Morgunblaðið - 10.06.1987, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.06.1987, Qupperneq 2
2 C PgrjgwtMiiMfo /ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 Símamynd/Reuter Ragnhelður Ólafsdóttlr setti nýtt íslandsmet í 3000 metra hlaupi á móti í Bandaríkjunum um helgina. Hún er hér í hlaupinu lengst til vinstri (nr. 1007) en fremst er sigurvegarinn, Vicki Huber. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Ragnheiður setti Islandsmet RAGNHEIÐUR Ólafsdóttir úr FH bœtti ísladsmet sitt í 300 metra hlaupi á bandarísku há- skólamóti í Louisiana um helgina. Hún hljóp á 8.58,00 mínútum og bœtti eldra metið um 12 sekúndur. Ragnheiður _er í góðri æfingu og á nú öll íslandsmetin í lang- hlaupum kvenna. Ragnheiður varð í öðru sæti á eftir Vicki Huber. KNATTSPYRNA Árangur hennar er undir þeim lág- mörkum sem krafíst er fyrir heimsmeistaramótið í Róm og á Ólympíuleikana í Seoul á næsta ári. Eggert Bogason og Sigurður Matt- híasson tóku einnig þátt í mótinu, en þau stunda öll nám í Alabama. Eggert kastaði kringlu 59,28 m og varð sjötti. Sigurvegarinn kastaði rétt yfír 61 metra. Sigurður náði sínum besta árangri í spjótkasti, kastaði 73,70 metra. Vercauteren til Nantes Frankie Verkauteren, belgíski landsliðsmaðurinn og fyrirliði Anderlecht, hefur verið seldur til Nantes í Frakklandi. Verkauteren, sem hefur leikið á miðjunni með Arnóri Guðjohnsen, gerði hann þriggja ára samning við Frakkana. KNATTSPYRNA / ENGLAND Bames til Uverpool JOHN Barnes, hinn sókndjarfi miðherji Watford undanfarin sex ár, hef ur verið seldur til Liverpool fyrir um 900 þúsund pund. Samkomulag náðist um þetta í apríl, en í gœr var end- anlega gengið frá málinu. Bames, sem fæddist á Jamaica fyrir 24 árum, hefur verið einn besti sóknarleikmaður í Englandi undanfarin ár, en hann byijaði að leika með Watford Frá Bob 1981 og hefur leikið Hennessy um 30 landsleiki. ' Englandi Dalglish, fr am- kvæmdastjóri Li- verpool, hefur lengi haft augastað á Bames, og svo fór, sem ffam- kvæmdastjórinn vildi. En þetta er aðeins byijunin hjá Dalglish og má fastlega gera ráð fyrir að fleiri leik- menn verði keyptir til Liverpool á næstunni. HANDBOLTI ísland úr leik ÍSLENSKA piltalandsliðið í handknattleik beið lœgri hlut í seinni viðureign sinni við Norðmenn í Frederiks- stad um helgina. Þeir töpuðu með 8 marka mun, 26:34, eftir að hafa unnið fyrri leikinn með tveggja marka mun. Það verða því Norðmenn sem komast áfram í úrslitakeppni heims- meistaramótsins. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn, en Norðmenn þó alltaf með frumkvæðið. Fimm mörk skildu liðin framan af seinni hálfleik, en íslendingar náðu að minnka munninn I 2 mörk en Norðmenn voru sterkari á enda- sprettinum og stóðu uppi sem sigurvegarar. Markvarsla þeirra var mjög góð og skipti það sköp- um. Gunnar Beinsteinsson var markahæstur íslensku piltana með 6 mörk. Héðinn Gilsson kom næstur með fímm. John Barnes. TRAUSTI Ómarsson var hetja Víkinga er liðið vann Þrótt 3:1 í Mjólkurbikarkeppninni á Gervigrasvellinum í Laugardal í gærkvöldi. Vestmanneyingar unnu Fylki í Eyjum með tveimur mörkum gegn einu. Víkingar voru betri framan af og Trausti skoraði eitt mark í fyrri hálfleik. Atli Helgason jafnaði fljótlega í síðari hálfleik eftir að Þróttur hafði verið sterkari aðilinn nokkuð lengi og voru þeir klaufar að komast ekki nokkur mörk yfir. Jón Otti Jónsson markvörður sá við þeim nokkrum sinnum og kom í veg STEINAR Birgisson hefur ákveðið að ieika með HK í 2. deildinni á næsta ári en eins og kunnugt er lék Steinar í Noregi á síðasta keppnistima- bili með góðum árangri. Steinar lék með Víkingum áður en hann hélt til Noregs og höfðu margir trú á að hann snéri aftur til þeirra þegar hann kæmi Sheffield Wed. f vandræðum Sheffield Wednesday gekk ekki sem best í 1. deild á síðasta keppnis- tímabili og nú hafa fímm leikmenn neitað að endumýja samninga sína við félagið. Þeir eru Gary Megson, Nigel Worthington, Chris Morris, Lawrie Madden og Mark Smith. Því er ekki bjart framundan hjá Howard Wilkinson, framkvæmda- stjóra, en hann hefur þegar rætt við David Armstrong um að koma til Sheffield. Armstrong er 33 ára og hefur leikið undanfarin sex ár með Southampton, en getur nú far- ið frá félaginu og fengið kaupverðið í eigin vasa. fyrir það. Eftir markið virtust Þróttarar búnir og Trausti bætti tveimur mörkum við, því síðara úr vítaspymu. í Eyjum kom Baldur Bjamason Fylki yfír snemma í leiknum en Elías Friðriksson jafnaði úr víti rétt fyrir leikhlé. Bergur Ágústsson kom inná sem varamaður í síðari hálf- leik og skoraði sigurmarið á 80. mínútu. Dómari leiksins var heimadómari í orðsins fyllstu merkingu. Er frá Eyjum o g sleppti þremur vítaspyrn- um sem Fyikir átti greinilega að fá. KS vann UMFS auðveldlega 7:0 í ójöfnum leik. heim. Ekki varð það svo því um helgina gekk hann frá félagaskipt- um yfír í HK og ætlar að leika með þeim næsta vetur. Þjálfari HK næsta vetur verður Páll Björgvinsson félagi Steinars í mörg ár hjá Víkingum og er ekki að efa að þeir félagar ásamt miklum efniviði sem verið hefur hjá félaginu undanfarin ár ætla sér stóra hluti á komandi keppnistímabili. MJÓLKURBIKARKEPPNIN Trausti með þijú mörk fyrir Víking Eyjamenn heppnir gegn Fylki HANDBOLTI Steinar til HK SPURT ER / Hvernig fara leikirnir í 1. deild í kvöld? Valur - Þór kl. 20. KA - FH kl. 20, Ásgeir Elíasson „Þórsarar verða grimmir, en Valur vinnur 1:0. Það er alltaf erfitt að spila fyr- ir norðan og og ég tippa á að KA vinni FH 2:1. Keflvíkingum hefur gengið vel á Skaganum ogþar spái ég 1:1 jafntefli." - ÍBK kl. 19. Gordon Lee „Þór hefur aldrei fengið stiggegn Val á útivelli og á því verður ekki breyting. KÁ og FH gera markalaust jafntefli. Það hafa skipst á skin og skúrir hjá ÍA og ÍBK, en jafntefli er líkleg- ast.“ Haukur Hafsteinss. „ Valsmenn eru sterkir og vinna Þór örugglega 2:0. FH-ingar skora sitt fyrsta mark og gera 1:1 jafntefli gegn KA fyrir norðan. Mest verður skorað á Akra- nesi og ég spái 2:2 í fjörugum leik." Guðmundur Ólafsson „Ég vona að þeir fari vel, bæði fyrir okkur og eins viðkomandi lið. Annars tek ég ekki þátt í svona spá- dómum, enda eru þeir alveg út í hött; hafa ber í huga að fæst orð hafa minnstu ábyrgð." Eyjólfur Bergþórss. „Valsmenn eru betri og vinna Þór 2:0. FH hlýtur að fara að skora og ég spái 1:1 gegn KA. Undan- farin þijú ár hefur ÍBK unnið á Skaganum og í A unnið í Keflavík, en í kvöld fer 1:1.“ Gísli Eyjólfsson „ Valsmenn eru á góðri sigl- ingu, en Þórsarar í lægð. 2:0 heimasigur. FH skorar ekki, vöm KA er sterk og liðið vinnur FH 1:0, en Keflavík sigrar fjórða árið í röð á Akranesi, að þessu sinni 2:1.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.