Morgunblaðið - 12.04.1987, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
B 35
Umsjón: Árni Matthíasson
PEOPU Of THt WMIO
Af reggae
Fyrir nokkrum árum var
sem regaetónlist, sem fyrst og
fremst er trúartónlist rastaf-
aritrúarmanna frá Jamaica,
væri búin að festa sig í sessi
í Bretlandi og æ fleiri spiluðu
hana. Hér á Islandi voru það
Utangarðsmenn sem einna
helst fiktuðu við reggae en
einnig heyrðust reggaelög frá
mörgum öðrum.
Fremstur allra reggaehljóm-
listarmanna var Bob Marley, en
hann fléttaði saman pólitíska og
trúarlega texta og var frábær
lagasmiður. Marley lést úr
krabba 1981 stuttu eftir að hafa
gefíð út sína bestu plötu, Upris-
ing. Eftir það var eins og
vindurinn færi úr reggaetónlist-
inni a.m.k. hvað varðaði markað-
inn í Bretlandi og Bandaríkjun-
um. Annað sem hjálpaði til við
að draga úr vinsældum reggae-
tónlistar var sú árátta tónlistar-
mannanna að reykja stöðugt
hass, sem er reyndar hluti af
trúarhefð rastafarimanna. Þessi
stöðuga hassneysla gerir síðan
tónlistarmennina smám saman
steingelda tónlistarlega og
reggaetónlistin verður að innan-
tómum takti með óskiljanlegum
textum. Bob Marley komst hjá
þessu og annar sem það gerir
er Winston Rodney, sem er allt
í öllu í hljómsveitinni Buming
Spear.
Bumig Spear, sem nefnd er
eftir viðurnefni Jomo Kenyatta,
leiðtoga Kenya, gaf út fyrstu
plötu sína 1975, plötuna Marcus
Garvey, sem er ein af bestu
reggaeplötum allra tíma. 1977
var Winston Rodney orðinn einn
eftir í hljómsveitinni og segja
má því að allar plötur undir nafni
sveitarinnar upp frá því séu sóló-
plötur og svo er einnig með
pj^una People of The World, sem
kom út síðla árs 1985, tíu árum
á eftir Marcus Garvey.
Tónlistin hefur breyst, eins og
búast mátti við, hún er orðin
fyllri og þéttari og hljóðgerflar
heyrast af og til. Ein mesta
breytingin er þó í textunum. A
Marcus Garvey bar eðlilega mik-
ið á trúarlegum textum, með
dáleiðslukenndum takti á bak
við. Einna best small allt saman
í lögum eins og Marcus Garvey,
Old Marcus Garvey, Slavery
Days og Resting Place. I stað
trúarlegu textanna um Haile
Selassie og Marcus Garvey, er
farið að bera á textum um nauð-
syn samstöðu kynþátta heimsins
og baráttu gegn kúgun og að-
skilnaðarstefnu. Best tekst það
í lögunum People of the World,
We Are Going og Built this City.
Greinilegt er að hassið er ekki
búið að kæfa allt vit í Winston
Rodney eins og í svo mörgum
öðrum reggaetónlistarmönnum.
BORNfNG SP£AR
ari, Kamla Sabir. Hápunktur
kvöldsins var enda dúett hans og
Leo.
Wes Brown er rúmlega fyrsta
flokks bassaleikari og Þorsteinn
Magnússon sýndi ótrúlega takta.
Ekki ætla ég að fjölyrða um
trompetleik Leo, enda óþarfi, en
gaman var að heyra hann syngja,
eða réttara sagt kyrja, trúarljóð.
Vonandi sjá fleiri sér fært að láta
reyna aðeins á hugsunina næst
þegar Leo kemur til landsins.
Á Bretlandi biðu menn þessarar
skífu með nokkurri eftirvæntingu,
því að á tónleikum þótti téður
Julian lofa góðu. Réði framkoma
hans e.t.v. nokkru um, en Julian
hefur gaman af því að syngja lög
sín standandi uppi á þartilgerðri
stöng, sem hann klifrar upp eftir.
Tónlist Julians Cope er fyrst
og fremst venjulegt og klárt rokk
og meira að segja fjári gott. Öll
lögin, án undantekninga, eru
prýðilega samin og þar sameinast
fallegar melódíur og góð rokkriff.
Hljóðfæraleikur er allur hreinn og
beinn og verið í því að koma til
dyranna eins og menn eru klædd-
ir. Ekki verður við heilagan
Júlíus skilið án þess að nefna hina
ágætu texta hans, en margir
þeirra eru til hreinnar fyrirmynd-
ar þó svo að ekki séu allir
sammála höfundi.
A.M.
Rétti hluturinn!
★ ★ ★ ★
Já, þeir félagar í Simply Red
hafa ætíð verið svolítið sérstak-
ir í sínum lagaflutningi. Nýj-
asta plata þeirra „Men and
woman" tilheyrir þeirra hefð-
bundna stíl vel. Hún á í senn
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Stjörnu-
gjöf
★ ★★★★:
Fyrsta fiokks, keyptu
hana.
★ ★ ★ ★: Ekki
gallalaus, hugsaðu
málið.
★ ★ ★: Fáðu hana
lánaða.
★ ★: Nærri vonlaus.
★ : Gleymdu henni.
★ : Rusl.
skemmtileg, kraftmikil og ein-
stök lög sem og hundleiðinleg
og illa leikin. Verð ég þó að
segja að meirihluti laganna
falli undir jákvæða þáttinn.
Platan stendur undir heiti því svo
sannarlega fjalla textarnir um
ýmis samskipti milli karls og
konu. Eldheitar rísandi nætur í
laginu „The right thing“ og ein-
manalegar stunur skilnaðar í '
laginu „Maybe someday. . . “
Það er hinn bráðhuggulegi rauð-
haus Mick Hucknall sem leiðir
lögin með sinni skarpri rödd. Aðr-
ir í Simply Red eru Chris Joyce,
Tony Bowers, Tim Kellett, Fritz
Mcintyre og lestina rekur Sylvan.
BRY
N’Da.
F.v.:
Þor-
steinn
Magn-
ússon,
Leo
Smith,
Kamal rr
Sabir á
bak við
tromm-
urnar
og Wes
Brown.
Á ba-
kvið
sveitina
má sjá
fánaliti
rasta-
manna
°g c
Eþíópíu
reynd-
ar líka,
rauðan,
gulan
græn-
an.
Leo
þakk-
ar
Haile
Enn er Leo Smith búinn að
koma til íslands og halda tón-
leika, vart er hægt að kalla
hann annað en íslandsvin, enda
langar hann að koma hingað í
leyfi, án þess að fá borgað fyr-
ir.
Leo Smith leikur ekki tónlist
sem nýtur almennra vinsælda,
a.m.k. ekki á íslandi. Það mátti
sjá á aðsókninni, en ekki mættu
nema rúmlega hundrað manns til
að sjá tónleikana. Erfitt á ég þó
með að trúa því að ekki séu á
íslandi nema hundrað manns sem
reiðubúinn er að hlýða á tónlist
sem þarf hugsunar við.
Á bak við sviðið hékk fáni
rastamanna, líkt og á tónleikum
hjá Bob Marley, rauður, gulur og
grænn. Hljómsveitin N’Da var
afbragðsgóð, enda engir aukvisar,
en einna mesta hrifningu vakti
ungur trommu- og slagverksleik-
Plötudómar
Excelsior
★ ★ ★ ★ ★
The Godfathers er ein þess-
ara nýju bresku hljóinsveita
sem ætla að leggja undir sig
heiminn. Ólíkt mörgum öðrum
á The Godfathers einmitt góða
möguleik á því.
í nóvember kom út platan Hit
By Hit, sem verið hefur á listum
sjáfstæðu útgeíandanna upp frá
því. Ekki skyldi mann furða. Tón-
listin er grípandi mátulega hrátt
framsækið rokk. Á plötunni eru
perlur eins og This Damn Nation
og I Want Everything. The God-
fathers er ein efnilegats hljóm-
sveit breta í langan tíma og
bítlahljómurinn á einmitt vel við
raunsæa textana. Ekki skemmir
síðan góð útgáfa á lagi Johns
Lennon, Cold Turkey.
Nýjasta afurð The Godfathers
er tólftomman Love is Dead; enn
eitt skrefið í því að gera þá að
bestu starfaridi rokkhljómsveit
Breta í dag.
Heilag’ur Júlíus
★ ★ ★ ★
Julian Cope er skrýtinn fugl,
sem greinilega hefur sjálfsálit-
ið í lagi því að hann nefnir
þessa plötu sina „Saint Julian”,
eða Heilagur Júlíus, eins og tit-
illinn útleggst á þvi ástkæra og
ylhýra.
RASTAMENN
Á BORGINNI
rokksíðan