerðum á sjónvarps-
skerminum. Oft blasir við hvemig
samkoma, vel upp hituð af einum
manni eða tveimur, getur tekið
óskiljanalega ákvörðun, sem eng-
inn einstaklinganna hefði einn
kosið. LOngu er vitað að slíkt
getur gerst, en nú má horfa á það
sitjandi heima í stofu og jafnvel
verða fyrir því ef maður gætir sín
ekki. Enginn munur verður á vitr-
ingnum eða hinum fáfróða þegar
þeir tengjast í einni múgupphafr-
ingu. Eða eins og títt nefndur Le
Bon orðaði það:„ bænhiti fjöratíu
háskólamanna er ekki meiri en
íjörutíu vatnsbera. í múgtilhneig-
ingu er engin stéttarmunur."
Hópur fólks verður að múg
þegar hann allt í einu er orðinn
næmur fyrir sefjun en ekki rök-
stuðningi, ímynd en ekki hug-
mynd, fullyrðingu en ekki
sönnunum, endurtekningum en
ekki rökræðum, heiðri einhvers
en ekki fæmi. Trúin breiðist út
um hópinn sem smit en ekki með
sannfæringu. Allir lýðskramarar
allra tíma hafa kunnað að leika á
þetta. Sagnfræðingar, æfísögurit-
arar og skáldsagnahöfundar hafa
oft lýst þessu, en enginn greint
það eins og Le Bon karlinn. Enda
var hann óneitanlega forspár
mjög. Fyrir utan það að hann sá
fyrir múgsefjun gegn um sjónvarp
á árinu 1895 þótt þetta „sólkerfa-
þorp“, eins og Marchall McLuhan
kallaði það, væri ekki komið í
gang fyrr en 1965, þá sá hann
1924 í frægri ritgerð „þróun Evr-
ópu til margskonar einræðis", og
var þá varla farinn að beygjast
krókurinn til þeirra hremminga.
Fullyrti meira að segja að einræð-
ið til vinstri yrði síst betra“, svo
sem löngu seinna átti eftir að
sannast. En það er önnur saga.
Múgmennskan og hennar við-
sjálu gryfjur var víst pistill
dagsins. Nú, þegar maður er ekki
einu sinni óhultur aleinn heima
hjá sér, er menn hafa lært í nýjum
miðli að beita á liðið tilfinninga-
semi fremur en rökum og for-
tölum. Kannski er þó eftir allt
saman illskárra að vara sig þegar
maður í hópi fólks finnur að rök
víkja og tilfínningahitinn stígur.
Alltaf þótti mér dálítið ónota-
legt þegar mest tíðkaðist á stóram
samkomum að syngja sig saman
í eina sál, sem svo viðtók í fram-
haldi einhveija skoðun sem borin
var á borð. Enda kallaðir baráttu-
söngvar. Og hafa margir óprúttnir
leikið slíkt úti í hinum stóra heimi,
svo sem fyrrnefndur Hitler. Marg-
ar sögur til um það hvernig
skoðanamyndun og áhrif mynd-
ast. Þar höfum við einmitt nú
skemmtileg dæmi í sjónvarps-
þáttunum „Já, ráðherra", þegar
ráðuneytisstjórinn var að sann-
færa ráðherrann um að fá mætti
hvaða svar sem hann vildi út úr
skoðanakönnunum, bara ef spurt
væri rétt og spurningunum raðað
þannig að hver tæki við af ann-
arri þar til „rétta svarið" væri
nærri óhjákvæmilegt. Svarandi
leiddur í gildrana.
Gott dæmi er tilraunin sem
gerð var í skóla einum. Lögð var
spuming fyrir 40 nemendur. Áður
höfðu 39 verið undirstungnir um
að gefa ákveðið rangt svar. Síðan
kom hver upp á fætur öðram og
svöraðu allir eins. Þegar kom að
þeim eina með rétta svarið, var
hann farinn að efast og svaraði
eins og hinir, þótt hann í hjarta
sínu vissi að 2X2 era fjórir en
ekki fimm.
Hvað skal þá gera, er óhjá-
kvæmilegt að láta teyma sig á
tilfinningabeislinu? Líklega ekkert
annað ráð en að loka síma og
tækjum — heima hefur maður
nefnilega takka til að loka fyrir—
og hugsa svolitla stund: Hvað er
það sem ég vil, vil ég áframhald
á því sem er eða vil ég einhveija
óvissa breytingu. Taka ákvörðun
og birta hana eins og lög gera ráð
fyrir í leyni í kjörklefanum, þar
sem enginn er til að herma upp
á mann neyðarloforð eða inn-
heimta borgun. Eða hvað?
Sjálfstæðisfélag
Garðabæjar og
Bessastaðahrepps
Almennur fundur verður haldinn í
safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli,
Garðabæ, 13. apríl kl. 20.30.
Framsögumenn:
Matthías
Mathiesen
Ávörp:
Olafur G. Einarsson
Stefanía
Magnúsdóttir
Sigurjónsdóttir
Bernhöft
Fundarstjóri:
Sigurður Valur
Ásbjarnarson
Fundarritari:
Ásta Ragnhildur
Ólafsdóttir
Frábær, traust og vönduð
hljómtæki frá
GoldStar GSA-5100 MIDI-hljómtækjastæðan
Magnari: léttrofar, ljósaborð, 2x50W.
Plötuspilari: hálf-sjálfvirkur.
Útvarp: FM-MW stereo útvarp,
"muting", "FM-Hi-blend".
Segulband: Stereo, Metal, Dolby,
ljósaborð, "mute" léttrofar.
Hátalarar: 3-Way, bass-reflex, 2x80W.
Tengi fyrir laser-spilara og video.___—■
SKIPHOLTI 19
SÍMI 29800