Morgunblaðið - 12.04.1987, Side 24
24 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
félk í
fréttum
Hópurinn sem hélt norður, að Kristbjörgu Hjaltadóttur frátaldri,
en hún tók myndina (fremsta röð fr. h.): Guðrún, Gunnilla, Elísa-
bet, Þórunn og Hildur; (miðröð) Auður, Guðrún, Hanna, Bryndís,
Auðbjörg og Konný; (aftast) Lára, Jóna, Valdís og Ósk.
eyrar. Þetta hefði verið gert fyrir
skömmu og heppnast svo vel að
ákveðið hefði verið að Akureyrin-
gamir kæmu suður í keppnisferð
áður en langt um liði. í Akureyrar-
ferðinni hefði ýmislegt verið sér til
gamans gert, þær hefðu borðað
saman fyrsta kvöldið á veitinga-
staðnum „Fiðlaranum" og séð svo
sýningu Leikfélags Akureyrar á
„Kabarett“ sem hefði verið mjög
góð. A öðrum degi, sem var laugar-
dagur, hefði verið farið á skíði í
Hlíðarfy'alli í yndislegu veðri og
síðari hluta dags síðan keppt við
heimakonur. Akeureyringar hefðu
sigrað í A-riðli, en Reykvíkingar í
B- og C-riðli. Um kvöldið hefði ve-
rið farið í „Sjallann“. Á sunnudags-
morgninum var skíðasvæðið í
Hlíðarfjalli lokað vegna veðurs, svo
konumar fengu sér góðan göngutúr
um bæinn og eftir hádegi hefðu svo
nokkrar þeirra komist á skíði þar
sem veðrið skánaði. Um kvöldið
héldu þreyttar en ánægðar konur
heim á leið, ákveðnar í að taka vel
á móti norðankonunum þegar þær
héldu suður yfir heiðar.
son því hlutverki í vetur. Margar
þeirra létu sér þetta ekki nægja og
væru þar að auki í aukatímum.
í gegn um árin hefði þessi hópur
brallað ýmislegt. Árshátíðir hefðu
verið haldnar, þar sem boðið hefði
verið upp á heimatilbúin skemmtiat-
riði og efnt til happadrættis með
góðum vinningum til að afla fjár
til að standa undir ýmsum kostn-
aði. Á einni slíkri árshátíð hefðu
konumar skorað á eiginmennina
að keppa við þær í badminton og
hefði sú keppni farið fram skömmu
síðar og tekist mjög vel. Reyndar
orðið til þess að nokkrir karlanna,
er ekki höfðu spilað badminton,
áður fengu bakteríuna, leigðu sér
sal, fengu sér kennara og hefðu
spilað síðan. í janúar sl. hefði farið
fram hjónakeppni sem 15 pör tóku
þátt í, veitt hefðu verið verðlaun
og ágætar veitingar eins og tíðkað-
ist hjá hópnum þegar keppt væri.
Konurnar hefðu tekið þátt í
firmakeppni á vegum TBR og í einni
slíkri hefðu þær hitt konur frá
Akureyri og þá hefði sú hugmynd
fæðst að fara í keppnisferð til Akur-
Á skíðum
í Hlíð-
arfjalli.
Sigurvegaramir: (fremri röð, frá hægri) Guðrún og Jakobína, Akur-
eyri; (aftari röð fr. h.) Guðrún, Konný, Hanna og Þórunn, Rvk.
Hluti
kvenna-
hóps-
ins er
mætti í
„Sjallan-
um“.
Eldhressar
badmíntonkonur
S.O.S. - Spaði og spyma, er
hópur 28 eldhressra kvenna
sem í 5 ár hefur æft saman badmin-
ton og fór nú fyrir skömmu í
ferðalag tii Akureyrar þar sem þær
kepptu m.a. við heimakonur. Elísa-
bet Guðmundsdóttir, ein þessara
kvenna sagði blaðamanni Morgun-
blaðsins að Garðar Alfonsson, er
verið hefði kennari hjá Tennis- og
Badmintonfélagi Reykjavíkur
(TBR), hefði hvatt konurnar til að
halda hópinn og hefði hann staðið
fyrir sérstakri kvennakeppni innan
TBR til að stappa í þær stálinu.
Þær leigðu nú salinn í TBR-húsinu
allan ársins hring, einu sinni í viku,
2 tíma í einu og spiluðu á öllum
völlunum fimm. Bráðnauðsynlegt
væri að góður þjálfari stjómaði leik
hópsins og gegndi Jóhann Kjartans-
Myndarlegir
feðgar
Bandaríski
kvikmyndaleikarinn Kirk
Douglas hlaut á mánudag
sérstök heiðursverðlaun frá
bandarísku
leiklistarakademíunni (The
American Academy of
Dramatic Arts) fyrir framlag
sitt til leiklistar. Við það
tækifæri var þessi mynd af
honum og fjórum sonum hans
tekin, frá hægri: Eric,
Michael, Kirk, Joel og Peter
Douglas.
Reuter